Alþýðublaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 11
William Terry
Hannie Caulder
1. kafli.
Bærinn Woodward i Colorado-
fylki var sem skrælnaður eftir
þriggja mánaða stanzlausa
þurrka. Sérhver hreyfing á einu
götunni milli húsaraðanna
tveggja með fáeinum ibúðar-
húsum, tveimur krám, hesthúsi,
vöruhúsi, banka, lögregluskrif-
stöfu, póststöð og kirkju, þyrlaði
upp þykku rykskýi, sem reis hátt i
loftiö — stundum nógu hátt til að
bæta enn einu ryklagi við þau,
sem þegar þöktu húsþökin.
En nú var sólin i hádegisstað og
öllu sinu veldi og ekkert bærðist á
götunni. Þetta hafði alla tið verið
kyrrlátur bær, en frá þvi heitasta
sumarið, sem jafnvel elztu menn
mundu.tók að brenna sér leið inn i
sögubækurnar, hafði Woodward
verið gersamlega i dróma drepið
frá sólarupprás til sólarlags,
Aðeins i kránum voru viðskiptin
fjörug. Lögleysubær var hann
ekki, þvi siðustu þrjá mánuðina
hafði eini fangaklefinn bakvið
skrifstofu lögreglustjórans,
staðið tómur — þótt drykkiurútur
bæjarins hellti i sig jafnvel enn
meira áfengi vegna veðurlagsins
en hann var vanur, dró hitinn
allan mátt úr honum og á hann
sótti þungur svefn að hverju
sumbli loknu.
Potter lögreglustjóri gat þvi átt
náðuga daga og blundað i hengi-
rúminu sinu, sem hann hafði fest
upp milli tveggja trjáa fyrir aftan
skrifstofuna i skugganum af ryk-
föllnum laufkrónum þeirra. Frá
þessum stað gat hann, ef hann
vildi það við hafa, séð yfir ger-
valla sveitina til austurs. Hún var
að mestu flatlendi, en hér og þar
stóðu upp úr þvi flöt og þverhnipt
klettabelti er köstuðu djúpum
skuggum, sem hreyfðust
ómerkjanlega eftir hægum gangi
sólarinnar. Hann gat einnig, ef
hann vildi, fylgt eftir lestatroðn-
ingnum, sem lá i stórum sveig yfir
landslagið þangað til hann hvarf
á milli tveggja hinna minni
klettabelta, sem báru eins og
órgeluleg kubbabygging barns
við himininn.
En Potter lögreglustjóri hafði
sjaldan fyrir þvi að hreyfa sig úr
þægilegri legu sinni i hengirúm-
inu. Hann var maður á miðjum
aldri og fitnaði með hverjum deg-
inum sem leiö af ofneyzlu á lyst-
ugum matarréttum konu sinnar
og of litilli hreyfingu. Allt sem
ekki var bráðnauðsynlegt var of
mikil fyrirhöfn og þar sem hann
var fæddur og uppalinn i
Woodward, var honum ekki bráð-
nauðsynlegt að virða fyrir sér
skrælnað landslagið, sem breiddi
úr sér fyrir framan hann. Hann
þekkti hvern kima og gat — ef
hann hefði verið drátthagur —
teiknað af þvi nákvæma mynd án
þess að lita nokkurntima á fyrir-
myndina. Ekkert gat breytt þessu
hrjóstruga umhverfi nema hreyf-
ing og þar hafði ekkert hreyfzt frá
þvi að hinn vikulegi póstvagn
kom i sjónmál siðastliðinn
miðvikudag. Þar sem nú var
mánudagur voru enn tveir dagar
þar til næsti póstvagn var
væntanlegur.
Og feiti maðurinn i hengirúm-
inu blundaði og reyndi ekki að
hrista af sér drungann sem dró
hann dýpra inn i svefninn þar til
dráttur hans var djúpur, reglu-
legur — loks var hann farinn að
hrjóta.
