Alþýðublaðið - 06.03.1973, Page 6
Það er ekkert til sem heitir skaðlausara form reykinga
Pípu- og vindlareykingar valda tíu sinnum
oftar krabba í munni en sígarettureykingar
„Næstum allar tegundir reyk-
inga, hvort heldur sigarettu-,
pipu-, vindla- eöa smávindla —
eina undantekningin eru reyk-
ingar i gegn um reykjarker —
eru taldar valda krabbameini i
munni”, segir dr. Jens J. Pind-
borg, prófessor i munnsjúk-
dómafræöi við Konunglega
Tannlæknaskólann i Kaup-
mannahöfn, sem jafnframt er
læknisfræöilegur ráðunautur
Alþjóöa-heilbrigöismálastofn-
unarinnar um skilgreiningu á
sjúkdómum i tönnum og munni
og forstjóri tveggja upplýsinga-
miöstööva stofnunarinnar um
illkynjuö mein. Astæðan fyrir
þvi, aö reykingar i gegn um
reykjarker valda ekki krabba-
meini kunna aö eiga sér skýr-
ingu I þvi, aö reykurinn kælist
þar eöa hreinsast af ýmsum
skaðvænlegum efnum.
Pindborg prófessor þótti mik-
ill fróöleikur i þvi, aö Joseph
Rakower, prófessor við brjóst-
sjúkdómadeild Sjúkrahúss He-
breska Hadassah-Háskólans
haföi komizt aö þvi, að ekkert
lungnakrabbamein var fyrir
hendi meöal þeirra gyöinga frá
Yemen, er stunduöu reykjar
kers-reykingar. Hins vegar
fengu þeir krabbamein i lungun
þegar þeir tóku aö reykja siga-
rettur eftir að hafa flutzt til
Israel. 1 Danmörku finnast um
þaö bil 300 sjúklingar á ári
hverju, sem hafa fengið krabba-
mein i munninn. Um þaö bil
helmingur sjúklinganna eru
konur, sem gera mikið aöþvi aö
reykja smávindla. Þaö veldur
leukoplakaia, sjúkdómi, sem
einkennist meðal annars af þvi,
aö fram koma hvitir blettir i
munninum.
Eldur i munninum.
Pindborg prófessor hefur rann
sakaö þúsundir manna um allan
heim, sem nota tóbakið meö þvi
að reykja þaö eöa tyggja á ýmsa
vegu. I Indlandi, Panama,
Venezuela, Kólumbla, Hollenzku
Antilles-eyjunum og á Sardiniu
hefur fjöldi fólks vanið sig á þan-
furöulega vana, aö hafa glóandi
enda smávindils eöa sigarettu
inni i munninum. Hitastigiö i
glóöinni getur oft náö 400 gráö-
um. I Indlandi og Suður-
Ameriku eru það einkum konur,
sem stunda slikar reykingar, en
á Sardiniu eru þaö aöallega
karlmenn, sem gera þaö. Af
þessu getur hæglega hlotizt, að
krabbamein myndist i munn-
fyllingunni. Pindborg prófessor
styöur ekki þá vinsælu kenn-
ingu, aö pipur og vindlar séu
betri en sigarettur, aö minnsta
kosti ekki aö þvi er munninn
varöar. í Ameriku komumst viö
aö raun um þaö, aö meöal slikra
reykingamanna er krabbamein
I munni 10 sinnum algengara en
meðal annarra manna”.
„Exodus”
Pindborg prófessor er ekki
gyöingur, en hefur um 5 ára
skeið verið formaöur vináttu-
samtaka Israels og Hollands og
telur aö bókin Exodus hafi gert
hann að einlægum gyðingavini.
Hann hefur margsinnis flutt
fyrirlestra viö Tannlæknahá-
skólann i Jerúsalem og hefur
lagt mikla áherzlu á aö kynna
sér heilbrigðismál I Israel.
Hann segir, aö af einhverjum ó-
skýrðum ástæöum sé krabba-
mein i munni meðal israels-
manna furðulega lágt saman-
boriö viö krabbamein af öörum
tegundum, þegar tekið er tillit
til þess hve reykingar eru al-
gengar i ísrael. „En samt
myndi ég ráðleggja öllum
israelsmönnum að láta af reyk-
ingum. Þaö er eina raunveru-
lega og heiðarlega afstaðan til
hræðilegs sjúkdóms. Hættið
reykingum. Þaö er unnt — það
veit ég — sjálfur hætti ég reyk-
ingum fyrir 4 árum siðan. Við
stefnum nú að þvi að þjálfa
tannlækna til þess að verða
„leynilögreglumenn munns-
ins”, leita að merkjum um
leukoplakaia. Til allrar ham-
ingju er fólk ekki hrætt við að
opna munninn hjá tannlæknun-
um. Raunveruleg og heiöarleg
afstaða til reykinga er ekki
lækning, heldur að reykja aldrei
neitt og útiloka meö þvi fyrir-
fram, að sjúkdómurinn geti orö-
iö til.
