Alþýðublaðið - 06.03.1973, Síða 2

Alþýðublaðið - 06.03.1973, Síða 2
X ii ri fV tV rt t\ A X X iyyVV i t i VVVW ... og góð flík er á næsta leiti dralon garn frá Gefjun GEFJUN AKUREYRI LOFTÞJÖPPUR fyrirliggjandi Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 o------------------------------ Björn Jósson, forseti ASÍ SFV vildi laust vid- skiptagengi Um gengisfellingu krónunnar I desember-mánuöi siöastliðn- um sagöi Björn Jónsson, að hann persónulega og hans flokk- ur heföu veriö bornir þeim sök- um, að þeir heföu verið upp- hafsaöili gengisfellingarinnar og bæru þvi ábyrgð á henni. Hann kvaöst ekki vilja neita neinni ábyrgö, er hann bæri meö réttu, en þó væri hér ekki alls kostar rétt með fariö. Hiö sanna væri, aö hann og þeir félagarnir hefðu stungiö upp á „lausu við- skiptagengi”, þannig, aö gengið hefði getaö breytzt i samræmi viö ýmsar aörar utanaökom- andi breytingar á öörum gjald- miöli og viöskiptakjörum, er siöar heföu oröið. Heföi verið farið að þessum ráöum myndi gengi krónunnar ekki hafa fallið likt þvi jafn mikiö og þaö geröi, er dollarinn féll i febrúar 1973. Taldi Björn, að gengisfellingin i desember heföi þurft aö nema 15—16%. Hann kvað viðskipta- ráðherra nýlega hafa sagt, að ekki heföi þurft aö fella gengið i desember ef þá heföi verið ljóst, að viðskiptakjör íslendinga færu mjög batnandi og dollarinn yröi felldur i febrúar á þessu ári. Visaöi Björn þessari skoðun á bug og taldi aö hún fengi ekki staöizt. begar hér var komið ræðunni vék Björn aö frumvarpi þvi, er rikisstjórnin hefur lagt fram, um að taka áfengi og tóbak út úr visitölugrundvellinum. Hann kvaö sig og Karvel Pálmason hafa snúizt gegn þessum fyrir- ætlunum rikisstjórnarinnar um enn eina breytingu á samning- um verkalýössamtakanna frá þvi i árslok 1971, auk þess sem Eövarð Sigurðsson hefði einnig iýst sig andvigan þessum fyrir ætlunum. Hann kvaöst þó efins i, aö forsætisráöherrann væri meö öllu búinn að leggja þessar ráöageröir á hilluna og myndi hann hafa gert sér einhverjar vonir um, að hann fengi nokkra þingmenn Sjálfstæöisflokksins til þess aö greiöa frumvarpinu atkvæöi og bjarga því þannig i land. Hins vegar væri verka- lýðshreyfingin meö öllu andvig frumvarpinu og hefði miðstjórn ASt fyrr sama dag lýst sig and viga þvi og hefði sú afstaða ver- iö samþykkt i einu hljóöi. Björn ræddi nokkuö frumv þaö, sem rikisstjórnin heföi ætlaö aö bera snarlega fram á Alþingi fyrstu dagana eftir að eldgosið á Heimaey varð. Kvað hann ekkert hafa verið við sig eöa verkalýössamtökin talaö um þaö frumvarp og hann hefði ekki fregnað af efni þess fyrr en 24 klukkustundum eftir að það heföi verið sýnt foringjum stjórnarandstöðunnar. Hann kvaöst hafa það eftir áreiðan- legum heimildum, aö forsætis- ráöherrann heföi ætlaö aö hraða þvi frumvarpi sem allra mest gegnum þingið „meðan stemn- ingin væri svo góö”, eins og hann heföi oröaö þaö. Meö þessu frumvarpi hefði átt að taka á einu bretti langmestan hluta kauphækkananna frá þvi i desember 1971 — slá tvær flugur i einu höggi og nota tækifærið bæði fljótt og vel. Bætti hann þvi viö, aö heföi þetta frumvarp komiö fram í þinginu heföi hann á sömu stundu snúizt gegn stjórninni. Hann vék siðan aö siöustu gengisfellingu krónunn- ar og sagöi, aö um hana hefði ekkert veriö rætt við sig né held- ur þingflokka stjórnarliðsins, að bezt hann vissi, áður en krónan var felld i kjölfar dollarans. Þá vék Björn aö togaraverkfallinu og kvað þaö „hreint hneyksli, hreina þjóðarskömm”, eins og hann oröaði þaö, aö á sama tima og erlendar þjóðir veittu þjóö- inni stórkostlegar fjárfúlgur i aðstoöarskyni væru togararnir bundnir og sjómönnunum, er væru láglaunaðir fyrir, neitaö um hófsamar breytingar á samningum sinum. Sagði Björn, að þaö sem á milli bæri i þessari deilu yröi hiö opinbera aö taka á sig, kröfur sjómannanna væru ótrúlega hógværar, en samt réöi útgerðin sennilega ekki viö aö koma til móts viö þær. Þvi yröi rikiö aö hlaupa undir bagga með þær fáu tugmilljónir króna eöa svo, sem á vantaöi til þess aö samningar tækjust. Aö lokum vék Björn að ástandinu i dag og viöhorfinu I kjaramálum. Ræddi hann fyrst um hinar miklu hækkanir á verðlagi land- búnaðarvara og kvað það mjög harkalega aögerð af hálfu rikis- stjórnarinnar, að láta niðurfell- ingu niðurgreiðslna af búvörum bera upp á sama dag og hinar miklu verðhækkanir þeirra uröu. Taldi hann verðlagningu landbúnaöarvara mikið vanda- mál, sem yröi að taka til grund- vallar-endurskoðunar og minnti i þvi sambandi á gagnrýni Al- þýöuflokksins, en einkum þó formanns hans Gylfa Þ. Gisla- sonar, á núvérandi fyrirkomu- lag á verðlagningu búvara. Hann sagði, að á þessu ári yrði verkalýðshreyfingin að heyja mikla varnarbaráttu, þvi að ólíklegt þætt sér að samning- ar i nóvember-mánuði næst- komandi gætu hækkað kaup manna. Miklu fremur myndi áfram allt þetta ár verða stefnt aö þvi, að reyna aö rýra kjör manna og draga úr samningun- um frá þvi i nóvember 1971. Kauphækkanir að krónutölu til næstu áramóta myndu senni- lega nema um 18—20 vísitölu- stigum að viðbættri grunn- kaupshækkun og það þýddi ca. 25% hækkun fyrir atvinnuveg- ina. Þyrfti „stórfellt krafta- verk” að koma til ef atvinnu- vegirnir ættu aö geta borið þaö og þvi mætti mikið vera ef „stórfelld kollsteypa i efna- hagsmálum” biði ekki enn þjóðarinnar á þessu ári. Verkalýössamtökin myndu verja samningana frá 1971 varöandi kjör láglaunafólks meö klóm og kjafti og ekki leyfa neina skeröingu á þeim. Kvaöst Björn vilja heita á Alþýðuflokk- inn aö hann stæði fast viö bakiö á verkalýöshreyfingunni I þess- ari miklu varnarbaráttu og veitti henni allan þann stuðning er hann mætti. A eftir ræðu Björns urðu mikl- ar umræöur um efni hennar og var mörgum fyrirspurnum til hans beint. Gerðu menn hinn bezta róm að ræðu hans. Um 50 manns sátu fundinn. RIKISSTJORNIN ER HÆTT AÐ ÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS MEÐ í RÁÐUM Þriðjudagur 6. marz, 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.