Alþýðublaðið - 31.03.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.03.1973, Blaðsíða 7
Iþróttir 1 Unglingaliðin á NM: VINNINGUR OG TAP Það var sigur og tap i fyrstu leikjum unglingaliðanna okkar ytra i gærkvöldi. Piltarnir töpuðu fyrir Dönum 25:18 í Svfþjóð, er og eru þvi liklega úr leik. Stúlkurnar stóðu sig hins vegar betur i Nyköbing í Danmörku, þær unnu núverandi Noröurlandameist- ara, norsku stúlkurnar 13:12, og eiga þvi mikla möguleika á sigri, þvi Sviþjóð og Danmörk skildu jöfn 10:10. Þetta er unglingaliö pilta, efri röð frá vinstri: Hörður Harðar- son, Val, Gisli Torfason, ÍBK, Gunnar Einarsson, FH, Viggó Sigurðsson, Vikingi, Þorbjörn Guðmundsson, Val, Hannes Leifs- son, Fram, Hörður Hafsteinssop, 1R og Páll Björgvinsson, þjálf- ari. Fremri röð frá vinstri: Jóhann Ingi Gunnarsson, Val, fyrirliði, Gisli Arnar Gunnarsson, Val, Einar Guðlaugsson, Armanni, As- mundur Vilhjálmsson, ÍBK, Einar Asmundsson, KR, Stefán Hall- dórsson, Vikingi og Janus Guðlaugsson FH. Þvi miður tókst ekki að ná i mynd af stúlknaliðinu. — SS. BOBBY MOORE Nú fer að liða að þvi að iþróttafréttamenn i Bretlandi kjósi kanttspyrnumann ársins, en það þykir að sjálfsögðu mik- ill heiður. Skoðanir eru óvenju skiptar um það hver verði val- inn, en Bobby Moore er talinn liklegastur. Þá hafa þeir verið nefndir Pat Jennings, Derek Dougan, Alan Clarke, Alan,Ball, Emelyn Hughes og fleiri. Hér kemur listi yfir þá sem hlotið hafa kosningu frá upphafi: 1947- 4® Stanlev Matth*w» (Biackpool) 1948- 49 Johnny Carcy (Man. Unitcd) 1949- 50 Joe Mcrccr (Arsenai) 1950- 51 Harry Johntton (Biackpool) 1951- 52 Billy Wricht (Wolvcs) 1952- 53 Nat Lofthoute (Bolton) 1953- 54 Tom Finney (Prctton) 1954- 55 Don Bevic (Man. City) 1955- 56 Bcrt Trautmann (Man. City) 1956- 57 Tom Finncv (Pretton) 1957- 58 Danny Blanchflowcr (Spurt) 1958- 59 Syd Owen (Luton) 1959- 60 Bill Slatcr (Wolvct) 1960- 61 Danny Blanchflower (Spurt) 1961- 62 Jimmy Adamton (Burnley) 1962- 63 Stanlcy Matthcwt (Stokc) 1963- 64 Bobby Moore(West Ham) 1964- 65 Bobby Collins (Lccdt) 1965- 66 Bobby Charlton (Man. United) 1966- 67 Jack Charlton (Lecdt) 1967- 68 Gcoric Best (Man. United) 1968- 69 Tony Book (Man. City) Dave Mackay (Dcrby) 1969- 70 Billy Brcmncr (Lccdt) 1970- 71 Frank McLintock (Arscnal) 1971- 72 Gordon Bankt (Stokc) BIRMINGHAM — COVENTRY Sjónvarpsleikurinn á morgun verðui leikur Birmingham og Coventry frá siðustu helgi, nokk- uð fjörugur leikur. Þá flýtur einn- ig með syrpa frá leik Leeds og Wolves, en sá leikur þótti frekar slakur. Inn á milli verður Billy Wright með viðtalið sitt. ER SIGURÐUR OSIGRANDI? Landsflokkagliman 1973 verður háð i Fim- leikasal Vogaskóla á morgun, sunnudaginn 1. april kl. 19,00. Keppt verður i þremur þyngdar- flokkum og þremur unglingaflokkum. Áður var keppt i Sjónvarpssal, en þvi verður ekki komið við núna. Skráðir þátttakendur eru 42 frá 8 félögum og samböndum. Meðal þátttakenda i 1. flokki verða Sigurður Jónsson Vik- verja, Ingi Þ. Yngvason H.S.K. Jón Unndórsson K.R. og Pétur Ingvarsson Vikverja. 