Alþýðublaðið - 19.05.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.05.1973, Blaðsíða 2
KREYFDU ÞIG RÉTT ÞAÐ GRENNIR! Til er sú líkamshreyf- ng, sem ekki tekur tíma, íkki kostar fé og er alls skki erfiö. Það er sú íkamshreyfing, sem við jetum fengið með þvi að >reyta ajlri fyrirhöfn iagsins *— að ganga, itanda, sitja, rísa á fætur, leygja sig, ryksuga og >úa til mat, fara í og úr /innu — að vöðvaleik- imi. Og þetta er ekkert erf- tt. Þvert á móti. Vegna >ess, að þegar við beitum /öðvunum rétt, þá eiga >eir auðveldara með að eysa af höndum það 'erk, sem við höfum falið teim. Þeir verða liprari g sterkari og nota þá rku, sem við sköpum neð því að borða. Og það r þegar sú orka er ekki otuð, sem líkaminn fer ð hlaöa utan á sig fitu. Ef þú vilt gera hinar nörgu hreyfingar dagsins ð megrunarieikfimi, þá >arf aðeins eitt til: að þú grundir hvernig þú átt að ireyfa þig. Og þegar þú lefur gefið þér gát í lokkra daga þá ertu á jóðri leið með aö skapa >ér hinn góða vana — anann að vera grönn. Byrjaöu æfingarnar strax áð- ir en þú ferð á fætur, þvi það er lveg eins hægt að reyna hafa ott af þvi þegar maður er að rista svefninn úr likamanum. 'eygið úr handleggjum og fót- eggjum og teygðu vel úr likam- inum öllumþarsem þú liggur á bakinu i rúminu. Hleyptu þér svo i hnút og veltu þér á mag- ann. Dragðu hnén innundir þig og teygðu eins og þú getur úr bakinu meö þvi að renna hönd- unum fram undan þér eins langt og þú getur eftir dýnunni. Þú mátt gjarna geispa vel og lengi. Þá hefur þér þegar tekizt að ná tvennu: þægilegri „upp- hitun” vöðvanna, sem liðkar þá, og þú hefur einnig aukið súrefn ismagnið i blóðinu og það renn- ur nú hraðar um æðarnar. Sveiflaðu fótunum fram af rúmstokknum, settu báða fætur á gólfið og stattu upp með þvi að flýtja likamsþyngdina fram á fæturna og spenna siðan lær- og bakvöðva til þess að rétta þig upp. Handleggirnir eiga að hanga máttlausir niður og efri hluti likamans að vera beinn. Reyndu þetta nokkrum sinnum unz þér hefur lærzt að beita rétt- um vöðvum. Þegar þú verður var við samdrátt i lær- og magavöðvum, þá hefur þér tek- izt að ná réttu lagi. Og þá hefur þú jafnframt orðið þér úti um góða leikfimisæfingu. Æfingu, sem þú átt eftir að endurtaka oft á degi hverjum — i hvert sinn, sem þú stendur upp. Hreyfingin er i stórum drátt- um sú hin sama, þegar sezt er. Maður spennir bakvöðvana þannig að rassinn gengur inn og maginn út og „lætur sig svo siga” niður á stólinn. Það er mjög þýðingarmikið, að bakvöðvarnir séu spenntir, einnig fyrir útlitið, vegna þess að með þvi kemur maöur i veg fyrir að botninn standi langt út i loftið þegar sezt er eða staðið upp — og slik sjón er ekki bein- linis aðlaðandi fyrir augað. Sparaðu ekki vöðvana þegar þú þarft að gera hreint, til dæmis við ryksugun. Þykir þér þetta hljóma sem væri það bæði erfitt og flókið? Raunin er samt ekki sú. Þetta er aðeins spurning um vana — og hreyfing eins og þessi kemst fljótt upp i vana og þá hefur maður um leið gleymt henni. Til þess að gera hana vanabindandi þarf maður aðeins að hafa at- hyglina vakandi i nokkra daga og standa þá aldrei upp eða setj- ast ööru visi en svona. Heimilisstörfin bjóða upp á ýmis tækifæri til þess að æfa lik- amann og hrekja hina leiðu fitu- keppi á braut — aðeins ef maður hugsar um að nota nú vöðvana rétt. Ef á t.d. að þvó golf eða að ryksuga undir húsgögnunum þá er bara um að gera að komast að raun um hvernig verkið eigi að vinna svo vöðvarnir komist á sem mesta og bezta hreyfingu. Beygðu hnén og lúttu áfram. Ef til vill er sú likamsstaða ekki sem fegurst á að horfa en þess i stað gerir hún likama þinum mikið gagn. Þegar maður beyg- ir hnén, þá strikkar á lærvöðv- unum og þungi likamans hvilir á fótunum. Þessa gætir enn meir ef maður beygir sig jafnframt i baki. Með þessu móti vinnst margt. Fleiri staðir likamans bera nú þungann af vinnunni og áreynslan kemur sem sé ekki öll á bakið eitt, vöðvarnir i fótunum fá æfingu og bakvöðvarnir liðk- ast — og siðast en ekki sizt hefur nú tekizt að þvo gólfið eða að ryksuga undir húsgögnunum án þess að af þvi hljótist verkur i bakinu. önnur hreyfing, sem oft er framkvæmd þegar húsverk eru unnin, er að teygja sig. Það er gert, þegar þurrka þarf rykið ofan af háum skáp, þegar þarf að rétta af