Alþýðublaðið - 09.03.1973, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.03.1973, Blaðsíða 8
TILKYNNINGAR LAUGARASBIlÍ simi .2075 mmmmmammummmmammmmmm^mmm■ Vald byssunnar Geysispennandi bandarisk kvik- mynd i litum meö islenzkum texta, er segir frá lögreglustjóra nokkrum sem á i erfiöleikum aö halda lögum og reglum i umdæmi sinu. Richard Widmark John Saxon Lena Horne Bönnuö börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5 7 og 9. STJÚRNUBÍÓ -Simi .6996 Fjögur undir einni sæng ISLENZKUR TEXTI Heimsfræg ny amerísk kvikmynd i litum um nýtizkulegar hug- myndir ungsfólks um samlif og ástir. Leikstjóri: Poul Mazursky. Blaðadómur LIFE: Ein bezta, fyndnasta, og umfram allt mann- legasta mynd, sem framleidd hefur veriö i Bandarikjunum siðustu áratugina. Aðalhlutverk: Elliott Gould, Nathalie Wood, Robert Gulp, Dyan Cannon. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. KtÍPAVQGSBfO n,.-. Leikfangið Ijúfa Nýstárleg og opinská dönsk mynd i litum, er fjallar skemmtilega og hispurslaust um eitt viðkvæm- asta vandamál nútimaþjóðfé- lagsins. — Myndin er gerð af snillingnum Gabriei Axel, er stjórnaði stórmyndinni „Rauða skikkjan”. Endursýnd kl. 5,15 og 9. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Fló á skinni I kvöld. Uppselt. Atómstöðin laugardag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Fló á skinni sunnudag kl. 15.00. Uppselt. Kristnihald sunnudag kl. 20.30. 3. sýningar eftir. Fló á skinni þriðjudag. Uppselt. Fló á skinni miðvikudag. Uppselt. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14.00. Simi 16620. AUSTURBÆJARBIÓ Nú er það svart maður Sýning laugardag kl. 23,30. Siðasta sinn. Súperstar 5. sýning þriðjudag kl. 21.00. 6. sýning miövikudag kl. 21.00. Aðgöngumiðasalan I Austur- bæjarbiói er opin frá kl. 16.00 Simi 11384. TtiHABfli Simi 31182 Hengjum þá alla („Hang ’Em High”) _______________________fAJKBSi Mjög spennandi og vel gerð kvik- mynd með Clint Eastwood í aðal- hlutverki. Myndin er sú fjórða i flokki „dollaramyndanna” sem flestir muna eftir, en þær voru: „Hnefa- fylli af dollurum” „Hefnd fyrir dollara” og „Góður, illur, og grimmur”. Aðalhlutverk: CLINT EASTWOOD Inger Stevens, Ed Begley. Leikstjori: TED POST Sýnd kl. 5, 7 og 9.15. Bönnuð börnum innan .6 ára. HASKÓLABIÓ Simi 22140 Þetta er ungt og leikur sér Fyndin og hugljúf litmynd um ungar ástir. Kvikmyndahandritið er eftir Alvin Sergent, skv, skáld- sögu eftir John Nichols. Leikstjóri: Alan J. Pakula islenzkur texti Aðalhlutverk: Liza Minnelli Wendell Burton Sýnd kl. 5, 7 og 9 HAFNARBIÓ Simi 16444 Litli risinn Viðfræg, afarspennandi, við- burðarik og vel gerð ný bandarisk kvikmynd, byggð á sögu eftir Thomas Berger, um mjög ævin- týrarika ævi manns, sem annað- hvort var mesti lygari allra tima, eða sönn hetja. Leikstjóri: Arthur Penn. Islenzkur texti. — Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 8.30 (Ath. breyttan sýningartima) Itækkað verð. NJOSNIRs^ TEXTI | bosckÉSó Hörkuspennandi Cinemascope litmynd. Bönnuð innan 14 ára. Endursýnd kl. 5 og 11,15 i&ÞJÓÐLEIKHÚSifl - > Indíánar eftir Arthur Kopit. Þýðandi: óskar Ingimarsson. Leikmynd: Sigurjón Jóhannss. Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Frumsýning i kvöld kl. 20. Ferðin til tunglsins sýning laugardag kl. 15. 