Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Alþýðublaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR 3 „Ég stefni að þvi að kasta 74-75 metra i sumar”, hefur Ricky Bruch látið hafa eftirsér i sænsk- um blöðum. Hann er sannarlega bjartsýnn, þvi heimsmet hans i greininni er 68,84 metrar. Bruch segist æfa mjög vel. Hann taki erfiðar æfingar á hverjum degi, og heima hjá sér hafi hann sérstakt lyftingarher- bergi, og hann hlaupi i tækin þar hvenær sem tækifæri gefst. ,,Ég er i mjög góðu formi núna, og tel mig 10% sterkari en i fyrra. Þyngdin er eins og hún gerist bezt, 133,5 kiló. Eina vandamálið er vatn á milli liða ihné,enefég fæ. það i lag, kasta ég minnst 74- 75 metra”, segir Bruch og er hvergi banginn. Ricky Bruch í það heilaga Sænski kringlukastarinn Ricky Bruch vakti mikla athygli hér á landi á siðasta sumri, er hann tók þátt i afmælismóti Frjálsiþrótta- sambandsins. Enda er maður- inn allrar athygli verður. Um það leyti er hann kom hingað, var hann að láta af sinu fræga giaumgosalifi. Hingað kom hann með kærustuna sina, Annie Hovberg, og þau vöktu mikla athygli, þvi stærðarmunurinn var ekki svo litill. Þetta reyndist ekki vera nein skynditrúlofun hjá Bruch hinum sænska, því þau skötu- hjúin gengu I það heilaga fyrir nokkru siðan. Þar sem Ricky er vel þekktur hér, fannst okk- ur ekki úr vegi að birta örfáar myndir frá þessari sögulegu athöfn. Þá er það fyrst litla myndin hér að neðan, en hún er tekin þegar afhöfnin stóð sem hæst. Stærðarmuninn má greinilega merkja, og það er einnig vert að taka eftir klæðaburði hjú- anna, einkum þó Rickys, en hann var klæddur heljarmik- ilii austurlenzkri mussu. Þeg- ar á athöfnina leið brast Ricky i grát eins og iitið barn, og Annie litia grét honum til samlætis. En að athöfn lokinni fauk öil sorg og sút út i veður og vind, og það sjáum við á stóru myndinni. Ricky er að bera sina ektakvinnu yfir þröskuld- inn, og ekki ber á öðru en allt leiki i lyndi. Og svo er það litla myndin til hliðar, og þegar hér er komið sögu standa fagnaðar- lætin sem hæst. Og Ricky er þarna i öllu sinu veldi, þegar aðrir drekka kampavin úr glösum, sporðrennir hann heilli fiösku i einu lagi! Nú kannast menn við heljar- mennið Ricky Bruch. — SS. ÆTLAR AÐ KASTA 74-75 METRA! VETUR KOHUNGUR GOLFMONNUM ERFIOUR óvenjulega litið hefur verið hægt að æfa golf utanhúss frá sl. áramótum og hafa frátafir ekki verið jafnlangar mörg undan- farin ár. Hvaleyrarvöllurinn var m.a.s. stokkfrosinn i 4-5 vikur samfleytt. Strax og núverandi þiðviðri hófst, fóru golfmenn á stúfana og sumir biðu óþreyjufullir lags. Hvaleyrin er þó fuli blaut ennþá og sökkva boltarnir I brautirnar. ■ A laugardaginn var, þ.e. 10. i marz gerði landsliðsúrvarlið i ■ karlaflokki tilraun til að æfa 5 utanhúss i fyrsta sinni á ■i vetrinum, sem litið varð auð- 5 vitað úr i upphafi hlákunnar. 8 <■ kylfingar mættu i golfskálan- | um i Leiru um tvöleytið og ■ höfðu allir kylfur meðferðis i nema þeir yngstu, þ.e. Jóhann m Guðmundsson úr G.R. og Is- ] landsmeistarinn okkar Loftur m Olafsson úr Nesklúbbnum. Þeir virðast þvi hafa verið m einu mennirnir með fullu viti i hópnum, enda útilokað að spila á Hólmsvelli sökum svellalaga auk þess sem hund- ausandi rigning var allan dag- inn. Hópurinn ræddi saman stutta stund, unz ákveöið var að freista gæfunnar á Shangri- La golfvellinum i nánd við Sandgerði. Skynsömu piltarn- ir tveir báðu okkur vel að lifa og héldu heimleiðis, en við hinir lögðum i hann. Við létum okkur hafa það að spila allar niu brautirnar og tókum bolta okkar upp, þar sem ekki fundust holur. Mér taldist til að einungis 3 holur hafi ekki verið lagðar svelli og var þvi völlur verndaranna litlu skárri en Hólmsvöllur. Segja má þvi að harðsótt hafi verið á fyrstu útiæfingu Landsliðsúrvalsins og er von- andi að sami áhugi haldist fram á sumarið. 1 þessari viku hefur bliðan haldizt og má búast við að Hvaleyrin og Nesvöllurinn fari sem óðast að þorna og ryðja sig, ef veðrið helzt jafn- gott framyfir þessa helgi a.m.k. Talsvert hefur verið spilað á Hvaleyrinni seinni hluta vikunnar og eru þar fremstir i flokki Gunnlaugur Ragnarsson, Jón Þór og Ragnar Magnússon auk Júliusar Júliussonar úr Keili, sem allra manna er harðastur af sér i vosbúðargolfi. G.R. menn verða þvi miður að æfa sig i Hafnarfirði fyrst um sinn, enda voru snjóalög mikii i Grafarholtsdal. Væntanlegir Skotlandsfar- ar, sem skipa tugum, verða að fara að viðra sig, ef eitthvert vit á að vera i golfinu hjá þeim þar úti i vor. Að minu mati ættu menn ekki að leggja of mikið upp úr að leika hring eftir hring, heldur slá 10-20 bolta með hverri kylfu til að fá styrk i hendur og liðka sig upp. öll stuttu höggin verða mjög tilviljanakennd vegna ástands vallanna, og tel ég menn hafa takmarkað gagn af að hugsa af mikið um skorina, þegar 3-5 högg eða fleiri á hring eru alveg út i bláinn. Landsliðsúrvalið ætlar að æfa saman a.m.k. einu sinni i viku um helgar fyrst um sinn og ef til vili oftarþegar liður að vori. Það er sömuleiðis mikil- vægt fyrir alla þá, sem enn geta unnið sér sess i þvi liði, sem valið verður til keppni, að komast snemma i þjálfun, ef þeir ætla sér að verða framar- lega i fyrstu opnu keppnum sumarsins, þar eð lagt verður upp i ferðina á Evrópu- meistaramótið um 20. júni eða svo. Ég vona, að stutt verði i fyrstu vorkeppnir klúbbanna og verður fróðlegt að sjá, hvernig menn koma úr vetrar- hiöinu. E.G. Laugardagur 17. marz 1973 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 63. Tölublað (17.03.1973)
https://timarit.is/issue/234780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

63. Tölublað (17.03.1973)

Aðgerðir: