Alþýðublaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 9
Iþróttir 2 Þór fór upp og niður! Þór frá Akureyri mun leika i 1. deildinni i handknattleiknum næsta vetur. En i körfuknatt- ieiknum snerist dæmiö við, þvi þar mun Þór að öllum likindum falla, svö segja má að félagið hafi bæði farið upp og niður nú um helgina. A laugardaginn léku Þór og Grótta i 2. deild á Akureyri, og var um að ræða úrslitaleik mótsins. Þór sigraði 18:14, og tryggði sér þar með sæti i 1. deild. Grótta lék annan leik I ferðinni, sigraði KA 29:26 á sunnudaginn, og hafnar þar meö i 2. sæti annaö árið i röð. Stjarnan fellur í 3. deild, og upp i 2. deild kemur Völsungur. Segja má að Þór sé fallinn i 2. deild i körfuboltanum, eftir að HSK vann ÍS á sunnudaginn 69:67. Daginn áður hafði Valur endanlega forðað sér frá falli með sigri yfir HSK. EINARI MAGNUSSYNITOKST AO NA 100 MðRKUM A SfÐUSTU STUNDU SUNDERLAND 0G LEEDS í ÚRSLITIN Sunderland og Leeds verða I bikarúrslitunum á Wembley 5. mai. Þessar fréttir eru reiðarslag fyrir áhangendur Arsenal, sem var ásamt Leeds álitið liklegast I úrslitin. En Sunderland, liðið sem I allan vetur hefur veriö að berjast við fall i 2. deild, geröi sér lítið fyrir og lagði Arsenal að velli á laugardaginn, 2:1, og á nú mögu- ieika á því að verða fyrst 2. deildarliöa aö vinna bikarinn siðan West Brom lék þann leik 1931. Mótherjar Sunderland verður hið þekkta lið Leeds, sem vann Úlfana á laugardaginn 1:0. Þetta verður erfið raun hjá Sunder- land, þvf leikmenn liösins eru allir óreyndir, en leikmenn Leeds þeir leikreyndustu á Bretlandseyjum. Fyrra mark Sunderkand gerði Vic Halom (áður Filham) á 19. minútu eftir mistök Jeff Biockley, og markaskorarinn mikli Billy Hughes skoraði með skalla á 64. minútu eftir fyrirgjöf Bobby Kerr. Charlie George skoraði fyrir Arsenal á 84. minútu. Fyrir Leeds skoraöi Billy Bremner (sjá mynd) á 68. minútu, I frekar jöfnum leik. SS. Einari Magnússyni tókst að ná þvi marki að skora 100 mörk I dcildarkeppninni I ár. En baráttan fyrir þvi var ein sú æsilegasta og jafnframt einkennilegasta sem háð hefur verið á fjölum Laugardals- hallarinnar. Einar þurfti að skora nlu mörk I leiknum gegn Armanni til þess að ná takmarkinu, og ekki leit gæfulega út þegar 10 minútur voru eftir af leiknum, þvi þá var Einar aðeins búinn að skora fjögur mörk. En þessar minútur voru heldur betur æsilegar, þvi Einar komst loksins i gang, og tveimur mínútum fyrir leikslok náði hann svo takmarkinu, er hann skoraðiaföryggi úr vitakasti. Áhangendur Vikings trylltust af fögnuði, og ruku inn á völlinn, og þegar loksins tókst að ljúka leiknum, var Einar margtolleraður. Þessi barátta Einars gerði ann- ars dauft leikkvöld áhorfendum eftirminnilegt. Og baráttan virt- ist lengi vel töpuð. Það var nefni- lega svo, að Einar reyndi ekki meira að skora en venju fremur, þrátt fyrir mikilvægi þess fyrir hann að gera sem mest af mörk- um. Hann sýndi ótrúlega linkind i sókninni, en reyndi þess meira að spila félaga sina upp með falleg- um sendingum, til dæmis á lin- una. Enda var það svo að Einar fékk ekki mikla hjálp, nema þá helzt frá Skarphéðni og Jóni Hjaltalin. Að öðru leyti varð hann að gera hlutina upp á eigin spýt- ur. Hann skoraði fjögur mörk i fyrri hálfleik, úr aðeins fimm skottilraunum. í byrjun siðari hálfleiks reyndi hann sárasjaldan skot, og þau mistókust öll. Þegar 10 minútur voru eftir virtist orustan töpuð hjá Einari, en hann gerði þó eina tilraun enn, og hún heppnaðist. Annað mark fylgdi strax á eftir, og nokkru siðar tvö i OG NU ER AÐ SJA HVAÐ GEIR GERIR röð. Þar með var spennan i há- marki, og Vikingarnir gripu til þess ráðs að leyfa Armenningum að skora, til þess að fá boltann sem fyrst i hendurnar aftur. Og tveimur minútum fyrir leikslok fékk Sigfús dæmt viti, eftir að hafa fengið sendingu inn á linu frá Einari. Spennan var i hámarki er Einar tók vitið, og honum brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, og knötturinn hafnaði i netinu. Þetta var 21. mark Vik- ings, og lokatölur urðu 21:19 Vik- ingi i vil, sem þannig kvaddi að þessu sinni með sigri. Þessi barátta setti sinn svip á leikinn, og hefði getað gert það enn meira ef Einar hefði notið meiri stuðnings frá félögum sin- um. 1 heild var leikurinn mið- lungs góður. Villurnar sem leik- mennirnir gerðu voru of margar til þess að hægt sé að kalla leikinn góðan. Þessar villur voru einkum áberandi hjá Armenningum, sem oft misstu boltann fyrir hreinan klaufaskap i sendingum. Viking- ur skoraði þrjú fyrstu mörk leiks- ins, og það sem eftir var hafði Vikingur alltaf töglin og hagldirn- ar. Má segja að sigur Vikings hafi aldrei verið i hættu. Mörk Vikings: Einar 9 (2 v), Jón Sig 6, Jón Hjaltalin, Magnús Sig, Sigfús og Sigfús 2 mörk hver. Mörk Armanns: Ragnar 6, Björn 4 (1 v), Jón Astv. 2, Hörður 2, Þorsteinn 2, Vilberg 2 (2 v) og Olfert eitt mark. Þrátt fyrir þessi niu mörk, var þetta einn af lélegri leikjum Ein- ars með Vikingi i vetur. Aðeins á lokakaflanum sýndi hann sitt rétta andlit. Hundrað mörkin hjá Einari segja ekki alla söguna, þvi hann hefur auk þess átt aragrúa linusendinga og spilað félaga sina úpp á allan hátt i vetur. Það má fullyrða, að Einar hafi verið jafn- bezti leikmaður Islandsmótsins i vetur. Jón Sigurðsson vakti athygli fyrir mörk sin, en honum hætti til að vera full eigingjarn. SS. ► ► ► ► ► Einar er kominn inn fyrir vörn Armanns og skorar úr erfiðri aö- stöðu. Mynd: Friðþjófur. Þriöjudagur T0. april 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.