Alþýðublaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 1
LIST UM LANDIÐ HNEYKSLI! ,,Það verður að viöur- kennast sem er. Fram- kvæmdin á „List um landið” uröu hrein mistök”, sagði Baldvin Tryggvason, frkv.stj., á fundi Menntamálaráðs tslands i gær. Og eftir útkomunni að dæma virðist það ekki of sterkt til orða tekið. Af þeirri milijón sem til þessarar starfsemi átti að fara „tókst ekki að koma út nema 310 þús. kr.”, eins og form. ráðsins, Inga Birna Jónsdóttir oröaði það á fundinum og „Listin” var send til svo fjarölægra staða frá höfuðborginni sem Grindavlkur, Selfoss og Laugarvatns, en einnig nutu Borgnesjngar góðs af. Þær 690 þús. kr„ sem afgangs urðu, koma ekki til góða I ár, þvi þær fóru I „eitthvað annað”. 1 ár ætlar Mennta- málaraðið að kosta 700 þús. kr. tii „Listar um landið” og hefurGunnar Reynir Sveinsson verið ráðinn til skipuiags. I undirbúningi eru tvær efnisskrár, önnur er til- boð Leikfélags Akur- eyrir um leikferðir norðanlands óg hin efnisskráin verður skipulögð I Reykjavik MENGUN HEFUR DREPIÐ VARMÁ! Þýzki ferskfisk- markaðurinn hefur greinilega verið orðinn hungraður i nýjan fisk. Það sýna tvær fyrstu sölur islenzkra togara I Þýzkalandi eftir togaraverkfallið. Seldist hvert kiló á 45-50 krónur. Togarinn Júpiter seldi i gær i Bremer- haven 167,8 lestir af fiski fyrir rúmlega 226 mörk. Daginn áður hafði Neptúnus selt 168 lestir fyrir rúmlega 239 þúsund mörk. Fleiri togarar selja i vikunni, og um næstu helgi mun Bjarni Benediktsson selja sinn fyrsta farm ytra, en hann aflaði vel i sinni fyrstu veiðiferð. Hallberg höndlar Vestmannaeyjakaupmenn verzlanir sinar til meginlandsins hver af öðrum. Nú hefur Hailberg Hail- dórsson, kaupmaður, sem rak tvær matvöruverzlanir i Eyjum, fest kaup á verzluninni Skerjaveri i Skerjafirði. MENGUN hefur drepið allt lif I Varmá i Mosfells- sveit. Ain er orðin gruggug og lituð og mikill óþrifnaður i henni. Þetta var áður góð laxveiðiá — og þar lifðu fleiri fisktegundir fyrrum. Það er fyrst og fremst verksmiðjan að Alafossi, sem daglega skilar eiturefnum og úrgangi i ána, sem valdið hefur þessum dauða árinnar, en skolp úr nær- liggjandi hverfi hefur einnig lagzt á sveif með eyði- leggingunni. ÁIN SEM DÓ -BAKSÍÐA Buxna- lausar, rúmfata- lausar og... Buxnalausar, rúmfatalausar og reyndar fleiri hlutum fátækari, kærðu þrjár Skagastúlkur þjófnað til rannsóknarlögregl- unnar I Hafnarfirði, en þær eru að vinna suður i Höfnum á vertið til að græða peninga. Það vildi nefnilega þannig til að þegar þær komu heim i verbúðina af balli, aðfaranótt sunnudagsins, að föt þeirra, rúmföt, 10 þúsund krónur i orlofs- merkjum, útvarp o.fl. var horfið og var engu likara en húsakynni þeirra hefðu verið rýmd gersamiega. Rannsóknarlögreglu- menn brugðu skjótt við til að leysa úr vanda stúlknanna og brátt fór þá að gruna konu eina, sem reyndar býr ekki i höfnunum. Hún neitaði lengi vel öllum ásök- unum, en þegar lögreglumenn bentu henni á að hún væri i fötum einnar unnar, brustu stúlk- allar varmr allt. og játaði hún Harmleikur, segja Sunnlendingar en Stofnunin segist vera stikkfrí „Þáttur Framkvæmda- stofnunar rikisins i Suður- landsáætluninni er harm- leikur,” sagði Sigfinnur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Samtaka sveitar- félaga i Suðurlandskjör- dæmi, á blaðamannafundi i gær, þegar fyrsti hluti áætlunarinnar var kynnt- ur. Áætlunin var unnin i samvinnu samtakanna og Hagvangs h.f., og sam- kvæmt þingsályktunartil- lögu frá 1972 skyldi Fram- kvæmdastofnunin einnig vinna að henni. En þegar ■að þvi kom að greiða kostnaðinn taldi stofnunin, að sér kæmi hann ekkert við, og hefur hún ekki einu sinni svarað bréfum sam- takanna um málið. „Það stendur þvi i stappi um það, hvort þessi vinna heldur áfram eða ekki,” sagði Sigfinnur, „en það er ásetningur okkar, að það verði gert, þrátt fyrir nei- kvæðar undirtektir Fram- kvæmdaráðs’.’ Hann benti á, að ein af ástæðunum fyr- ir þessum vinnubrögðum gæti verið sú, að Suður- landskjördæmi á engan fulltrúa i Framkvæmda- ráði, þótt þar séu fulltrúar allra annarra kjördæma. Þrátt fyrir þessi viðbrögð Framkvæmdastofnunar og ráðsins hefur Hagvangi verið falið að vinna að gerð Austurlandsáætlunar. Suðurlandsáætlunin er rit upp á 365 blaðsiður, og von er á öðru, þar sem kveðið verður á um fram- kvæmdafé og fram- kvæmdaþáttunum raðað niður. Kostnaður við áætlunina, eins og Samtök Sveitarfélaga i Suðurlands- kjördæmi hafa ákveðið að vinna hana, verður hátt i þrjár milljónir króna. Ekkert vildi Sigfinnur segja um ráðstafanir i hafnarmálum vegna goss- ins i Eyjum, þegar hann var að þvi spurður á fundinum. Hinsvegar sagði hann, að sin persónulega skoðun væri sú, að verði gerð höfn á suðurströnd- inni, ætti hún annað hvort að risa við Dyrhólaey, Þykkvabæ eða i ölfusárósi. Um hafnargerð á Eyrar- bakka sagði hann, að vissu- lega sé hennar þörf þar. Verði núverandi ástand þar og á Stokkseyri látið hald- ast valdi það óhjákvæmi- lega stöðnun á þessum stöðum. Hinsvegar benti hann á, að Stokkseyringar hafi engan veginn efni á að ráðast i hafnargerð á eigin spýtur. En hjá þvi sagði hann, að ekki væri hægt að lita, að höfn fyrir austan ölfusá þjóni byggðinni þar mun betur en höfn i Þor- lákshöfn, Fyrri hluti Suðurlands- áætlunarinnar fjallar um þróun atvinnulifs og opin- berrar þjónustu, og er þá ekki tekið tillit til atburð- anna i Vestmannaeyjum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.