20. sýning. Indíánar önnur sýning laugardag kl. 20. Ferðin til tunglsins sýning sunnudag kl. 15. Indíánar Þriðja sýning sunnudag kl. 20. Miðasala 13.15 til 20. Simi 1-1200. Auglýsingasíminn okkar er 8-66-60 ÞJOÐFELAG I HNOTSKURN HÚSNÆBI ÓSKAST 3ja herbergja ibúð óskast til leigu, helzt i vesturbænum. Reglusemi fylgir. Uppl. I sima MH i dag og á morgun frá kl. 7. Smáauglýsingar dagblaðanna eru oft skemmtilegar aflestrar, jafnframt því sem þær sýna gjarnan þjóðfélagsá- standið i smækkaðri mynd. Fólk kaup- ir og selur, auglýsir eftir sambýlis- manni eða konu, atvinnu og húsnæði. Vil taka að mér að geyma pianó gegn þvi að mega spila á það. Lofa mjög góðri meðferð. Kerra til sölu á sama stað. Simi Má Þarfir þjóðfélagsins birtast í smáaug- lýsingunum í smækkaðri mynd, og oft má lesa úr auglýsingunum hugsanir fólks. En hvað skyldu þeir hafa haft í huga, sem settu þessar auglýsingar í Vísi? FJOLÞJOÐLEG VERKALYÐS- FÉLÖG SVARIÐ VIÐ FJÖL- ÞJOÐLEGUM RISAFYRIR- TÆKJUM? Fjölþjóðleg verkamannaróð beina störfum sínum gegn níu alþjóðlegum risafyrirtækjum Verkalýðsforingjar frá 23 lönd- um hafa orðið ásáttir um frum- drög að áætlun um allsherjar- samningagerð fyrir alla þá laun- þega, sem yfirþjóðlegar fyrir- tækjasamsteypur hafa i þjónustu sinni án tillits til þess hvar fyrir- tækin velja atvinnurekstri slnum staði. Unnið er að stofnun alþjóðlegra verkalýðsráða til þess aö „leggja grundvöllinn að fjölþjóðlegri samningagerð við niu alþjóðleg risafyrirtæki”, að þvi er Dan Benedict, aðstoðarframkvæmda- stjóri Alþjóðasambands málm- iðnaðarmanna segir, en það sam- band boöaði til alþjóðaráðstefnu verkalýðssamtaka 23ja landa i San Francisco i Californiu I byrj- un desember s.l. Takmarkið er, að verkamenn i öllum löndum, þar sem risafyrir- tækin hafa um hönd atvinnustarf- semi, taki höndum saman svo fyrirtækin geti ekki „leikið verkafólki eins iands gegn verka- fólki annars, eins og þau gera nú”, svo vitnað sé í orð Benedicts. Þetta gæti haft það I för með sér, að þegar boðað er til verk- falls t.d. i verksmiðjum General Motors I Englandi, þá myndu verkamennirnir i verksmiöjum risafyrirtækisins i Bandarikjun- um og öðrum löndum einnig leggja niður vinnu. Um þetta voru verkalýðsleiðtogarnir sammála á ráðstefnunni. A nokkrum næstu mánuðum munu hin fjölþjóðlegu verka- mannaráð halda fundi til þess aö leggja áætlanir um sameiginlega samningagerð við eftirtalin risa- fyrirtæki: Ford, Chrysler, Gene- ral Motors, Singer, General Electric, Fiat-Citroen, SKF, Toyota, og Nissan og Brown. Verkalýðsforingjarnir sögðu að þeir væru til þess neyddir ao taka höndum saman yfir landamærin til þess að geta hamlað gegn hinu griðarmikla valdi fjölþjóðlegu risafyrirtækjanna, sem þeir sögðu að myndu á næstu 10 árum ná undir sig 75% af allri fram- leiðslu heimsins. Aætlanir verkalýðssamtakanna fela i sér að samræmd séu upp- sagnarákvæði kjarasamninga við risafyrirtækin i hinum ýmsu löndum og leitað sé samstöðu um kjarakröfur, aðrar en beinar kaupkröfur, þannig að þótt kaup ið væri ipismunandi eftir löndum væri stefnt að þvi að önnur kjara- atriði samninga, svo sem aðbúð og vinnuaðstaða, væru alls staðar þau sömu. Ef verkalýðsfélag i einu landi getur af einhverjum ástæðum ekki fyrirskipað vinnustöðvun til þess að styðja verkamenn i öðru landi,sem hjá sama risafyrirtæki starfa, þá myndi það vera beðið um hjálp i þeirri mynd, að það hvetti