Alþýðublaðið - 19.05.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.05.1973, Blaðsíða 1
LEYNIUTVARPS- MENNIRNIR EKKI AF BAKI DOTTNIR Nú hafa ungu ,,leyniútvarpsmennirn- ir," sem reyndar eru sakamenn sem stendur, í augum kerfisins, hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem þeir leita eftir aðstoð áhugafólks um „dæg- urtónlist allan sólarhringinn." Þetta er þeirra svar við málshöfðun Landssímans, en á undirskriftaskjalinu er gert ráð fyrir, að ríkisútvarpið setji á stofn aðra útvarpsstöð, þannig að ekki er um að ræða kröfu um breytingu á regl- um um einkaleyfi ríkisins á útvarps- rekstri. Undirskriftalistum hefur þegar verið dreift í hl jómplötuverzlanir í Reykjavík. Áhugi á að fá Alþýðuflokkinn í stjórnina STEFNA HANS ÓBREYTT Komiö hefur fram áhugi af hálfu aðila i rikisstjórn- inni um aö Alþýðuflokkur- inn geröist aöili aö stjórn- inni á grundvelli nýs mál- efnasamnings. Máliö hefur verið rætt viö formann og varaformann Alþýöu- flokksins og þingflokkur og framkvæmdastjórn flokks- ins hafa fjallað um þaö á fundi. 1 gær var svo haldinn fundur i flokksstjórninni, þar sem máiið var á dag- skrá. Niöurstaöa allra þessara funda var sú aö halda óbreyttri þeirri stefnu, sem mörkuö var af hálfu Al- þýöuflokksins, þegar nú- verandi stjórn var mynduö, en þá afréö Alþýöuflokkur- inn aö taka ekki þátt I stjórnarmynduninni eins og kunnugt er. Þetta kemur m.a. fram i viðtali, sem Al- [\ýöublaöiö átti viö Gylfa Þ. Gislason, formann Alþýðu- flokksins og birt er á bls. 3 i blaöinu i dag. BYGGING 1000 MANNA MÖTU- NEYTIS RÁD- GERD A KEFLA- VIKURVELLI! ÁFRAM- HALDANDI UNDIR- BÚNINGUR AÐ LANG- DVÓL VARNAR- LIÐSINS Hjá varnarliðinu á Keflavikurflugvelli er nú verið að athuga ráða- gerðir um að hefja bygg- ingu nýs mötuneytis, sem á að geta annað 1000 manns i mat i einu. At- hugun þessi stendur yfir nú og mun m.a. verða rætt við islenzka fram- kvæmdaraðila um málið til þess að kanna kostnað- arhliðina. Páll Asgeir Tryggva- son.deildarstjóri staðfesti það I viðtali við Alþýöu- blaðið i gær, að fram- kvæmd þessi væri ekki á skrá yfir framkvæmdir, sem islenzk stjórnvöld hafa leyft á þessu ári. Sagði hann i viötali við blaðið, að varnarliðs- menn sæktu venjulega ekki um framkvæmda- leyfið til islenzkra stjórn- valda fyrr en öll nauösyn- leg leyfi væru fengin frá hermálayfirvöldunum sjálfum, þ.á m. fjárveit- ing, en hana verður að fá frá Bandarikjaþingi til flestra framkvæmda á Vellinum, en þó ekki allra. Sumar fram- kvæmdir, svo sem eins og við klúbba Varnarliðs- manna, eru fjármagnað- ar af reksturshagnaöi verzlana og skemmti- staða, sem reknir eru fyrir varnarliðsmenn, og þarf ekkert sérstakt leyfi fyrir ráðstöfun þess fjár frá Bandarikjaþingi. Páll Asgeir Tryggvason sagði einnig i viðtali við blaðið, að fundur sá með fulltrúum varnarliðsins og varnarmálanefndinni islenzku, þar sem teknar væru fyrir umsóknir um framkvæmdir varnar- liðsins, væri haldinn einu sinni á ári — i október- mánuði. Næsti fundui; þar sem slikar leyfisveitingar verða teknar fyrir, verð- ur þvi haldinn eftir tæpa 5 mánuði og eru Banda- rikjamenn nú óðum að kanna ýmsa fram- kvæmdamöguleika. BANKAUTIBUIN: BANKARNIR BERJAST GEGN NEFNUINNI LUNDI Þrátt fyrir gosið i Heimaey eru Eyjamenn staðráðnir i þvi að viðhalda þeim gamla og góða sið, að sækja i úteyjar til eggja- töku og lundaveiði. Menn eru þegar komnir i Hellis- ey, og i fyrradag kom það- an færandi hendi, Hlöðver Johnsen með 300 svart- fuglsegg sem voru vel þeg- in i mötuneytum björgun- arliðsins i Eyjum. Jónas Sigurðsson, sem er hvað þekktastur úteyja- maður Vestmannaeyinga, kom i gær til Eyja, og var hann að undirbúa sig að halda út i Alsey. LAUGARDAGS- VIÐTALIÐ Á baksíðu er rætt við Eddu Þórarinsdóttur leikkonu, en hún leikur aðalhlutverkið í söngleiknum KABARETT Bankaútibúum hefur fjölgað mikið á undanförn- um árum, og alltof mikið að dómi margra, þar á meðal „bankanefndarinn- ar” svokölluöu. Hún vill fækka peningastofnunum i landinu um helming, Þetta kemur fram i við- tali við Kristleif Jónsson, bankastjóra Samvinnu- bankans i nýútkomnum Hlyni, blaöi samvinnu- manna. Þar segir Kristleif- ur, aö Samvinnubankinn hafi ekki fengiö að opna eins mörg útibú og hann sótti um. — Það hefur verið mjög mikil tregða á þvi, að slik leyfi væru veitt, og erfitt að fá þau, enda höfum við á undanförnum árum sótt um leyfi fyrir fleiri útibú- um en við höfum fengið að opna, segir Kristleifur. Þetta segir hann ástæðuna fyrir þvi að Samvinnu- bankinn hefur ekki útibú á mörgum stærri staðanna úti á landi, til dæmis á Akureyri. — Það eru þegar fjögur bankaútibú á Akur- eyri, svo að það er engin von um að fá leyfi til að stofna útibú þar. Leyfi til stofnunar bankaútibúa veitir Seðla- bankinn og sá ráðherra sem fer með bankamál. BIÐ Ráðherraskiptin munu dragast i það minnsta fram undir mánaðamót. Björn Jónsson, tilvonandi ráð- herra, er um þessar mundir I Sovétrikjunum i boði sovézku verka- lýðsfélaganna. Hann kemur til landsins upp úr 25. mai. BJARNI: HEF ENGA TRU A SAM- RUNA VIÐ HANNIBALSARMINN „Þetta þýðir einfaldlega, að við viljum hafa ihlutun um gang mála,” sagði Bjarni Guðnason, alþ.m., þégar Alþ.bl. hafði sam- band við hann i gær vegna eftirfarandi i samþykkt fé- lagsfundar Samtaka frjáls- lyndra i Reykjavik. ,,Ef rikisstjórnin óskar eftir stuðningi SF, telur fundur- inn nauðsynlegt, að hún taki upp viöræöur við þau um samstarfsgrundvöll, sem oyggist á traustri framkvæmd stjórnarsátt- málans.” „Ráðherrastóll er okkur ekkert atriöi i sjálfu sér,” svaraði Bjarni, þegar Alþ.bl. spurði hann, hvort fyrir samtökum hans vekti aö komast i rikisstjórnina. „Við viljum aðeins að það verði haft samráð viö okk- ur um framvindu mála. það þarf ekki nýjav. mál- efnasamning tií.” — Hvað ef rikisstjórnin hunzar þessa ósk ykkar um viðræður? Það verður þá sem fyrr, að við veröum að meta málefnin hverju sinni. — En snúist þið gegn stjórninni af þeirri ástæðu einni saman? — Við munum taka af- stööu til málanna, þegar þau koma fyrir. — Sér þú fram á, að fé- lag þitt og fylking Hanni- bals og Björns nái saman aftur? — Um slikt hefur ekkert verið rætt og ég hef enga trú á þvi. Báöir aðilar eru fegnir að hafa losnað hvor viö annan. Það er gagn- kvæm gleði, sagöi Bjarni Guðnason að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.