Alþýðublaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 5
lalþýdul Alþýöublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ristjórnarfulltrúi Bjarni Sig- tryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðset- ur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. Sími 86666. Biaðaprent hf. ÞÁVERÐUR ÁVALLT AÐ NEYÐA Þegar hin hroövirknislegu skattalög rikisst jórnarinnar voru á sinum tima til meöferöar á Alþingi i frumvarpsformi geröu þingmenn Alþýöuflokks- ins athugasemdir viö fjöl- margar greinar þeirra. Þeir mótmæltu m.a. þeim þungu á- lögum á gamalmenni, sem af skattalagabreytingunum myndu hijótast ef hugmyndir rlkisstjórnarinnar næöu fram aö ganga. A þessar viövaranir Alþýöuflokksins fengust stjórnarsinnar ekki til aö hlusta. Þaö var ekki fyrr en álögurnar á gamla fólkiö voru orönar öllum Ijósar og þjóöin rak upp reiðióp, sem stjórnarsinnar fengust til þess aö hugleiöa tvisvar eigin skattalagasmfö og gera á henni smávægilegar lagfæringar fyrir gamla fólkiö. Nú um þessar mundir er ann- ar slikur atburöur aö endurtaka sig. Hann varöar skattlagningu á tekjur eiginkvenna og úti- vinnu húsmæöra. t gömlu skattalögunum voru þau ákvæöi I gildi, aö húsmæö- ur, sem lögöu á sig þaö aukaerf- iöi aö vinna utan heimilis fengu þá ivilnun i sköttum, aö helm- ingur vinnutekna þeirra fékkst frádreginn bæöi frá útsvari og tekjuskatti. Meö hinum nýju skattalögum rikisstjórnarinnar var þessu breytt þannig, aö helmingsafsláttur á vinnutekj- um húsmóöur var aöeins gefinn gagnvart tekjuskattsálagningu, en ekki gagnvart útsvari. Þar skyldi lagður fullur skattur á vinnutekjur húsmæöra. Þingmenn Alþýöuflokksins vöruöu mjög viö þessari breytingu. Meö Ijósum og greinagóöum dæmum sýndi Al- þýöublaðið fram á hversu þessi breyting skerti skattalega stööu útivinnandi húsmæöra þrátt fyrir aörar breytingar á álags- reglum, sem stjórnarflokkarnir héldu fram um, aö jafna myndu muninn. Benti Alþýöuflokkur- inn á, aö viöa um land væru hús- mæðurnar undirstaöa vinnu- aflsins I fiskvinnslustöðvunum. Skattaivilnanirnar til þeirra samkvæmt gömlu skattalögun- um heföu veriö geröar til þess m.a. aö laöa þær til bráönauö- synlegra starfa i þágu undir- stööuatvinnugreina þjóöarbús- ins og þjóöarheildarinnar. Ef rikisstjórnin ætlaöi nú aö skeröa þe ssa skattaaöstööu eigin- kvennanna til þess aö krækja sér i meira fé fyrir si-tóman rikiskassa Halldórs E. Sigurös- sonar þá myndu afieiöingarnar verða þær, aö húsmæðurnar mundu hugsa sig tvisvar um áö- ur en þær legöu á sig þaö auka- erfiöi aö vinna utan heimilis og fyrst og siðast myndi þaö koma fram i vinnuaflsskorti i hinum mikilvægu fiskvinnsluverum viö sjávarsiöuna — og þar meö verða til stórtjóns fyrir þjóöar- búiö. Auövitaö hlustuöu stjórnar- sinnar ekki á þessi varnaöarorö Alþýöuflokksmanna. Þeir hafa haft annað aö gera s.I. hálft annaö ár en aö hlusta á góöar ráðleggingar. En nú eru varnaðarorö Alþýöuflokks- manna að ræðtast. Þannig skýrir hiö óháöa blað „SUÐURNESJATÍÐINDI” frá þvi nýlega, aö mikill vinnuafls- skortur sé nú rikjandi I fisk- vinnslustöövum á Suðurnesjum til mikilla öröugleika fyrir fisk- verkun. Vegna skattalagabreyt- inganna fáist húsmæöur miklu siöur til þessara starfa nú en áöur. Fullyröir blaöiö, aö ef húsmæöur eigi almennt aö fást til starfa viö fiskverkun á yfir- standandi vertlö, þá veröi aö breyta fyrirkomulagi skatta- álagningarinnar þannig, aö hús- mæörum finnist borga sig aö leggja þessa vinnu á sig. Þannig er þaö nú óöum aö koma fram, sem Alþýöuflokk- urinn varaöi viö i þessum efnum sem öörum. En þaö þýöir ekki aö reyna að gefa núverandi stjórnarflokkum góö ráö eftir venjulegum leiðum. Þá veröur ávalit aö neyöa. NY VIÐHORF TIL EIGNAK- RÉTTARINS EBII TÍMABÆR EFTIR BRAGA SIGURJÓNSSON ALÞINGISMANN . Nú um sinn hafa verið allmikl- ar umræður i fjölmiðlum og á Alþingi um eignarréttinn, inntak hugtaksins og hvernig eignarrétti skuli