Alþýðublaðið - 31.03.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.03.1973, Blaðsíða 3
immnf [m i w mi STÁLBRÆDSLA 06 OLfUHREINS- UNARSTðD ERU URSÓGUNNI Að fróðra manna sögn hafa Is- lendingar nú ekki nema nokkrar vikur til stefnu þar til þeir verða að hafa ákveðið sig, hvernig nýta skuli þá umframraforku, sem fæst við virkjun við Sigöldu. í sið- asta lagi um mitt næsta sumar verður sú ákvörðun að liggja fyrir — þ.e.a.s. þá verða stjórnvöld landsins að hafa ákveðið, hvort þau hyggi á orkusölu til nýs stór- iðjuvers á Islandi og þá með hvaða hætti og til hverra. Undan- farna mánuði hafa farið fram miklar viðræður af hálfu islenzku rikisstjórnarinnar við ýmsa er- lenda aðila um hugsanlega samn- ingagerðum nýtt stóriðjuver á ts- landi, og mun áhugi vera fyrir hendi — einkum þó hjá banda- riskum stórfyrirtækjum, sem sjá sér fært að komast inn á EBE- markaðinn með framleiðslu sina unna á tslandi eftir aö tsland hefur nú fullgilt viðskiptasamn- ing sinn við bandalagið. Mun þetta vera ein af meginástæðun- um fyrir þvi, hversu áfram Magnús Kjartansson, iðnaðar- ráðherra, var um að viðskipta- samningur tslands við EBE yrði fullgiltur, þótt samráðherra hans úr Alþýðubandalaginu, Lúðvik Jósepsson, og fjölmargir flokks- bræður hans væru þvi andvigir. Af tslands hálfu hafa viðræður átt sér stað við forsvarsmenn töluvert margra erlendra stór- fyrirtækja um stofnsetningu stór- Þulurinn vel- vakandi: Byrja með sveiflu á mánudags- morguninn ,,Mig dreymdi svo sem ekki neitt”, ságði Craig Johnson, þulur Keflavikurútvarpsins og heimsmethafi, þegar Alþýðu- blaðið hafði tal af honum i gær, en hann var þá úthvildur og ánægður. Margir Reykvikingar tóku þátt i góðgerðardagskránni, m.a. keypti einn út einhverja sinfóniu og lét spila „Jakketi jakk” i staðinn. Þegar liða tók á þessa 93 klukkustundir og 45 minútur, sem Craig var við hljóðnem- ann, gerðist hann vigreifur mjög og bauðst til þess að syngja með ásamt aðstoðar- manninum fyrir 10$ „Einhver hringdi og bað okkur að syngja með Lee Marvin, Wandering Star”, sagði Craig, ,,en eftir nokkur skipti hringdi annar og bauð 40, fyrir að fá okkur til að hætta. Það var vist ekkert merkilegur söng- ur!” Þetta gerðist' á siðasta degi og eitthvað var Craig þá búinn að tapa lagvisinni. Hæsta boð, sem Craig fékk, ý'óru 500$ fyrir eitt lag með A1 ureen ''pvöl Craig i sjúkra- Gtee-' *ar heldur stutt, hann var útskrifaður, með hesta- heilsu s.l. fimmtudag. ,,Ég er i frii eins og er”, sagði Craig að siðustu, ,,en ég byrja með sveiflu, strax á mánudags- morguninn.” iðju á tslandi. Nánari athuganir á rekstrargrundvelli stálbræðslu og oliuhreinsunarstöðvar á Islandi munu hafa leitt i ljós, að slik fyrirtæki borguðu sig ekki og þvi mún nú alveg vera falliö frá þeim hugmyndum. Sama máli gegnir um vangaveltur um verksmiðjur til þess að framleiða hálf- eða fullunnar vörur úr áli. 1 ljós mun hafa komið, að stofnkostnaður slikra verksmiðja væri tiltölulega það miklu meiri, en t.d. stofn- kostnaður álvera og annarra slikra hrámelmisvera, að það myndi tæplega borga sig fyrir ts- lendinga að leggja út i slika fjár- festingu. Eins og nú standa sakir mun mestur áhugi vera fyrir samning- um við einhvern eftirtalinna 'aðila: Alusuisse um stofnun nýs álvers á Islandi, sem tslendingar gerðust þá sjálfir hluthafar i. Union Carbid fyrirtækið banda- riska mun sterklega koma til greina sem samningsaðili. Er hugmyndin sú, að það fyrirtæki setji upp hér á landi málmver til framleiðslu á ferró-silikoni, en það er efni, sem notað er sem Framhald á bls. 2 ÞAU EIGNAST FRÆGAR TENGDAMÖMMUR Óskarsverðlaunaleikkonan Liza Minelli úr myndinni Cabaret, en hún er reyndar dóttir hinnar frægu Judy Garland, hefur kunn- gjört að hún ætli að fara að gifta sig á næstunni. Mannsefnið er strákurinn, sem hún er búin að vera með þó nokkra tið. Hann heitir Desi Arnaz junior, — og hann á lika fræga mömmu. Sú heitir Lucy Ball. Þessi mynd var tekin á Lundúnaflugvelli fyrir skemmstu þegar parið kom þangað. Hvers vegna? Meðan hvert húsið á fætur öðru hverfur undir hraun i Vestmannaeyjum veltist sú spurning í hugum manna, hvort afstýra hefði mátt þessúin voða með öflugri vatnskæiingarlögn en þeirri, sem björgunarmenn f Eýjum hafa ráðið yfir til þessa. Þegar viö fyrstu tii- raunirnar til hraunkælingar, þótti sýnt, að vinnandi vegur væri að hamla gegn