Frá Israel fer hann til Ind-
lands og siðan viöar um Asiu i
rannsóknum sinum á óvininum.
„Og ég ætla að fara til Burma —
mér er sagt, aö börnin þar taki
vindlana úr munni sér til þess
að geta sogið mæður sinar”.
Flúor i neyzluvatn
Dr. Louis A. Saporito var
kjörinn forseti Ameriska tann-
læknafélagsins i nóvember 1972,
hann hefur veriö prófessor viö
Columbia-háskólann og stundað
tannlækningar i New Jersey.
„Viö getum tekiö sem dæmi,
aö væri flúor sett I neyzluvatn
myndi þaö leiða til þess, að
tannskemmdir minnkuöu um
60 prósent. Samt er þetta ekki
nóg, viö veröum aö kenna fólki
jafn einfalda hluti og aö hreinsa
tennur sinar. Maður verður að
ná burt sérhverju fæöukorni,
sem leynast kann milli tann-
anna, sérstaklega öllu þvi, sem
er sykursætt — og maður veröur
að gera það bæöi fljótt og vel.
Það er ekki nægilegt aö hreinsa
tennurnar kvölds og morgna
eða jafnvel þrisvar sinnum á
dag: Maður veröur að gera það i
hvert skipti, sem maöur neytir
einhverrar fæöu. Mikilvægt er
að losna strax við öll fæðukorn.
Sérstaklega er mikilvægt að
þjálfa börnin i þessum efnum.
Reynið aö halda þeim frá sæt-
indum og einnig frá Kóla
drykkjum, þar á meðal Kóka
Kóla, sem særir glerunginn á
tönnunum. En sé þetta látiö eft-
ir þeim er i öllu falli nauösyn-
legt aö hreinsa munna þeirra
rækilega á eftir”.
Dr. Louis A. Saporito segir, að
israelsmenn séu á mikilli fram-
farabraut i tannlækningum þótt
þeir séu að visu I þeirri klipu, aö
gera mjög haröar kröfur til
þeirra manna, sem þeir mennta
sjálfir, en geta hinsvegar ekki
gert eins háar kröfur til þeirra,
sem flytjast til landsins og hafa
ekki jafn góða menntun og
reynslu. Hann segist lika hafa
kynnt sér tannlækningar i
Sovétrikjunum, hann hafi verið
þar árið 1967 og sé þeirrar skoö-
unar, að tannlækningar þar I
landi séu um þaö bil aldarfjórð-
ungi á eftir tannlækningum i
Bandarikjunum.
(The Jerusalem Post Weekly).
OKUFANTAR ERU I RAUNINNI
GLÆPAMENN
ÞEIR BRJOTA
AF SER AFTUR OG AFTUR
Frá þvi aö seinni heimsstyrjöld-
inni lauk hafa rannsóknir á bil-
slysum þróazt i sjálfstæöa vis-
indagrein, en glæpahliö þeirra
var sjaldan Ihuguö fyrir striö.
Af þvi leiddi, að þeir, sem rann-
sökuöu bilslysin þá, hugsuðu
ekki út I aö notfæra sér reynslu
glæpafræöinganna. En tvær á-
stæöur valda þvi, aö fram hjá
þessu verður ekki lengur kom-
izt. 1 þýzka sambandslýðveldinu
eru brot á ökulögum i fyrsta lagi
meir en 50 prósent þeirra mála,
sem koma fyrir rétt. Og i ööru
lagi hefur þaö veriö sannaö, aö
þessi brot á lögunum eru ekki
glæpir „heföarmanna”.
Dr. Wolf Middendorf, dómari
viö Umferöardómstólinn I Frei-
burg i Breisgau i V-Þýskalandi,
litur svo á, aö þeir menn séu
ekki „heföarmenn” heldur
glæpamenn, sem aka undir
áhrifum áfengis eöa aka I heim-
ildarleysi eftir aö ökuskirteinin
hafa veriö af þeim tekin, þeir,
sem flýja af slysstaö eftir að
hafa valdið, beint eöa óbeint, al-
varlegum umferöarslysum og
þeir.sem af þrákelkni og æ ofan
I æ brjóta umferöarlögin þótt
ekki séu brot ætiö alvarlegs eöl-
is. Kom þessi skoöun dr. Midd-
endorfs fram i ræöu, sem hann
flutti á ráöstefnu um umferöar-
mál I Baden-Baden.
