Alþýðublaðið - 10.04.1973, Blaðsíða 4
MINNING
Frá mönn um
og málefi mrn
Dagrúnar-
vikur
forud
Tilraun reykvlskra
húsmæöra til aö mótmæla
hækkunum á algengustu neyzlu-
vörum tókst á vissan hátt. Meö
aðgeröum sinum sönnuöu þær,
að fyrir hendi er ákveðinn sam-
takamáttur, sem meö góðri
rækt getur fariö vaxandi.
Auðvitað hljóta sllk samtök
neytenda aö láta til sin taka á
viöari vettvangi en snertir land-
búnaðarvörur einar, vegna þess
að til heimilanna þarf margt
fleira en mjólk og kjöt. Fulltrú-
ar bænda uröu ókvæöa viö aö-
gerðum húsmæöra aö óþörfu.
Allar rikisstjórnir hafa litiö svo
á, að verölag á landbúnaðarvör-
um væri stjórunarlegs eðlis aö
miklum hluta, og það sem gerist
nú er einfaldlega, aö eftir vinnu-
timastyttingu og miklar visi-
töluhækkanir er rikisvaldiö aö
reyna að ná einhverju til baka
aftur meö þvi aö spara niður-
greiðslurnar. Aö ööru leyti hef-
ur veröbólgan sitt aö segja um
þær hækkanir sem urðu. Þegar
svona fer, hafa svo pólitiskir
fulltrúar bænda og rikisvaldið
'tilhneigingar til að skýla sér á
bak við bændurna, sem hafa
sáralitið um þessa þróun mála
að segja, og fá minnst af hækk-
unum i sinn hlut. óorð þaö, sem
bændur hafa fengið á sig út af
þeim hækkunum sem oröið hafa
er kærkomið þeim, sem raun-
verulega bera ábyrgðina á
hækkununum. Verst er að sllka
menn telja bændur fulltrúa sina.
En þaö er auðséð aö reykvisk-
ar húsmæöur hyggja á frekari
aðgerðir i framtiðinni. Þetta er
eðlilegt. Hér er markaöurinn
mestur og afskipti húsmæðr-
anna á þéttbýlissvæðinu hafa
skjótastar verkanir. 1 gærkveldi
héldu þær fund á Hótel Sögu og
kölluðu fyrir sig þingmenn. Það
er nú farið að kalla þá á hval-
beinið i stöðugt rikara mæli, svo
að kaffiklúbburinn mikli i
Alþingishúsinu er þeim ekki
lengur það skjól og hann var.
Húsmæður ættu svo ekki að
gleyma þvi, að hækkanir á
neyzluvörum er gömul saga,
þótt þær hafi aldrei oröið eins
örar og nú. Og fleira hefur áhrif
á afkomu heimilanna en vöru-
hækkanir. Húsmæður geta hæg-
lega látiö skattamálin til sin
taka. Þau eru ekki karlkyns.
Bæði greiöa húsmæður tölu-
verða skatta og skattabyröin er
auk þess sameiginlegt mál
heimilisins. Þá eru það réttindi,
sem húsmæður eiga að berjast
fyrir, að afla þeim húsmæðrum
sérstakra ivilnana, sem vegna
mannmargra heimila veröa aö
vinna heima. Það þarf að viöur-
kenna þessa vinnu þannig aö
heimilisþrælarnir finni að þeir
séu metnir til jafns viö þær kon-
ur, sem hafa aðstöðu til að vinna
úti og afla sjálfum sér og
heimilinu tekna með þvi móti.
Að öllu samanlögöu er fyrir-
sjáanlegt, að Dagrúnarvikur
eru forud. Með sliku vinnst þó
það gagn, að vakin er athygli á
einstökum réttlætismálum er
varöa heimilin. Veröhækkanir
vega stórlega aö afkomu
heimilanna, en verri er þó sá
þátturinn, sem veldur þvi að
húsmæður, þær sem heima
vinna, njóta i engu varðveizlu
sinnar á þeim hornsteinum
þjóðfélagsins, sem heimilin eru.
Hægt væri að byrja á þvi að
meta slik störf til skattfriðinda,
a.m.k. samskonar friðinda og
þær konur njóta, sem vinna utan
heimilis. Dagrúnarvika um
þetta efni myndi verða þegin
með þökkum.
VITUS.
