Alþýðublaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf. SJÚKRAHÚSMÁL (REYKJAVÍK Um þessar mundir fjalla borgaryfirvöld um svohljóðandi tillögu um sjúkrahússmál frá Björgvin Guðmundssyni, borgarfulltrúa Al- þýðuflokksins: „Borgarstjórn Reykjavikur samþykkir að reisa nýtt sjúkrahús á lóð Borgarspitalans fyrir sjúklinga með langvinna sjúkdóma. Skal sjúkrahúsið vera bæði langlegu- og endurhæf- ingaspitali. Sérstök áherzla skal lögð á hag- kvæmni i byggingu og kannað, hvort einingahús fullnægja þeim skilyrðum, sem setja þarf, svo stytta megi byggingatima og spara kostnað. Gera skal ráð fyrir að byggja megi i áföngum og að fyrsti áfangi hafi rúm fyrir 200 sjúklinga”. Þannig hljóðaði tillaga Björgvins Guðmunds- sonar. En hver er ástæðan til þess, að hún er flutt? Frá þvi greindi Björgvin Guðmundsson i itarlegri framsöguræðu með tillögunni, en kafl- ar úr þeirri ræðu voru birtir i Alþýðublaðinu fyrir skemmstu. Samkvæmt áætlun, sem erlendir sérfræðingar hafa gert um rúmafjölda fyrir langlegu sjúkl- inga i Reykjavik má gera ráð fyrir, að árið 1975 skorti 280 sjúkrarúm fyrir slika sjúklinga og ár- ið 1980 340 sjúkrarúm. Vandamál þessara sjúkl- inga verða þvi ekki leyst nema með þvi að þeir liggi heimafyrir — sem auðvitað er engin lausn — ellegar með þvi, að þeim verði fundinn staður á almennum spitölum, sem ekki er heldur nein lausn, þvi athuganir hafa sýnt fram á að kostn- aðurinn við það að vista langlegusjúklinga á al- mennum spitölum er allt að 5.300 krónum meiri á legudag en væru þeir vistaðir á sérstökum hjúkrunarheimilum fyrir langlegusjúklinga og fyrir þennan mikla kostnaðarmismun fá lang- legu sjúklingarnir ekki betri ummönnun — nema þá siður sé. Samkvæmt áætlunum um sjúkrahúsabygg- ingar i Reykjavik er ekki gert ráð fyrir þvi, að byggður verði á næstunni sérstakur spitali eða sjúkradeild fyrir langlegu- og endurhæfingar- sjúklinga. Þvert á móti er að þvi stefnt að reisa næst svo kallaða G-álmu við Borgarspitalann i Reykjavik og á sú álma að hýsa slysadeild og göngudeild. Hér er um griðarmikið bákn að ræða — spitala, sem er litið minni en núverandi Borgarspitali og er ráðgert að kosti a.m.k. 700 milljónir að byggja. Það er þvi auðséð, að litlir eða engir peningar verða afgangs frá þeirri byggingu unz henni er lokið — en það er áætlað að verði um 1980. Þá fyrst verður hægt að hefj- ast handa um byggingu langlegudeildar. Þá munu 340 langlegusjúklinga skorta sjúkrarúm. Borgarfulltrúa Alþýðuflokksins kemur að sjálfsögðu ekki til hugar að draga úr nauðsyn þess, að aðstaða slysavarðstofu verði bætt ellegar að komið verði upp göngudeild við Borgarspitalann. En aðalatriðið er um þessar framkvæmdir sem aðrar að raða þeim rétt. Og borgarfulltrúi Alþýðuflokksins telur að réttara sé að leysa fyrst vandamál langlegusjúklinga og létta um leið óviðunandi álagi af almennum spitölum með þvi að reisa 200 rúma langlegu- og endurhæfingadeild við Borgarspitalann, en slik- ur spitali þyrfti ekki að kosta að hans áliti nema 100 til 120 m. kr. og væri samt sem áður hinn fullkomnasti til sinna nota. Þegar það væri búið mætti fara að snúa sér að byggingu hinnar risa- vöxnu G-álmu, sem kosta á a.m.k. fimmfalda upphæð á við langlegudeildina. Þannig vill Björgvin Guðmundsson láta raða framkvæmd- um. Og fjölmargir læknar i Reykjavik eru þar á sama máli. Anna Pétursdóttir Sigurrós Sæmundsdóttir — Fáein minningarorð — I dag, þriðjudag, verða til moldar bornar i Keflavik mæðg- urnar Anna Pétursdóttir og Sigurrós Sæmundsdóttir, er biðu báðar bana i bifreiðaslysi 3. þ.m. Með þeim mæðgum eru fallnar i valinn langt fyrir aldur fram einir mætustu fulltrúar islenzkra kvenna i verkalýðshreyfingunni. Anna Pétursdóttir átti að baki langan starfsferil sem forystu- kona i Verkakvennafélagi Kefla- vikur og Njarðvikur, en hún var um árabil formaður þess félags eða þar til fyrir fáum árum að dóttir hennar Sigurrós tók við for- mennsku félagsins og stýrði þvi með skörungsskap til dauðadags. Aðrir en ég munu betur geta dæmt um hver