mynd á veggnum ell- egar þegar þarf að sækja eitt- hvað upp i efstu hillurnar á eld- hússkápunum svo dæmi séu nefnd. Sumar okkar gefast fyrirfram upp við að teygja sig- og sækja sér heldur stól til þess að prila upp á. Aðrar reyna að ná upp með þvi að tylla sér á tær og „þreifa fyrir sér” með eilitið bognum handlegg þannig að eina hreyfingin verður um axlarliðinn. En það *er ekkert einfaldara en að breyta hinni nauðsynlegu „teygjun” i leik- fimisæfingu: með þvi að standa þétt og vel i báða fætur, rétta handleggina upp og teygja svo vel á öllum skrokknum. Það er ekki hægt að gera þetta allt i einni hreyfingu. Æfðu þig nokkrum sinnum i að gera þetta rétt, svona: Lyftu báðum hand- leggjum beinum upp yfir höfuð- ið. Teygðu ekki strax á hand- leggjunum heldur láttu eins og mestur þungi þeirra sé saman- safnaður i upphandleggjunum. Réttu þig svo upp i smárykkj- um, þannig að þú finnir fyrir teygingunni i mittinu og alveg niður i lærvöðvana. Þaö er al- veg ótrúlegt hve langt er hægt að teygja sig með þessum hætti. Hér eru um hreyfingu að ræða, sem við hvort eð er þurfum að gera oft á dag. Hvi ekki að breyta henni i heilsusamlega Teygðu þig upp í efstu hillu ef þú getur fremur en að nota stigann megrunarleikfimi fyrst ekkert er auðveldara. Hversu mörg skref stigur þú á dag? Margar húsmæður ganga margra kilómetra vegalengd á degi hverjum. Hvert einasta skref, sem við tökum, getur unnið á móti fitukeppunum, sem safnast vilja saman aftan á mjöðmunum jafnframt þvi sem gangurinn verður okkur léttari, mýkir okkur og gerir okkur ekki eins þreyttar i fótunum. En vel að merkja þvi aöeins, að skrefið sé stigið rétt. Aðalhreyfingin á að vera um mjaðmaliðinn og þannig getur þú æft hana rétta: Stattu með fætur eilitiö i sundur. Lyftu svo öðrum fæti upp með hreyfingu eins og þú ætlir að stytta fótinn með að ýta honum upp i likam- ann og dragðu fótinn um leið dá- litið aftur. Likamsþunginn hvil- ir þá allur á hinum fætinum. Með þvi að lyfta hælnum á þeim fæti litið eitt frá gólfi setur þú likamann á hreyfingu áfram og sveiflar siðan „lausa fætinum” beint áfram og stigur i hann. Þá ert þú þegar farin að hreyfa hinn fótinn eins og áður þennan — þ.e.a.s. þú ýt- ir honum upp á við, eilitið aftur, sveiflar honum áfram og stigur i. Þetta kann að virðast erfitt og virka svolitið broslegt fyrst þeg- ar þú reynir þetta. En eiris og annað, þá er þetta bara vani og það er mjög auðvelt að tileinka sér hreyfingu þessa sem vana vegna þess, að við hvert skref, sem þú stigur svona, finnur þú greinilega hvernig fitukeppur- inn aftan á mjöðmunum klemmist saman. Þetta er nokkurs konar „hreyfingar- nudd” — og það skilar árangri ótrúlega fljótt. Oft kemur manni i hug að reyna á vöðvana þegar það er raunar ekki nauðsynlegt. Til- dæmis þegar beðið er eftir strætó, þegar staðið er viö eld- húsborðið eða á bak við af- greiðsluborð. Flest okkar standa þá eins og dæmd og siga saman: herðarnar kýtast og maganum er skotið fram elleg- ar þá að við höngum uppi að mestu á annari löppinni i hvildarstöðu. Það, sem við ættum að gera er að láta likamsþungann hvila jafnt á báðum fótum, spenna bak- og kviðarvöðva og reyna að draga magann inn og upp. Það er ekki auðhlaupið að þvi að gera þetta allan þann tima, sem staðið er og biðið ef maður hefur vanið sig á ranga likamsstöðu. En þá er bara að byrja smátt. Nota tækiíærið til þess að spenna vöðvana hægt og rólega, halda þeim i spennu eilitla stund og slaka svo hægt og rólega á þeim aftur. Það er enginn vandi að gera þetta án þess að nokkur geti séð, að i rauninni er verið að gera leikfimiæfingar. Og þvi oftar sem þetta er gert, þeim mun sterkari og liprari verða vöðvarnir. Maður ber sig betur og maginn verður minni og þétt- ari. Maður ber sig betur var sagt. Já, svo sannarlega. Stilltu þér bara upp fyrir framan spegil og athugaðu hliðarsvipinn. Þá sérðu sjálf. Ef maður húkir með bogið bak og magann út, þá fellur maður frekar inn i umhverfið en ef maður réttir úr sér. Réttu úr bakinu með þvi að þenja út brjóstkassann, þá fara höfuð og axlir sjálfkrafa i rétta stöðu. Spenntu svo bak- og magavöðva — og þá er allur likaminn kom- inn á sinn rétta stað — þú hefur hækkað og grennst. ÖNNUR SÍÐAN Laugardagur 19. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.