Alþýðublaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 9
STADAN Iþrotrir . AGNAR HÆSTUR? Um næstu helgi veröur mikiö um aö vera i iþróttaheiminum, þvi þá ráöast væntanlega úrslit- in bæöi i 1.- deildinni i handknatt- leik og körfuknattleik. i körfunni mun einnig ráöast hvaöa leikmaöur veröur stiga- hæstur. Þar koma tveir til greina aö hljóta stigabikarinn, Agnar Friðriksson ÍR og David Dewany UMFN. Viö venjulegar kring- umstæður heföi David veriö öruggur, en hann hefur misst úr svo marga leiki, aö allt getur gerzt. Staðan: st. 1R 13 13 0 1189: 872 26 KR 13 12 1 1120: 902 24 Arm 13 8 5 952: 917 16 1S 14 6 8 1030:1055 12 UMFN 14 5 9 1012:1224 10 Valur 13 4 9 995: 965 8 HSK 13 3 10 893:1017 6 ÞÓR 11 1 11 577: 819 2 Stigahæstir: David Dewany UMFN...........280 Agnar Friðr.son 1R..........259 Kolbeinn Pálsson KR.........252 Bjarni Sveinsson 1S.........248 Jón Sigurösson Arm..........240 VALUR A TOPPINN? t kvöld veröur næst siöasta leikkvöld íslandsmótsins i handknattleik. Leika fyrst 1R og Fram, en siöan leika Valur og Armann. Fyrri leikurinn hefst klukkan 20,15. Þess má geta, aö þetta eru leikir sem frestaö var 13. febrúar vegna Danmerkurfar- ar landsliösins. Um fyrri leikinn er það aö segja, aðbæöiliðin eiga eftir tvo leiki. Fram veröur aö vinna, ef liöið ætlar aö eiga möguleika á þvi aö halda titlinum, en þeir möguleikar eru mjög litlir. Ef Valur ber sigur úr býtum i kvöld, fer liöið upp i efsta sæti á nýjan leik, en þar hefur FH trónaö i tvo daga. Keppninni i 1. deild lýkur á sunnudagskvöld, en þá leika Val- ur og IR og loks gömlu keppinaut- arnir FH og Fram. Umsögn féll niður í grein um leik Vikings og Ar- manns I gær féll niður umsögn um lið Armanns. Hún var i sem styztu máli á þá leiö aö Ar- mannsliöið heföi veriö mjög jafnt i leiknum, enda ekki aö neinu sér- stöku aö keppa fyrir liöiö og leik- menn þvi ekki lagt sig mjög fram. Ragnar Jónsson var beztur i sókninni hjá Armanni. f heild má liö Armanns vel una þátttöku sinni I 1. deild i ár. iiJ"" Þessar skemmtilegu myndir tók Friöþjófur I Laugardalshöliinni á sunnudagskvöld, er Einar Magnússon Vlkingi náöi þvi marki aö skora 100 mörk I 1. deild. Stóra myndin sýnir einmitt þetta sögu- fræga mark, skoraö úr vltakasti þegar aöeins voru tvær minútur til leiksloka. Og minni myndin sýnir þaö sem á eftir fylgdi, áhang- endur Vikings þustu inn á völlinn, gripu Einar og hentu honum hátt i loft upp. t forgrunni má sjá Armenninga sem bíöa þess aö þeir komist aö til að óska Einar. til hamingju.Þeim virtist sama um tapið, og þeir tóku þátt I innilegri gleöi Einars og félaga. Valur-HSK 96:71 (40:28) Eftir stórsigur Valsmanna fyrir norðan um siðustu helgi, var for- vitnilegt að sjá hvernig þeir mundu standa sig gegn HSK. Já, Valsmenn léku mjög vel, og aldrei þessu vant var þaö ekki Þórir Magnússon sem átti heiðurinn af sigri Vals, heldur var það Stefán Bjarkason sem sýndi stórgóöan leik. Þá var Kári Mariasson einnig góður. Strax i upphafi var ljóst hvert stefndi, Valur tekur strax góða for- ystu 11:2 og siöan 15:6 og 21:10, en þá slökuðu þeir á og HSK minnkar forskot Valsmanna niöur i aöeins 4 stig 25:21 fyrir Val, en þá tóku Valsarar heldur betur viö sér og i hálfleikhafa þeir yfir 40:28. Það