Alþýðublaðið - 29.03.1973, Síða 3

Alþýðublaðið - 29.03.1973, Síða 3
Okkar dómari er farinn en... „Okkar maöur” i Alþjóöadóm- stólnum, Luis Padilla Nervo frá Mexico, náöi ekki endurkjöri til setu idómnum, þegar Allsherjar- þing Sameinuöu þjóöanna og öryggisráöiö kusu 5 dómara i dómstólinn. Kosningu hlutu: Forster (Senegal), Gros (Frakklandi), er voru endurkjörnir, Ruda (Argentinu), Singh (Indlandi) og Waldock (Bretlandi). Kosningum i Alþjóðadómstólinn er hagaö þannig, að þriðjungur dómara er kosinn á 3 ára fresti, en kjörtim- inn er 9 ár. Til að ná kjöri þarf dómaraefni aö fá hreinan meiri- hluta atkvæöa bæöi á Allsherjar- þinginu og i öryggisráðinu. I þessu sambandi gilda þar ekki reglurnar um neitunarvald. Kjörtimi nýju dómaranna hófst 6. febr. sl. Auk þeirra, sem ksonir voru i okt. sl., eiga sæti i dómn- um: Ammoun (Libanon), Beng- son (Filippseyjum), Petren (Svi- þjóö), Lachs (Póllandi), Onyema (Nigeriu), Dillard (Bandarikjun- um), Ignacio-Pinto (Dahomey), de Castro (Spáni), Morozov (Sovétrikjunum) og de Archaga (Uruguay). Hinir þrir nýju dómarar taka sæti i málum Bretlands og V.-Þýzkalands gegn íslandi miö- aö við upphaf kjörtimans 6. febr. sl. Þetta lesum viö i nýútkomnu hefti Timarits lögfræöinga. ..við eigum Hannes í Þá er ljóst orðið, hver er okkar maður i Haag. Það er Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikis- stjórnarinnar. Hann er þar að visu ekki ,,in persona” heldur i ritverkum sinum, þvi ritlingar hans um landhelgismáliö eru meginuppistaðan i gögnum þeim, sem tslendingar hafa sent til Alþjóðadómstólsins til kynningar á málstað sinum. Auk simskeyta og greinar-' gerðar Hans G. Andersen, sem send hafa verið beint til Alþjóða- dómstólsins, hafa eftirfarandi rit verið lögð þar fram af tslands hálfu til kynningar á málstaönum og til áhrifa á dómarana: Iceland and the Law of the Sea, eftir Hannes Jónsson blaðafull- Haag trúa. Iceland's 50 Miles and the Reason Why, eftir Hannes Jónsson, blaðafulltrúa. Background Information I, fjölritaður bæklingur eftir Hannes Jónsson, blaðafulltrúa. Background Information II, fjölritaður bæklingur eftir Hannes Jónsson, blaðafulltrúa. Background Information III, fjölritaður bæklingur eftir Hannes Jónsson, blaðafulltrúa. Background Information IV, fjölritaður bæklingur eftir Hannes Jónsson, blaðafulltrúa, Og Fisheries Jurisdiction in Iceland, eftir Hans G. Andersen, kunnasta sérfræðing íslendinga i þjóðarrétti. „Talnaglöggur húmoristi” — var sagt um Halldór E. Sigurðsson Ávalit þykir okkur tslend- ingum gaman að lesa palla- dóma um þjóðkunna menn. 1 nýútkomnu tbl. af „Nordisk Kontakt” er palladómur — eða öllu heldur svipmynd — af Hall- dóri E. Sigurðss., fjármálaráð- herra. Þar er viöa gerð tilraun til þess að lýsa manninum, en á einum staða.m.k. er lýsingin ei- litið tviræð, jafnvel þótt höfundi hafi sjálfsagt gengið gott eitt til. Þar segir svo I lausl. þýðingu: „Halldór E. Sigurðsson varð ekki aöat-taismaður Fram- sóknarflokksins I efnahags- máium vegna þess, að hann hefði hlotið sérstaka menntun á þeim sviðum. Ástæðan er sú, að Sigurðsson er mjög talna- glöggur maður...” Hér má til hliðsjónar hafa hið gamla og góða islenzka orð um búand- mann, sem e.t.v. er ekki svo mikill bóndi, en SAUÐ- GLÖGGUR. Þá segir i greinarlok:. „Og siðast en ekki sizt býr Sigurösson yfir kosti, sem stjórnmálamenn ættu helzt ekki að vera án. Hann er mikili húmoristi, sem hefur gaman- sögur á hraðbergi og kryddar iöulega ræður slnar með þeim, til óblandinnar gleöi fyrir áheyrendur.” Hvaö svo sem má um höfund palladómsins segja, en hann auðkennir sig með stóru B-i, þá er eitt alveg vist: hann er ekki þingfréttaritari! Engir peningar hafa fundizt og þjófurinn ber við minnisleysi Maður sá, sem var handtekinn i fyrradag, er hann var búinn að svikja nær 400 þúsund krónur út úr stolinni bankabók, hefur nú verið úrskurðaður i gæzluvarðhald. Ekkert hefur fundizt af peningun- um ennþá, og ber maðurinn við minnisleysi. 