Alþýðublaðið - 09.03.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.03.1973, Blaðsíða 2
— Vinstriöflin hafa sigrað. . . raunveruleg nýsköpun getur nú aðeins orðið fyrir tilstilli vinstri samfylkingarinnar. Þannig hljóma nú sigurhróp franska kommúnistablaðsins L’Humanité eftir kosningasigur vinstri flokkanna s.l. sunnudag. Bendir blaðið á, að meira en 5 milljónir Fransmanna hafi nú kosið „til vinstri” og sé það „mjög alvarlegt áfall fyrir Gaullista og önnur hægriöfl I Frakklandi”. En eins og venja er I kosning- um sigra allir og aðalmálgagn Gaullista, blaðið La Nation, lýs- ir þvf yfir, að „meirihlutinn hafi haldið velli gegn sósialistum og kommúnistum”. Blaðið segir, aö slæmt efnahagsástand I Frakklandi hafi valdið fram- gangi vinstri aflanna og nú sé um aö gera fyrir hin „ábyrgu öfl”, að stemma stigu við frek- ari framsókn þessara „þjóð- hættulegu afla” með þvl að taka til óspilltra málanna við að leysa úr vandkvæöum efna- hagslifsins. En hvað, sem hver segir, þá er það ljóst, að niöurstaöa kosn- inganna hefur orðið alvarlegt áfall fyrir Gaullista og persónu- legt afhroð fyrir Pompidou, arf- taka De Gaulle — högg I andlit- ið, eins og teiknarinn lýsir þvl á mynd sinni hér aö ofan. Hann getur þó huggað sig viö þaö, að þótt sigurvegarar kosninganna, jafnaðarmaðurinn Francois Mitterrand og kommúnistinn Georges Marchais, geti glaðst yfir árangrinum þá eru þeir þó hvergi nærri enn orönir valda- mestu menn Frakklands, og veröa það sennilega ekki. Sá maður, sem lykilaöstööuna hefur nú i frönskum stjórnmál- um, er Jean Lecanuet, sem ásamt Servan-Schreiber hefur fært Miðflokknum 12,4% at- kvæða I fyrstu hrinu kosning- anna, en það atkvæöamagn nægir til þess að tryggja þing- meirihluta samsteypustjórnar, sem mynduð yrði af Gaullistum og Miðflokknum. Tiíþess að svo verði er þó taliö, að Pompidou þu-fi að slá töluvert af. Lecaun- et hefur lýst þvl yfir, aö Pompi- dou sé hvergi nærri nógu „evrópeiskur” — þ.e.a.s. aö hann sé of gaulliskur i fram- komu og stefnu — og til þess að þeir geti átt samleiö þurfi Pompidou þvi að veröa mun meiri Evrópumaður. Þannig út- þynnist hún nú I sifellu stefna gamla hershöföingjans, De Gaulle,' sem ætlaði að gera Frakkland að nafla heimsins, jafnvel þótt svo eigi aö heita, að hugsjónir hans verði áfram við völd. TRYGG- 1HGA- BÆTUR HÆKKA Bótagreiðslur almannatrygg- inga hækka um 12% frá 1. april að telja. Helztu bótaupphæðir verða þá þannig: Elli-og örorkul.eyrir kr. 8.113.00 Lifeyrir + tekjutr. kr. 12.544.00 Barnalifeyrir kr. 4.152.00 Mæðralaun 1 barn kr. 712.00 Mæðralaun 2 börn kr. 3.864.00 Mæðralaun 3 börn og fleiri kr. 7.727.00 Ekkjubætur a) 6 mán. kr. 10.166.00 b) 12mán. kr. 7.624.00 Átta ára slysab. kr. 10.166.00 Greiðslur dagpeninga hækka i samræmi við ofanritað, svo og aðrar bótaupphæðir, sem ekki eru tilgreindar hér. Ofantaldar greiðslur eru mánaðargreiðslur. Stjórn Atvinnueflingarsjóðs Kópavogs, hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, og er umsóknarfrestur til 1. júni 1973. Hlutverk sjóösins er að stuðla að eflingu atvinnulifs i Kópavogi einkum að auka fjölbreytni þess' með tilkomu nýrra atvinnu- greina. FRÖNSKU KOSNINGARNAR NÚ SNÚA EITURLYFJASALARNIR SÉR AD BANDARÍSKU HERHONIt- IINUM í EVRÚPU EFTIR AÐ STRIÐINU „LAUK" í VÍETNAM Þjóðviljans — maður ^með marga galla". Tveir þingmenn úr sérstakri nefnd fulltrúadeildar bandariska þjóðþingsins halda þvi fram, að fyrir hendi sé „hollenzkt sam- band”, sem komi þvi til leiðar, að birgðir