Alþýðublaðið - 18.05.1973, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 18.05.1973, Qupperneq 12
alþýðu TRÚBROTS- LAG Á TOPPNUM í AMERÍKU Gunnar Þórðarson úr Trúbrot, sem leikur nú með Rió trióinu, varð heldur hlessa er hann kom meö trióinu til borgar einnar i miðrikjum Bandarikjanna fyrir skömmu þvi þar könnuðust menn vel við Gunnar og þótti fengur i komu hans. Gunnar vissi lengi vel ekki hvaöan á sig stóð veðrið og hélt að um einhvern misskilning væri að ræða. Svo var þó ekki, þvi lagið Down by the water, af Mandala plötu Trúbrots, hafði verið þar efst á vinsældalistanum i hvorki meira né minna en þrjá mánuði, og er það með mestu vinsældum, sem eitt lag hefur hlotið þar i borg. BANASLYS Á KEFLA- VÍKURVEGI Banaslys varð á Reykjanes- braut i gærdag, er bill ók á 12 ára dreng á reiðhjóli, með þeim af- leiöingum að drengurinn lézt samstundis. Slysið varð um kl. 3 og átti sér stað á móts viö afleggjarann að Innri-Njarövik. Billinn og dreng- urinn voru á sömu leið, en ekki er fullljóst hvað olli slysinu. ökumaður bilsins er Banda- rikjamaöur, búsettur á Keflavik- urflugvelli, en drengurinn var úr Ytri-Njarðvik. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. — „Þegar maður sér þetta land, þá skilur maður að þið lslendingar lifið á sjónum og verðið að fá ykkar 50 milna land- helgi”, sagði einn brezkur blaða- maður við blaðamann Alþýðu- blaðsins i flugi meö Landhelgis- gæzlunni . Orð þessi lét Englendingurinn falla, þegar flogið var norður yfir gráar heiðar og þótti honum einsýnt, að af gróðri jarðar yrði enginn Islendingur feitur. INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ ^AJIL LÁNSVIÐSKIPTA WIJNAÐARBANKI m/ ÍSLANDS KOPAVOGS APÚTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl. 1 og 3.Sími40102> HERFERÐ HAFIN TIL HREINSUNAR BORGARINNAR Ryðguð hálfrifin bilflök hverskyns járnarusl, annan sóðaskap og loks stóran skita- haug, getur að lita á svonefndu Melavallarporti við Rauða gerði, en börn úr nágrenninu sækja i þannan stað til leikja Sóðaskapur og hirðu- leysi Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um sóðaskap og hirðu- leysi, sem fréttamaður ljós- myndari sáu á ferð sinni um bæ- inn i gær i tilefni þess að fegr- unarnefnd Reykjavikur hefur nú hafið sumarstarf sitt. Lóðahreinsunarfrestur en nú einnig útrunninn, og eftir öllu aí dæma, mun hreinsunardeild borgarinnar hafa nóg að gera i sumar, ef einstaklingar og fyrirtæki taka ekki þegar við sér við hreinsun og tiltektir. Ljótar baklóðir 1 Múlunum, sem eru nú óð- fluga að byggjast nýjum og snyrtilegum iðnaðarhúsum, gal að lita ótrúlegan sóðaskap á baklóðum og virðast eigendur þessara húsa nær undantekn- ingarlaust ekkert leggja upp úr bakhliðum fyrirtækja sinna. Sem dæmi má nefna að á milli SS við Grensásveg, og Fial hússins við Siðumúla, var mikið spýtnabrak og járnarusl þóttnokkurár séu liðin frá þvi að bæöi þessi hús voru reist. Umhverfið er einnig ófrágengið og óhrjálegt. Undirstrika misræmið Skaut nokkuð skökku við að sjá gljáfægða bila i kring um þessi hús, hvar sem sléttan blett var að finna, en þeir undirstrik- uðu misræmið i umgengnisvenj- um manna, á áhrifarikan hátt. A bak við Glófaxa og Jarðýt- una s/f við Armúla var ekki feg- urra um að litast. Þar var járnaruslið öllu stórbrotnara á óruddri og gróðurlausri lóðinni. Bæði þessi hús eru búin að standa þarna i mörg ár, en hinu- megin við götuna er hús raf- magnsveitunnar, sem er rétt nýfrágengið, en þrátt fyrir það er þegar búið að skapa þar hið snyrtilegasta umhverfi með grasi, trjágróðri og blómum. ÞEIR ÞA í HÖFN? Úr þvi Einar Agústsson og sir Alec Douglas-Home hittust ekki i Strassbourg i gær, þá er ekki loku fyrir það skotið að þeir eigi eftir að hittast og