1 2. flokki Gunnar Ingvarsson Vikverja, Omar Úlfarsson K.R., Kristján Yngvason H.S.b. 1 3. flokki Rögnvaldur Ólafs- son K.R., Guðmundur Freyr Halldórsson Armatini og Þor- valdur Aðalsteinsson ú.l.A. t yngri flokkum glima margir ungir og efnilegir glimukappar. Sigurður Jónsson hefur verið ósigrandi i vetur. Tekst honum að fylgja sigrum sinum eftir og vinna flokkaglimuna'’ ALLISON TIL CP! Malcolm Allison var i gær- kvöldi ráöinn framkvæmdastjiri Crystal Palace. Arslaun hans verða þrjá milljónir. Allison hefur verið hjá Manchester City siðan I3G5, en hætti þar í vikunni vegna missættis. Palace er i mikilli fallhættu. Allison er þekktur fyrir ofsa sinn og málæði. KARFAN ER KOMIN A LOKASTIQ Senn liður að þvi að 1. deildar- helgi á þann heföbundna hátt að ur, og er þetta úrslitalcikurinn keppninni i körfuknattleik Ijúki. Liðin eiga efti þetta 1—3 leiki, og um hclgina fara fram þrir leikir i 1. deild. Mótinu lýkur um næstu ÍR og KR leiða saman hcsta sina. 1 dag klukkan 1G fer fram á Akureyri afar mikilvægur lcikur i I. deild. Þá eigast við Þór og Val- um fallið. Tapi Þór, cr liðið falliö, að öðrum kosti eru liðin jöfn. A morgun leika á Seltjarnar- nesi ÉR og ÍS, KR og Armann. I HREINSKILNI SAGT AUGLÝSINGARNAR... Auglýsingar á keppnisbúningum leikmanna hafa rutt sér æ meir til rúms. Handknattleiksmenn riðu á vaðiö i þessu máli, og lengi vel hafa auglýsingarnar veriö bundnar við handknattleikinn. Nú er þetta að breytast, knattspyrna, körfuknattleikur og jafnvel enn aðrar iþróttagreinar eru farnar að taka slikar auglýsingar upp. Þessi þróun hlýtur þó að vera hcldur hægfara, þvi markaðurinn er fjarska þröngur i okkar litla þjóðfélagi, og fá fyrirtæki sem hafa bolmagn til að taka slikar auglýsingar. 1 fyrstu voru margir hræddir við að ganga inn á þessa braut, litu á búning sinn sem helgan grip sem ekki mætti fórna fyrir fáeinar krónur. Þetta hefur breytzt, einkum vegna þess að i dag þarf svo mikið fjármagn til reksturs iþróttafélaga, að slikri tekjulind má eigihafna, og svo það að menn hafa tekið eftir þvi að smekklegar auglýsingar geta gert keppnibúning mun fallegri en ella. Fyrirtæki sjá sér hag i að auglýsa á þennan hátt, á þvi er enginn vafi. Myndir frá kapp- leikjum eru algengar i blöðum, og nú upp á siðkastið eru þær orðnar algengar i sjónvarpi, eftir að banninu margfræga var lyft. Um leiö er þetta styrkur fyrir- tækjanna til iþróttafélaganna, styrkur sem kemur sér vel i dag, þegar iþróttafélög eru orðin nánast sem fyrirtæki, umsvifin eru það mikil. Mörg stórfyrirtæki hafa notfært sér þennan auglýsingamöguleika, en þó verður hér sérstaklega að geta þáttar Loftleiða. Það fyrir- tæki hefur auglýst i vetur á búningum hvorki fleiri né færri en f jögurra liða, svo hér er á ferðinni ekki svo litill búhnykkur fyrir iþróttahreyfinguna. Loftleiðir njóta einnig góðs af þessu á þann hátt, að félögin fá greitt I farseðlum, sem félögin siöan nota oftast á þann hátt að taka heim erlend lið, Þessi lið eru tekin heim á þeim tima sem daufastur er hjá Loftleiðum, og flokkarnir eru einnig látnir gista á hóteli félagsins á þeim tima sem nýting þess er léleg. A þennan hátt heldur félagið óbéint uppi starfsemi sem hafði að mestu leyti lagzt niður, og það til ills, nefnilega heimsóknir erlendra félagsliða. Þær voru orðnar mjög fátiðar, en aug- lýsingarnar opnuðu þá leið að nýju, og er það vel. Heimsóknir erlendra félagsliða hafa meiri þýðingu en marga grunar. Fyrir þennan þátt sinn og annan, eiga Loftleiðir og önnur fyrirtæki þakkir skildar. Auglýsingar á keppnis- búningunum hafa sannað kosti sina áþreifanlega. Það voru bjartsýnismenn sem komu þessari hugmynd á framfæri á sinum tima, og þeim tókst að koma henni i gegn, og er það vel. bað sanna dæmin. Sigtryggur Sigtryggsson. LYFTISTÖNG FÉLAGSLEGU STARFI Laugardagur 31. marz 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.