Alþýðublaðið - 01.03.1973, Síða 7
Úr „Aktuelt' . Eftir Jörgen Dragsdahl
Pólitískir fangar í Bandaríkjunum óttast
síðari fjögur árin af valdatíma Nixons
Það er alvarleg ákæra að
ræða um pólitiska fanga i
Bandarikjunum. Að fólk af
pólitiskum óstæðum sé neytt
til þess að eyöa hluta ævinn-
ar i fangelsi vekur undir
venjulegum kringumstæðum
reiöi ilandi meö sterkar, lýð-
ræðislegar siðvenjur.
Engu að siður hlýddu
milljónir fólks, negrar
og hvitir menn, meö
vantrú og fyrirlitningu á
Richard Nixon ræða um
frelsi og lýðræði i sjónvarps-
ræðu um miðjan janúar s.l.
Vegna þess að hundruð
pólitiskra fanga i bandarisk-
um fangelsum lita með
skelfingu fram til næstu fjög-
urra ára með Nixon.
Hegningarlögin eru
notuð í
pólitísku augnamiði
Skilgreiningin „pólitiskur
fangi” er oft notuð 1 sam-
bandi við fólk, eins og Bobby
Seale og Angelu Davies. t
þessum sem og öðrum tilvik-
um hafa opinberir aðilar i
Bandarikjunum visað ásök-
uninni á bug með þvi að
segja, að umrætt fólk sé ekki
ákært fyrir stjórnmálaskoð-
anirsinar, heldur fyrir brot á
hegningarlögum Bandarikj-
anna.
Spurningin er þvi, hvort
þessi viðbára skipti I raun-
inni nokkru máli. Það má
nefnilega vel vera, að hegn-
ingarlöggjöfin sé undir þess-
um kringumstæöum aðeins
notuö til þess aö komast und-
an ákærum um pólitiska
þvingunar- og kúgunarstarf-
semi.
Framangreindri spurn-
ingu er að nokkru leyti svar-
að með þvi ef athugað er, af
hve miklum ákafa yfirvöldin
nota hegningarlögin gegn
vinstri sinnuðum „aktivist-
um” og það er svo borið
saman linkuna, sem öörum,
svo sem eins og lögreglu-
mönnum, er sýnd fyrir aö
brjóta þessi sömu lög.
A umliðnum fjórum árum
hefur f jöldinn allur af vinstri
sinnuðu fólki verið leitt fyrir
dómstóla, oft eftir að hafa
setið árum saman i haldi, og
hefur svo verið saklaust
fundið af kviðdómi. Mjög á-
berandi einkenni á öllum
þessum málum hefur verið,
aö sönnunargögn ákæru-
valdsins hefa verið ákaflega
veik. Dæmi er Bobby Seale-
málið, en þvi lyktaði með al-
gerri sýknu á öllum ákærum
eftir að Seale haföi setið i
fangelsi I 22 mánuði. James
F. Ahern, lögreglusjóri i
New Haven i Connecticut,
þar sem Seale sætti ákærun-
um, hefur ritað, að hann
hefði undrast að Seale skyldi
hafa verið ákærður þar eð
lögreglan hefði engin sönn-
unargögn haft i höndum
gegn honum.
Morð með
köldu blóði.
Hins vegar er svo stöðug
aukning á kaldrifjuðum
morðum, þar sem fólk veit
jafnvel oft um nöfn hinna
meðseku valdsmanna. Tveir
foringjar i „Svörtu pardus-
dýrunum” — baráttu-
samtökum svertingja —,
Fred Hamilton og Mark
Clark, voru myrtir 4. desem-
ber 1969. Skýrsla, sem m.a.
var unnin af fyrrum dóms-
málaráðherra Bandarikj-
anna, Ramsey Clark og fyrr-
um hæstaréttardómara, Art-
hur Goldberg, segir berum
oröum, að þarna hafi lög-
reglan framið vel skipulagt
morð.
í maimánuði 1970 frömdu
lögregla og her 12 ótviræö
morð. Fórnardýrin voru
fjórir hvitir stúdentar við
Kent State University, tveir
svartir stúdentar við Jacson
State College og sex svert-
ingjar I Augusta I Georgiu.
