Alþýðublaðið - 19.05.1973, Síða 3

Alþýðublaðið - 19.05.1973, Síða 3
DÆMDIIR FYBIR HNIFSSHMGU í gær var Finnbogi Kristján Þórisson Völvufelli 44, Reykja- vik, dæmdur i þriggja og hálfs ár óskilorðsbundið fangelsi, en Finnbogi stakk unga stúlku með hnifi i desember sl. og var hún hætt komin af völdum þess. Reyndar var hann dæmdur fyr- ir fleiri afbrot i leiðinni, svo sem skjalafals, þjófnaði og fjársvik. Til frádráttar fangelsisvistinni koma þeir 147 dagar, sem hann hefur nú setið i gæzluvarðhaldi. Hann var einnig dæmdur til að greiða nokkrum aðilum skaða- bætur, og allan sakarkostnað. Hann var sýknaður af þvi að hafa gerzt sekur um tilraun til manndráps með árás sinni á stúlkuna, en hins vegar var það talin stórfelld likamsárás. Stúlkan hefur nú náð sér að mestu, en h‘ún þurfti m.a. að ganga undir tvo uppskurði vegna innvortis meðsla af stungunni. Dómnum verður ekki áfrýjað, þar sem bæði ákærði og ákæru- valdið una dómnum. Sverrir Ein- arsson sakadómari kvað upp þennan dóm. — FREIGATA Á ÍSLANDSMIÐ KJARNI PÓLI- TÍKUR- INNAR? Hvað er hægri? Hvað er vinstri? Stjórnmálaskilgrein- ingarnar hafa sjaldan vafizt eins fyrir mönnum og þessa dagana. En eftirfarandi ætti alla vega að koma einhverju á hreint: i sósialismanum: Þar átt þú tvær kýr og gefur nágranna þinum aðra. i kommúnismanum: Þar tekur rikið báðar kýrn- ar af þér, en gefur þér mjólkina. i fasismanum: Þar tekur rikið lika báðar kýrnar af þér: — og selur þér mjólkina. i nazismanum: Þar tekur rikið báðar kýrn- ar og kemur þér fyrir kattarnef. Skrifstofuveldið Þar tekur rikið báðar kýrn- ar af þér: drepur aðra, mjólkar hina og hellir mjólkinni niður. i kapitalismanum: Þar selur þú aðra kúna og kaupir þér naut. Brezka rikisstjórnin hefur heit- ið togaramönnum ihlutun her- skipa, komi til alvarlegra átaka á tslandsmiðum. Þetta var tilkynnt i London i gær. Brezk freigáta stefnir á fullri ferð til Islends, og verða þá þrjú brezk herskip i nánd við 50 milna landhelgina. Þyrlur frá herskipunum fóru i gær i eftirlitsflug yfir miðin, og er þetta i fyrsta sinn sem brezki her- inn blandar sér i deiluna. Godber, sjávarútvegsráöherra Breta, hélt fund með togara- mönnum i Hull i fyrrakvöld, og lofaði þar herskipavernd, komi til átaka. Eftir fundinn var birt á- skorun til togaraskipstjóra að halda inn i landhelgina á nýjan leik. Einhverjir togarar voru lagðir af stað i gærkvöld, en Landhelgisgæzlan hafði þó ekki orðið þeirra vör. Tvö varðskip eru á miðunum. Brezki sendiherrann McKenzie gekk i gær á fund ölafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra, og af- henti honum orðsendingu frá tog- aramönnum. Þá gekk þýzki sendiherrann einnig á fund for- sætisráðherra i gær, og óskaði eftir þvi, að komizt yrði að sam- komulagi um dagsetningu ráð- herraviðræðna. Þýzka eftirlistskipið Frithjof kom til Reykjavikur um klukkan 18 i gær. Skipið kom með slasaðan sjómann, og var aðeins tæpa klukkustund i höfn. ÞEIR EIGA AD SYNA HVERNIG STEFNA ÞEIRRA GEFST Er Hannibal Valdimarsson óvænt óskaði eftir þvi að vera leystur frá störfum sem ráð- herra og annar maður yrði skipaður i sinn stað, sköpuðust að sumu leyti ný viðhorf i stjórnmálunum. 1 kjölfar þess atburðar og annarra, sem á eftir hafa fylgt, hafa komizt á loft ýmsar kviksögur. Meðal annars hefur nokkuð verið um það rætt manna á meðal, að til gæti staðið, að Alþýðuflokkur- inn gengi nú til liðs við rfkis- stjórnina með einhverjum hætti. Þessi mál voru m.a. á dag- skrá flokksstjórnarfundar Al- þýðuflokksins, sem haldinn var i gær. Að fundinum lokn- um leitaði blaðið til Gylfa Þ. Gislasonar, formanns Alþýðu- flokksins, og spurði hann um þessi mál og þá fyrst, hvort rétt væri, að til Alþýðuflokks- ins hefði verið leitað um stjórnarþátttöku. — Skömmu eftir að Hanni- bal Valdimarsson hafði á- kveðið að æskja þess, að annar ráðherra tæki við störfum sin- um i rikisstjórninni, óskaði hann þess, að hann og vara- formaður Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, Magnús Torfi ólafsson, gætu átt viðræður við okkur Benedikt Gröndal um, hvort þessi breyting á rikisstjórn- inni gæti greitt fyrir þvi, að Alþúðuflokkurinn breytti af- stöðu sinni til hennar, sagði Gylfi. Það er ekki rétt, sem sagt hefur verið manna á meðal, að Hannibal eða Ölafur Jóhannesson hafi boðið Al- þýðuflokknum sæti Hannibals i rikisstjórninni. — En af fundum ykkar Benedikts við Hannibal og Magnús Torfa hefur orðið? — Við Benedikt áttum einn fund með Hannibal og Magnúsi Torfa. Þar kom fram áhugi af þeirra hálfu, á þvi, að Alþýðuflokkurinn gerðist aðili að rikisstjórninni — að sjálf- sögðu á grundvelli nýs mál- efnasamnings. 