Rykskýið, hvitt með þremur
deplum i miðjunni, sem skyndi-
lega birtist á milli klettabeltanna
út við sjóndeildarhringinn, vakti
þvi ekki athygli verndara
laganna i Woodward. t verzlunar-
húsinu reyndi eigandinn herra
Dalton að selja ekkju frú Thorne
kjólefni. t kirkjunni sat séra
Rogers við að semja ræðuna sina
fyrir næsta sunnudag og i
bankanum reyndu afgreiðslu-
maðurinn og Edward Downs frá
póststöðinni að drepa timann.
Onnur kráin var lokuð, en i hinni
blés barþjónninn á glösin og
fágaði þau með óhreinum klút.
Áskriftarsíminn er
86666
TRYGGIMG
ER 'ÖRYGGI
Slysatrygging er frjáls trygglng, sem hver einstaklingur á aldrinum 15 til 64 ára getur
keypt og fyrirtæki vegna starfsmanna sinna. Hún gildir í vinnu, frftíma og á ferðalögum.
Tryggingin er bundin við ákveðið nafn og bætur þær, sem hægt er að fá af völdum slysa,
eru þessar: Dánarbætur, örorkubætur og dagpeningagreiðslur. Tryggingaupphæðir geta
verið mlsmunandi háar eftir óskum hvers og eins, en dagpeningagreiðslur ætti að miða
við þau laun, sem viðkomandi hefur fyrir vinnu sína, en geta ekki orðið hærri en Vz%
af örorkutryggingarupphæðinni.
Slysatrygging er jafn nauðsynleg við öll störf og slysin henda á öllum aldri.
Við getum einnig boðið SAMEIGINLEGA SLYSA- OG LÍFTRYGGINGU og SLYSA-
TRYGGINGU, sem eingöngu gildir f FRÍTÍMA.
Leitið nánari upplýsinga um SLYSATRYGGINGAR
hjá Aðalskrifstofunni eða umboðsmönnum.
ÁRMÚLA 3, SÍMI 38500
SAIVI\irvr\UTRYGGirVGAR
Frd barnaskólum
Reykjavíkur
Innritun sex ára barna (f. 1967) fer fram i
barnaskólum borgarinnar (æfingaskóli
Kennaraháskólans meðtalinn) dagana 10.
og 11. april n.k. kl. 16-18.
Miðvikudaginn 11. april, kl 16-18, fer einnig fram innritun
barna og unglinga á fræðsluskyldua 1 dri, sem flytjast
milli skóla fyrir næsta vetur. (Sjá nánar i orðsendingu,
sem skólarnir senda heim með börnunum).
Fræðslustjórinn i Reykjavik.
Frá barnaskólum
Reykjavíkur
Innritun sex ára barna (f. 1967) fer fram i
barnaskólum borgarinnar (æfingaskóli
Kennaraháskólans meðtalinn) dagana 10.
og 11. april n.k., kl. 16—18.
Miðvikudaginn 11. april, kl. lfr—18, fer
einnig fram innritun barna og unglinga á
fræðsluskyldualdri, sem flytjast milli
skóla fyrir næsta vetur. (Sjá nánar i orð-
sendingu, sem skólarnir senda heim með
börnunum).
Fræðslustjórinn i Reykjavik.
Tilkynning um tillögu
að breytingu á
aðalskipulagi Selfoss
Á fundi sinum 19. marz sl., samþykkti
skipulagsstjörn rikisins tillögu að
breytingu á aðalskipulagi Selíoss, sem
varðar landnýtingu á svæðinu við Kyra-
veg, Kirkjuveg og Selíössveg. og enn-
í'remur norðan þess svæðis að öli'usá. skv.
tillöguuppdrætti Gests Ólafssonar. dag-
settum 80. janúar, 1973.
Tillaga þossi asamt gri'inargorð or hér moð auglysl al-
menniugi til sýnis á skrilstolu Sellosshropps td lt!. mai.
1978
Selfossi. 5. april. 197:;
Sveitarstjóri Selfosshrepps.
PIERPONT-úrin
handa þeim, sem
gera kröfur um
endingu, nákvæmni
og fallegt
útlit.
Kven- og
karl-
manns-
úr af
mörgum
gerðum
og verð-
um.
GARÐAR ÓLAFSSON, úrsmiður
Lœkjartorgi Sími 10081
Þriöjudagur 10. apríl 1973.
o