beitt. Umræður þessar hafa ekki sizt spunnizt út af þings- ályktunartillögu Alþýðuflokksins um eignarráð yfir landinu, gögn- um þess og gæðum, en einnig ýtti undir stjórnarfrumvarp um ný orkulög, þar sem lagt var til, að rikið lýsti eign sinni a öllum djúp- varma eða háhita. Ýmislegt fleira hefir og komið til. t þessum umræðum mörgum hverjum hefir það meginatriði viljað gleymast, að eignarrétt verður að greina i mismunandi þrep eða deildir: Séreignarrétt eöa einkaeignar- rétt. Félagseignarrétt eða sam- eignarrétt. Sveitarfélagseignarrétt. Rikiseignarrétt. Þessa skiptingu þarf að hafa i huga, þegar um mál þessi er rætt, svo að menn viti nákvæmlega, um hvers konar eignarrétt þeir eru að ræða, þegar um hann er skipzt á skoðunum. Eindregnir talsmenn eignar- réttar á Alþingi eru Sjálfstæðis- menn og Framsóknarmenn, þeg- ar minnzt er á breytt eignarrétt- arkerfi varðandi einhverjar til- teknar eignir. 1 málflutningi þeirra er eignarréttur alltaf sér- eignarréttur, sem þeir staðhæfa oftast nær, að sé verndaður af stjórnarskránni. Báðir þessir stjórnmálaflokkar hafa þó staðið að margháttaðri færslu eigna úr einkaeign í félags-, bæjar- eða rikiseign, ef þeim hefir boðið svo við að horfa, þótt þeir telji sig nú einkaverjendur séreignarréttar, hvað t.d. lönd og lendur snertir. Annar flokkurinn, Framsóknar- flokkurinn, starfar sem sameign- arflokkur, hvað stuðning hans við samvinnuhreyfinguna snertir, og verður að þvi leyti að skilgreinast sem félagshyggjuflokkur, en ekki sérhyggjuflokkur, svo sem hann starfar sem bændaflokkur um margt. Einsýnt viðhorf Margor málsvarar Sjálfstæðis- flokksins og höfuðmálgagn hans, Morgunblaðið, hafa staðhæft, að Alþýðuflokkurinn væri með til- löguflutningi sinum varðandi endurskoðun á eignarráðum á landinu, gögnum þess og gæðum að ráðast gegn eignarréttinum lögvernduðum af stjórnar- skránni. Þetta er ákaflega ein- skorðaður málflutningur og ein- sýnt viðhorf. Alþýðuflokkurinn hefir ekkert lagafrumvarp flutt um þessi efni, heldur aðeins lagt til við Alþingi, að það feli rikis- stjórninni að endurskoða þessi mál vegna breyttra þjóöfélags- hátta og notamöguleika. Að sjálf- sögðu hefir Alþýðuflokkurinn bent á hugsanlegar breytingar á eignarráðunum, enda náist fyrir sliku þingmeirihluti. Þetta ber að hafa i huga, þegar málin eru rædd, en ekki æpa upp um eigna- upptöku, eins og óvandaðir and- mælendur gera. En hvers vegna eru eignarráðin i ýmiss konar mynd svo mjög I sviðsljósinu nú og raun ber vitni? Þessu er auðsvarað, ef menn vilja aðeins hugsa sig um. Það er hið breytta þjóðfélagskerfi, sem hér er að skapast. Bændaþjóðfélagiö er að baki, þótt hugsunarháttur þess sé enn mörgum tamur, en samfélag þéttbýlinga tekið við. Viðhorf þeirra til sumra þátta eignarráða er eðlilega annað en strjálbýlinga, og svo býður þétt- býlið og ný tækni upp á annars konar og meiri not ýmissa eignargæða en fyrr hefir verið. Segja má, að nú takist sérhyggja og félagshyggja á um þessi mál sem ýmis önnur. Þjóðfélag þéttbýlinga t þjóðfélagi þéttbýlinga er að sjálfsögðu rúm fyrir öll eignar- réttarþrepin, sem hér voru talin á undan: Menn vilja gjarnan eiga sinar ibúðir sjálfir, bil, innbú. Og þetta finnst jafnt sérhyggju- sem félagshyggjumönnum eðlileg og æskileg eignarráð. Þetta er yfir- leitt eignasköpun eigin vinnu og framtaks. En þegar stórar fast- eignir eru i einkaeign til útleigu, að ekki sé talað um sölu á brask- markaði, snarhækkuðu verði vegna áhrifa utanaðkomandi afla, sem eigandi á enga vinnu eða framtaksaðild að, þá finnst félagshyggjumanninum eignar- rétturinn á röngu þrepi staddur. Utgerðarmaðurinn vill gjarnan eiga sina útgerð sjálfur, margur hver. Þetta finnst sérhyggju- manninum sjálfsagt eignarform, og félagshyggjumaðurinn hefir ekkert við það að athuga, valdi útgeröarmaöurinn rekstrinum aö eigin forsjá og framtaki.En þeg- ar sveitarfélög, bankar og riki þurfa að leiða útgerðarmanninn