Eitt af mörgu, sem enn er ó-
ljóst, er þaö hvernig persónu-
leiki þeirra manna er, sem
valda slysum og þeirra, sem si-
fellt brjóta lögin þótt þeim sé
jafnan refsaö. Þýzkur sálfræö-
ingur, sem rannsakaö hefur mál
125 manna, er samtals hafa
brotið umferöarlögin æ ofan i æ
872 sinnum, lýsti þessum slysa-
völdum á þessa leiö: „Ég hef
tekiö eftir venjulegum eigin-
leikum smáglæpamannsins i
fari þessara manna, en auk þess
hef ég veitt þvi athygli, aö meö-
al þess, sem einkennir þá, er ó-
hæfni og ófúsleiki til þess aö
laga sig aö og setja sig inn 1 lög
og reglur og óhæfni til þess að
læra af mistökum. Margsinnis
hef ég veitt þvi athygli hve litið
þessir menn hafa lært af reynslu
sinni i brotamálum og hve ó-
fúsir þeir eru til þess aö læra af
henni”.
Alvarlegustu brotalamirnar
voru meöal drukkinna öku-
manna — 66 prósent þeirra leika
þann leik oftar en einu sinni. Al-
mennt talaö eru likurnar á þvi,
aö menn aki drukknir oftar en
einu sinni, mun meiri meöal
þeirra, sem eru undir þritugu,
heldur en meöal þeirra, sem
eldri eru. Þaö reyndist sameig-
inlegt um öll umferðarbrot, að
úr þeim dró meö hækkandi
aldri.
Dr. Middendorf sagöi, aö
hættulegustu ökumennirnir
væru á aldrinum 18—25 ára.
Væri tekið meöaltal af 100 þús.
brotum væri það tvisvar sinnum
almennara meðal táninga og
manna upp aö 25 ára aldri að
hlaupast af slysastaö, valda
banaslysum með glannalegum
akstri eöa stórslysum — heldur
en meðal þeirra, sem eru 25—40
ára gamlir. Yngsti aldurshópur
ökumanna hefur reynzt lang-
samlega hættulegastur gagn-
vart drykkju, akstri og fram-
ferði, sem liklegt er til þess aö
valda alvarlegum slysum.
Um þaö bil þriöjungur allra
umferöarlagabrota meöal ungs
fólks er framinn undir áhrifum
áfengis. Mjög algengt brot er
akstur án ökuleyfis, oft I stoln-
um bfl. Dr. Middendorf sagði,
aö oft leiddi þessi glæpur af eöli-
legum ástæöum til þess aö viö-
komandi flýði af slysastaö.
Ungir menn, sem valdið hafa
umferðarárekstrum og eru i
stolnum bil, hlaupast á brott af
ótta einum saman.
Vanþroski og siðþroski valda
þvi oft, aö ungir ökumenn láta
skjótar ákvarðanir ráöa gjörð-
um slnum. 1 umferöinni hafa
þeir ekki heildarsýn yfir á-
standiö, ákvaröanir þeirra eru
léttvægar, þeir fara meö farar-
tækið eins og væri það leikfang
og elska áhættuna.
Sálfræöingar vita, aö yfirleitt
eru ökumenn eins og vin,
þ.e.a.s. batna meö aldrinum, en
eftir þvi sem ökumenn eldast
meir valda minnkandi ökuhæfi-
leikar þeirra þvi, aö þeir veröa
aö ógnun á þjóðvegunum. 65 ára
gamall maöur, sem hefur að-
eins haft ökuleyfi I 5 ár, er llk-
legur til þess aö valda 4 sinnum
fleiri slysum en annar. Saman-
buröur á ökumönnum eftir
kynjum hefur sýnt, að versta
skeiðiö fyrir konur hefst venju
lega um 55 ára aldurinn. Og at-
vinnu-ökumenn eru liklegir til
þess aö lenda i fleiri slysum eft-
ir þvi sem aldurinn færist yfir
þá, heldur en einka-ökumenn.