félagsmenn sina og allan almenning til þess að kaupa ekki viðkomandi framleiðsluvöru unz kjaradeilan væri til lykta leidd. Fyrir milligöngu Alþjóðasam- bands málmiðnaðarmanna munu aðildarfélögin i hverju landi byrja að skiptast á hvers kyns upplýsingum „svo fyrirtæki geti ekki fullyrt við eitt félagið, að á- kveðin starfræksla sé rekin með tapi, en önnur með hagnaði þegar slikar fullyrðingar eru i rauninni ekkert annað en ósannindi til þess ætluð að vera fyrirtækinu til framdráttar i samningagerð við verkafólkið” að þvi er talsmaður alþjóðasambandsins sagði. Enda þótt nokkur ágreiningur hafi verið á ráðstefnunni um hætturnar samfara fjölþjóðlegu starfi verkalýðssamtaka, þá voru allir sammála um, að félögin ættu að samhæfa og auka fjölþjóða- samvinnu sina til þess að geta betur átt við risafyrirtækin. Nokkrir verkalýðsforingjarnir lýstu ánægju sinni með, að fjöl- þjóðlegu risafyrirtækin hafi hækkað laun og bætt aðbúð verkafólks I löndum þeirra og Dirk Kloosterman frá Argentinu spurði: „Myndu efnuðu verka- mennirnir vilja styðja kröfur þeirra, sem fátækari lönd býggja?” En Kloosterman tók samt sem áður fram, að hann væri sam- mála þvi grundvallaratriði á áliti ráðstefnugesta, að nauðsynlegt væri að hafa einhvern hemil á til þess að vernda „ekki aðeins verkamennina haldur þjóðar- heildirnar” gegn arðráni fjöl- þjóðlegra risafyrirtækja. Nat Weinberg, hagfræðingur i þjónustu verkalýðssamtakanna i Bandarikjunum, hvatti til öflugs sameiginlegs átaks allra verka- lýðsfélaga i hinum frjálsa heimi til þess að fást við „hinar voldugu og hættulegu alþjóðlegu fyrir- tækjasamsteypur, sem láta ekki stjórnast af tryggð við nokkra eina þjóð og eru leikin i að forðast hvers kyns „ein-þjóðlegar” að- gerðir og tilraunir til þess að stjórna eða hafa hemil á þeim”. Reisa lækni smum mmn- isvarða Fyrrverandi sjúklingar prófessors Snorra Hallgrims- sonar læknis, er lézt i s.l. mán- uði, hafa ákveðið að reisa hon- um minnisvarða i þakklætis- og virðingarskyni fyrir hans frábæru læknisstörf. Verður gerð af honum brjóstmynd og hún afhent Stjórnarnefnd Rikisspítalanna til eignar og varðveizlu. Sigur- jón Ólafsson myndhöggvari hefur tekið að sér að gera brjóstmyndina, en henni mun komið fyrir I Landspitalan- um samkvæmt siðari ákvörð- un. Sjúklingar prófessors Snorra heitins eru mjög marg- ir og dreifðir viðsvegar um landið. Undirrituð, sem voru meðal sjúklinga hans, hafa tekið að sér að annast um und- irbúning og framkvæmdir þessu viðkomandi og veita jafnframt frekari upplýsing- ar, ef þess gerist þörf. Það voru tilmæli undirrit- aðra, að þeir fyrrverandi sjúklingar prófessors Snorra, sem vilja verða aðilar að þvi að reisa minnisvarðann með þvi að leggja fram fjárupp- hæð, sendi greiðslu til Lands- banka Islands að Laugavegi 77 i ávisanareikning nr. 90990. Hver og einn ræður að sjálf- sögðu sinni upphæð, en bank- inn sendir hverjum og einum kvittun. Undirrituð veita framlögum einnig viðtöku ef óskað er. Reykjavik, 6/3. 1973 Sigurður Magnússon, c/o í- þróttasamband Islands, vinnusimi 83377 — heimasimi 19176. AUGLÝSIÐ I ALÞÝDUBLAÐINU Olga Magnúsdóttir, c/o Bún- aðarfélag Islands, vinnusimi 19200 — heimasimi 10318. Steinar S. Waage, ortoped. skó- og innleggjasmiður. vinnuslmi 18519 — heimasimi 42259. Föstudagur 9. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.