Þann 21. ágúst 1971 myrtu
verðir i San Qentin fangels-
inu hinn gáfaða „pardus-
dýraleiðtoga” George Jack-
son. Skömmu siðar bönuðu
lögregla og her 32 föngum og
9 gislum I Attica fangelsinu i
New York.
Framhald á bls. 4
Maður, sem reykir allt sitt lif, fær
eitt og hálft kiló af tjöru I lungun.
Þar að auki er 25 sinnum meiri
hætta á, að reykingamaður deyi
úr lungnakrabbameini en maður,
sem ekki reykir. Þetta er hægt að
fræðast um i riti, sem nú hefur
verið gefið út i rúm 4 ár fyrir
heilsuhælisgestina i Bad Nau-
heím i Vestur-Þýzkalandi. Þvi að
svo lengi hafa einmitt „afvötn-
unar”-lækningar fyrir reykinga-
menn farið þar fram á heilsuhæl-
um. Samtals hafa 2806 þátttak-
endur tekið þátt i „afvötnunar”-
námskeiðunum, þar af 18 prósent
konur.
Yfirgnæfandi meirihluti reyk-
ingamanna tók að reykja á unga
aldri. Hægt er aö lesa þaö úr
spurningalistunum, sem allir
þátttakendur i námskeiðunum
útfylla, hver orsökin var fyrir þvi,
að þeir hófu reykingar: „Ég var
forvjtinn, ég vildi slá um mig, af
uppreisnarhneigð gegn foreldrum
minum”.
Menn hafa samt ekki látið sér
nægja að forvitnast um orsökina
fyrir þvi, að reykingamennirnir
hófu reykingar, heldur einnig
hvers vegna þeir héldu stöðugt
áfram að reykja. Og þá kemur i
ljós, að "sigarettan rýfur hina
venjubundnu hverdagsiðju, hún
verkar sálarróandi og hún eyðir
deilum, hún skýrir hugsunina,
hún eykur tengslin við þá, sem
maður hefur samskipti viö, hún
veitir fullnægingu.
Er „bilisminn” að
verða þjóðarsjúkdóm-
ur?
Einkabilisminn er
farinn að sæta tölu-
verðri mótstöðu — það
er enginn vafi á þvi.
Viða erlendis gætir
sliks mjög. Angi af
þeirri baráttu hefur
borizt alla leið hingað
til íslands, þar sem bil-
unum fer óðum fjölg-
andi, og er tiltölulega
skammt siðan að ,,bar-
áttan gegn blikkbelj-
unni” hófst opinber-
lega og formlega með
kröfugöngu og spjald-
burði i miðborg
Reykjavikur. Rólynd-
ari og e.t.v. ekki eins á-
kafir andstæðingar
„blikkbeljunnar” ræða
nú með sivaxandi á-
hyggjuþunga um nauð-
syn þess að friða á-
kveðna lands- eða
borgarhluta fyrir á-
gangi óvættarins: að
einshvers staðar þurfi
að gefa borgarbúanum
kost á að dreða niður
fæti án þess að þurfa að
lita fyrst til beggja
hliða, áfram og aftur
fyrir sig svo hann megi
varast bilana.
Og jafnvel i blöðunum, innan
um bilasiður, árekstrafréttir,
umferðarmyndir og aðra blikk-
beljudýrkun, eru nú farnar að
sjást „and-bila” klausur. Meira
að segja þeir tækriifróðu bil-
dellingar, sem rita dálk
upp og dáls niður um dá-
samheit karbúrators og diska-
hemla, wankelvéla og krúmtappa
og hvað það nú heitir allt saman
eru farnir að vera á stundum eins
og eilitið kuldalegir i garð goðsins
sjálfs: svona likt og væru þeir
farnir að reika i trúnni. Svo koma
auðvitað læknar og sálfræðingar,
hagfræðingar og félagsfræðingar,
arkitektar og útiloftsmenn og all-
ir eru sammála um hina nýju
uppgötvun: billinn er varhuga-
verður. Bilisminn er sjúkdómur.
En er einkabilisminn þá orðinn
þjóðarsjúkdómur? Þegar öll tizka
og allt hysteri hefur verið skilið
frá, er það þá satt?
Sennilega. „Sjúkdómseinkenn-
in” eru bæði sálræn og likamleg.
