Alþýðublaðið - 06.03.1973, Page 5

Alþýðublaðið - 06.03.1973, Page 5
alþýðu Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Frétta- stjóri Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Simi 86666. Blaðprent hf. SKÖMMIN er mikil Islendingar horfast nú i augu við risavaxin efnahagsvandamál. Ofan á hörmungarástand, heimatilbúið af rikisstjórninni, bætist stórkost- legt efnahagslegt áfall i kjölfar atburðanna i Vestmannaeyjum, sem eitt út af fyrir sig hefur vakið djúpa samúð með íslendingum erlendis. Við höfum nú þegar veitt viðtöku risavöxnum framlögum frá ýmsum þjóðum, og þá ekki hvað sizt Norðurlandaþjóðunum, okkur til aðstoðar. Nú um þessar mundir standa yfir umfangsmikl- ar fjársafnanir til íslandshjálpar hjá al- menningi erlendis. Þar leggja bæði rikir og fá- tækir fram sinn skerf með einlægri samúð og af djúpri vináttu. öryrki gefur lifeyrisbætur sinar. Gamalt fólk á elliheimili selur pianóið sitt fyrir peninga handa íslendingum. Fjölmargar slikar sögur berast um þessar mundir utanlands frá, þar sem segir frá einstæðri fórnarlund ókunn- ugs alþýðufólks. Margir, sem eru snauðir af þessa heims auði, hafa fylgt fordæmi ekkjunnar úr dæmisögunni og gefið sinn siðasta eyri til að- stoðar við íslendinga. Þegar litið er til þessa verður skömm is- lenzkra stjórnvalda mikil að láta það liðast, að ailur islenzki togaraflotinn sé bundinn við bryggjur i nokkuð á annan mánuð. Þessi af- kastamikli fiskifloti landsmanna liggur aðgerð- arlaus mitt i öllum erfiðleikunum, mitt i allri þeirri erlendu aðstoð og erlendu fjársöfnunum, sem skipulagðar eru i þágu íslands. Hversu mörg pianó þyrfti gamalt fólk i nágrannalönd- unum að selja til þess að vega upp á móti tapi, sem Island verður fyrir vegna stöðvunar togar- anna? Hversu margir öryrkjar þyrftu að gefa lifeyrinn sinn til þess að þvi tapi yrði mætt? Hvernig getur rikisstjórnin verið þekkt fyrir að sitja og halda að sér höndum, horfa upp á stöðv- un alls togaraflotans i fleiri vikur og fleiri tuga, jafnvel fleiri hundruð milljóna króna tap fyrir þjóðarbúið af þeim sökum á sama tima og fólk i útlöndum efnir til almennra fjársafnana til að hjálpa Islandi? Þetta er skömm og svivirða, þvi rikisstjórn Islands hefur i sinum höndum þann lykil, sem á svipstundu gæti leyst togaraverk- fallið. Hún neitar aðeins að nota hann. Menn skyldu gera sér grein fyrir þvi, að kröf- ur togarasjómanna nú eru mjög sanngjarnar og réttlátar. Þeir hafa á undanförnum mánuðum dregizt aftur úr öðrum launastéttum og eru skv. opinberum skýrslum ein allra tekjulægsta at- vinnustétt landsins. Þótt fallizt væri á allar þeirra kröfur þá gerði það ekki betur en að jafna aftur þeirra hlut miðað við aðrar launastéttir i landinu, og þó tæplega það. Hitt er lika staðreynd, að togaraflotinn er i dag rekinn með tapi. Rikisstjórnin hefur séð til þess. Deilan hefur staðið vikum saman milli hennar og togaraútgerðarmanna um hvernig það vandamál eigi að leysa. Fyrr en það mál sé komið á hreint segjast útgerðarmenn ekki geta samið. Og rikisstjórnin þráast við að leggja fram tillögur sinar. Þannig er togaraverkfallið ekki aðeins venju- leg launadeila milli launþega og atvinnuveit- enda. Það er fyrst og fremst hörð rimma milli útvegsmanna og rikisstjórnarinnar. A milli þessara striðandi aðila heyja svo togarasjó- menn verkfallsbaráttu við báða. Togaraverkfallið getur rikisstjórnin leyst strax i dag ef hún vill. Hún hefur ekki viljað það til þessa. Það er þjóðarhneyksli og þjóðar- skömm. STEFÁN GUNNLAUGSSON, ALÞM.: JAKVÆTT MARKMIÐ ( heilbrigdismAlunum SIDast liöinn fimmtudag fór fram I neöri deild Alþingis fyrsta umræöa um frumvarp til laga um heilbrigöisþjónustu — stjórnar- frumvarp. Stefán Gunnlaugsson, alþm., fulltrúi