eiga óformlegar við- ræður i Kaupmannahöfn í næsta mánuði, en þá er ráðgerður fund- ur utanrikisráöherra NATO-- rikjanna. Tillögur Henry Kissingers um nýjan Atlanzhafssáttmála, sem Nixon og Pompidou munu ræða hér i Reykjavik um mánaðamót- in, verða aðalumræðuefni ráð- herrafundarins, en hann fer fram 14. og 15 júni. Aðstoðarutanrikisráðherra Bandarikjanna, Robert Hill, sagði i gær að i hugmyndum Kiss- ingers væri ekki gert ráð fyrir breytingum á stofnsáttmála NATO. ,,Það sem við viljum fá fram eru umræður um nútima- legra form bandalagsins”, sagði hann. „1 framtiðinni verða stórveldin fimm i stað tveggja, Atlanzhafs- bandalagsins og Varsjárbanda- lagsins. Það verða Bandarikin, evrópsk NATO-riki, Sovétrikin, Kina og Japan”. Magnús Kjartansson ÁGREININGUR BRETA ER OKKUR (HAG ,,Þau vandkvæði sem Bretar hafa lent i hér á fiskimiðunum valda greinilega ágreiningi innan þeirra raða. Það eru skiptar skoðanir, hvernig bregðast eigi við þessum vanda, og þessi ágreiningur kemur nú fram alveg opinskátt. Og auðvitaö styrkir hann okkar stöðu, og sýnir að að- gerðirokkar hafa verið árangurs- rikari en margir hafa gert sér ASMUNDUR ATTRÆÐUR A SUNNUDAGINN „Ég er svo íslenzkur tröllkarl í mér... »f ,,Ég verð ekki heima á afmælisdag- inn, þvi ég er á móti fyllerii og köku- áti”, sagði listamaðurinn Asmundur Sveinsson i stuttu spjalli við Alþ.bl. i gær, en Asmundur verður áttræður á sunnudag. ,,Ég er farinn að gefa mig blessaður vertu”, sagði listamaður- inn”. „Nú vil ég bara aö borgin og rik- iðhirði allt saman fyrir mig. Og ég hef von um að það takist á endanum. Þeir eru til, sem vilja kaupa þetta allt til Ameriku, en ég er á móti þvi. Ég er nefnilega svo islenzkur tröllkarl i mér”. Og þessu fygldi hressilegur hlátur. Nýjasta verk Ásmundar er „Ljóðið til fjallkonunnar”, sem listamaðurinn hefur gert til að minnast 1100 ára byggðar á Islandi. „Þessa mynd vil ég stækka”, segir hann, en ekki sagðist hann hafa gert það upp við sig, hvar hann vildi að hún stæði i framtiöinni. „Það höfum við myndhöggvararnir þó framyfir arkitektana, að við getum látið flytja draslið til, ef okkur likar ekki staðsetningin” bætti hann við og hló. 1 tilefni afmælis listamannsins, verður á sunnudaginn kl. 15 opnuð sýn- ing á verkum hans og nokkurra nem- enda hans i Asmundarsalnum. grein fyrir,” sagði Magnús Kjart- ansson ráðherra i gærkvöld. Yfirvöld i Bretlandi þinguðu i allan gærdag vegna ákvörðunar brezku skipstjóranna, að þeir myndu halda sig utan 50 milna markanna, kæmi ekki til her- skipavernd. I gærkvöld hafði eng- in ákvörðun verið tekin, og frekar er búizt við neikvæðum viðbrögð- um brezkra stjórnvalda fyrst i stað. Á meðan biða brezkir togar- ar utan 50 milnanna þrátt fyrir tilmæli útgerðarmanna og að- stoðarskipa um að fara inn fyrir 50 milurnar aftur. „Við Islendingar getum verið þess ákaflega fullvissir, að viö munum sigra i þessari viðureign. Við höfum að visu ekki afl á við Breta, kjósi þeir að beita sliku, en timinn mun vinna með okkur og almenningsálitið lika,” sagði Magnús Kjartansson. Það var i fyrrinótt, sem spurnir bárustaf þvi, að brezku togararn- ir væru að yfirgefa landhelgina. Höfðu þeir gefið brezkum stjörn- völdum frest til klukkan 4 þá um nóttina, til að senda herskip á Is- landsmið. Þegar það brást, héldu þeir af miðunum Vitað er um tvö brezk herskip utan 50 milnanna undan Aust- fjörðum. Heita þau Eric og Ply- mouth. Hvorugt þeirra hafði af- skipti af brezku togurunum i gær. Var þó reynt að narra annað þeirra til átaka, með þvi að brezkt eftirlitsskip laug upp tog- aratöku islenzks varðskips. Flaug þá þyrla frá herskipinu yfir svæð- ið til að kanna aðstæður, en sneri siðan við.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.