Alþýðublaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 9
Iþróttir 2 Afbragðsgóð þátttaka var i viðavangshlaupi íslands sem fram fór i Laugardal um siðustu helgi. Hátt á þriðja hundrað þátttakendur voru mættir til leiks, og mátti í þeim stóra hópi sjá keppendur frá tiu ára aldri til fimmtugs. Þetta er gleðileg framför, þvi ekki eru ýkjamörg ár siðan aðeins tvö til þrjú viðavangshlaup fóru fram árlega, og það þurfti hálfpartinn áð neyða menn til þátttöku. Þetta er sem sagt liðin tið, og nú á sunnu- daginn mættu hátt á þriðja hundrað keppendur til leiks, i kulda og erfiðu færi. úrslit i einstökum flokkum urðu þessi: KONUR min. SVEITAKEPPNI 1. Ragnhildur Pálsd. UMSK 3:48,5 3-manna sveit: stig 2. Lilja Guðmundsd. IR 3:55,0 l.IR 12 3. Lynn Ward, Bretl. 4:02,2 2.UMSK 18 4. Anna Haraldsd. FH 4:16,9 3.FH 18 5. Björg Eiriksd. ÍR 4:19,3 4.HSK 41 5 manna sveit 5-manna 5-manna Í.IR 30 l.IR 33 l.SveitUMSK 20 2.FH 53 2.FH 42 2. SveitFylkis 35 3.UMSK 62 3.HSK . . . . 78 4.HSK 83 KARLAFLOKKUR min. 10-manna 1. Asgeir Asgeirsson ÍR 13:35,3 10-manna sveit l.FH 148 2. Jón H. Sigurðss. HSK 13:35,3 l.IR 84 2. IR 152 3. Emil Björnsson KR 14:03,9 2.FH 130 3.HSK - ' 164 4. Gunnar Ó. Gunnarss. UNÞ 14:11,6 PILTAFLOKKUR SVEINA- OG 5. Gunnar Snorrason min. DRENGJAFLOKKUR min. UMSK 14:14,6 1. Guðmundur GeirdalUMSK 1. Einar Óskarsson UMSK 2. Asgeir Þór Eiríkss. IR 3:21,5 2. Július Hjörleifss. IR 6:15,7 SVEITAKEPPNI 3. Kristinn Kristinss. FH 3:31,4 3. Markús Einarss. UMSK 6:27,3 3-manna sveit 4. Jón Erlingsson, IR 3:31,5 4. Sigurður P. Sigm. FH 6:30,5 stig 5. Torfi H. Leifsson, FH 3:31,7 5. Erlingur. Þorsteinss. l.KR 15 UMSK 6:57,3 2. IR 19 SVEITAKEPPNI 3. UMSK 22 3-manna SVEITAKEPPNI 4.HSK 25 stig 3-manna stig 1. IR 12 l.SveitUMSK 7 5-manna 2. FH 17 2. SveitFylkis 24 l.SveitUMSK 23 3.HSK 36 3. SveitFH 27 2. SveitHSK 35 Arsenal-Derby 1 Heppni, er sögö hafa verið fylginautur „Good old Arsenal” i undanförnum leikjum og vist er um þaö, aösvo var á Maine Road s.l. laugardag. Ég tel aö ekki þurfi heppni með hjá Arsenal til aö sigra Derby á Highbury næsta laugardag, þar sem ég tel þenn- an leik einn af fáum öruggum á þessum seðli. Spá min er þvi heimasigur. Coventry-Ipswich 1 Bæði þessi liö töpuöu leikjum sinum um s.l. helgi og bæöi óvænt aö minu viti, sér- staklega þó Ipswich, sem tapaði á Portman Road fyrir Everton, sem ekki hefur unnið útileik siöan i október. Þetta veröur án efa erfiður leikur, þar sem allt getur skeö, þar sem hér eigast viö liö,sem bæöi eru góö, en mistæk. Einhvern veginn leggst þaö i mig aö Coventry muni sigra, en jafntefli er ekki fjarri lagi. Crystal Pal.-Chelsea 2 Eins og ég hef oft minnzt á áöur, þá hefur C. Paí. aldrei tekizt aö sigra annaö Lundúnaliö i deildarkeppninni, siöan liöiö komst i 1. deild fyrir nokkrum árum. Um s.l. helgi tapaði C.Pal. 1-3 fyrir West Ham, sem einnig er frá London og það á heima- velli. Og aftur er Selhurst Park á dagskrá um næstu helgi og aftur býst ég þar viö tapi heimaliðsins. Leicester-Newcastle 1 Ef Shilton i marki Leicester verður aftur i sama stuöi og s.l. laugardag gegn Stoke veröur róðurinn erfiöur fyrir Newcastle á Filbert Street á laugardaginn. Þetta er erfiður leikur, þar sem allir möguleikar eru fyrir hendi og finnst mér heimasigur eða jafntefli koma helzt til greina, en ég set traust mitt á heimaliðiö og spái heimasigri. Man.City-Leeds 1 Man.City tapaöi naumlega áMaine Road um s.l. helgi gegn Arsenal, en Leeds gerði jafntefli við Úlfana á Elland Road um s.l. helgi. 