Alþýðublaðið - 08.04.1973, Síða 1
BJARNI SIGTRYGGSSON: UM HELGINA
MATSTOFA SEM ATTI BRYNT
ERINDI VIÐ STREITUÞJÓÐFÉLAGIÐ
Það sakna margir matstof-
unnar þrifalegu, sem rekin var
af Náttúrulækningafélagi ís-
lands i húsi þvi er Hótel Skjald-
breið var lengi starfrækt i.
Ekki er mér kunnugt hvort
rekstrarörðugleikar hafa átt
einhvern hlut að máli, en sú
skýring var gefin, að þarna
stæði til að setja upp sérstakt
mötuneyti fyrir alþingismenn.
Nú er það bæði svo, að þing-
mennirnir blessaðir eru ekki
nema 60 að tölu, ásamt starfsliði
þingsins er þetta vist um 70
manns, og eins hefur fjármála-
ráðuneytið hugað að hagræð-
ingu á sviði matargjafa til opin-
berra starfsmanna.
Hins vegar var matstofan,
sem þarna var rekin orðin all-
vinsæl og vel sótt — og heilsu-
fræðilegt gildi hennar mun
hærra en svo að réttlætanlegt
væri að leggja hana niður.
Skynsamlegt væri eflaust að
finna henni nýjan stað, ekki
fjarri miðborginni, þurfi Alþingi
nauösynlega að nota húsnæðið.
Matstofur af þvi tagi, sem
Náttúrulækningafélagið rak i
Kirkjustræti öðlast æ meiri vin-
sældir i nágrannalöndunum.
Danir kalla þetta „Helsemad”
og Bandarikjamenn „Natural
food”. Þær kenningar um
mataræði, sem Jónas heitinn
Kristjánsson boðaöi einna fyrst-
ur hér á landi, eiga brýnt erindi
við streituþjóöfélagið — og það
er mikill missir af þeirri einu
matstofu Náttúrulækningafé-
lagsins, sem rekin var i borg-
inni.
•.v.v.v.v
ssíís:
í:¥::íí:¥:
1®
.. y.y'.y.-.y.y'.-.y
siii
::::::::::::::::
llii
il?
■
ííííííí mm
íxWíí: ivXví;-:-:-:
Sunnudagur 8. apríl 1973. 83. tbl. 54. ár<).