Alþýðublaðið - 29.03.1973, Síða 11

Alþýðublaðið - 29.03.1973, Síða 11
í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftlr Victoriu Holt með þér? sagði ég. — Hvað segir Stirling? — Við verðum að bjarga hon- um . . . og þér, svaraði hún. Það var eins og hún væri að tala við sjálfa sig. Það var viðurkenning þess að hugrenningar hennar væru þær sömu og hjá mér. Það var barið að dyrum. Nora leit á mig skelfd. Vinnustúlkan var komin aftur. — Læknirinn er hérna, ungfrú Minta. Ég bað hann að koma upp. Hunter læknir var rétt fyrir aftan hana og kom nú inn i herbergið. — Lafði Cardew stakk upp á þvi að ég kæmi viö og liti á þig sagði hann. Hann starði undrandi á okkur báðar. — Er nokkuð að? Ég lét Noru um að útskýra mál- ið. Ég heyrði hana segja: — Okk- ur er illa brugðið, Hunter læknir. Komið og litið á kettlingana hérna. Hún fór með hann út að glugganum og hann laut niður til að skoða Bellu og kettlinginn hennar. Þegar hann reis upp aft- ur var hann náfölur i andliti. — Hvernig átti þetta sér stað? spurði hann. — Þeir drukku mjólkina, sem ætluð var Mintu, sagði Nora. — Hafa þeir drepizt af eitrun? — Það gæti verið. — Hvað eigum við að gera? KRÍLIÐ HtU- EATD/ * ll LURKft ELiKft RflK/N SKJPS VOFuR 'ftUT !N VRU$ Lfí m<£ Rfí 7 , SJO [ ’ÚNftW £/A/K. ST mn. VENJft ÍITL TiTiLL FEÍTft 'PiVÓXt Ufi f FjftLL TÓLU f FoR S K. i 'HV'ILT fíóNlR 3 'ft RE/KH — Ég ætla að fjarlægja kettina. — Ég var að stinga upp á að ég tæki Mintu með mér til Kaup- mannshússins. — Það væri fyrirtaks ráðstöf- un, sagði læknirinn. Hann sneri sér að mér og sagði: — Flýttu þér á fætur. Farðu svo út úr húsinu eins og ekkert hafi i skorizt. Farðu til Kaupmannshússins með frú Herrick og vertu þar þangað til ég kem. Nora 1. kafli. Aldrei mun ég gleyma ferðinni til Kaupmannshússins eða hugsununum sem þyrluðust um huga minn. Stirling var að reyna að myrða konuna sina. Það var það, sem hann hafði átt við þegar hann sagðist ætla að finna úrræði. Hvers vegna hafði ég ekki farið til Astraliu fyrir mörgum mánuð- um? Ég hefði átt að fara um leið og hann kvæntist henni. Ég hratt þessu frá mér með hálfum huga og svo fór ég að hugsa um daginn hræðilega, sem var meitlaður svo óafmáanlega i huga minn þegar Jagger náði mér og flaugst á við mig og Mörð- ur kom og skaut hann til bana. Hann hafði drepið mann vegna þess að hann hafði dirfzt að snerta það sem Mörður taldi sina eign — það var ekki vegna nauðgunartilraunarinnar. Ég gat aldrei gleymt Mary litlu vinnu- stúlkunni, sem orðið hafði fyrir áleitni Jaggers. Það hafði verið þaggað niður eins og það skipti engu máli. Stirling var sonur Marðar. Þeir voru báðir tillits- lausir. Þeir báru litla virðingu fyrir mannslifum — það er lifum annarra manna. Stirling hafði verið staðráðinn i að eignast Whiteladies, og nú þegar hann iðraðist hinnar miklu fórnar, vildi hann byrja að nýju. Það gat hann ekki öðruvisi en að losa sig við Mintu. Nei, Stirling! hugsaði ég. Og Mörður, svo langt hefur hefndarlöngun þin leitt okkur. Ég lét Mintu setjast upp á hestinn, en gekk sjálf með honum og teymdi hann. Veslings stúlkan virtist geta liðið út af þá og þegar. Það var sizt að undra! Hún hafði bjargaztfrá bráðum dauða á hinn undursamlegasta hátt — og það oftar en einu sinni, þvi ég var sannfærö um að brotna steinriðið haföi verið gildra sett til höfuðs henni. Ég kallaði á einn hestasvein- anna og lét hann taka við hestin- um, en fór með Mintu inn i húsið. Við gengum inn i dagstofuna með rósaviðarhúsgögnunum og rönd- ótta veggfóðrinu, settumst þar og horfðum hjálparvana hvor á aðra. — Nora, sagði hann i spurnar- rómi, — hvað heldur þú um þetta? Ég þorði ekki að nefna grun- LILLA TEATERN í HELSINGFORS, sem lék „Umhverfis jörðina á 80 dögum” á Listahátið 1072, kemur nú aftur með gestaleikinn KYSS SJALV, kabarettsýningu um hlutverk og sam- skipti kyn janna, og sýnir i Iðnó mánudag- inn 2. april kl. 20:20. i hlutverkum: ElinaSalo, Birgitta Ulfsson og Lasse Martensson. Undirleik annast Esa Katajavuori. Aðgöngumiðar verða selidir frá miðviku- deginum 28. mar/. i Iðnó. Leikfélag Reykjavikur NORRÆNA HÚSIÐ semdir minar einu orði, svo ég sagði að kettirnir kynnu að hafa dáið af einhverjum óþekktum sjúkdómi. Dýr fengju oft dular- fulla kvilla, sém'við kynnum litil skil á. Hún fór að tala um ýmis gæludýr sem hún