1 bókinni voru alls 462 þúsund krónur, er þjófurinn stal henni, og tælaði hann að taka af- ganginn út þegar hann var gripinn i bankanum. Gamli maðurinn, sem bókina á, er 86 ára gamall, og mun þetta hafa verið allt hans lausafé.- Leynimerkin geta sett bankabókaþjófa stopp á „Þaö er ein leiö til að koma I veg fyrir misnotkun heimildar- lausra handhafa sparisjóðs- bóka”, sagði Vilhelm Steinsen, deildarstjóri i Landsbanka islands, er við áttum tal við hann i gær, vcgna fréttar blaðsins i fyrradag um 400 þús. kr. tap aldraðs sjúklings, en bankabók hans var stoiið. „Þessi leið er að nota leyni- merki”. Gert er ráð fyrir þess konar merkingum, bæði á út- tektar og innleggsmiðum. Sparisjóösbókin er sérstaklega stimpluð. til þess að það fari ekki fram hjá starfsfólki bank- anna, að um merkta bók er að ræða. Það er meira að segja erfiðleikum bundið fyrir eig- andann sjálfan að fá út úr bókinni, ef hann t.d. gleymir merkinu. Slikt merki getur verið ýmiss konar, t.d. númer eöa tala, eins og ártal, fæð- ingardagur, götuheiti, nafn á manni eða nánast hverju sem er. Það hefur komiö fyrir, aö eigandi bókar með leynimerki hefur geymt það I.minni sinu og látist án þess aö íáta konu sina vita. Þá er það að vísu ekki tapað fé, en tekur tlma og fyrir- höfn að fá út úr bókinni. Hafi maöur undir höndum almenna sparisjóösbók og veit nafn eiganda hennar, er opin leið fyrir handhafann að taka út úr bókinni. Slík bók er aðeins handhafaplagg. Ekki er i bönkum krafizt neinna skilrlkja af þeim, sem út tekur, en þá er leynimerkið nokkuð örugg trygging gegn misferli. Skipstjóraefni grípa til sinna „Við vonum, að starfsmenn samgönguráðuneytisins haldi ekki, að nemendur stýrimanna- skólans liði endalaust þá litils- viröingu, sem þaö hefur sýnt stýrimannamenntuninni. Við get- um fullvissað það um, að ef það tekur ekki nú þegar I taumana, þá munum við hinsvegar gripa til róttækra aðgerða næsta vetur.” Svo segir m.a. i bréfinu, sem nemendaráöStýrimannaskólans i Reykjavik hefur sent frá sér um „undanþáguvandamálið” og hér fara á eftir þau skilyrði, sem skipstjórnarmannaefnin telja sjálfsagt að sett verði meðan undanþágur eru enn gefnar út: „1. Sá, sem ekkert stýrimanna- próf hefur, geti enga undanþágu fengið. 2. Þegar útgerðarmaður óskar eftir undanþágu, skal hann sýna að hann hafi auglýst minnst tvis- var i fjölmiðlum eftir manni i skipsrúmið. 1 auglýsingunni skal tekið fram eftirfarandi: Hvaða bát um er aö ræða, stærð hans, hvar hann er gerður út og hvaða veiðafæri hann er með. 3. Sá, sem einhver stýrimanna- réttindi hefur, geti aðeins fengið undanþágu fyrir takmarkaða stærð báta, þ.e. að maöur með 30 tonna réttindi geti aöeins fengið undanþágu á báta allt aö 50-60 t. og maður meö 120 tonna réttindi geti fengiö undanþágu á báta allt að 170-180 t. o.s.frv. 4. Sá, sem undanþágan er fyrir, fullnægi skilyrðum þeim, sem eru fyrir inngöngu i stýrimannaskól- ana. Hér er átt við að hann hafi eftirfarandi vottorð i lagi: augn- vottorð, almennt heilbrigðisvott- orð, og auk þess siglingartima. 5. 1 stað orðanna á undan- þágunum „fyrst um sinn, þar til hóta að róða réttindamaður er fáanlegur eða ráöuneytið ákveöur annað, þó ekki lengur en til (dagsetning)”, komi eftirfarandi: „Undanþágan gildir til (dagsetning allt aö 4 mán. frá útgáfudegi) eða þar til ráðuneytiö ákveöur annað. Þó skal undanþágumaöurinn vikja fyrir réttindamanni fyrirvara- laust, ef réttindamaður fæst eða óskar eftir skipsrúminu.” ” Vegna þessa skilyrðis, tekur nemendaráðið fram, að „það hef- ur ekki alltaf verið hlaupið að þvi fyrir réttindamenn að fá það skipsrúm, sem undanþágumaður er i, sökum ýmissa orsaka t.d. tengsla skipstjóra eöa útgerða- manns viö undanþágumanninn o.s.frv.” „6. Samgönguráðuneytið haldi fullkomna skrá yfir gildandi undanþágur. Skal þessi skrá gefin út vikulega og send hinum ýmsu stéttarfélögum sjómanna, út- gerðarmannafélögum, trygg- ingarfélögum, öllum sjómanna- skólunum og hinum ýmsu nem- endafélögum þeirra. Einnig skal hún send þeim, sem óska þess og geta sýnt að þeir hafi not fyrir hana.” Fimmtudagur 29. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.