Aiþýöuflokksins i heilbrigöis- og tryggingamáia- nefnd deildarinnar, tók til máls um frumvarpiö og fórust honum orö á þessa leiö.: „Aödragandinn aö þvi frum- varpi til laga, sem hér er til um- ræðu, er sá, aö fyrrverandi heil- brigöismálaráöherra Eggert G. Þorsteinsson skipaöi nefnd manna á árinu 1970, meö hliösjón af þingsályktun, sem afgreidd var hér á hinu háa alþingi sama ár, til aö gera tillögur um endurskoöun á gildandi heil- brigöislöggjöf meö þaö fyrir aug- um aö heilbrigöisþjónustan I landinu yröi bætt. Vissulega var sú ákvöröun timabær og eölileg i alla staöi. Þörf var oröin á, aö taka þessi mál til athugunar, ekki hvaö sizt út frá þvi sjónarmiöi aö reyna aö ráöa bót á þvi alvarlega ástandi, sem viö er að etja á ýmsum stöö- um úti um land, vegna þess aö læknar eru illfáanlegir til þess aö sinna þar störfum. Þaö kemur fram I greinargerð meö frumvarpinu, aö þessi nefnd starfaöi frá þvl I okt. 1970 og þar til I byrjun april 1971. Hún mun hafa haft samráð viö ýmsa aöila um tillögugerö sina og sendi frá sér álitsgerö og tillögur i april 1971. Núverandi heilbrigöis- og tryggingamálaráöherra fékk svo nýrri nefnd þetta mál I hendur haustiö 1971. 1 april s.l. lagöi heilbrigöis- og tryggingamálaráöherra tillögu þessara nefnda hér fyrir alþingi i mynd frumvarps til laga um heil- brigðisþjónustu. Um máliö uröu talsveröar umræöur, en ekki náöi þaö fram aö ganga, enda ekki aö þvi stefnt aö svo gæti oröiö á þvl þingi. Var það eðlilegt, svo stórt og viöamikiö, sem þetta mál er, og æskilegt aö reynt sé aö ná sem allra beztri og viötækastri sam- stööu um þaö. Frumvarpiö hefur nú aftur ver- ið lagt hér fram, aö visu nokkuö breytt frá þvi sem áöur var. Ég fagna þvi aö þetta frumvarp til laga um breytta skipan heil- brigðisþjónustu er nú aftur á dag- skrá á þessum vettvangi. Er þess aö vænta, að úr þessu liöi ekki langur timi, þar til unnt veröur aö hefjast handa um skipulega og samræmda uppbyggingu þess heilbrigöisþjónustukerfis I land- inu, sem aöstæöur nútimans gera nauösynlegt. Löggjöf sem stefnir i þá átt, sem frumvarpiö gerir ráö fyrir I megindráttum, viröist nauösynlegur grundvöllur til aö byggja á I þeim efnum. Gera má ráö fyrir, aö mikil vinna og störf liggi aö baki undir- búnings þeirri tillögugeröar, sem hér liggur fyrir. Aö henni hafa unnið ýmsir mætir menn meö reynslu og sér- þekkingu á sviöi heilbrigöismála. Þeir hafa vafalaust leitaö sam- ráös viö fjölmarga aöila, sem þetta mál snertir til aö tryggja aö fyrirhuguö löggjöf gæti oröiö aö þvi gagni, sem aö er stefnt meö setningu hennar. En margt orkar tvimælis i okk- ar heimi, ekki hvaö sizt mann- anna verk. Svo finnst sjálfsagt ýmsum um eitt og annaö i þessu frumvarpi, þótt aö samningu þess hafi staðið ýmsir hinna hæfustu manna, sem völ er á til þeirra hluta, enda viröist allt þetta mál vera þess eölis og svo vandasamt úrlausnar, aö ekki er hægt aö vænta þess, aö allir geti orðiö á eitt sáttir um allt, sem I væntan- legri löggjöf um heilbrigðisþjón- ustu kemur til með aö standa.. Þaö er til of mikils ætlazt, aö gera ráö fyrir aö svo geti orðið i slóku máli, sem hér um ræðir. Mér sýmst, aö sú tillögugerö, sem fellst i frumvarpinu, miöist einkum aö þvi aö leitast viö aö jafna aöstööu manna til aö fá not- iö sómasamlegrar heilbrigöis- Stefán Gunnlaugsson þjónustu, en vitaö er, að skilyröi manna i þeim efnum, eftir þvi hvar þeir eru búsettir eöa jtaddir á landinu, hefur verið ákaflega mismunandi. Hér er þvi um aö ræöa jákvætt markmiö, sem stefna ber aö. Um þaö hljóta flestir aö geta veriö sammála. Meö hvaöa hætti þaö skuli gert, hverskonar skipulag eigi þar aö liggja til grundvallar kunna aftur á móti aö vera eitthvaö skiptar skoöanir, jafnvel meöal þeirra, sem bezt þekkja til. í