Alþýðublaðið - 06.03.1973, Síða 12

Alþýðublaðið - 06.03.1973, Síða 12
alþýðu Fádæma loðnu- veíði Fádæma loðnuveiöi hefur veriö viö landiö frá því á laug- ardaginn. Um kvöldmatar- leytiö i gærkvöldi höföu rúm- lega 70 skip meldað sig til loönulöndunarnefndar, og var afli þeirra samtals 23 þúsund lestir. Fleiri skip áttu eftir aö melda sig. Þar meö er heildarloönuafl- inn farinn aö nálgast 250 þús- und lestir, en hann var á miö- nætti slöastliöinn laugardag oröinn 219,603 lestir, sam- kvæmt skýrslum Fiskifélags Islands. í fyrra var aflinn á sama tlma 216,184 lestir. Guömundur RE var á laug- ardaginn með mestan afla, 90281estir. Annar I rööinni var Eldborg GK með 8426 lestir. Þessir tveir bátar skera sig töluvert úr, þvl næsta skip I röðinni er Loftur Baldvinsson EA meö rúmlega 6300 lestir. Hæsta löndunarhöfnin á laugardaginn var Seyðisfjörð- ur. Þar höföu borizt á land 25,146 lestir. Til Naukaupstað- ar höfðu borizt 22,976 lestir og til Eskifjarðar 19,312 lestir. Alls hafði loðna borizt til 21 löndunarhafnar. Fclldu! Undirmenn á togaraflotanum felldu i gærkvöidi sáttatillöguna meö 120 atkvæöum gegn 20. Tveir seölar voru auöir. Útgeröarmenn felldu tillöguna einnig meö 12 at- kvæöum gegn 5. Einn seöill var auöur. KOPAVOGS APQTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 HÆKKUNIN ER.... 600 ÞIIS. KR. Á EINU ÁRI! Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið hefur aflaö sér, hefur framboð á ibúðarhúsnæöi á fasteignamarkaði veriö miklu minni en eftirspurnin að undan- förnu. Hefur þetta leitt til gifur- legra veröhækkana á ibúðum. Dæmi um þróunina i þessu efni er verð á þriggja herbergja ibúð i Arbæjarhverfi, sem nú fyrir nokkrum dögum seldist á 2,7 milljónir króna með útborgun að upphæð 2,0 milljónir. Þessi sama ibúð seldist fyrir nákvæmlega einu ári siðan á 2,1 milljón króna og var útborgunin þá 1,200 — 1.300 þúsund krónur. Heildarverð Ibúöarinnar hefur þannig á einu ári hækkað um 600 þúsund krónur og útborgunin um 700—800 þús kr. Fasteignasali sem blafiiðhafði tal af i gær, sagði, að eftirspurnin eftir fbúðum væri miklum mun meiri en framboðið . Þó að mikið væri byggt, væri viðs fjarri, að raunverulegri þörf væri fullnægt. Astandið í þessu efni hefur enn versnað til muna, siðan náttúru- hamfarirnar i Vestmannaeyjum komu til sögunnar. — ..Út í óviss- una" kvik- mynduð hér KVIKMYND eftir bók Des- mond Baigleys: ,,út i óvissuna” verður tekin hér á landi 1974. Þessi saga gerist á Islandi og mun höfundurinn koma hingað til lands i júni n.k. ásamt konu sinni og Geoff Reeve, en hann ætlar að framleiða kvikmyndina. Er Reeve þessi reiðubúinn til að leggja á fjórða hundrað milljónir króna i kvikmyndagerðina. Ekk- ert er ákveðið með leikara i kvik- myndinni, en eitt þeirra mála, sem kannaö verður i sumar, er hvort og að hve miklu leyti Is- lendingar verða notaðir i hlutverk sögunnar. ERUM ORONIR TlU ÁRUM Á EFTIR f ÚKUKENNSLU „ökukennsla á land- inu er að minnsta kosti tiu árum á eftir timan- um, miðað við ná- grannalönd okkar”, seg- ir samþykkt aðalfundar Klúbbsins öruggur akstur i Reykjavik á fimmtudaginn var. Þar Flugflutningum frá Vest- mannaeyjum er nú lokið, en þeir hófust 27. janúar. Flugvél Fragtflugs fór 45 feröir meö 535 tonn af búslóð og verzl- unarvarningi og Herkúles-vél- ar varnarliðsins fóru 58 ferðir og fluttu 641 tonn. Flugvél Fragtflugs flutti að meðaltali tæp tólf tonn í ferð, en Herkúles-vélarnar um i; tonn. Þær síöartöldu eru nú farnar af landi brott. Skipaflutningar frá Eyjum halda áfram. segir ennfremur, að ekki nái nokkurri átt, ,,að slikur herskari allra mögulegra og ómögu- legra manna, sem nú eru að verki, hafi öku- kennsluna með höndum, heldur fáum einum úrvalsmönnum, vel menntuðum, verði falin kennslan i þvi skóla- formi, sem bezt þætti tryggja ökuhæfni og sið- ferðilega mótun nem- endanna”. Þá bendir fundurinn á, að um- ferðaröryggis sé ekki að neinu getiö I grunnskólafrumvarpinu nýja, og samþykkt var að beina þeirri fyrirspurn til menntamála- ráðherra, hvað koma eigi í stað gildandi landslaga, sem kveða á um umferðarfræðslu i skólum. Ýmis önnur mál voru tekin fyrir á fundinum, og var m.a. gerð samþykkt þess efnis að vekja skuli athygli umferöaryfir- valda á þörf fyrir skýrari ákvæöi um notkun akreina og endur- skipulagningu rannsókna á um- ferðarslysum. Gagnrýnt er hið tvöfalda kerfi, sem nú tiðkast, en bent á, að hentugra sé að ljúka sem flestum málum þegar á staðnum, og ekki fari til fram- haldsrannsóknar önnur mál, en þau, sem teljast megi meiriháttar tjón eða þegar um slys sé að ræða. Palme til ís- lands Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar, og frú hans, hafa til- kynnt Alþýðuflokksfélagi Reykjavikur, að þau hafi ákveðið að taka boði félagsins um að verða heiðursgestir þess á árshá- tiðinni er fram fer næstkomandi föstudag, 9. marz. Mun þetta verða fyrsta sinn, sem frú Palme kemur hingað til lands. VELAR FRAMNESSINS BILAÐAR A seinna flóðinu átti að reyna að ná á flot vélskipinu Framnesi frá Þingeyri, sem strandaði á Rauöasandi aö- fararnótt laugardagsins. Rauðisandur er i mynni Breiðafjarðar norðanmegin. Voru menn frekar bjartsýnir á að björgun tækist. Björgunarskipið Goðinn var komið á staðinn I gær, og átti Goðinn að freista þess aö draga Framnesið á flot. Að- stæður allar til björgunar voru erfiðar, þvi Goðinn komst ekki nær strandstaðn- um en 700 metra, og engin hjálp er i vélum Framness- ins, þvi þær eru bilaöar. Ef björgun tækist, átti Goðinn að draga Framnesið til Þing- eyrar. Jarðýtur frá Patreksfirði unnu að þvi i gær að ýta frá skipinu þar sem það liggur á sandrifi. Að sögn húsfreyj- unnar að Saurbæ, sem er i nágrenni við strandstaðinn, var veður hið bezta seinni hluta dags i gær, en þó nokk- uð brim var á strandstaðn- um.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.