Alþýðublaðið - 14.03.1973, Síða 12

Alþýðublaðið - 14.03.1973, Síða 12
KOPAVOGS APOTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Leysa gúmmíþrær kannski löndunarvanda loðnubáta? Af niörgum vandamálum sem skotiö hafa upp kollinum á yfirstandandi loönuvertlö, hefur vöntun á loönurými veriö þaö vandamál, sem hæst hefur boriö. A iaugardaginn birtum viö á for- siöu viötal viö mann sem kunni ráö tii lausnar þessu vandamáli, nefnilega aö byggja loönuþrær úr gervigúmmf. Væri þetta ódýr og hentug lausn. Frétt blaösins vakti töluveröa athygli meöal þeirra sem starfa viö sjávarútveginn, og af þeim sökum höföum viö samband viö manninn bak viö þessar hugmyndir, Asgeir Asgeirsson, og inntum hann nánar um loönuþrærnar og fleira. Byrjaði 1947 „Ég byrjaði að hugsa um þessi mál þegar Hval- fjarðarsildinni var sem mest mokað upp, en það var áriö 1947. Þá var hún sett I hauga fyrir neöan Sjómannaskólann og það- an lak úr henni niður alla hliö og niður i sjó. Nýtingin á hráefninu var að vonum lxtil. Þetta ár kannaöi ég litillega hvort hægt væri aö fá handhægt efni til að geyma sildina i, efni sem jafn- framt mætti nota i sérstaka fiskflutningapoka til flutnings á hráefni af miðunum til verk- smiðjanna. Athugun min leiddi i ljós að grundvöllur var ekki fyrir hendi, þvi hentugt efni var ófáanlegt, enda efnaiðnaðurinn þá skammt á veg kominn”. Sá fyrsti fór i bruna ,,A árunum 1958-1961 leitaði ég að hentugu efni til fram- leiðslu á fiskflutningspoka, efni sem einnig gæti hentað vel sem landþró. Hvergi var að finna hentugt efni, það er að segja efni sem var loftþétt, sýruþolið og tapaði ekki sveigjanieika við snöggar hitabreytingar. Efnis- leit minni lauk með þvi að fyrir- tæki i London bauðst til þess að framleiða tilraunapoka úr efni sem það taldi þola allt að 10 gráðu kulda án þess að glata eiginleikum sinum. Af ýmsum ástæðum var poki þessi aldrei reyndur, og endaði hann tilveru sina I húsbruna sem varð i Aðal- stræti fyrir nokkrum árum”. Efnið fannst 1966 „Það var svo snemma árs 1966 að ég komst I samband viö enskt fyrirtæki, sem framleiðir meöal annars neyzluvatns- geyma til notkunar i hitabeltis- löndum. Til þessarar fram- leiðslu er notaö butylgúmmi, sem er lagskipt gervigúmmi og gervivefnaður. Efni þetta hafði staöið sig vel i hitaheltinu, það gaf ekki vatninu bragð, það þoldi vel hitabreytingar og hreinsiefni”. Sildin hvarf „Ég sótti um styrki til að gera fiskflutningspoka úr efni þessu, og fékk ég þá hjá Fiski- málasjóði og Atvinnumálanefnd Norðurlands. Styrkumsóknirn- ar studdu margir merkir menn, svo sem Eggert G. Þorsteinsson sem þá var ráðherra, Sverrir Júliusson, Þorsteinn Gislason, Björn Jónsson, Aðalsteinn Jóns- son og fleiri og fleiri. Frá þvi siðast i ágúst og fram i septem- ber 1966 dvaldi ég á eyjunni Isle of Wight meðan unnið var við gerð fiskpokans. Pokinn kom til landsins i lok október, og fylgd- ist enskur sérfræðingur með til- raununum, herra Webb. Dráttartilraun með pokann var siðan framkvæmd i fyrstu viku nóvember, og tókst i alia staði vel. Lánaði Aðalsteinn Jónsson útgerðarmaður á Eski- firði bát sinn m/s Guðrúnu Þor- kelsdóttur til tilraunarinnar. Gunnar Magnússon skipstjóri á Arnfirðingi hafði fallizt á að taka pokann með sér I siðustu veiöiferð sina og fylla hann af sild, en veður hömluðu þvi, og þegar loksins gaf á sjó, var sild- in horfin”. Asgeir Asgeirsson Loðnan Af eðlilegum ástæðum lá þessi hugmynd Asgeirs i salti sildar- leysisárin, og henni skaut ekki aftur upp á yfirborðið fyrr en að loðnan fór að veiðast i miklum mæli við landið. 