Einkabilisminn, eins og hann er i
dag, er I flokki með misnotkun á-
fengis og tóbaks, bæði hvað varð-
ar útbreiðslu og skaðvænleg áhrif
á hvern einstakling.
Sjúkdómseinkennin
eru líka félagsleg
En „sjúkdómseinkennin” eru
lika á félagslega sviðinu. Einka-
bilisminn krefst óhemjumikils
fjármagns. Hugsið ykkur t.d. öll
bilastæðin, svo ekki sé meira
nefnt. Senn hvað liður verður að
fara að kaupa upp hús af rándýr-
um lóðum til niðurrifs til þess að
„skaffa blikkbeljunni beit” og
enginn má nú reisa verzlunarhús
i miðbænum I Reykjavik án þess
að leggja út i griðarmikinn kostn-
að við útvegun og gerð bilastæða,
beint eða óbeint. Þegar öll slik
fjárhagsatriði einkabilismans
hafa verið tind og talin og tekin
saman, hugsið ykkur þá hversu
mikla félagslega þjónustu væri
hægt að veita fyrir þá peninga. Þá
væri vart skortur á sjúkrahúsum
ellegar þröngt setnir skólarnir.
Þessu fórnum við fyrir bil. Og sú
fórn er allt of stór miðað við það,
sem bilisminn veitir okkur i stað-
inn, að þvi er sérfræðingarnir
segja. Billinn er „meðal mestu
óskapa, sem dunið hafa yfir
mannkynið”, að þvi er brezki
hagfræðingurinn E. J. Mishan
segir og þarf vitaskuld ekki að
taka fram, að sá góði maður er að
sjálfsögðu „anti-bilisti” — og er
það hin eina, sem við vitum um
þann mann.
Félagsfræðingurinn og borgar-
skipulagssérfræðingurinn Kenn-
eth R. Schneider, sem starfar hjá
Sameinuðu þjóðunum, hefur tekið
saman söguna um sigurvinninga
bilsins. Næstum þvi af sjálfu sér
hefur sú sigurvinningasaga orðið
ákaft áróðursrit gegn bilisman-
um.
Rit um: bílinn, and-
stæðing mannsins
Enkum og sér i lagi hefur
Schneider haldið sér við sigur-
sögu bilsins i Ameriku, en hann
hefur einnig heimsótt Evrópu og
kynnt sér málið frá efrópskri hlið.
Schneider hefur ritað bók um at-
huganir sinar og hefur sú bók nú
komið i ýmsum löndum. Meðal
útgefenda er forlagið Gröndal og
Sön i Osló, Noregi, og heitir bókin
i norsku útgáfunni: „Bilen mot
mannesket ” (Billinn gegn mann-
inum) ef einhver Islenzkur „anti-
bilisti” skyldi hafa áhuga á að
kaupa.
Lýsingarnar afhjúpa
hringavitleysuna
Schneider bæði lýsir ástandi,
eins og það er og kemur með
uppástungur. Lýsingarnar
eru miklu betri en upp-
ástungurnar, en það merkir þó
ekki, að uppástungurnar séu i
sjálfu sér ómögulegar eða ónot-
hæfar. Málið er hins vegar það,
að lýsingarnar afhjúpa hingað til
dulda hringavitleysu með svo
sannfærandi hætti, að maður
hreinlega verður orðlaus. Undir
venjulegum „dagligdags” kring-
umstæðum er billinn auðsjáan-
lega orðinn svo sjálfsagður hlutur
af lifi voru og tilveru, að við get-
um ekki hugsað skýrt, þegar talið
gerst að honum. Það þarf að
tyggja auðsæar afleiðingar bil-
ismans ofan i okkur. Og loks þá
viðsjáum: guð minn almáttugur!
Guð minn
almáttugur
Þetta er engin tilraun til þess að
auglýsa upp bók Schneiders. Við
Alþýðublaðsmenn höfum engan
hag af þvi. Við vitum ekki meira
um Schneider, en við vitum*þann
brezka hagfræðing E. J. Mishan
og við vorum vist búnir að segja,
að um þann mann vitum við bók-
staflega ekki neitt. En við viljum
samt ekki neita okkur — og þá
væntanlega lesendum okkar
sömuleiðis — um þá ánægju að
tilfæra nokkur gullkorn úr bók
Schneiders og vonum um leið, að
hann muni aldrei verða þess vis-
ari þótt stolizt hafi verið með
þeim hætti I bók hans — rikari
verður hann örugglega ekki af þvi
þar sem við eigum i hlut svo hon-
um má vera nokk sama.
