Alþýðublaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 3
HNIJTUKAST A AÐALFIIND1 VERZLUNAR- BANKANS Innistæður i Verzlunarbanka Islands jukust á siðasta ári um 2 1/2%, eða minna en sem nam vöxtum af innistæðufé. Þótti þetta á aðalfundinum á laugar- daginn óvænieg þróun, ekki sízt með hliðsjón af öðrum banka- stofnunum, enda þótt saman- burður i þessu efni segi ekki alla sögu. Aukning innistæðuf jár i ýmsum öðrum bönkum og spari- sjóðum, nam á sama tima allt að 28%. Það mun biða framhaldsaðal- fundar Verzlunarbanka lslands hf., að stiga það skref að fjölga bankaráðsmönnum úr þremur i fimm, en á fundinum á laugar- daginn kom það berlega i ljós, hver ágreiningur ríkir meðal félagsmanna. Flugu hnútur um borð á fundinum og var óvægilega saumað að formanni banka- ráðsins, Þorvaldi Guðmundssyni, forstjóra, og Höskuldi ólafssyni, bankastjóra. Góð þátttaka og hörkukeppni í miðnæturhlaupi mjólkurbúðar- þjofsins og lögreglunnar Engu var likara en þjófurinn hefði nælt i mikil verðmæti, þvi þegar maður einn, sem séð hafði til þjófsins brjótast inni mjólkur- búð um helgina, ætlaði að ná honum, tók þjófurinn undir sig mikið stökk og hljóp eins og hann ætti lifið að leysa i burtu. Maðurinn gafst þó ekki upp, og hljóp á eftir og barst leikurinn viða. Lögregluþjónar á eftirlits- ferð, sáu til hlaupa mannanna og spurðu þann síðari hverju þessi hlaup sætti um miðja nótt. Ekki stóð á svarinu, og tóku lögregluþjónarnir þá þegar þátt i eltingaleiknum, sem enn barst viða. Þegar leitarflokkurinn kom fyrir horn einnar götu, sem þjóf- urinn hafði hlaupið inn i, og sá hann hvergi, var hafin leit i öllum húsagöröum, og fannst þjófurinn loks kyrfilega falinn i drasli inni i skúrræfli á baklóð. Þegar var hafin leit á þjófnum og fannst þýfið brátt, sem reyndist vera tvö súkkulaðistykki og fjórir pakkar af grænu tyggi- gúmmii. — Fischer fær krýning- arpening númer eitt Eyja-plakat til sölu um víða veröld Þetta plakat, sem prentað heíur verið i full- um litum eftir mynd, sem Mats Wibe Lund tók á fyrsta degi gossins i Eyj- um er fáanlegt i islenzk- um Markaði á Keflavik- urflugvelli og kostar þar kr. 190, en af því fé renna 70 krónur í Vestmanna- eyjasöfnunina. Plakatið er prentað i Svíþjóð og dreift víða um heim af sænsku fyrirtæki. Aflinn alls staðar minni en í fyrra - en VONAST EFTIR PASKA- HROTU Vetrarvertiðin stendur nú sem hæst.en samkvæmt fregnum frá hinum ýmsu verstöövum er aflinn alls staðar minni en i fyrra. I sumum tilfellum er það vegna færri róðra, en vegna aukinnar þátttöku báta i íoðnuveiðum, byrjuðu þeir nú seinna á vertið en i fyrra. Þrátt fyrir þetta eru menn heldur bjartsýnir, og vonast eftir hrotu með páskastraumnum i lok þessa mánaðar. Um siðustu mánaðamót var Bergþór GK aflahæstur Reykja- nesbáta með 644,4 lestir i 58 róðr- um. Bergþór er gerður út frá Sandgerði. Afíi Sandgerðisbáta var um siðustu mánaðamót 6026,7 lestir i 1129 róðrum, en var i fyrra 6283, 0 lestir i 1261 róðri. Afli Grindavikurbáta var 10744,0 lestir i 1605 róðrum, á móti 12878,0 lestum i 2002 róðrum i fyrra. Alfahæstur Grindavikur- báta var Oddgeir ÞH með 526,9 lestir i 41 róðri. Neytenda- samtökin Blaðið hefur verið beðið að geta þess, að vegna greinar i sunnu- dagsblaðinu 1. april s.l. að seta i stjórn Neytendasamtakanna sé ólaunuð. Ennfremur að greiðsla til ein- stakra stjórnarmanna fyrir störf og viðvik unnin fyrir samtökin séu sizt of vel borguð miðað við þá fyrirhöfn, sem það kostar við- komandi. rUTLENDINGAHERDEILD-! PÓSTÞJÓNUSTUNNAR Fyrir einhverja tilviljun er nú komið í Ijós, að bréf- berarí höfuðborginni iðka daglega göngur, sem samsvara