hefði átt frá þvi hún var barn og hvað hefði komið fyrir þau. En við vorum ekki með hugann við það sem við vorum að segja. Eg sagðistætla að búa til te og hún vildi hjálpa mér. Við höfð- um þá eitthvað fyrir stafni og reyndum um leiö eftir megni að átta okkur á hlutunum. Ég sagði henni aðhúnyrði að vera hjá mér, ég gæti ekki afborið að lita af henni nokkra stund. Ég hugsaði með skelfingu til þess sem komið gæti fyrir hana. Yfir henni hvildi eitthvert furðulegt skeytingarleysi. Hún hafði orðið fyrir þungu áfaili af þvi sem gerzt hafði og ef til vill olli það þvi að henni virtist standa á sama. Ég kenndi ákaflega i brjósti um hana. Hún átti von á barni Stirlings og ég hafði öfund- að hana af þvi, en ég var altekin af löngun eftir að hjálpa henni. Við drukkum teið. Það var nú komið fram yfir miðjan dag. A Whiteladies myndi vera farið að undrast um hana enda þótt ein stúlknanna hefði séð okkur fara og ég hefði muldrað eitthvaö um að frú Herrick ætlaði að koma með mér til Kaupmannshússins. Klukkan var eitt þegar Lucie kom. Hár hennar var ýft af vindi; hún hafði augsýnilega lagt af stað i flýti er hún uppgötvaði að Minta var ekki i herbergi sinu og hún hafði komizt að þvi hvar hún væri. Er hún kom inn i dagstofuna og sá Mintu, lýsti svipur hennar miklum feginleik: — Ó, elsku Minta min ég var að furða mig á þvi hvað hefði komið fyrir. Þær féllust i faðma og Lucie sagði: — Hversvegna léztu mig ekki vita að þú ætlaðir út? Ég hélt þú værir i herberginu þinu. — Nora kom til min og ég fór heim með henni. — En þú hefur ekki fengið neinn morgunverð. Þú hefur . . . — Við vorum i hálfgerðu upp- námi, sagði ég. — Við fundum kettina dauða. — Kettina . . . hvaða ketti? — Bellu og kettlinginn, sagði Minta. — Þau lágu á gólfinu við gluggann ... þau voru stirðnuð og eitthvað undarleg að sjá. Varir hennar skulfu. — Það var hrylli- legt. ■ ■■■■■■ I Áskriftarsiminn er \ 86666 OKKl BLAC FÓLK TALII IR VANTAR IBURÐAR- 1 í EFTIR- N HVERFI ! Lauj Lauj Raui Kópí Aust Brel Heið Stór *arteigur *arnesvegur iilækur ivogur — urbær. ckugerði largerði agerði HAFI BAN IGREI Ð SAM- ! D VIÐ AF- ÐSLUNA Sá þrettándi 9 Wolves-Sheff. Utd. 1 Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti ekki að leika neinn vafi um úrslit þessa leiks. Mér finnst ótrúlegt annað en að Úlfarnir, sem gerðu jafntefli við Leeds á Elland Road um s.l. helgi, sigri slakt lið Sheff. Utd. á Molineux. Þess má geta aö Úlfarnir unnu Sheff.Utd. i fyrri leik lið- anna i vetur með 2-1. Carlisle-Luton 2 Þá er komið að fyrri 2. deildar leiknum á seðlinum, sem er á milli Carlisle, sem er i 17.—19. sæti með 29 stig og Luton sem er i 8.-9. sæti með 36 stig. Luton tapaði óvænt um s.l. helgi á heimavelli fyrir Bristol City, en Carlisle gerði jafntefli á útivelli við Portsmouth. Þetta er erfiður leikur, þar sem allir möguleikar eru fyrir hendi, en ég spái útisigri. Nott.For.-Burnley 2 Hér eigast við lið, sem bæöi hafa nýverið i 1. deild, en leika nú i 2. deild. Burnley er nú i efsta sæti og benda allar lfkur til þess, að vinni deildina og taki þvi sæti i 1. deild á næsta ári. Nott. For. er hinsvegar um miðju i 2. deild. Þetta er eins og leikurinn hér á undan, mjög erfiður leikur, þar sem allt getur skeð, en mér finnst útisigur koma helzt til greina. AAótmælir 5 Fiskideildin minnir á tillögu Hafrannsóknarstofnunarinnar, um nýtingu fiskstofna, þar sem varað er við tog-og dragnóta- veiðum nær landi en sex milur og hvergi innfjarða, vegna hættu á ofveiði af völdum þessara veiðar- færa og þá helzt á ungfiski. En það er vitað, að Faxaflói er ómetanleg uppeldisstöð fyrir allan fisk. Fiskideildin telur, að leysa verði það voðaástand i fisksölu- málum Reykvikinga, sem lýst er i áskorun borgarstjórnar Reykja- vikur, með öðru móti en rányrkju á kostnað dreifbýlisfólksins við Faxaflóa.” Undir mótmælaskjalið rita f.h. stjórnar fiskideildarinnar þeir Þorsteinn Jóhannesson, for- maður, N’jáll Benediktsson, gjaldkeri, og Valur Kristinsson, ritari. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. FERÐATÖSKUR alls konar. HANDTÖSKUR. Nýkomiö fjölbreytt úrval. GEísIPf VIPPU - BllSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smiÖaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220^ ^ _ Fimmtudagur 29. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.