Lögmálið um
útþenslu bílismans
Grundvallar kenning Schneid-
ers i umræddri bók er: Lögmálið
um útþenslu bilismans. Fyrr eða
seinna, skrifar hann, mun bilism-
inn halda innreið sina I öll samfé-
lög I heiminum, en i Ameriku hef-
ur hann fengið einkar hagstæð
uppvaxtarskilyrði. Lögmálið er
jafn óbrigðult og erfðalögmál
Mendels að þvi er Schneider segir
og sýnir fram á, að það fyrirfinnst
liffræðilegt afl, sem er sterkara
en manneskjan. Billinn hefur gert
kröfu um nýja tegund af rikis-
borgararétti (eins og sjá má
hugsar Schneider til bilsins eins
og lifandi veru). Atkvæðisrétt
sinn notar hann i gegn um meðal-
göngu kröfu-hagsmunahópa og á
sama hátt beitir hann sinu geysi-
mikla félagslega valdi. Og bilnum
hefur orðið svo vel ágengt, að
hann rikir nú yfir öllum stærri
bæjum og borgum. Hin járnhörðu
lögmál, sem hann setur, eru lögð
til grundvallar i öllu skipulagi
borga og bæja og þau lögmál eru
jafn ljós og þau eru einföld: Sam-
setning, gerð og viddir borgarinn-
ar eiga að þjóna hagsmunum
þýðingarmesta ibúans — bilsins.
Schneider lætur sig einnig sögu
bilsins miklu varða — eins og
eðlilegt er um svo stórmerkilegan
og voldugan afguð (þar eigum við
að sjálfsögðu við bílinn, en ekki
Schneider, sem við — eins og
marg hefur komið fram — þekkj-
um ekki). „Það var ófreskja, sem
byrjaði að bæra á sér” þegar
„djöflavagn” aldamótaáranna
byrjaði að troða sér inn I samfé-
lag mannlegra vera, — fyrst sem
tæki fyrir ævintýraþyrst fólk, sið-
an handa þeim riku þar næst sem
„hinn metnaðarfulli draumur
hinna fátæku” þar til loks að hann
varð það, sem allir héldu: Allra
undirdánugastur þjónn allra.
180,000 prósent
framleiðsluaukning
A timabilinu frá 1899 til 1937
jókst framleiðslan á bilum um
180.000 prósent — eitt hundrað og
átta tiu þúsund prósent! Bfllinn
fékk rúm I orkusmiðju sjálfs
samfélagsins. Bilaiðnaðurinn
með öllum sinum hliðar-og dótt-
urgreinum,svo sem oliuhreinsun,
benzinstöðvum, verkstæðum,
hjólbarðaviðgerðum, þvotta-
stöðvum, varahlutaverzlunum og
guð má vita hvað og hvað varð al-
ger miðdepill efnahagslifsins i
, Ameriku — að sjálfsögðu með til-
svarandi itökum um málefni
samfélagsins. 1 byrjun voru vegir
i Ameríku slæmir. Billinn, eink-
um og sér i lagi einkabillinn,
þvingaði I gegn aukningu á vega-
gerðarfé úr 139 millj. dollara á ári
1918 upp I 1,8 milljarða 1940 og 10
milljarða undir lok 6. áratugsins.
Aukningin nemur 13.300 prósent-
um — þrettán þúsund og þrjú-
hundruð prósentum, rétt var það.
Þó með öllu án þess, aö með þvi
hafi umferðarvandamál bilsins
veriðleyst. Siður en svo. Þau hafa
AÐ VERÐA BÖL
AFVÖTNUNAR'-
NÁMSKEID FYRIR
REYKINGARMENN
Þegar sjúklingum á þessu stigi
er ljóst, hvernig komið er og þeir
koma til Bad Nauheim, eru þeir
leiddir á átta daga námskeið heil-
brigðrar skynsemi. Til að byrja
með fá þeir að hlusta á læknis-
fræðilega fyrirlestra um hin
skaðvænlegu áhrif tóbaksins á
likamann. Þeim er bent á kostina
við það að reykja ekki og ásamt
læknum kynna þeir sér og
sundurgreina auglýsingastarf-
semi sigarettu-iðnaðarins. Að
lokum fá þeir tækifæri til að
kynnast likamlegri liðan þeirra,
sem eru hættir að reykja.