1 vetur hefurAsgeir unniö ötul lega að þvi að koma hugmynd- inni á framfæri, bæði hvað varð- ar smiði fiskpoka og einnig hvað varðar gerð landþróar fyrir loðnu úr gervigúmmiinu. Er það mál efst á baugi núna, vegna til- finnanlegrar vöntunar á þróar- rými. Asgeir treystir sér til að reisa á stuttum tima landþró úr gervigúmmii, sem tekur 12.000 lestir loðnu. Efnið i þessa þró kostar ekki nema 4,5-5,5 milljónir króna, og það dugir i minnst 10 ár. Með slikan geymi gæti stór verksmiðja átt hráefni til bræðslu i allt að 20 daga eftir að vertíð lýkur, og verðmæti vörunnar yrði um 70 milljónir króna. Þessa tegund þróar er ekki hægt að reisa á þessari loðnu- vertið, þvi afgreiðslufrestur á efninu er 8-10 vikur. Hins vegar segist Asgeir geta reist þró úr öðru og ódýrara efni á þessari vertið, en það efni dugir vart i meira en eitt ár. Aðrar leiðir Sem fyrr segir hafa margir sýnt þessum athugunum As- geirs athygli, enda mikil verð- mæti i húfi. Mjög margir verk- smiðjueigendur hafa sett sig i samband við hann, og að þvi er Asgeir tjáði okkur i gær, eru flestir þeirra ákveðnir i að reisa slikar þrær, hvort sem það verður á þessari loðnuvertið eða ekki. Þá hefur fisk- flutningapokinn vakiö mikla athygli, en með honum má á auðveldan og ódýran hátt flytja hráefni af miðunum og til verk- smiðja i landi, og þarf þá ekki flotinn að vera bundinn við bryggjur á meðan loðnan fyllir firði og flóa við landið. „Ég hef ýmsar fleiri lausnir á takteinum”, sagði Asgeir i lok viðtalsins i gær, og hann bað okkur að koma þvi á framfæri að menn gætu haft samband við sig i pósthólf 5213 i Reykjavik — SS. Fiskflutningapokinn léttir löndunarbið UTLENDA GULROTIN ER MUN ÚDVRARIEN SÖ ÍSLENZKA Þegar komið er fram i janúar hefst vanalega innflutningur á gulrótum frá Danmörku og Pól- landi, og hefur það þau áhrif, að gulrótabændur hér eiga á hættu að „frjósa” inni með birgðir, sem hugmyndin var að geyma i þvi skyni að fá fyrir þær hærra verð, þegar skortur fer að gera vart við sig. Innflutningur á gulrótum hefst ekki fyrr en Grænmetisverzlun landbúnaðarins og Sölufélag garðyrkjumanna hafa selt allar sinar birgðir. Að sögn forstjóra Grænmetisverzlunarinnar hefur viljað brenna við, að einstakir bændur hafi tekið að selja gul- rætur i þann mund er innflutning- ur átti að hefjast og með þvi tafið hann, en slikt á ekki að koma fyrir nú. Þetta hefur þau áhrif, aö þeir bændur, sem viljað hafa dreifa gulrótasölunni sitja uppi með nokkrar birgðir eftir að þær út- lendu koma á markaðinn, og er ástæðan sú, að þær eru ódýrari en þær innlendu. Einnig hefur það sin áhrif, að gulrætur geymast illa, og vill fólk að sjálfsögðu frekar nýjar innfluttar gulrætur en gamlar islenzkar. Þær útlendu eru auk þess ódýrari, en þær kostuðu i janúar 37-41 króna kilóið, en verðið á hinum islenzku var lægst i þeim mánuði 50 krónur kilóið. Að þvi er forstjóri Grænmetis- verzlunarinnar sagöi Alþýðu- blaðinu hafa gulrófur ekki fengizt innfluttar nema tvisvar, og komu þær þá frá Noregi. Þær eru þvi alveg