hvert spor, fer félagshyggjumað- urinn að hugleiða annað eignar- form: bæjareign, rikiseign, félagseign. Sérhyggjumaðurinn æpir: rlkisrekstur, eignaupptak! Félagshyggjumaðurinn segir: þar sem samátak fjöldans þarf til, þar á sameignarkerfið að rikja i einni eða annarri mynd. Bændur vilja gjarnast eiga slna jörð sjálfir. Sérhyggjumaðurinn telur slikt sjálfsagt. Félags- hyggjumaðurinn hefir ekkert á móti slikum eignarráðum út af fyrir sig og skilur vel þennan vilja bóndans. Hins vegar finnst hon- um, að erfðafesta á jörð eða lifs- tiöarábúð á jörð, sem rikið hins vegar ætti, kynni að vera hag- felldara fyrirkomulag fyrir bónd- ann og auðveldaði kynslóðaskipti við búskap. Hann lætur þessa skoðun uppi, en knýr siður en svo á um nauðungarbreytingu. öðru máli gegnir um afréttarlönd og öræfi. Þar telur félagshyggju- maðurinn alveg sjálfsagt, að rikiseign gildi, þó afnotaréttur bænda sé virtur til afréttanna, innan hóflegra notamarka. Sér- hyggjumaðurinn vill hins vegar slá séreignarrétti á öll lönd. Og enn skýrast skilin, þegar vatns- aflið og jarðhitinn koma inn á deilusviðið. Sérhyggjumaðurinn segir: þessi gæði fylgja jörðun- um. Félagshyggjumaðurinn segir; Hér eru jaröargæöi, sem þjóöin öll hlýtur aö eiga. Þeirra veröur ekki aflaö og notiö nema meö samátaki fjöldans. Einkafram- tak og einkavinna ræður hér ekki við úrlausnarefnið. Það gerir að- eins þjóðarheildin. Hún skapar verðmætin, hún á að eiga þau. Og af þvi að hér eru á ferð gögn og gæði, sem gamla strjálbýlisþjóð- félagið þekkti ekki beizlistökin á, en þéttbýlisþjóðfélagið munar i og getur aflað, þá skipar það sið- arnefnda þessum eignargæðum, öðruvisi i eignardeild en fyrr þekktist: vatnsorkan og jarðvar- innar, þ.e. djúpvarminn, skal vera alþjóðareign. Veiðiréttur Nú er veiðiréttur i ám og vötn- um orðinn eftirsóttur og gjald- eyrislind fyrir þjóðina. Fiskirækt er að skjóta upp kolli sem at- vinnugrein. Hér er fylgifiskur þéttbýlisþjóðfélags á ferð, sem kitlar sérhyggjumenn, en veldur félagshyggjumönnum áhyggjum: veiðijarðir lenda á braskmarkað til háska fyrir ræktunarbúskap. Hrikalegur tekjumunur er að skapast milli ræktunar- og fram- leiðslubænda annars vegar og veiðibænda hins vegar. A laxinn að holgrafa islenzkan landbúnað fyrir handvömm eina og skamm- sýni? spyr félagshyggjumaður- inn. Hvi ekki að binda i lög, að veiðifélög og viðkomandi sveitar- félög eigi veiðirétt áa og vatna, þar sem sveitarfélagið hefur þó meirihlutavald og tekjurnar komi fyrst og fremst sveitarfélaginu, félagsheildinni þar, að gagni, eftir að fiskiræktin hefur hlotið sinn mælda og sanngjarna skerf? Eignaupptaka, eignaupptaka! æpir sérhyggjumaðurinn. Hér er aðeins verið að skipa málum i skynsamlegt horf til að varast yfirvofandi vá, segir félags- hyggjumaðurinn. Sérhyggja — félagshyggja Eins og flokkaskipan er nú i landinu, lita sérhyggjumenn fyrst og fremst á Sjálfstæðisflokkinn sem málsvara sinn, þannig ber hann oftast vopnin. Sem betur Framhald á bls. 4 FELAGSFUNDUR Kvenfélag Alþýðuflokksins I Reykjavik heldur félagsfund fimmtudaginn 12. april n.k. I Alþýöu- húsinu viö Hverfisgötu kl. 20,30. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg félagsfundarstörf 2. Bingó Félagskonur mæti vei og stundvlslega og taki meö sé gesti. STJÓRNIN VIÐTALSTÍMAR Hafnfirðingar! Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði minna á reglulegan viðtals- tíma bæjarfulltrúa og þingmanna Alþýðuflokksins á morgun kl. 5-7, e.h. í Alþýðuhúsinu. Nánar auglýst á morgun. Stjórnirnar FULLTRUARAÐ Allsherjaratkvæðagreiðsla um fulltrúa i fulltrúaráði Alþýðuflokks- félaganna i Reykjavik skv. nýjum starfsreglum fulltrúaráðsins fer fram 14. og 15. april n.k. Atkvæðis- rétt hafa allir fullgildir félagar i Aiþýðuflokksfélagi Reykjavikur, Kvenfélagi Alþýðuflokksins og FUJ. Nánar auglýst siðar. Miðvikudagur 11. apríl 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.