af heróini streymi með samfelldum hætti á markaðinn i Evrópu. Þingmenn þessir, Morg- an Murphy og Robert Steel, urðu manna fyrstir til þess aö kveða uppúr með þaö fyrir næstum tveim árum siðan, að heróin- neyzlan meðal bandariskra her- manna i Víetnam færi vaxandi. A blaðamannafundi, sem þeir efndu nýlega til i Frankfurt I Vestur- Þýzkalandi, lögðu þeir áherzlu á þá hörmulegu staðreynd, að eit- urlyf — einkum heróin frá Suð- austur-Asiu — væri smyglaö um evrópskar hafnarborgir, t.d. Amsterdam,Rotterdam, og flæddi siðan yfir Evrópu. Þeir sögðu , að hið „hollenzka samband” væri birgt upp af eiturlyfjum af kin- verskum sjómönnum og kaup- sýslumönnum, sem nota hafnar- borgir i Norövesturevrópu sem innflutningshafnir. Þeir hvöttu hollenzku rikisstjórnina til þess að efla mjög viðleitni sina til þess að koma i veg fyrir flutning heróins um Holland til banda- risku hersveitanna i V- Þýzkalandi. Þingmennirnir áttu viðræður við háttsetta vestur-þýzka emb- ættismenn i Bonn, við bandariska starfsmenn CIA, bandarisku leyniþjónustunnar i V-Þýzka- landi, og viö herlögreglu banda- risku hersveitanna i Evrópu. Að viðræðum þessum loknum kváð- ust þeir ánægðir með hiö nýja Dregið hefur verið hjá Borgarfógeta I Happdrætti Alþýðu- fiokksins. Þessi vinningsnúmer komu upp: 1. Vinningur Vauxhall fólksbifreiö á miða nr.: 28072 2. Vinningur Volkswagen fólksbifreið á miöa nr.: 21173 Vinninganna ber aö vitja á skrifstofu Aiþýðufiokksins, Hverfisgötu 8—10, slmi 1-50-20 HAPP! lagafrumvarp v-þýzku stjórnar- innar, sem beinist gegn hvers konar verzlun með eiturlyf. Murphy þingmaður sagöi, að i kjölfar aðgerða v-þýzku rikis- stjórnarinnar þyrftu aðgeröir að fylgja af hálfu hollenzkra yfir- valda, ef baráttan gegn heróin- sölunni ætti að bera árangur. Steel benti á, að þegar Vietnam- striðið væri nú um það bil til loka leitt væru bandarisku hersveit- irnar i V-Þýzkalandi fjölmenn- asta bandariska hereiningin i heiminum, utan Bandarikjanna, Steel kvað eiturheildsalana i Suð- austur-Asiu gera sér þetta ljóst, og þvi væru þeir að endurskipu- leggja flutningsleiöir sinar og beina þeim til Evrópu. Kinverskir rikisborgarar — og hann kvaðst ekki vera að tala um meginlands- Kinverja eingöngu — eru mikil- vægasti hluti þessarar verzlunar. „Ef við eigum að forðast ástand á borð viö það, sem kom upp i Suöaustur-Asiu á árinu 1970- —1971, þegár misnotkun heróins meðal bandariskra hermanna varð næstum að faraldri, verður þegar I stað að gera öflugar að- gerðir til þess að koma i veg fyrir innflutning hins asiska heró- ins”, sagði Murphy. „Það væri hræðilegt og hörmulegt, ef þaö sama heróin, sem hefur gert Viet- nam-hermenn okkar að eituræt- um, á nú eftir að gera hið sama i Evrópu”. Þingmennirnir tveir bentu á „hinn gullna þrihyrning” ópium- ræktarlanda i Suðaustur-Asiu — Burma, Laos og Thailand — og kváðu hann aðal framleiðánda þess heróins, sem upphaflega átti að fara á Vietnam-markaðinn, en verður nú flutt til Evrópu. Þing- mennirnir hvöttu mjög til aukinn- ar samvinnu á alþjóðavettvangi til takmörkunar á ræktun ópium- jurtarinnar i þessum löndum, en viöurkenndu jafnframt, að ópiumræktarhéruðin.i Burma eru i rauninni með öllu lokuð fyrir lögreglunni. Þeir Steel og Murphy sögðu, að notkun „harðra efna”, eins og heróins og ópium, meðal bandariskra hermanna I V- Þýzkalandi hefði aukizt frá 1,3 prósent i desember 1971 i 4,2—6,2 prósenta i október 1972. o Föstudagur 9. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.