má nær öruggt teljast aö ef Valsmenn heföu leikið af svipaðri getu og i þessum leik, I öllum leikjum sinum i mtftinu, væru það örugglega þeir sem skipuöu 3ja sætiö að mótinu loknu. HSK átti nú fremur slakan dag, aöeins Guðmundur Svavarsson lék vel, sá möguleiki er enn fyrir hendi að HSK falli i aðra deild, en sigur gegn ÞÓR þýöi fall Akureyrarliðsins. Stigahæstir: Valur: Stefán Bjarkason 30, Kári Mariasson 19, Þórir Magnússon 17 og Jóhannes Magnússon 14. HSK: Guðmundur Svavarsson 19, Þröstur Guuðmundsson 13 og Jón Óskarsson 12. Vitaskot: Valur: 8:4. HSK: 26:15. VALUR SfFELLT Á UPPLEID HSK HEFUR LÍKLEGA FORÐAÐ SÉR FRÁ FALLI HSK-IS 69:67 (28:23) Skarphéöinsmenn höföu oft- ast yfir i þessum leik, þaö var aðeins á lokaminútum leiksins sem Stúdentum tókst að jafna. HSK hefur tvö stig yfir og aðeins eru 6 sekúndur eftir af leiknum, þegar Jón! Indriöason IS fær tvö vitaskot, Jón hittir úr báðum skotunum, og þar meö er staðan jöfn og aðeins 5-6 sekúndur eftir. En það ótrúlega gerðist, Laugvetningar bruna upp völlinn, og þrátt fyrir þunga pressu stúdenta, komast HSK menn yfir að körfu ÍS á þessum sekúndum, og fáeinum sekúndubrotum áöur en leikur- inn er flautaður af, skorar Ólaf- ur Jóhannesson úrslitakörfuna fyrir HSK. HSK byrjaöi leikinn fremur rólega, en komust þó 5:3, en tS jafnar 7:7, siðan skiptast liöin á um eins stigs forystu þar til staðan er aftur jöfn nú 17:17, þá kemur góöur kafli hjá HSK, þeir gera á stuttu timabili 10 stig gegn aðeins þremur frá tS. Stúdentar léku mun betur i siöari hálfleik, og um miðjan hálfleikinn hafði þeim tekizt að minnka muninn niðri aðeins 1 stig, 42:41, fyrir HSK. En HSK-menn með Birki Þor- kelsson sem langbezta mann voru ekkert á þvi að gefa eftir, en samt tókst Inga Stefánssyni stpdent , að jafna leikinn 59:59, og aftur erstaðanjöfn 61:61, en þá færði góður leikur Jóns Óskarssonar, HSK 4 stig, öll fengin úr vitum, en eins og fyrr segir jafnaði Jón Indriðason úr vitum, en Ólafur skorar sigur- körfuna fyrir HSK á siöustu sekúndum leiksins. Tæpara mátti það ekki standa. Með þessum sigri HSK, má segja að leikmenn liðsins hafi sent Akureyrar-ÞÓR burt úr deildinni. HSK hefur 6 stig, en ÞÓR aðeins 2, og ÞÓR á eftir aö leika við Armann, HSK og Val, alla leikina hér fyrir sunnan, og útilokaö að liðinu takist að ná sér i 4 stig, eins og þeir þurfa til þess að fá aukaleik við HSK um fallið. Laugvetningar mega vel við una við árangur sinn 6 stig og kannski 2 I viðbót, þvi liðiö varð fyrir miklu áfalli i byrjun keppnistimabilsins er ljóst varð að Anton Bjarnason, Einar Sigfússon og Guðmundur Böðvarsson færu allir frá liöinu, en þetta voru þrir stigahæstu leikmenn HSK liðsins I fyrra. En Þröstur Guðmundsson og Ólafur Jóhannesson sáu um það að halda liðinu i 1. deild ásamt góðri aðstoð félaga sinna, sér- staklega Birkis Þorkelssonar sem var hættur körfuknattleik og þjálfaöi liðið i fyrra, en lék nú flesta leiki liðsins, og reynsla hans haföi góö áhrif á hina ungu leikmenn liðsins. Stigahæstir: HSK: Birkir 24, Ólafur 15 og Jón 14. tS: Bjarni Gunnar Sveinsson 18, Steinn Sveinsson 13 og Ingi Stefánsson 10. Vitaskot: HSK: 16:10. tS: 16:12. — PK Miövikudagur 11. april 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.