missir verkakon- um á Suðurnesjum er orðinn af fráfalli þeirra mæðgna, en hitt fullyrði ég að stórt skarð er fyrir skildi i verkalýðshreyfingunni allri við brottför þeirra. Frú Anna hafði að verulegu leyti dregið sig i hlé er kallið kom, en dóttirin gekk þvi feti framar. Hlóðust á hana trúnaðarstörf fyrir hreyfinguna enda hafði hún hvers manns traust fyrir góðar gáf- ur, dugnað og trúnað við hvern þann málstað, sem hún bar fyrir brjósti. Auk formennskunn- ar i verkakvennafélaginu átti Sigurrós sæti i stjórn Alþýðusam- bands íslands og einnig i vara- stjórn og framkvæmdastjórn Verkamannasambands íslands. Fulltrúi verkakvenna á Suður- nesjum var hún við allar samn- ingagerðirum kaup og kjör siðari árin. Þá átti hún sæti i fram- kvæmdastjórn Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. Ekki er ofmælt að öll þessi störf rækti Sigurrós af hinni mestu kostgæfni svo að vart varð á betra kosið. Af störfum sinum og mannkostum var hún þvi kvenna vinsælust og naut óskoraðs trausts félaga sinna. Hið sama hygg ég að orðið hafi eftirmæli kunnugra um fé- lagsmálastörf móður hennar. Verkalýðshreyfingin öll drúpir höfði i sorg við hið óvænta og hörmulega fráfall þeirra mæðgna önnu og Sigurrósar. Hún þakkar þeim fórnarlundina, dugnað þeirra og einbeitta baráttu fyrir málstað litilmagnans og sendir ástvinum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Björn Jónsson Þegar sú harmafregn barst að mæðgurnar Anna Pétursdóttir og Sigurrós Sæmundsdóttir hefðu farizt i bifreiðaslysi, þótti mörg- um það ótrúlegt, að þær báöar á bezta aldri færust á þennan hátt. En enginn má sköpum renna, þær mæðgurnar eru horfnar sjón- um — farsælu ævistarfi er lokið. Anna Pétursdóttir var fædd 20. 7. 1913 að Alfadal, Ingjaldssandi, önundarfirði. Hún var dóttir hjónanna Péturs Sigurðssonar, skipstjóra og Kristjönu Einars- dóttur. Hún átti 4 systkini. Ólst upp hjá Sveinfriði Sigmundsdótt- ur og Jóni Bjarnasyni, Sæbóli, önundarfirði. Arið 1932 opinberaði hún og Sæmundur Benediktsson trúlofun sina, sama ár fluttu þau að Litla-Arskógs- sandi, Eyjafirði. Þau giftu sig 13. des. 1933. Þau hjónin eignuðust 7 börn: Jón, Kristjönu, Benedikt, Sigurrós, Pétur, Fanney og Hall- björn. Þau ár er ómegðin var sem mest voru þeim hjónum erfið. Oft var þröngt i búi, en dugnaður þeirra hjóna fleytti heimilinu yfir erfiðleikana. Þrátt fyrir þungt heimili sinnti Anna ýmsum félagsstörfum i heimasveita sinni. Starfaði hún i Kvenfélaginu og Slysavarnarfélaginu á staðn- um. Arið 1958 fluttu þau hjónin til Keflavikur. Sigurrós Sæmundsdóttir var fædd 30. júli 1938 að Litla Arskógssandi, Eyjafirði. Hún ólst upp i foreldrahúsum og byrjaði strax sem unglingur að vinna ýmis þau störf, er til féllu við út- gerð föður hennar, beitningu, fiskaðgerð o.fl. Hún giftist eftir- lifandi eiginmanni Guðmundi Mariassyni 25. des. 1957. Þau fluttu til Keflavikur árið eftir. Þau eignuðust tvær dætur, önnu Margréti, sem er 15 ára og Ingi- gerði 12 ára. Þótt aldursmunur þeirra mæðgna væri verulegur, þá voru þær i mörgu mjög likar. Enda er það ekki aldurinn, sem mótar persónuna heldur atgerfið sjálft. Báðum kynntist ég við störf að Anna Pétursdóttir málefnum verkalýöshreyfingar- innar. önnu árið 1967, er hún tók við starfi varaformanns Verka- kvennafélags Keflavikur og Njarðvikur. Þá voru erfiðir timar hjá félag- inu og mæddi þvi mikið á þeim konum er tóku þann starfa að sér að stjórna félaginu. Þær reyndust vandanum vaxnar og var það ekki sizt að þakka störfum önnu, þótt margar ættu þar hlut að máli. Þá kynntist ég atorku henn- ar, ákveðni og óbilandi trú á rétt- an málstað. Þá fann ég styrkinn af þvi að starfa með kjarkmikilli manneskju. Störf hennar að mál- efnum félagsins tóku allan henn- ar fritima. Jafnframt starfaði hún utan heimilis i frystihúsinu Keflavik h.f. Hún þekkti þvi til starfa þess fólks er hún vann fyrir og naut þess oft við félagsstörfin. Mannkostir önnu komu viðar fram en i félagsstörfum. Hún átti fjölmarga vini og kunningja. Til hennar leitaði margur