frumvarpinu eru einnig geröar tillögur um umbyltingu á þvl skipulagi, sem veriö hefur á heilbrigðisþjónustu á þéttbýlis- svæöum, t.d. hér á Suö-vestur- horni landsins, þar sem þessi mál hafa veriö i miklu betra horfi en vföast hvar annars staöar á land- inu. Þótt svo hafi verið er vissu- lega einnig þörf endurskipulagn- ingar heilbrigöisþjónustunnar i þessum landshlutum. Hvorutveggja, heilbrigöisþjón usta i dreifbýli og þéttbýli eru svo samtvinnuö og tengd, aö rétt og eölilegt er aö skoöa þessa þætti i samhengi, eins og gert hefur ver- iö viö undirbúning þessa frum- varps. Aö minum dómi stefnir þetta frumvarp i rétta átt i höfuðatriö- um. Þaö gerir ráö fyrir, aö heil- brigöisþjónusta taki til heilsu- gæzlu, heilbrigöiseftirlits, lækningarannsókna, lækninga i sjúkrahúsum og endurhæfinga- starfs. Ég mun ekki aö svo stöddu ræöa einstök atriöi frumvarpsins. Mér mun gefast tækifæri til þess i heil- brigðis- og tryggingamálanefnd, sem væntanlega fær frumvarpiö til athugunar og umsagnar. Nokkur atriöi, sem ég hefi hnotið um og ég tel aö mættu betur fara eöa orka tvimælis, þurfa nánari athugunar viö. Möguleikar munu gefast til þess og ræöa þau, ef aö likum lætur, viö þá, sem frumvarpiö sömdu, þegar máliö veröur tekiö fyrir i nefndinni. Ég skal ekki lengja umræöur meö þvi aö ræöa þau hér nú náiö. En meöal þess sem ég hefi þar I huga er staöa heil- brigöiseftirlitsins I væntanlegu heilbrigöisþjónustukerfi. Mér sýnist t.d. margt mæla meö aö sú starfsemi ætti aö vera til húsa i heilsuverndarstöövum og rekast I tengslum viö annaö heilsuvernd- arstarf, sem þaöan veröur rekiö. Þá vil ég minnast skiptingu landsins i læknishéruö. Sennilegt er, aö þaö hafi reynst þeim, er þetta frumvarp sömdu, eitt af erfiðustu úrlausnarefnunum. Hvaö snertir skipan þeirra mála hér á Suð-vesturhorni landsins, samkvæmt frumvarpinu, þá eru menn i Reykjaneskjördæmi ekki á eitt sáttir i þvi efni. Það vekur athygli, hvernig gert er ráö fyrir, aö tekiö veröi I slik lög, sem hér um ræöir, ákvæöi um námsstyrki, sérstaka fjárhags- lega fyrirgreiðslu og ýmiskonar hlunnindi til handa þeim, sem háttsettastir veröa innan kerfis ins og hæstu launin fá. Hygg ég, aö fátitt sé, og sennilega eins- dæmi I sambærilegri löggjöf Is- lenzkri, aö kveöiö sé á um og talin upp meö þeim hætti, sem þarna er gert, ótal friöindi, sem boöin eru fram vissum starfsmönnum. Hér eru um aö ræöa aö minnsta kosti aö nokkru leyti, friöindi, sem venjulegast er samið um á milli viökomandi stéttarfélags og vinnuveitenda. Þessi hlunnindi, eru ekki látin ná til láglaunahópa heilbrigöis- starfsmanna. Þeir þurfa einnig á viöhaldsmenntun aö halda, námsstyrkjum og fjárhagslegum fyrirgreiöslum til aö öölast aukna hæfni i starfi, engu siöur en þeir, sem hærra eru settir innan vænt- anlegs heilbrigöiskerfis. Þessi atriöi þurfa, aö minum dómi, nánari athugunar viö. Ég mun ekki orölengja þessar umræöur meö þvi aö telja upp fleiri atriöi, sem ég hefi viö yfir- lestur og athugun á frumvarpinu staönæmst viö, en lýk máli minu meö þvi aö láta I ljósi ánægju yfir aö þetta frumvarp er komiö hér fram. Vonandi tekst aö afgreiöa lög frá alþingi hiö allra fyrsta um heilbrigöisþjónustu sem I öllum meginatriöum stefnir i þá átt, sem þetta frumvarp gerir ráö fyrir. Viö Alþýöuflokksmenn hér viljum fyrir okkar leyti stuöla aö | þvi aö svo geti oröiö”. Frá Æskulýðsráði Reykjavikur i Námskeið í kvikmyndagerð hefjast 8. marz 1973. Veitt verður fræðsla um undir- búning, töku og frágang 8 mm kvikmynda. Hvert námskeið er 18 tímar. Námskeiðið er ætlað 18 ára og eldri. Nánari upplýsingar og innritun á Fríkirkjuvegi 11 og i sima 15937, daglega kl. 8.20 — 16.15. Þriðjudagur 6. marz, 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.