Auglýsing um
greiðslu arðs
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Verzl-
unarbanka tslands hf. þann 7. april 1973
skal hluthöfum greiddur 7% arður af
hlutafé fyrir árið 1972. Arðsgreiðslan mið-
ast við hlutafjáreign 1. janúar 1972. Verð-
ur arðurinn greiddur gegn framvisun arð-
miða ársins 1972.
Athygli er vakin á ákvæði 6. gr. sam-
þykkta bankans, að réttur til arðs fellur
niður, ef hans er ekki vitjað innan þriggja
ára frá gjalddaga, og rennur hann þá i
varasjóð bankans.
Reykjavik, 9. april 1973
VERZLUNARBANKI ÍSLANDS HF.
Styrkur til haskolanams
á írlandi
Staöa aöstoðarlæknis við skurölækningadeiid Borgar-
spítalans er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. maí n.k., til allt aö 12 mánaða. eftir
samkomulagi.
Laun santkvæmt samningi Læknafélags Reykjavikur við
Reykjavikurborg.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 25.
april n.k.
Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar.
Reykjavfk, 9. april 1973.
Heilbrigöismálaráð Reykjavikurborgar
0
Páll Sigurjónsson
f. 11. júni 1886, d. 1.
april 1973.
„glaður og reifur
skyli gumna hverr,
unz sinn bfður bana”.
Sem um áttrætt þykir hár ald-
ur, nægilega hár a.m.k. til að
svipta margan gleði og kæti hins
hverfula lifs.
Fáa hefi ég þekkt, sem hafa
getað tekið jafnrækilega undir
framangreind visuorð og Páll
Sigurjónsson, Höfðabrekku 20,
Húsavik, en hann lézt að
Sjúkrahúsi Húsavikur 1. april
s.l. eftir skamma legu þar.
Páll var fæddur aðTungugeröi
á Tjörnesi 11. júni 1886, sonur
Sigurjóns bónda þar, Þorbergs-
sonar og konu hans Guðrúnar
Kristjánsdóttur. Var hann elzt-
ur 7 systkina og aöeins tvær
systur á lifi nú, Soffia og Sigrið-
ur, báðar á Húsavik.
A æskualdri fluttist Páll
ásamt foreldrum og fjölskyldu
til Húsavikur, þar sem hann átti
heima til hinztu stundar.
A yngri árum stundaði Páll
sjó og ýmis störf, er til féllu. Ar-
ið 1914 kvæntist Páll Karólinu,
dóttur Sigurgeirs Sigurðssonar
frá Flatey á Skjálfanda og konu
hans Halldóru Guðmundsdótt-
ur, en Halldóra var föðursystir
Guðmundar Vilhjálmssonar,
frmkv. stj. Eimskipafélags ts-
lands, og þeirra systkina.
Karólina var hin ágætasta
kona, raungóð og hjálpaði viða
upp á sakir, þar sem erfiðleikar
steðjuðu að. Þau kærleiksverk
voru unnin i kyrrþey, með þeirri
hógværö, einlægni og trygg-
lyndi, sem eru aðalsmerki
mannsins. Gefið og fórnað án
hugsunar um endurgjald.
Trygglynd var hún með afbrigð-
um og mundi það, sem henni
var gott gjört. Það máttu vinir
hennar gerzt vita. Karólina
andaðist i okt. 1972, 82 ára að
aldri.
Eftir að Páll stofnaði heimili,
stundaði hann fjárbúskap um
árabil auk sjómennskunnar.
Var enda einstaklega nærfærinn
við skepnur. Þá var hann um
mörg ár fiskimatsmaður á
Húsavik.
A tiltölulega góðum aldri
veiktist Páll af taugagigt, sem
lék hann svo illa, að hann varð
að dvelja um skeið á sjúkrahúsi
i Reykjavik. Skömmu eftir
Karólina Sigurgeirsdóttir og Páll Sigurjónsson.
heimkomu þaðan hlaut hann
slæma byltu á hálku og bar þess
menjar siðan, þvi að hann stakk
við fæti eftir það. Jafnframt
varð hann að leggja erfiðisstörf
á hilluna.
Fer mörgum svo, þegar slikt
hendir, að þeir draga sig inn i
skel sina og gerast fráhverfari
þátttöku i lifsleiknum. En þá er
komið að þeim þætti, sem senni-
lega gerir Pál minnisstæðastan
samferðamönnum sinum.