er mjög átti um sárt að binda, vegna erfiðleika i einkalifi, bágborins efnahags o.frv. — og ætið var hún boðin og búin að rétta hjálpar- hönd, hvar sem hún sá að þörf var á. Það var oft skemmtilegt að heyra hana lýsa hinum ýmsu at- burðum. Hún lét hinar broslegu hliðar fylgja, — gerði óspart að gamni sinu. Ekki er ósennilegt að sá hæfileiki hennar að sjá björtu hliðar tilverunnar hafi gert henni margar erfiöar stundir bæri- legri. Hún var þakklát tilverunni fyrir þá hamingju, er hún bjó við. Hamingjurikt hjónaband, barna- lán einstakt og góða heilsu. Fyrr á árum átti hún við heilsuleysi að striða, en eftir þvi sem árin liöu varð heilsan betri. Oft ræddi hún um þær breytingar, er höfðu orðið á lifi hennar. Breyting frá fátækt, basli og erfiðleikum til bjargálna, — og þá heilsufarslegu breytingu, sem átt hafði sér stað. Anna var prýöilega máli farin. Hún átti auðvelt að ná tökum á áheyrendum, — talaði rösklega og af tilfinningahita. Arið 1971 lét Anna af for- mennsku i Verkakvennafélaginu, en þvi starfi gegndi hún frá 1968. Við formennsku tók dóttir hennar Sigurrós. Fyrir atbeina þeirra kvenna er þekktu til dugnaðar og kappsemi Sigurrósar fékkst hún til að gefa kost á sér til formanns- kjörs. í fyrstu var hún i nokkrum vafa um það, hvort hún ætti að taka starfann að sér. Hún hafði kynnzt þvi á heimili foreldra sinna, hve starf þetta var eril- samt og oft á tiðum vanþakklátt. En hún var, eins og móðir hennar mjög sannfærð um hlutverk verkalýðshreyfingarinnar og þörf þess að liðsmenn hennar tækju til hendi. Henni var tekið fagnandi strax á fyrsta aðalfundinum. Hún hlaut yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða við kjör formanns og hóf hún þegar störf af þeirri einurð, sem henni var lagið. Það var aðdáunarvert, hve mjög áhugi hennar var brenn- andi og hve sjálfstæð hún var i skoðunum og athöfnum öll- um. Hún hafði likt og Sigurrós Sæmundsdóttir móðir hennar starfað i fiskvinnslu við svokallað „bónuskerfi”, — þeim var þvi öðrum fremur ljóst hve gallað það kerfi var. Þvi var það mikið áhugamál þeirra að breyta þvi og bæta, með það fyrir augum að auka jöfnuð innan kerfisins og hlutdeild starfsfólksins I afrakstri vinnunnar. Endurskoðun tima- mældrar ákvæðisvinnu i frysti- húsum hófst er Sigurrós tók við formennsku i Verkakvennafélag- inu og er það skoðun min, að hún hafi átt hvað drýgstan þátt i þvi að verkal.hreyfingin fór að sinna þessum þáttum samningagerðar meira en áður. Það var oft gaman að starfa að samningagerð með Sigurrósu. Hún var hörð af sér og orðum hennar fylgdi sannfæring, sem hafði sin áhrif. Það er greinilegt að konur i Keflavik og Njarðvikum mátu þær mæðgur mikils. Undir þeirra forystu óx Verkakvennafélagið mjög félagslega og styrkur þess, sem samningsaðila var meiri en nokkru sinni fyrr. Keflvisk verka- lýðshreyfing stendur i mikilli þakkarskuld við þær. Missir hreyfingarinnar er mikill og verður skarð þeirra mæðgna vandfyllt. Sigurrósu var ljóst að styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mjög undir þvi kominn, að afl hennar á pólitiska sviðinu sé virkt. Hún ræddi oft um þá póli- tisku sundrung, sem rikir meðal vinstri manna i landinu, — hve örðugt það er að fylkja liði verka- lýðshreyfingarinnar til starfs i þá veru, að gera þjóðfélagið réttlát- ara. Hún aðhylltist jafnaðar- stefnu i þjóðfélagsmálum og lagði sitt lóð á vogar- skálina i þeim efnum. Þau hjón Sigurrós og Guðmundur voru óvenju samhent. Studdi Guðmundur konu sina með ráð- um og dáð i starfi hennar, enda sjálfur þátttakandi i störfum verkalýðshreyfingarinnar. Var heimili þeirra eins og þau sjálf hlýtt og stóð mönnum opið. Við hjónin, sem áttum svo góða samvinnu við þær, þekktum þær svo vel, þökkum samfylgdina. Við biðjum góðan Guð að styrkja eftirlifandi maka, börn og aðra ættingja i þungum harmi. En eftir situr minningin um góðar konur, sem hvergi lágu á liði sinu, þar sem þeirra var þörf. Karl Steinar Guðnason o Þriöjudagur 10. apríl 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.