Alþýðublaðið - 31.03.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.03.1973, Blaðsíða 9
IÞROTTIR 3 BADMINTON í DAG: 60-70 ÞÁTTTAKENDUR Rejkjavikurmeistaramótiö i badminton fer frani um helgina. Þaö hefst i Laugardalshöllinni klukkan 16 i dag, og veröa þá leiknir undanúrslitaleikir. en úrslitakeppni mótsins fer fram i Laugardals- höllinni annaö kvöld*. sunnudag, kiukkan 20. Þátttakendur verða milli 60—70. Alls verður keppt i 10 greinum. Einliöaleik og tviliðaleik i meistara- flokki karla og kvenna, tvenndarleik i meistara- og A-flokki, einliða- og tviliðaleik karla og tviliðaleik kvenna i A-flokki svo og tviliðaleik i öldungaflokki. Allir helztu badmintonmenn landsins búa á Reykjavikursvæðinu, svo ljóst er að þarna verður um afar harða keppni að ræða. Haraldur Korneliusson verður að visu að teljast sigurstranglegastur allra keppenda, en það hefur sýnt sig i vetur, að hann getur tapað óvænt. Það gæti t.d. orðið um hörkukeppni að ræða milli hans og Sigurðar Haraldssonar i einliðaleiknum, og eins milli Haraldar og Steinars Petersen annars vegar og Sigurðar og Garðars Alfonssonar hins vegar i tviliðaleiknum. SU ENSKA KEPPIR Frjálsiþróttadeild ÍR gengst fyrir innanhússmóti i nokkrum völd- um greinum frjálsiþrótta i Laugardalshöllinni i dag (31 marz), klukkan 13,30. Mót þetta er haldið i tilefni dvalar brezku stúlkunnar Lynn Ward frá Solihull hérlendis, en hún mun keppa i 1500 m hlaupi kvenna sem sérstakur gestur. Auk hennar munu m.a. keppa i hlaupinu Islands- methafinn Lilja Guðmundsdóttir, 1R, og Ragnhildur Pálsdóttir, IJMSK. Ætla má að hér verði um skemmtilegt hlaup að ræða. NÚNA VILL BEST George Best er eins og vingull 1 klukku, hann segir eitt i dag, en annaö á morgun. Þaö nýjasta er, aö hann vill nú ólmur leika meö landsliöi Norður-trlands, en alls ekki meö liöi Manchester United. Ek|ii er langt siðan Best sagðist vera alveg hættur knattspyrnu. Engin skýring hefur fengizt á hinum skyndilega áhuga Best að leika með norður-irska landsliðinu Forráðamenn landsliðsins vilja ólmir fá Best i liðið, þvi hann hefur enn aðdráttarafl fyrir áhorfendur. Fáist leyfi Manchester United, mun Best leik i Bretalnds- keppni landsliða i vor. Nýjustu fréttir frá Englandi herma, að Tommy Docherty framkvæmda- stjóri Manchester United hafi beðið Best að koma til félagsins. „Enginn yrði eins glaður og ég, ef þú kæmir til okkar aftur”, hefur Docherty sagt. Það óvænta var aö gerast febrúarnott eina i Kingstown i Jamaica. Joe Frazier er sigraöur, og nýr maöur hefur tekiö viö kórónunni, George Foreman. „Þetta var daprasta stund llfs mins,” sagöi Frazier er hann sá þessa frábæru ljósmynd. Enda enginn furða, þar sem hann, heimsmeistarinn sjálfur, tapaöi strax i annarri lotu. BYRJA! FRAZEB Ftli IGOHLU GRYHUHfl - VANMAT ANDSIÆUNG SINN ALVEG Þegar Joe Frazier undirritaöi samning viö George Foreman um kappleik í hnefaleikum fyrr á þessu ári, hvarflaöi ekki annaö aö honum cn þetta yröi léttur Ieikur, einskonar æfing fyrir keppnina viö Cassius Clay, eða Muhamed Ali eins og hann vill sjálfur kalla sig. En George Foreman var miklu betri hnefaleikari en Frazier haföi nokkru sinni getað imyndaö sér, og blóöugur og hálfruglaöur mátti Frazier staulast f horn sitt um miðja 2. lotu. Að baki honum dansaöi Foreman striösdans, hann var nýi heimsmeistarinn i þu ngavigt hnefaleikanna. Frazier haföi falliö á þvi gamla bragöi sem svo margir fþróttamenn hafa falliö á I gegnum árin, nefnilega að vanmeta andstæðing sinn. Og þetta vanmat kostaöi hann kórónuna. Með hægri hönd sem Ingimar Johanson, snerpu sem