Drukknir ökumenn sýna þrjú
greinileg einkenni mun skýrar
en nokkur annar hópur lög-
brjóta á þjóðvegunum — þaö
eru mun meiri likur á aö þeir
séu karlmenn, þeir hafa tiöar en
aðrir lögbrjötar sakalista að
baki og þaö er algengara aö þeir
séu I hópi láglaunamanna.
Margar rannsóknir, sem fram
hafa farið I þýzka Sambands-
lýöveldinu, hafa gefið til kynna
aö hlutdeild skrifstofufólks i
sönnuöum akstri undir áhrifum
áfengis sé meiri en nemur 50
prósentum allra slikra brota.
Byggingariðnaöurinn fær lika
svartan stimpil, en akstur undir
áhrifum áfengis kemur sjaldan
fyrir atvinnu-ökumenn. Emb-
ættismenn og starfsmenn kirkj-
unnar eru sjaldan teknir við
akstur undir áhrifum áfengis.
Svo viröist einnig, sem sifellt
aukist, ár frá ári, magn þess
alkohóls, sem finnst I blóði hins
meðal-drukkna ökumanns — og
það er Ilklegt til þess aö vera
meira i blóöi karla en kvenna.
Hverjir eru þeir, sem aka án
ökuleyfis? Fyrst og fremst þeir,
sem aldrei hafa haft ökuleyfi og
geta ekki gert sér vonir um að fá
þaö með eðlilegum hætti. Mest-
megnis eru þaö ungir menn,
sem ekki hafa veriö I ökuskólum
og geta ekki beöiö, en einnig
nokkuö um eldra fólk, sem
aldrei hefur fengiö ökuleyfi
vegna þess, að þaö er ekki taliö
færtum slikt af llkamlegum eöa
andlegum ástæöum.
Sjálfsvörn
Ofbeldisárásir
færast sifellt í auk-
ana. Brezka lögregl-
an hefur lært af
þeirri reynslu, og hér
má sjá kvenlög-
regluþjón einn, 25
ára gamlan, „af-
greiða" stóran og
sterkan árásar-
mann. Hvenær verð-
ur íslenzku kvenlög-
regluþjónunum
kennt þetta? Svar:
einhvern tíma eftir,
að karlmennirnir í
lögreglunni hafa
lært það.
Gamli skip-
stjórinn
stóðst ekki
freistinguna
En stóð sig vel, eftir
að hann hafði fallið
Rannsókn á hegðun afhrotamanna í umferðinni er orðin sérstök grein innan sálfræðinnar
Rínarvöllurinn
Þetta er Rinar-
íþróttavöllurinn i
Dusseldorf. Það er
hér, sem leikurinn
um heimsbikarinn í
knattspymunni fer
fram árið 1974. Þak-
ið var tilbúið á s.l.
ári. Þaðáaðverja 69
þús. áhorfendur fyr-
ir veðri og vindum.
Mannvirkin hafa til
þessa kostað 48
milljónir þýzkra
marka.
fyrir henni
Þegar Stanislaus Pfeifer varð
að fara i land fyrir aldurs sakir,
eftir að hafa staöiö i stjórnpalli
á Rinarskipunum i hálfa öld,
mátti hann ekki til þess hugsa
að eyða ævikvöldinu annars
staðaren þar sem hann sá bæði
fljót og til skipaferöa.
Hann settist þvi að i Passau á
bökkum Dónár, á landamærum
Þýzkalands og Austurrikis, þar
sem hann naut hins milda lofts-
lags og gat fylgzt með hinum
miklu skipaferöum um fljótið.
Brátt var það dagleg sjón að
sjá gamla skipstjórann, þar
sem hann þrammaði um fljóts-
bakkana, klæddur sinum gamla
einkennisbúningi með guilnum
hnöppum og leggingum, og meö
gullsnúraða skipstjórahúfu.
Hann veifaði áhöfnum fljóta-
prammanna og ræddi viö þær og
eins lystibátaeigendurna, hve-
nær sem færi gafst, en mest dá-
læti hafði hann þó á hinum
stóru, gufuknúnu farþegaskip-
um, sem héldu uppi áætlunum á
milli Passau og borgarinnar
Linz i Austurriki.
I hvert skipti sem hann fékk
þvi við komið, fylgdist hann ná-
kvæmlega með stjórntækni
skipstjóranna á þessum stóru
skipum, þegar þeir lögðu aö
bryggju eða létu frá landi.