Á yngri árum lagði Páll stund
á iþróttir, þótti lipur knatt-
spyrnumaöur og snarpur glimu-
maður og fylginn sér. Þá iðkaði
hann mjög skák og var i fremstu
röð húsviskra skákmanna um
árabil. Tefldi oft á 1. borði i
sveitakeppnum, einkum i sim-
skák, sem þá tiökaðist mjög.
Hélt hann þar vel sínum hlut.
Eftir að heilsa hans bilaði, sneri
hann sér að skákinni og þó aðal-
lega „bridgespili”. Tók siðast
þátt i spilakeppni á þessum
vetriá 87. aldursári. Varð sigur-
vegari i tvimenningskeppni i
„bridge” á Húsavik á 83.
aldursári, og enn var hann að
spila nokkrum dögum fyrir and-
lát sitt. Varla var svo haldið
iþróttamót hér á Húsavik, að
Páll væri þar ekki mættur, og
siðast horfði hann á glimumót á
þessum vetri. Naut þess i rikum
mæli að sjá, hvað var að gerast i
þessum efnum, hafði yndi af að
fylgjast með unga fólkinu og
iþróttum þess. Lék sér fram til
hins siðasta I boltaleik eða skák
við barnabörn sin og frændfólk-
ið smáa. Þar var oft glatt á
hjalla, enda Páll glaðvær og
glettinn, svo að allt logaði af
fjöri kringum hann.
Lífsgleöin og tilfinningin um
að vera með i leiknum sat i
fyrirrúmi. Tap skyggði þar ekki
á. Til þess var leikgleðin of rik,
iþróttaandinn sannur.
Karólina og Páll eignuðust 4
börn. Asgeir, elzta son sinn,
hinn mesta efnispilt, misstu
þau, er hann var á fermingar-
aldri. Þrjú börnin, sem lifa,
eru: Sigrún, gift Sigrryggi
Brynjólfssyni, starfsmanni hjá
Mjólkursamlagi Kaupfél. Þing-
eyinga, Sigriður, gift Mariusi
Héðinssyni, skipstjóra, Hafnar-
firði, og Vilhjálmur Pálsson,
iþróttakennari á Húsavik,
kvæntur Védisi Bjarnadóttur
frá Laugarvatni.
Góður drengur og glaður er
genginn og munu margir sakna.
Ungur i anda til hinztu stundar,
svo aö fágætt er. Barnavinur
mikill og dýravinur. Það tvennt
segir raunar meira um manninn
en löng upptalning.
„Þá fer þetta að styttast,”
sagði hann fám dögum fyrir
andlátið. „Það er ekki annað en
hafa fataskipti”.
Með svo öruggri vissu kvaddi
hann.
Sllkra er gott að minnast.
Blessuð sé minning hans.
Sigurjón Jóhannnesson.
MEISTARAKEPPNI KSI
1 kvöld kl. 20.00 á Melavelli
f.B.V.—f.B.K.
Komið og sjáið stigahæstu liðin berjast
um toppinn.
UR Ul) SKAHl GP.IPIR
KCRNELÍUS
JONSSON
SKÖLAVOROUSIIG 8
BANKASIRATI6
rf-»1H'>88-18600
1. Þórsmörk 5 dagar
2. Þórsmörk 2 1/2 dag
3. Landmannalaugar 5 dagar
4. Hagavatn 5 dagar.
Ennfremur 5 dagsferðir.
Ferðafélag tslands,
öldugötu 3,
Símar 19533 og 11798.
Í.B.V.
) Aðstoðarlæknir
írsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa tslendingi til náms
við háskóla eða hliöstæða stofnun á trlandi háskólaáriö
1973-74. Styrkfjárhæðin er 450 sterlingspund og styrkþegi
þarf ekki að greiða kennslugjöld. Styrkurinn veitist til
náms I irskri tungu, bókmenntum, sögu eöa þjóðfræöum,
eöa i enskri tungu og bókmenntum.
Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamála-
ráðuneytisins. Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 27. april
n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit prófsklrteina ásamt
tvennum meðmælum og vottorð um kunnáttu umsækj-
anda i ensku eða Irsku. —Sérstök umsóknareyöublöð fást I
ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö,
6. apríl 1973.
Þriðjudagur 10. apríl 1973.