Fyrir þá, sem aðeins reykja við
viss tækifæri, en það er u.þ.b.
fjórðungur hælisgestanna, er til-
tölulega auðvelt aö hætta reyk-
ingum. Raunar hætta þeir flestir
strax eftir fyrstu fyrirlestrana. II
prósent keðjureykingamanna —
en stór hluti þeirra hafði þegar
fengiö krabbameinseinkenni —
var aftur á móti, þrátt fyrir upp-
lýsinga- og fræðslustarfsemi,
mjög erfitt að fá til að hætta reyk-
ingum. Venjureykingamenn
(sem reykja daglega 5—20
sigarettur, 4 vindla eða pipu)
voru 64 prósent þeirra, sem vildu
fara á sllkt námskeið. Þeim tókst
yfirleitt að hætta reykingum eftir
5 daga, i staðinn fyrir að sjúga
hina venjulegu glóð á sigarett-
unni sugu þeir karamellur af sér-
stakri gerð, átu hnetur og þurrk-
aða ávexti eða drukku Iskalt vatn.
Hver og einn styrktist i ákvörðun
sinni og það var að þakka þessum
hjálpartækjum og umfram allt
þvi, að þeir áttu sér svo margar
systur og bræður, sem gengu
sama þjáningaveginn. 1 lok nám-
skeiösins gátu bæði hinir „afvötn-
uðu” og leiðbeinendur þeirra
glaðzt yfir mjög góðum árangri.
82 prósent þeirra höfðu hætt að
reykja og 16 prósent þeirra höfðu
minnkað mjög sigarettuneyzlu
sina.
Eftir námskeiðið I Bad Nau-
heim koma þeir siðan á nýjan leik
út i hið fjandsamlega (reykinga-
manna)-lif með auglýsingastarf-
semi þess og öllum þeim
„snjöllu” mönnum, sem lokka
með „Þú getur nú reynt eina
sigarettu á ný”. Afleiðingin verð-
ur sú, að eftir fjögur og hálft ár
reykja 47 prósent þeirra aftur. En
þrátt fyrir þetta er árangurinn i
Bad Nauheim einn hinn fremsti 1
sinni röð I Evrópu og Bandarikj-
unum.
Bilafjöldinn nálgast ibúatöluna smám saman.
Það er ekkert lögmál, sem hindrar að hann nái
henni og aukist síðan.
sennilega aldrei verið verri. Þrátt
fyrir allt.
Bíllinn á sér ekki
lengur lokamark
Það er nú orðið ljóst, skrifar
Schneider, að billinn á sér ekki
neitt lokamark þar sem hægt sé
að segja: hingað fer hann og
lengra ekki, guði sé lof. Það er að-
eins hægt að segja, að samfélagið
verði i mismunandi miklum mæli
háð bilnum og það er aldrei hægt
að segja, nú er hámarkiriu náð,
þvi billinn getur alltaf gengið
lengra. Fortune (sem við vitum
þvi miður heldur engin deili á.
Innsk. Alþbl.) hafði uppgötvað
vaxtarvandamálið er hann ritaði
grein árið 1967 þar sem m.a. seg-
ir: „fæðingarkúrfa bilsins nálg-
ast nú fæðingarkúrfu mannsins.
Það er ekkert lögmál, sem segir,
að hin fyrrnefnda kúrfa geti ekki
náð hinni siðarnefndu — farið upp
fyrir hana og hærra enn”. Gagn-
stætt sandpappir og raksápu, sem
aðeins eru tæki I þjónustu menn-
ingarinnar og eiga sér ákveðin
efri mörk, þá hefur billinn þróast
og vaxið,unz hann er orðinn sam-
stæð og heilleg „menning” út af
fyrir sig, segir S.Þ. sérfræðingur-
inn.