Cassius Clay, baráttuþrek sem Joe > Frazier, ró, fhygli og aðeins þá hugsun i höfðinu að bíða eftir færi fyrir sina ógnvekjandi sterku hægri hönd, þannig var myndin af George Foreman þessa febrúarnótt i Jamacia. Þannig er myndin af hinum ný- bakaða heimsmeistara, 24 ára gömlum svertingja frá Banda- rikjunum. Kappleikurinn við Frazier var 39. kappleikur Foreman sem atvinnuhnefaleikara. Hann hafði hlotið sigur i öllum leikjunum, og aðeins þrjá þeirra hafði hann unnið á stigum, hina 36 hafði hann unnið á rothöggi. A þessum langa lista var fátt um fræg nöfn, en þó var ljóst á- þessum einstæða ferli, að George Foreman var hnefa- leikari sem stefndi á toppinn. Heimsmeistarinn Frazier var ekki i fullri æfingu er hann gekk til leiksins gegn Foreman. Hann var nýlega búinn að ljúka hljómleikaferðalagi um Evrópu. en hann hefur einnig fengizt við söng auk hnefaleik- anna. Hugurinn var bundinn við fyrirhugaðan leik við Cassius Clay, sem átti að gefa honum þrjár milljónir dollara i aðra hönd eða sem svarar 290 milljónum islenzkra króna. Hann leit á leikinn við Foreman sem ágæta æfingu, sem þó gæfi drjúgan pening i aðra hönd. t sannleika sagt leit hann á Fore- man sem ungan viðvaning, sem hreinlega gæti ekki unnið hann. Og þvi sló Frazier til, jafnvel vitandi um að hann var ekki i góðri æfingu. George Foreman er fæddur i Huston i Texas. Hann er af fátæku foreldri kominn. Hann naut litillar skólagöngu, enda var þá ekki algengt að blökku- fólk i fátækrahverfunum hefði tækifæri til sliks. Aftur á móti varð fljótlega ljóst er sveinninn óx úr grasi, að hann var allra sveina sterkastur i fátækra hverfinu, og eldri sveinar höfðu ekkert i hann að segja. Það kom fyrir i nokkur skipti að Foreman varð að sitja inni smátima, ekki vegna afbrota, heldur vegna þess að hann var heldur harð- hentur i slagsmálum. Foreman lærði kúnstir hnefa- leikanna þegar hann dvaldi við störf i Kaliforniu, og hann var ekki enn orðinn 20 ára gamall er hann var valinn i lið Bandarikj- anna á Olympiuleikunum i Mexico 1968. Gulliö var hans, og hann vakti almenna reiði blökkumanna i Bandarikjunum er hann neitaði að taka þátt i mótmælum Svörtu hlébarð- anna. 1 stað þess að steyta svartklæddum hnefa i banda- riska fánann við verölaunaaf- hendinguna, veifaði hann litlum bandariskum fána. Foreman vill ekki ræða stjórnmál. „Ég er ekki eins vitlaus og fólk heldur. Ég hef minar skoðanir, en ég vil bara ekki ræða þær opinberlega. Mitt eina markmið þessa stundina er að verja heimsmeistaratitil minn”. Eftir að hafa unnið gullið i Mexico varð hann að sjálfsögðu atvinnumaður. En ekki gekk honum of vel i byrjun, þótt hann hafi nú sigrazt á öllum erfiðleik- um. Foreman þykir mjög geð- þekkur maður, og hann er þekktur fyrir það að fylgja fyrirmælum þjálfara sins út i yztu æsar, og reglusemi hans og áhugi við æfingar er einstæður. Hann hefur ekki undirritað neinn samning ennþá, en liklega verður á næstunni undirritaður samningur milli hans og Cassiusar Clay sem næsta áskoranda. Annars er listinn yfir áskorendur þessi i réttri röð: 1. Cassius Clay, 2. Joe Frazier, 3. Jimmey Ellis, 4. Jerry Quarry, 5. Ron Lyle. Allt eru þetta Bandarikjamenn. Hver sem verður næsti mót- herji Foreman, er öruggt að hann verður ekki vanmetinn. Foreman lætur slikt ekki henda sig. Hann mun undirbúa sig af natni fyrir hvern leik, eins og verðugum heimsmeistara sæmir, og hver veit nema hann eigi eftir að halda titlinum i ára- tugi? Það kæmi sérfræðingun- um ekki á óvart. — SS. Laugardagur 31. marz 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.