daglangri þjálfun í frönsku Útlend- ingaherdeildinni. Hér er t.d. vitað um konu, sem um árabil hefur borið út póst allt frá Háskólanum og suður að Shell-stöðinni við Skerjafjörð. Eftir skipulagningu póstburðar i Reykjavik, virðist það einungis timaspursmál, hvenær póstfreyja þessi fær íyrirmæli um að synda með póst yfir að Bessastöðum. Það verður litlu meiri þrekraun en að berjast fyrir endann á flug- brautunum i mótvindi með póst- pokann. Að sjálfsögðu hrekkur umsaminn vinnutimi þessarar póstfreyju ekki nærri alltaf til þess, að hún geti lokið þessu starfi sinu daglega, en vinnutiminn er 3 og hálf klukku- stund, þar með talinn sá timi, sem fer i að komast til að lesa sundur póstinn, áður en þrammið hefst. Luxemborgarpostur og ábyrgöarbréf Til skamms tima var flug- póstur til Luxemborgar sendur i gegnum Kaupm annahöfn , þ.e.a.s. sá póstur, sem ekki var talinn eiga heima i „fyrirtækja- pósti”, eins og t.d. Loftleiða. Nú er vandlega pokaður og sendur daglega i bifreið út á flugvöll þessi póstur, sem mun nema um 200grömmum að meðaltali dag- lega. Allir kannast við tilkynn- ingarnar um ábyrgðarbréf. Enda þótt sérstakt burðargjald sé greitt fyrir slikan póst, er hann alls ekki borinn út, héldur eru viðtakendum sendar til- kynningar um, að hann liggi i tilteknu pósthúsi, þar sem þeir geti vitjað hans. Þurfa menn að gera sér sérstaka ferð á póst húsið, og algengt að menn standi i biðröð til að fá hann af- hentan. Sagt er, að Vilmundur landlæknir hafi gert póstmeist- ara reikning fyrir þess konar stapp, og talið að burðargjald hafi verið greitt fyrir, að slikur póstur yrði sendur til viðtak- anda. Vel má vera, að eitthvað megi deila um núverandi til- högun, en augljóst er, að til litils fjár er metinn timi manna ef þeir eiga að þakka fyrir svona „þjónustu”. Hver vili hengja...? Þegar Alþ.bl. skýrði frá hinni margumtöluðu skýrslu um Tryggingastofnun rikisins, var þess getið að blaðamaður þess hefði komið i tvær stórar stofn- anir, þar sem skýrslan var til umræðu. Þar slógu menn sér á lær og sögðu: „Þeir ættu bara að koma hingað”. Hver ætlar að hengja bjölluna á póstmála- köttinn? Eftir Braga Sigurðsson, blaðamann Bobby Fischer verður eigandi að setti númer eitt af krýningar- peningi Skáksambands Islands, en sett númer tvö hefur verið fært Þjóðminjasafninu að gjöf. Við sama tækifæri afhenti stjórn Skáksambands tslands Þjóð- minjasafninu til varðveizlu öll mót tilheyrandi sláttu þeirra þriggja minjapeninga, sem S.l. gaf út i tilefni heimsmeistaraein- vigisins i skák. „Hagsmunir heildarinnar í geöheilbrigðismálum gróflega sniðgengnir” Fundur stjórnar Læknafélags tslands og fulltrúa ýmissa lækna- félaga úti á landsbyggðinni hefur krafizt þess, að geðdeildarmál Landspitalans verði tafarlaust tekin til endurskoðunar. Segir i ályktun frá læknunum, að vegna framfara i læknavisind- um, byggist læknisþjónustan nú á þvi fjármagni sem til hennar fæst. Við verðum 6% af þjóðar- tekjum okkar til þessara mála og hrökkva þau ekki til. Meðan svo er ástatt, sé háska- legt að leggja óhæflega fjármuni i einstaka þætti heilbrigðisþjón- ustunnar, en vanrækja aðra þætti hennar. Stjórnvöld verði að taka upp áætlanagerð i heilbrigðis- málum, og velja sér ætið ráðgjafa sem hafi sem minnstar persónu legra hagsmuna að gæta, þannig að hagsmunir heildarinnar verði tryggðir. F'undurinn ályktar, að framan- greind atriði hafi verið gróflega sniðgengin við skipulagningu fyrirhugaðrar geðdeildar við Landspitalann, og þvi beri að endurskoða geðdeildarmál Land- spitalans tafarlaust. Þriðjudagur 10. april 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.