Én svo gerðist það fyrir hálf-
um mánuði, þegar austurriska
gufuskipið Heinrich Czernik,
sem tekur 250 farþega, lá þarna
við bryggju — átti reyndar að
leggja af stað eftir hálftima —
aö freistingin sem hiö glæsilega
skip vakti hjá hinum 73 ára
gamla skipstjóra, varö honum
um megn. Og Pfeifer skipstjóri
gekk um borð.
„Bara þykjast”
Eins og ástfanginn maöur
reikaði hann aftur á þiljur, og
ósjálfrátt, eins og af gömlum
vana, gekk hann inn i stjórn-
klefann.
Þarna i stjórnklefanum var
ekki lifandi sála. Pfeifer skip-
stjóri lék sér um stund viö
stýrishjólið, og skyndilega öskr-
aði hann á hásetana, sem stóöu
aftur á og fram á:
„Leysið festarnar!”
Hásetarnir hafa eflaust verið
slikri öskurraust vanir, nema
hvað þeir héldu að það væri
þeirra eigin skipstjóri, og flýttu
sér að framkvæma skipun hans,
án þess aö athuga það nokkuð
nánar.
Þegar skipið tók að mjakast
frá fyrir straum, hringdi öld-
ungurinn i skyndi vélsimanum
og gaf merki um að sett skyldi á
ferð.
Og enda þótt gamli maðurinn
hefði aldrei staðiö i stjórnklefa á
Dónárskipi á ævinni, sneri hann
farþegaskipinu lipurlega frá
landi og stýrði þvi i áttina til
Linz, en þangað voru um 80 mil-
ur.
1 sömu svifum kom hinn rétti
skipstjóri niður á bryggjuna, og
þegar hann sá hvað gerst hafði,
ætlaði hann fyrst i staö ekki að I
trúa sinum eigin augum, en sið-
an lá við sjálft að hann ærðist.
Og þarna á bryggjunni hjá hon-
um stóðu nokkrir af áhöfninni
og tuttugu og sex farþegar.
Þaö var ekki fyrr en öldung-
urinn hafði stýrt hinu mikla
gufuskipi af ótrúlegustu leikni i
hinni miklu umferð á fljótinu
næstum alla leið til Linz, en auk
þess eru viða hættulegar
straumiöur á þeirri leiö, að
fljótslögreglan lagði að súð
skipsins, kleif um borð, og tók
við stýrishjólinu úr höndum öld-
ungsins.
Siðar komst Pfeifer gamli
skipstjóri svo aö orði við lög-
regluna og eigendur skipsins.
„Þessar fyrirskipanir, sem ég
gaf úr stjórnklefanum, voru
ekki annað en grin og ég varð
skelfingu lostinn þegar ég sá að
hásetarnir framkvæmdu þær”.
„Og þegar skipið tók að hreyf-
ast fyrir straumnum, varð ég að
gripa til þeirra einu ráða sem
dugðu. Mér þykir þetta að sjálf-
sögðu ákaflega leitt”.
Hafði ánægju af...
„Reyndar rifjaði þetta upp
fyrir mér hina gömlu, góðu
daga á Rinarfljóti. Ég hef ekki
notið slikrar ánægju árum sam-
an”.
Dr. Peter Hubacek, sem hefur
umsjón með siglingum á Dóná,
komst svo að oröi: „Þrátt fyrir
allt verðum viö að viöurkenna
þaö, að gamli öldungurinn
stýrði skipinu eins og þaulvanur
skipstjóri i broddi lifsins”.
„En mál hans verðum viö aö
láta ganga sina réttu boöleið til
yfirvaldanna eigi að siður. Von-
andi verða einhverjir af þeim,
sem eiga aö dæma i þvi, gæddir
þeirri kimnigáfu aö þeir sjái þá
hliöina á þvi”.
Hinn rétti skipstjóri, Peter
Schicl, sem hefur tvo um
fertugt, sá ekki þá hliöina á
þessu „sjóráni” öldungsins.
„Ég trúði ekki minum eigin
augum, þegar ég sá skip mitt
leggja frá bryggju og halda út á
mitt fljótið. Og ég fæ alls ekki
skilið hvernig fyrsti stýrimaður
minn og áhöfn um borö gat
haldið að karlinn væri ég sjálf-
ur. Ég mun að minnsta kosti
krefjast fullrar skýringar”.
Pfeifer skipstjóri veröur aö
halda sig á þurru landi á næst-
unni á meöan eigendur skipsins
og viökomandi yfirvöld ráöa viö
sig hvaö gert skuli i máli hans.
&
Þriðjudagur 6. marz, 1973.
Þriðjudagur 6. marz, 1973.