1 framhaldi af þessu ræddi Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, við mig og kvaðst vilja minna á, að Al- þýðuflokknum hefði frá upp- hafi staðið til boða að vera aðili að rikisstjórninni og það ætti við enn. — Hvaða afgreiðslu hefur málið svo hlotið hjá Alþýðu- flokknum? — Við ræddum það á sam- eiginlegum fundi þingflokks og framkvæmdastjórnar á mánudaginn var og á flokks- stjórnarfundi i gær. Niður- staöa þessara funda var sú, að rétt væri að halda óbreyttri þeirri stefnu, sem mörkuð var af hálfu Alþýðuflokksins, þeg- ar núverandi rikisstjórn var mynduð. Stjórnarflokkarnir voru sig- fái að koma skýrt i ljós, hvort eða hvernig henni tekst að leysa þau. — Nú hefur einn af stuðn- ingsmönnum stjórnarinnar, Bjarni Guðnason, gefið yfir- lýsingar, sem ekki er hægt að túlka á annan veg en þann, að hann sé kominn i andstöðu við hana i veigamiklum málum. — Já, afstaða Bjarna Guðnasonar skapar rikis- stjórninni nýjan vanda. Hún hefur i raun og veru misst ör- uggan meirihluta i neðri deild Alþingis. En það er með þetta eins og viðfangsefnin i efna- hagsmálum og i utanrikismál- um. Stjórnin verður annað * hvort 'að leysa vandann eða gera þjóðinni kunnugt, að hún Rætt við Gylfci Þ. Gíslason um hin nýju viðhorf í stjórnmálum. urvegarar kosninganna. Þess vegna var eðlilegt, að þeir mynduðu stjórn og sýndu, hvernig stefna þeirra gæfist i raun. 1 framhaldi af niður- stöðu kosninganna var eðli- legt, að Alþýðuflokkurinn haslaði sér völl i stjórnarand- stöðu i framhaldi af fimmtán ára setu i rikisstjórn. Hann boðaði þá, að stjórnarand- staða hans myndi verða mál- efnaleg. Hann myndi styðja þau mál rikisstjórnarinnar, sem hann teldi horfa til bóta, en beita sér gegn þeim, sem hann teldi stefna i ranga átt. Þetta hefur Alþýðuflokkurinn gert, og ég held, að óhætt sér að segja, að hann hafi hlotið vaxandi traust fyrir. Rikisstjórnin er enn að fást við þau meginvandamál, sem hún var mynduð til þess að leysa: verðbólguvandann, varnarmálin og landhelgis- málið. Það er eðlilegra, að það geti það ekki og mundi þá að sjálfsögðu skapast ný afstaðaá sviði islenzkra stjórnmála. — Að lokum er svo ein spurning, sem marga mun nú fýsa að spyrja. Telur þú að sú afstaða Björns Jónssonar að taka nú við ráðherraembætti i rikisstjórninni kunni að hafa neikvæð áhrif á framgang sameiningarmálsins, eða geti torveldað farsæla lausn þess? — Ég tel, að ráðherrastörf Björns Jónssonar þurfi ekki að vera sameiningarmálinu til neins trafala, ef engin breyt- ing er á einlægum vilja af hálfu samtakanna um að stuðla að þvi, að eitt framboð aðeins verði af hálfu islenzkra jafnaðarmanna við næstu kosningar, sagði Gylfi. Siðasta flokksþing Alþýöuflokksins mótaði þá stefnu, að stefnt skyldi að þvi. Við munum að sjálfsögðu vinna heils hugar að þvi, að svo geti orðið. Blindir unglingar í fjallgöngu Sex unglingar —■ allir blindir — útbúnir með kaðla og isöxir réð- ust nýlega til uppgöngu á hæsta fjall Oregon-fylkis i Bandar. AÐGÆZLULEYSI VIÐ GATNAVIÐGERÐIR Það má segja að það hafi verið einstakt lán að enginn borgarbúa varð undir valtara i gærdag. Og það var sannarlega ekki aögæzlu ökumanna valtaranna að þakka, að slikt slys varö ekki, er unnið var að malbikun i miðborginni. Blaðamaður Alþýðublaðsins, sem átti um miðjan dag i gær leið austur yfir Lækjargötu, sunnan- megin, var að fara yfir götuna á grænu ljósi, fremstur i hópi fólks. Valtari stóö norðanvert við gang- brautina, og er fólkið átti örfá skref ófarin fyrir hann renndi ökumaðurinn valtaranum skyndilega á nokkurri ferð yfir gangbrautina, án þess svo mikið sem að lita um öxl áður, enda trú- lega verið að huga að gangstétt- arbrúninni. Enginn lögreglumaður var þarna viðstaddur til að beina um- ferð fólksins frá vinnusvæði valt- arans, né nokkurt merki, er bann- aði umferð gangandi fólks. Annar blaðamaður Alþýðu- blaðsins hafði svipaða sögu að segja, nema i það skiptiö var það kona með tvö ung börn, sem var rétt i þann mund að ganga fyrir valtarann, er hann renndi af stað. