Alþýðublaðið - 17.04.1973, Síða 5

Alþýðublaðið - 17.04.1973, Síða 5
Alþyðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ristjórnarfulltrúi Bjarni Sig- tryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðset- ur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf. NEYTANDINN ER HUNDELTUR Viðtökur þær, sem reykviskar húsmæður hafa fengið er þær dirfðust að mótmæla stór- hækkandi verði á lifsnauð- synjum, hafa vonandi vakið marga tii utnhugsunar um það, hversu gersamlega réttur neyt- andans er fyrir borð borinn i is- lenzku þjóðfélagi. Húsmæður — fulltrúar neytenda, sem eru mikill meginþorri þjóðarinnar — risa upp til þess að mótmæla hækkandi vöruverði, sem er á góðri leið með að gera ráð- stöfunartekjur heimilanna að engu. A sömu stundu risa kolbitar úr öskustóm sinum i hverju horni og hella sér yfir húsmæðurnar með óbóta- skömmum og svigurmæium og reyna að draga aðgerðir þeirra niður i forað forheimsku, for- dónta og haturs. Þær eru sakaðar um bændahatur — hið gamla skammaryrði um Alþýðuflokkinn. Unt heimsku. Unt skilningsleysi. Um þjónkun við pólitiska flokka. Um óbil- girni, ruddaskap og annað þar fram eftir götunum. Slikar og þviiikar skammir hafa dunið yfir reykviskum húsmæðrum á morgnana, þegar lesið er úr forystugreinum dagblaða og landsmáiablaða. Svo að segja hvert eitt og einasta blað að Alþýðublaðinu undanteknu hefur tekið þátt'I árásinni á reykvisku húsmæðurnar og hafa þau keppzt um að velja þeim sem hæðilegust heiti. Þannig hafa f jölmiðlarnir hópazt sarnan til þess að verja aðstöðu framleiðenda, miliiliða og þeirra, sem verðhækkunum valda. Neytendurnir hins vegar eiga málsvarana fáa. Þeir standa óstuddir, verða fyrir að- kasti og sæta hæðnisyrðum. Það er engin tilviljun, að enn skuli engin neytendalöggjöf vera til á islandi, þótt slikar lagasetningar séu lengi búnar að vera i gildi i nálægum löndum og teljist þannig til al- mennra mannréttinda. Það er ekkert undarlegt, þótt islenzki neytandinn sé réttlaus. Hús- mæðurnar I Reykjavík og annars staðar, sem hafa leyft sér að mótmæla óðaverð- hækkunum á þýðingarmestu lifsnauðsynjum heimilanna, fá nú óþyrmilega að finna fyrir óréttinum, — jafnvel ofsóknun- um — sem þeir eru beittir, er vilja vernda rétt neytenda á ls- landi. Alþýðuflokkurinn og Alþýðuflokksmen hafa lengi mátt finna fyrir þvi. Margir landsmenn þekkja þá ekki undir öðru nafni, en „óvinir bænd- anna" — sama nafni og nú er verið að reyna að klina á reyk- viskar húsmæður. Og Alþýðu- flokksmenn hafa öðlazt þetta heiti á sama hátt og hús- mæðurnar — mcð þvi að halda fram rétti neytandans, ekki gagnvart bændum, heldur gagnvart milliliðum og rangt skipulögðu framleiðslu- og dreif ingakerf i þessarar at- vinnugreinar. Mesta fyrirlitningin á reyk- viskum húsmæðrum og baráttu þeirra fyrir hagsmunum neyt- endanna sýnir þó rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Daginn eftir að húsmæðurnar mót- mæitu landbúnaðarvöruverðs- hækkuninni lagði rikisstjórnin fram á Alþingi frumvarp um Stofnlánadeild landhúnaöarins, sem ma. gerir ráð fyrir enn einni hækkuninni á land- búnaðarvörunum. Þær á að hækka um nokkuð á annan tug milljóna á ársgrundveili til þess að útvega meiri peninga I lána- sjóð fyrir bændur. Þetta framferði er algerlega dæmaiaust. Með valdboði á að láta neytendur fjármagna lána- sjóð til framkvæmda I þágu ákveðinnar atvinnugreinar. Með þvi að hækka mjólk, kjöt og smjör ennþá einu sinni á að skylda neytendur til þess að GEFA peninga, sem á siðan að nota til að fjármagna fram- kvæmdir i sveitum. Þetta er til- kynnt beint ofan I mótmæli hús- mæðra við þessum verðhækk- unum á þessum afurðum. Þannig er staða neytandans i islenzku þjóðfélagi. Réttur hans er nákvæmlega enginn. Það er ckki einu sinni á hann hiustað. llann er haföur að háði og spotti, hataöur og hundeltur, ai svo til öllum, þegar hann vogar að láta á sér kræla. MÁL ALÞÝÐUFLOKKSINS Siðari ræðumaður Alþýðu- flokksins i útvarpsumræðunum s.l. fimmtudagskvöld var Pétur Pétursson, alþm. 1 upphafi fór Pétur nokkrum orðum um van- efndir stjórnarinnar á loforðum hennar, eins og þau komu m.a. fram i málefnasamningnum, og ósamlyndi stjórnarsinna. Siðan vék Pétur að aðalefni ræðu sinn- ar, að málefnum þeim, sem þing- menn Alþýðuflokksins hafa sett á oddinn i störfum sinum f vetur. Pétur sagði. En nú ætla ég að láta útrætt um ólán og ólánsathafnir rikis- stjórnarinnar. Ég mun hins vegar segja háttvirtum hlustendum frá nokkrum þeirra þingmála, sem við, þingmenn Alþýðuflokksins, höfum flutt á yfirstandandi vetri. Þegar sleppir dægurmálunum, þá finnst mér, að þingmenn, eins og aðrir landsmenn, séu skyldugir til þess að hugsa til framtiðar- innar. Það er áreiðanlega ekki erfiðast að stjórna þjóðfélaginu frá degi til dags með skulda- söfnun og tilheyrandi. En allir hugsandi menn hljóta að sjá og viðurkenna, að það sé eðlilegt og rétt, að vinnubrögð á Alþingi séu umfram annað miðuð við það þjóðfélag, sem vcrður á Islandi eftir tuttugu — þrjátiu ár. Það er þvi, að minu ihati, skylda þing- manna, að gera sér grein fyrir þvi, hvaða ráðstafanir þarf að gera i tilteknum málum til þess að sú kynslóð, sem næst tekur við, taki ekki bara við skuldaböggum og niðurbrotnu efnahagskerfi, heldur sé fyrir þvi hugsað, að fólki á tslandi næstu áratugi geti liðið eins vel, og helzt betur, en okkur hefur liðið á undanförnum áratugum. Þjóðareign á landinu Við þingmenn Alþýðuflokksins, að frumkvæði Braga Sigur- jónssonar á Akureyri, höfum nú enn á ný fiutt tillögu um það, að rikisstjórnin láti sérfróða menn semja frumvörp um eignarráð og eignarréttindi yfir byggðu landi, sem óbyggðu, stöðuvötnum i byggð og óbyggðum, fallvötnum, jarðhita og hvers konar vinnslu verðmæta úr jörðu. Við litum svo á, að allt þetta hljóti i framtiðinni að verða sam- eign allrar þjóðarinnar. Megin efni og tilgangur þess- arar tillögu er að fá það sett i lög, að undangenginni vandlegri athugun, að forða þvi, að ein- stakir peningamenn eða brask- arar, geti komizt yfir svo og svo stór lapdssvæði, hvort sem er i byggð eða óbyggð. Við teljum, að óbyggt land eigi i reynd að vera i eign allrar þjóðarinnar. Við teljum óeðlilegt og óréttlátt, að peningamenn geti eignazt fall- vötn eða aðgang að fallvötnum, sem eru mikils virði. Við erum ennfremur á móti þvi, að þó svo hafi viljað til, að tiltekin fallvötn renni fram hjá eða i gegnum landareign einstaklings, þá sé það sjálfgefið, að hann geti rakað saman milljónum króna, t.d. vegna virkjana i almanna þágu. Út yfir tekur þó, þegar braskarar láta jarðirnar fara i eyði, en hirða gróðann. Þá teljum við einnig, að jarðvarmi, sem dylst langt niðri i jarðskorpunni, þannig að ekki gæti orðið um vinnslu þeirrar orku að ræða, nema fyrir atbeina hins opinbera, að þá eigi hann að vera alþjóðareign. Hitt vil ég taka fram gagnvart bændum, að gert er ráð fyrir þvi i okkar tillögum, að þeir eigi sinar jarðir, þangað til og ef þeir vilja selja þær til annars en búskapar, en að öðrum kosti hafi rikið forkaupsrétt, en ekki einhverjir braskarar. tsland er stórt land, en hér býr fátt fólk. Við Alþýðuflokksmenn teljum, að það sé stórhættulegt, ef einstaklingar komast yfir stór landssvæði eða stórverðmæti i sambandi við eignaraðild að landinu sjálfu, svo að ekki sé talað um, ef útlendingar skyldu vera á bak við einhverja þessara manna. Má ég ennfremur benda á, að þessi mál verða erfiðari og erfiðari viðfangs eftir þvi sem timar liða. Þetta er eitt af þeim málum, sem verður að leysa á næstu áratugum, þvi þjóðin hlýtur að viðurkenna, að i þessum efnum á að rikja jafnrétti þegn- anna en ekki braskara sjónarmið. tslenzkt land ereign allra Islend- inga. Ég vil ekki ganga á eignar- rétt einstaklinganna, en ég vil segja hitt ákveðið, að þegar farið er að misnota þennan eignarrétt, þá á rikissvaldið að taka i taumana og fyrirbyggja slíka misnotkun. Hér er fyrsta dæmið um það, sem ég skil ekki, að svo- kölluð vinstri stjórn, skuli ekki geta fallizt á, að þetta mál sé athugað af sérfróðum mönnum eins og við höfum iagt til. Athug- unin ætti ekki að þurfa að kosta svo mikið. Það yrði hvort eð er ákvörðun Alþingis á sinum tima, hvort rétt sé að taka alvarlega á þessum málum, En svokölluð „vinstri stjórn” treystir sér ekki einu sinni til að láta athuga málið. Við hvað er hæstvirt rikisstjórn hrædd? Atvinnulýðræði Mig langar i annan stað að minnast á tillögu, sem við, þing- menn Alþýðuflokksins, höfum flutt um atvinnulýðræði. Það er nú að verða almennara i nálægum löndum, að verkamenn i fyrirtækjum fái tiltekna aðild að stjórn fyrirtækja. 1 Danmörku hefur þessi þróun orðið sérstak- lega athyglisverð. Þar hafa komið fram tillögur um, að verkafólk fyrirtækja fái tiltekinn eignarrétt i atvinnufyrirtækj- unum eftir ákveðnum reglum, sem i reynd þýðir sparnað verka- fólksins. Ef islenzka þjóðin þarf einhvers við nú á dögum, þá er það svo sannarlega sparnaður hjá almenningi. Við Alþýðufl. nienn teljum, að hér sé um meiri háttar mál að ræða, fyrir uppbyggingu og stjórn atvinnu- fyrirtækja á næstu áratugum. Tillagan gerir ráð fyrir þvi að fela rikisstjórninni að skipa nefnd til að semja frumvarp til laga um atvinnulýðræði, þar sem laun- þegum yrði tryggð áhrif á stjórn fyrirtækja og hlutdeild i arði af rekstri þeirra. Það er næsta ótrú- legt, að þingmenn stjórnar- flokkanna og Sjálfstæðisflokksins skuli ekki þora að láta samþykkja þessa tillögu, heldur visa henni til hæstvirtrar rikisstjórnar, sem þýðir auðvitað i raun, að ekkert verður gert. Af hverju má ekki athuga þetta mál? Hvaða skaða myndi það valda? Hvar er nú áhugi Alþýðubandalagsmanna og Samtaka frjálslyndra fyrir vel- ferð vinnandi fóíks? Oliuverzlun Þá vil ég minnast á eitt mál, sem hefur verið mikið áhugamáí Alþýðubandalajsins siðustu tiu — tólf árin, en það er þjóðnýting oliuverzlunar á Islandi. Alþýðu- flokkurinn hefur i marga áratugi verið þess sinnis, að innflutning og sölu á oliuvörum i landinu eigi að þjóðnýta, meðal annars vegna þess, að mest af oliuvörum, sem til landsins koma eru i reynd fluttar inn af rikinu. Þegar Alþýðuflokkurinn var i stjórn fékk hann þessu ekki ráðið. En nú er komin „vinstri stjórn” i landinu og i sjálfu „Ólafskveri” segir: „Að taka skuli skipulag oliusölunnar til endurskoðunar”. Við, þingmenn Alþýðuflokksins höfum flutt tillögu um að kjósa skuli 7 manna nefnd til að gera tillögur um endurskipulagningu á innflutningi á oliuvörum og dreif- ingu þeirra i landinu, i þvi augna- miði að tryggja fyllstu hag- kvæmni i innkaupum, sölu og dreifingu oliuvara. Hér er aðeins um að ræða tillögu um að gera athugun á þessum málum. Hátt- virtir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa nátturlega haldið þvi fram, að hér væri um þjóð- nýtingu að ræða, en þessi tillaga gerir alls ekki ráð íyrir neinni þjóðnýtingu, heidur aðeins athugun á þessum málum i heild. Nú skyldi maður halda, að þegar „vinstri stjórn” er við völd i landinu, þá hlyti hún að vera þvi sammála að slik athugun yrði gerð. Alveg sérstaklega má minna á það, að þingmenn Alþýöubandalagsins, allir með tölu, hafa lagt á það þunga áherzlu siðustu tólf ár, að þjóð- nýting oliuverzlunar kæmist i framkvæmd. Talsmenn hins frjálsa framtaks segja, að dreif- ingarkerfið geti ekki verið betra heldur en það er nú. Ekki skal ég dæma um það. Hins vegar þykist ég hafa rétt til að efast um, að svo sé. Þessi tillaga kom til afgreiðslu i Atvinnumálanefnd sameinaðs þings fyrir nokkrum dögum. Ég satt að segja hélt, að annað hvort myndu talsmenn hins frjálsa framtaks vilja samþykkja til- löguna til að fá það staðfest, að þeirra skoðun væri rétt, eða þá að talsmenn stjórnarflokkanna vildu ganga úr skugga um, að þeirra skoðun sem þeir sögðu i „Ólafs- kveri”, að þeir ætluðu að fram- kvæma, væri rétt, sem hefði þá fariðsaman við okkar skoðun. En hvorugt skeði. I Atvinnumála- nefnd urðu fulltrúar stjórnar- flokkanna og Sjálfstæðisflokksins sammála um það, að visa þessu máli til rfkisstjórnarinnar. Málið snýst aðeins um það, á hvern hátt islenzk þjóð geti hagað innkaup- um, sölu og dreifingu oliuvara á Islandi þannig, að það verði sem hagkvæmast fyrir þjóðina. Það vita allir, að viða á landinu er þrefalt dreifingarkerfi. Og það vita lika allir, að það er sama verð á oliu frá hvaða oliufélagi, sem keypt er. Alveg finnst mér það sérstaklega átakanlegt, og hörmulegur atburður, þegar sjálfur formaður Alþýðubanda- lagsins, Ragnar Arnalds, skrifar undir nefndarálit meiri hluta Atvinnumálanefndar með Sjálf- : stæðismönnum og öllum öðrum ' fulltrúum úr stjórnarflokkunum Pctur Pétursson um það, að það megi ekki sam- þykkja svona tillögu, heldur skuli visa henni til rikisstjórnarinnar. Samtök lrjálslyndra eltu í þessu máli, eins og i mörgum öðrum. Ég verð að segja, að það hefur ekki legið mikið á bak við áskor anir Alþýðubandalagsmanna um tólf ára skeið, þegar þeir heimt- uðu, að oliuverzlunin yrði öll þjóðnýtt. En svo neita þeir að láta fara fram athugun á þvi, með hvaða hætti landsmenn geti lengið oliuvörur með hag- kvæmustum hætti. Er aldrei hægt að taka mark á þessum mönnum? Sama hvaða málefni er um að ræða. Ég hef aðeins nefnt hér örfá af þeim málum, sem Alþýiuflokk- urinn hefur viljað berjast sér- staklega fyrir. Auðvitað fáum við engin mál samþykkt, oftast vegna þess, að bæði stjórnar- flokkarnir aliir — og Sjálfstæðis- flokkurinn eru á móti þeim. Rikisstjórnin hlýtur þó að viður kenna, að við höfum staðið með ýmsum málum, sem hún hefur íagt fram. Við höfum samþykkt þau mál rikisstjórnarinnar, sem okkur hefur þótt vera til bóta fyrir islenzkt þjóðfélag, en barizt gegn hinum, sem þvi miður eru fleiri sem við teljum að sé óráð að framkvæma. Það veit enginn i dag, hvað langt verður til næstu kosninga. Kannski hanga þeir saman til 1975. En ég þori að segja það, að ef þróunin i efnahagsmálum verður með svipuðum hætti, og hún hefur verið þessi siðustu tæp tvö ár, þá er ég að minnstakosti óhræddur við að ganga til kosninga fyrir Alþýðuflokkinn. Flokkurinn gengur ótrauður til næstu orrustu, hvort sem hún verður fyrr eða siðar, Hann mun nú eins og alltaf áður treysta á dómgreind fólksins i landinu og láta málefnin ráða hverju sinni. Við munum halda áfram að berjast fyrir stefnu jafnaðar- manna á Islandi. KAFLAR ÚR ÚTVARPSRÆÐU PÉTURS PÉTURSSONAR ALÞINGISAAANNS Þriöjudagur 17. april 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.