ófáanlegar nú. Birgðir af islenzkum kartöflum ættu aö endast út þennan mánuð á dreifingarsvæðinu hér sunnan- lands, en fyrir norðan ættu kartöflurnar að endast út mai. FRETT- NÆMT Togararnir liggja enn bundnir vegna verkfalls yfir- manna, og örlar ekki á sam- komulagi i deilu þeirra við út- gerðarmenn. Sáttafundur var ekki hald- inn i gær, en siðasti fundur, sem var haldinn á mánudag, reyndist árangurslaus. Annar fundur hafði ekki verið boðað- ur I gærkvöldi. • • • Dæluskipið V.estmannaey, sem hefur verið I slipp i Eyj- um siðan gosið hófst, var sett á flot i gær, og er ætlunin að það byrji að aðstoða Sandey við að dæla sjó á hraunjaðar- inn við syöri hafnargarðinn um hádegi i dag, með dæluút- búnaði, sem komið hefur verið fyrir um borð. „Vitanlega er Hákurinn betri, en á meðan hann fæst ekki verður að notast við hvað sem er”, sagði Sveinn Eiriks- son i viðtali við Alþ.bl. Og að þvi er hann sagði var enginn hægðarleikur að setja Vest- mannaeyna á flot, þar eð fyrst þurfti að moka i burtu metra- þykku gjalllagi af dráttar- brautinni i slippnum. • • • Yfirvöld I Bandarikjunum hafa tekið þá ákvörðun að taka ekki striðsáskorun Sioux-indiánanna, sem þeir gáfu út, um leið og þeir lýstu yfir sjálfstæði Wounded Knee, heldur muni þeir svelta þá til uppgjafar. Leiðtogar indián- anna hafa aftur lýst þvi yfir, að þeir muni ekki gefast upp og séu alls óhræddir við að ganga á vit forfeðra sinna og hinna eilifu veiðilenda. Yfirvöld hafa látið setja upp vegatálmanir við þorpið, lög- reglumenn gæta þess, að eng- inn komist þaðan. 1 bænum Sioux Falls sitja dómarar á rökstólum um það, hvað taka skuli til bragös, og er hald manna, að þeir gefi út tilskipanir um handtöku all- margra leiðtoga samtaka indiánanna (AIM). Loðnuveiðin I fyrradag fór yfir 10,000 lestir, og um átta- leytið i gærkvöldi voru allar likur á þvi að aflinn færi einnig yfir 10,000 lestir á siðasta sólarhring. Er heildarloðnu- aflinn þá farinn að nálgast 330,000 lestir. Um áttaleytið höfðu 30 skip tilkynnt afla, samtals 8000 lestir. Flest skipin fengu afla við Ingólfshöfða. Skip voru með færra móti á miðunum, enda eru þau flest i höfnum og biða eftir löndun. Aflahæsta skipiö i gær var Óskar Magnússon AK með 480 lestir. iiimiimiimNazistar yfirtaka MA Hópur nemenda i Mennta- skólanum á Akureyri, sem kennir sig við nazista, hefur nú yfirtekið nemendafélag skólans og ræður nú m.a. yfir skólablaði nemenda, sem áður var i hönd- um kommúnista. Mikil pólitisk átök hafa ein- kennt félagslif nemenda Menntaskólans á Akureyri að undanförnu og náðu þau hámarki fyrir skemmstu, er nemendur gengu til kosninga um formann skólafélagsins, rit- stjóra skólablaðsins og ýmis önnur embætti. I þessum kosningum buðu fram tveir hópar: annars vegar kommúnistar og hins vegar nazistar meö stuðningi „sjálf- stæðra vinstri manna”, sem munu að þvi næst verður komizt vera klofningshópur frá kommum og framsóknarmönn- um. Siðasttaldi hópurinn, þ.e, nazistar með stuöningi frá „sjálfstæðum vinstri mönnum”, fór með sigur af hólmi i kosningunum. Aður en kosningarnar voru háðar var nazistum gefinn kostur á að gera grein fyrir sjónarmiðum sinum i skóla- blaðinu og enduðu flestar greinanna á sömu slagorðun- um: „Heill Hitler!”.—

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.