Og nokkur dæmi um skoðanir
Schneiders, fyrst um áhrifin á
manneskjurnar:
„A hverjum einasta degi lokar
manneskjan sig inni i sinu litla,
bólstraða búri úr stáli, gleri og
lakki og sættir sig umkvörtunar-
laust við biðraðaaga einmana-
leikans... Billinn hefur alveg ein-
dæma vald yfir manneskjunni,
hann rfkir yfir öllum fjölskyldu-
fjármálunum og er oft þýðingar-
meiri, en matur og drykkur. Þess
eru meira að segja dæmi, að bill-
inn sé fjölskyldunni mikilvægari
en barn... Manneskjan lifir ekki
lengur, hún hrærist bar i tilveru,
sem byggð er upp utan um ferð-
ina I og frá vinnu”.
Og áfram um hvernig áhrifin
breiðast úr „eins og hringbylgjur
i vatni”:
„Bflisminn, einkum i borgum
og bæjum, grefur sig niður I stein-
steypu, tryggir sér einkarétt á
allri hreyfingu og sér svo um að
hún stöðvist með öllu, gerir sér-
hvern veg að óyfirstiganlegum
virkismúr, fækkar valkostum,
eykur útgjöldin, spillir náttúr-
unni, stefnir fótgangandi fólki i
hættu og hræðir það upp úr
skónum, afmyndar mannslikam-
ann, mengar andrúmsloftið, er
plága fyrir heyrnina og móðgun
við augað, gerir taugakerfið að
sjálfvirknisvél, rekur hvern ein-
asta borgara nær hinum langa
armlegg laganna. Afnemur með
öllu tilviljanakynningu, sprengir
félög og samtök, villir af réttri
leið sjálfstilgang manneskjunnar
og lamar heilbrigða skynsemi —
ofan á þetta allt saman falla 500
þús. manns á ári sem fórnardýr
bilanna og margar milljónir lim-
lestast”.
500 þúsund
fórnarlðmb árlega
Þetta segir Schneider. Við lest-
urinn verður maður gripinn þeirri
tilfinningu, að þetta geti svo sem
verið Amerika, — en bara
Amerika, megi ekki vera nema
Amerika. En er þetta ekki meira
en Amerlka? Þvi miður. Það er
engin ástæða til að halda, að vit-
firringin sé staðbundin. Þótt hér
hafi ekki verið nefnd einstök
dæmi tekur Schneider lesendur
með sér i ferð um Evrópu, kemur
við I Stokkhólmi, Kaupmanna-
höfn og annars staðar, þar sem
billinn rfkir.
En Schneider nefnir þó ekki Is-
land? Nei, satt er það. En þar fyr-
ir er engin ástæða til þess að ý
varpa öndinni léttar. Ætli Rest
það, sem Schneider segir, eigi
ekki við okkur Islendinga lika?
Litum t.d. á einn laugardags-
morgun um tólfleytið i andlit
þeirra bilstjóra, sem sitja fastir I
snyrtilegri röð frá Artúnsbrekku
og niður i miðbæ. Auðn og tóm.
Einangrun og einvera. Svei mér
þá, ef „brosandi” grillið á bilnum
þeirra er ekki öllu manneskju-
legra i framan!
Ellegar hinir alkunnu Islenzku
útiloftsmenn og rjúpnadrepir?
Litum á þá i jeppunum sinum.
Akandi i vegleysunum upp hól og
niður hól, yfir mel og ofan á mel,
eftir mýri og inn I mýri, yfir ár og
undir ár, upp á fjöll og niður af
þeim aftur eins og þéttriðið net
hjólbarðaslóða um allt Island
staðfestir. Billinn — sú elskan-
lega blikkbelja — er komin á beit
um allt tsland. Og að sjálfsögðu
var öllum fyrst hugsað til hans,
þegar mannfólkinu hafði verið
bjargað undan eldgosi i Vest-
mannaeyjum. Vel á minnst, Vest-
mannaeyjar. Þar voru 800 bilar.
Þar var verkstæði og benzinstöð,
varahlutaverzlun og sjálfsagt
hjólbarðaviðgerö lika — sem sagt
allt, sem til þarf, nema land til
þess að aka á.
MANNKYNSINS?
Fimmtudagur 1. marz. 1973
Fimmtudagur 1. marz. 1973
o