Alþýðublaðið - 17.04.1973, Qupperneq 12
alþýóu
m\m
Auglýsingasími
Alþýðublaðsi ns
er 86660
KQPAYOGS APÚTEK
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til
kl. 2, sunnudaga milli
kl. 1 og 3.s|m-|40102i
Bobby
Charlton
hættir
Enn eitt gamalt hús féll i gær
fyrir „kúlunni”, sem svo oft er
notuð til að fullnægja dauða-
dómum af þessu tagi. Húsið,
sem þarna féll var Tunga við
Laugaveg, sem margir kannast
við. Tunga var eitt af Reykja-
vikurbýlunum, og síðasti bónd-
inn þar var Guðmundur Olafs-
son, Guðmundur i Tungu, og
þegar árið 1943 flýði hann um-
feröina og reisti sér annað bú
inn við Elliðavog. sem hann
skýrði Elliðatungu.
Þetta hús þótti veglegt á sin-
um tima, þegar Helgi i Tungu
Ein og hálf milljón í
starfslaun listamanna
48 KALLAÐIR
-8 UTVALDIR
Það er greinilegt, að islenzkir
listamenn hafa ýmislegt i bígerð,
ef dæma má af eftirsókninni i
starfslaun listamanna, sem nú
hefur verið úthlutað í fimmta
sinn. 48 listamenn sóttu um en
ekki var unnt að veita nema átta
listamönnum laun. Upphæðin,
sem úthlutað var er 1.5 milljónir
króna, og fær hver listamaður
mánaðarlaun sem svara byrj-
unarlaunum menntaskólakenn-
ara.
Þeir sem fengu starfslaunin
eru: Borgar Garðarsson leikari i
eitt ár, Hildur Hákonardóttir,
listvefari i eitt ár, Einar Bragi
rithöfundur i 9 mánuði, Jóhannes
Helgi rithöfundur, i sex mánuði,
Eyborg Guðmundsdóttir listmál-
ari i þrjámánuði, Eyjóifur
Einarsson listmálari i þrjá
mánuði, Jónas Tómasson, tón-
skáld i þrjá mánuði og Ólafur
Haukur Simonarson, rithöfundur
i þrjámánuði.
Borgar hlaut starfslaunin til
að fara til náms og starfs hjá Lilla
Teatern i Helsingfors, Hildur til
að vefa teppi, sem sýnir stöðu
konunnar i þjóðfélaginu i dag,
Einar Bragi til að rita heimildar-
sögu um selstöðukaupmanninn
Georg Andrés Khyn, sem galt
fyrir hugsjónir sinar um frjálst
framtak einstaklingsins með 25
ára fangelsi, Jóhannes Helgi til
að rita leikrit, Eyborg til að vinna
að málaralist og undirbúa sýn-
ingu, Eyjólfur til hins sama,
Jónas til að vinna að hljóm-
sveitarverki og Olafur Haukur til
að vinna að skáldsögu — hún
fjallar um „útbrot úr borgaralegu
lifsmynztri, umhverfi, sem stenzt
ekki lengur”.
reisti það, en undanfarin ár hef-
ur verið litil reisn yfir þvi — það
má segja, að það hafi kafnað
þarna fyrir framan stórhýsið,
sem er risið á Tungutúninu, þar
til það varð alveg að láta i minni
pokann fyrir nýja timanum i
gær.
DAUÐADOMI
FULLNÆGT
LITAREFNI VHI
STIMPLUN KJÖTS BANNAD
VEGNA KRAB8AMEINSHÆTTU
Rauðbleika litareí'nið,
sem árum saman hefur
verið notað við gæða-
stimplun á kjöti og til
þess að lita ýmis fæðu-
efni, svo s$m eins og
rjómais, hefur nú verið
bannað af bandariskum
stjórnvöldum. Niður-
stöður rannsókna á efn-
inu, sem gerðar hafa
verið i Japan, benda til
þess, að það kunni að
geta valdið krabba-
meini.
Bandariska Matvæia-
og lyfjastofnunin aftur-
kallaði i byrjun þessa
mánaðar notkunarleyfi
sitt á litarefninu ,,Fjólu-
blátt nr. 1”, en notkun
þess hefur verið leyfð i
USA siðustu 22 árin.
Talsmenn stofnunar-
innar sögðu, að komið
hefði i ljós i tilraunum i
Japan, að rottur, sem
fengið hefðu efnið i 5%
fæðu sinnar hefðu sýnt
merki um krabbamein á
byrjunarstigi. Landbún-
aðarráðuneytið banda-
riska tilkynnti, að fram-
vegis myndu önnur
litarefni verða notuð af
starfsmönnum þess við
gæðastimplun á kjöti.
Knattspyrnukappinn heims-
kunni Bobby Charlton, til-
kynnti i gærkvöld að hann
hygðist leggja knattspyrnu-
skóna á hilluna í vor. Charlton
gaf jafnframt i skyn að hann
hefði hug á að vera áfram i
knattspyrnunni, og þá sem
framkvæmdastjóri einhvers
félags.
Bobby er án efa einn
þekktasti knattspyrnumaður
okkar tima. Hann er bæði
þekktur fyrir snilli sina og
ekki siður prúðmennsku.
Hann var einn örfárra leik-
manna sem komust lifs af
þegar Manchester United lenti
i flugslysi við Munchen 1958.
Saga ís-
lenzkrar
myndlist-
ar frá
upphafi
Nú hefur Björn Th. Björnsson,
listfræðingur, lokið þvi mikla
verki að skrásetja sögu is-
lenzkrar myndlistar frá upphafi
og til okkar daga, eða nánar frá
16. öld og fram til þeirra lista-
manna, sem kvöddu sér hljóðs
árið 1947.
Fyrra bindi verksins kom út
árið 1964, en hið siðara var
kynnt blaðamönnum i gær. Með
þvi er lokið þvi verki, sem
Ragnar Jónsson (i Smára) lagði
drög að, þegar hann gaf Alþýðu-
sambandi Islands stofninn að
Listasafninu. Hann gaf fé til
verksins og mælti svo fyrir að
öllum ágóða skuli varið til efl-
ingar safninu.
Sambúð án hjúskapar veitir
sama rétt til tryggingabóta
Hjónabandið er ekki hið eina
form sambúðar, sem tryggingar-
löggjöf okkar viðurkennir, þvi i
nýútkomnum bæklingi frá Trygg-
ingarstofnun rikisins um bætur til
ekkna, ekkla og einstæðra
foreldra er svohljóðandi kafli:
„Karl og kona, sem búa saman
og eru bæði ógift, eiga sama rétt
til bóta og hjón, ef þau hafa átt
saman barn eða konan er þunguð
af hans völdum eða sambúðin
hefur varað samfleytt i 2 ár.
Sama gildir um bótarétt þess,
sem eftir lifir þegar hitt deyr”.
Auk fyrrgreinds bæklings kom
einnig út fyrir skemmstu bækl-
ingur um slysabætur, og sagði
örn Eiðsson, blaðafulltrúi
Tryggingarstofnunarinnar að
þetta væru fyrstu tveir af röð
bæklinga, sem stofnunin hygðist
gefa út til að auðvelda almenningi
að átta sig á stöðu sinni og rétti til
tryggingabóta — og fást bækling-
arnir ókeypis hjá Trygginga-
stofnunni.
Bótaupphæðir þær, sem i bækl-
ingunum eru skráðar, eru miðað-
ar við 1. april.