Alþýðublaðið - 31.03.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 31.03.1973, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt Læknirinn sagði: — Það er lik- lega beztað ég byrji á byrjuninni. Það er nú orðið alllangt um liðið. Hann dró djúpt andann. — Sökin er min að miklu leyti. — Ættuð þér ekki að huga vel að þvi sem þér ætlið að segja? spurði Lucie bliðlega. — Ég hef ihugað það lengi. Þetta hefur gert það aðkallandi Ég ætla að segja sannleikann. Ég ætla að segja þaö sem ég hefði átt að vera búinn að segja fyrir löngu. Það byrjaði þegar lafði Cardew dó. — Ég held þér ættuð ekki að segja þetta, læknir, sagði Lucie mjög hæglátlega. — Ég held að þér kynnuð að sjá eftir þvi. — Ég sé aðeins eftir að hafa ekki gert játningu mina fyrr. Hann leit ekki á Lucie. — Lafði Cardew var ekki raunverulega sjúk. Hún hafði orðið fyrir von- brigðum i lifinu og undi þeim illa. Hún sættist við tilveruna með þvi að gera sér upp veikindi. Það er ekki óvenjulegt hjá sumu fólki. Ég gaf henni gervilyf öðru hverju. Hún tók þau inn og trúði þvi að sér yrði gott af þeim. I raun inni voru bau ekki annað en litað vatn. Svo lézt hún. Þá hefði ég átt að segja sannleikann. Hún dó af of stórum skammti svefnlyfs. Þetta lyf hafði horfið úr lyfjaskáp minum og ég hélt að ég hefði gefið henni það i misgripum fyrir gervilyfið. Ég hefði átl að játa þetta, en i stað þess skrifaði ég á dánarvottorðið að hún hefði látizt af hjartaáfalli. Hún hafði alltaf haldið sig vera hjartveika. 1 r'aun og veru hafði hún sterkt hjarta. Það sem ég gerði er óafsakanlegt. Ég var framgjarn. t þá daga dreymdi mig um sérnám. Að viðurkenna, að ég hefði gefið hættulegt deyfilyf i misgripum fyrir gervilyf, hefði eyðilagt framtið mina. Ég hefði ef til vill ekki fengið að halda áfram að stunda lækningar. — Þér eruð flón, sagði Lucie dapurlega. — Það er rétt hjá yður. Hann horfði á hana raunamæddur. — Ég ráðlegg yður að hætta þessu heimskurausi, sem getur aðeins komið yður i bölvun, hélt hún áfram. — Það mun þó að minnsta kosti færa mér hugarró. Þvi ég gaf henni ekki rangt lyf. Það gerði annar . . . einhver, sem kom heim til min að mér fjarverandi, færði ráðskonu minni áfengi og drakk það með henni þar til hún hafði misst ráð og rænu, en fór siðan i lyfjaskáp minn og tók lyfin. — Ég held að læknirinn sé sjálfur ekki með réttu ráði, sagði Lucie. — Ég var það ekki, svaraði hai..:, — en nú hef ég fengið vitið á ný. • — Sjáið þér ekki að hann er frávita? spurði hún Stirling. — Ekki virðist mér það, sagði Stirling. — Ég neita að hlusta á meira, sagði Lucoe. — Ef þér ætlið þá að halda áfram, Hunter læknir. — Ég held áfram og segi frá öllu saman, allt til enda, allt til þessa dags, er ég uppgötvaði að kettirnir tveir drápust af sama eitrinu og varð lafði Cardew að bana. Lucie stóð á fætur. — Þér eruð vissulega frávita, saði hún. — Ég veit hvernig lyfið var fengið, sagði læknirinn. — Á ná kvæmlega sama hátt. Frú Devlin hefur viðurkennt að þér hafið komið með viski i þetta skipti. Smágjöf handa henni? Eigum við að fá okkur tár? Og hún sat og drakk þar til hún sofnaði, en þá tókuð þér lyklana og fóruð i lyfja- skápinn,_ alveg eins og i fyrra skiptið. Hún sagði mér að hún myndi eftir að þetta heföi komið fyrir áður. — Ég sit ekki hér og hlusta á þvilikt bull, sagði Lucie. — Ég næ i annan lækni. Ég bið hann að ná i spennutreyju og koma hingað strax. Hún stóð viö dyrnar og horfði á okkur, Minta starði á hana van- trúaraugum. Andlitssvipur læknisins var óræöur. Ég imyndaði mér aö ég sæi þar eitthvað sem liktist ástúð. — Lucie, sagði hann, — þér þurfið umsjár við. Hún var farin. Við heyrðum hana hlaupa niður stigana og skella á eftir sér útihurðinni. Læknirinn hélt áfram: — Þetta er heldur óskemmtileg saga, en ég verð að segja hana. Hún bind- ur enda á allt fyrir okkur bæði . . . en það verður að minnsta kosti komið i veg fyrir annað morð. Hann horfði á Mintu. — Guði sé lof fyrir að það tókst ekki i þetta sinn. Sjáið þér til, ég var mjög hrifinn af Lucie og bað hana að giftast mér. Hefði hún gert það.. held ég að ailt hefði farið vel. En það komst aðeins eitt að hjá j Áskriftarsíminn er í 86666 Ingólfs-Café BINGO 6 sunnudaa kl. 3 Aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit l»orvaldar Björnssonar. Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aögöngumiðasalan frá kl. 5 — Simi 12826 Bifreiðaeigendur Ryð er ykkar versti óvinur. — Verið á verði og gleymið ekki endurryðvörn. — Pantið i tima. Bilaryðvörn h.f. — Simar 81390 & 81397 I AIIGLYSIÐI I ALÞYDUBLADINU 'i; vetur. sumarVOR og haust Á öllum árstímum býður Flugfélagið yður Nú er tími vorfargjaldanna. Venjuleg far- tíðustu, fljótustu og þaégilegustu ferðirnar gjöld lækka um þriðjung til helztu stór- og hagstæðustu kjörin með þotuflugi til borga Evrópu. Evrópulanda. Það borgar sig að fljúga með Flugféiaginu. Hvergi ó.dýrari fargjöld. O Laugardagur 31. marz 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.