1 fljótu bragöi væri e.t.v. eðlilegast aö spá Leeds sigri i þessum leik, en ég trúi þvi ekki að Man.City, sem aö visu hefur ekki gengið vel i vetur, tapi öðrum heimaleiknum i röð. Ég spái þvi heimasigri að þessu sinni. Norwich-Birmingham 2 Þá er komið aö enn einum leiknum á þessum seðli, þar sem óvist er um úrslit. Þessi lið komu i 1. deild á s.l. ári og i fyrri leik liðanna á heimavelli Birmingham, St. Andrews Ground vann heimaliðið 4—1. Birmingham vann góðan sigur yfir Coventry um s.l. helgi, en Norwich tapaöi eins og viö var búizt fyrir Liverpool. Jafntefli eða heimasigur, eru liklegustu úrslitin i þessum leik og ég tek siöari kostinn og spái úti- sigri. Southampton-Man.Utd X Bæði þessi lið geröu jafntefli i leikjum sinum, Southampton á útivelli gegn WBA, en Man.Utd. á White Hart Lane gegn Tottenham. Man.Utd. vann fyrri leik liöanna á Old Trafford fyri i vetur meö 2-1, en að þessu sinni spái ég jafntefli, enda er Southampton mesta jafnteflisliðið i 1. deild,meðl6 jafntefli i vetur, þar af 9 jafntefli á heimavelli. Stoke-WBA 2 Þetta er erfiður leikur, þar sem hér eigast viö tvö af botnliðunum i 1. deild og bæöi eru liðin i fallhættu. Astandið er þó mun verra hjá WBA, sem er i neðsta sæti með 23 stig, en Stoke hefur 25 stig ásamt Norwich og C.Pal. Ég spái WBAsigri i þessum leik, þannig að f jögur lið verða neðst með 25 stig eftir helgina ef spá min rætist og fallbar- áttan þá i algleymingi. West Ham-Everton 1 Bæði þessi lið unnu útisigur um s.l. helgi, þar sem West Ham vann C.Pal. á Sel- hurst Park, en Everton vann Ipswich mjög óvænt á Portman Road. Ég á ekki von á að Everton komi aftur á óvart um næstu helgi, þvi ég spái West Ham öruggum sigri á Upton Park á laugardaginn. Kramhald á 11. siðu. Eftir úrslitin um s.l. helgi eru það vart nema Liverpooi og Arsenal, sem koma til greina með að hljóta meistaratitilinn I ár. Flestir munu þeirrar skoðunar, að það verði Liverpool sem sigri, en liðiðer nú með 52 stig eftir 35 leiki, en Arsenal er með 50 stig eftir jafnmarga leiki. Fádæma heppni hefur fylgt Arsenal að undanförnu og átti það ekki sizt við um liðið gegn Man.City um s.I. helgi. Leeds er f 3ja sæti meö 45 stig eftir 32 leiki og getur þvi vel blandað sér I baráttuna um efsta sætið, en flestir eru samt þeirrar skoðunar, að liðið verði að láta sér nægja 3ja sætið. Baráttan á botninum er mjög hörð, þótt þvi verði ekki neitaö að WBA stendur þar verst að vigi. önnur lið sem eru I alvarlegri fallhættu eru: Norwich, C. Pal. og Stoke. Eitthvert þessara fjögurra liða mun falla 12. deild. Spámenn blaöanna stóðu sig slaklega 1 siðustu spá, enda komu úrslit margra leikja mjög á óvart. Má þar helzt nefna útisigur Everton yfir Ipswich, jafntefli Leeds og Úlfanna, jafntefli Newcastle og Chelse, útisigur Bristol City yfir Luton, svo nokkuö sé nefnt. Spámaður Suöurnesjatiðinda stóð sig bezt með 6 leiki rétta, en Þjóðviljinn og Ex- press voru meö 5 rétta. Timinn, Visir og tveir enskir voru með 4 leiki rétta, en Alþýðu- blaðið, Morgunblaðið og þrir enskir voru meö 3 leiki rétta, en News of The World rak lestina með aöeins 2 leiki rétta. Næsti seöill sem er nr. 13 er nokkuö erfiöur, enda sýnist mér þar fátt um örugga leiki. Með von um að vel takist til, skulum við snúa okkur að spánni. £629.801 Getraunavinningarnir eru alltaf r.ð verða hærri og hærri I Englandi, og finnst mörgum nóg um. Aðeins mánuði eftir að fimmtugur verkamaður 1 Bretlandi fékk 120 milljónir króna i vinning, tilkynnti Littlewoods get- raunafyrirtækið að ungur maður að nafni Colin Carruthers hefði hlotið 150 miljónir i vinning, eða 629,801 sterlingspund. Eins og i fyrra tilfellinu hafð Colin þessi verið einn allra með öll jafntefli rétt á seðlinum sinum. Myndin hér til hliðar sýnir George Foreman, heimsmeistara I hnefa- leikum, afhenda Colin Carruthers 150 milljóna ávisunina. Colin fær þarna þann sjaldgæfa heiður að gefa heims- meistaranum einn á ’ ann. Hdan Úrslitin koma sífellt á óvart og. Sá þrettándi gæti reynzt mönnum erfiður í skauti HUNDRUÐ MÆTTU TIL LEIKS í VONDU VEÐRI Fimmtudagur 29. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.