hraun- rennslinu til bæjarins með vatnskælingu. Björgunar- menn höfðu hins vegar ekki þann tækjakost, að þeir gætu barizt á öllum vigstöðvum og varð þvi ekki ráðizt gegn hrauninu af neinni aivöru. Nú hins vegar, þegar hraunið hefur unnið stör spjöll og tilfinnanleg á kaupstaðn- um, cru allt i einu á lausu öflugar dælur, en spyrja má, hvers vegna þær eru ekki fyrr á ferðinni. Ráðamenn sögðu strax við upphaf gossins, að það væri fastur ásetningur þeirra að bjarga Vestmanna- eyjum. Þrátt fyrir það, að lík- leg aðferö lá fyrir þegar I upphafi, hefur seinagangurinn við að útvega nauðsynleg tæki séð til þess, að æ minna er i Vestmannaeyjum til aö bjarga. En hvcrs vegna þessi seinagangur? Snerrir OLYKTIN FRA KLETTI ÞAR MED l)R SÖGUNNI? Kisiliöjan við Mývatn og Sementsverksmiðjan á Akranesi hafa látið i ljós vilja um að fá keypt hreinsitæki eins og það, sem reist hefur verið upp i álver- inu i Straumsvik og einnif er talið mögulegt að nota þessi tæki eitt- hvað breytt til þess að eyða hinni óþægilegu „peningalykt” frá fiskim jölsbræðslum. Jón Þórðarson, verksmiðju- stjóri á Reykjarlundi, hefur fund- ið upp lofthreinsitæki sem nú hefur verið sett upp á einn ker- skálann hjá alverinu i Straumsv. i tilraunaskyni. Af þvi tilefni boð- uðu forráðam. verksm. til blaðamannafundar i gær og sátu hann auk forráðamanna tsals þeir Jón Þórðarson, uppfinninga- maður, Magnús Kjartansson, iðn- aðarráðherra, Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, aðalforstjóri og stjórnarformaður Alusuisse ásamt verkfræðingum, ráðunaut- um og öðrum. Tæki þetta hreinsar ryk og önn- ur úrgangsefni úr loftinu með vökvasium, þannig að hægt er að vinna úrgangsefnin úr siunarleg- inum og nota þau aftur sem hrá- efni til framleiðslu. Verður þetta m.a. gert i Straumsvik og getur verksmiðjan bæði notað sum úr- vinnsluefnin i framleiðslu sina og flutt þau út. Tilraunir, sem gerðar hafa verið með hreinsitæki þetta stað- festa, að það hreinsar um 95—97% allra rykkorna úr lofti. Meðal annars skilur tækið mjög vel úr litlu rykkornin, en það eru helzt þau, sem valda atvinnusjúk- dómnum silikosis. Tilraunin, sem nú fer fram i Straumsvik, er gerö til að ganga úr skugga um, hvort tækið henti tiltölulega jafnvel til að hreinsa önnur aðskotaefni úr andrúmsloftinu, en nú þegar skil- ar hreinsitæki Jóns Þórðarsonar töluvert betri árangri, en erlend hreinsitæki af svipaðri gerð. Alls mun kostnaðurinn við smiði tækisins og tilraunir með það vera kominn upp i um 3 m. kr., eins og nú standa sakir, og hefur ísal staðið undir helzta tilrauna- Sementsverksmiðjan og Kisiliðjan hafa sýnt áhuga á hreinsitækjunum — fiski- mjölsverksmiðjur hugsanlegur markaður kostnaðinum, en iðnaðarráðu- neytið hefur látið i té ýmsa að- stöðu og fyrirgreiðslu. Verði niðurstaða tilraunarinn- ar, sem nú er gerð með hreinsi- tækið i Straumsvik, hagstæð,' munu slik tæki verða sett upp á alla kerskálana — eitt tæki á hvert loftrásarop á hverjum skála, en þau eru all-mörg. Mun kostnaðurinn við það verk vera 300 til 400 m.kr. ÞEGAR BUIÐ AÐ DEILA NIÐUR 200 VESTMANNAEYJAHÚSUM Áformað er að flytja inn 200 hús fyrir Vestmannaeyinga, sagði Stefán Gunnarsson hjá Viðlagasjóði, er við áttum tal við hann i gær. Staðsetning hús- anna er ráðgerðsem hér segir: Á Eyrarbakka 10 hús, á Stokkseyri 10 hús, á Selfossi 35 hús, i Mosfellssveit 10 hús, i Hafnarfirði 35 hús, i Keflavík 50 hús, i Þorlákshöfn 50 hús. Ekki hefur verið gengið frá skipulagsatriðum i öllum þess- um byggðarlögum varðandi staðsetningu húsanna, en gera má ráð fyrir, að þau komi hing- að til lands fyrst i maimánuði næstk., og að þá verði hafizt handa um að reisa þau. Við töluðum við Kristin Ó. Guðmundsson, bæjarstjóra i Hafnarfirði I gær. Kvað hann Hafnarfjarðarbæ hafa borizt boð um þessi hús, og væri já- kvæð afstaða til þess að leysa vanda Vestmannaeyinga i þessu tillíli, en hins vegar væri þegar sýnt, að sökum lóöaskorts yrði ekki hægt að sinna þessu máli strax. Hafði Hafnarfjörður þvi ekki aðstöðu til að setja niður neitt af fyrstu húsunum, sem til landsins kæmu. Vitað er, að hin ýmsu bæjar- og sveitarfélög, eru misjafnlega viðbúin að taka við „Vest- mannaeyjahúsunum”, en eins og Alþ.bl. skýrði frá i gær biður Þorlákshöfn með samþykkt skipulag fyrir 120 hús. Laugardagur 31. marz 1973. ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.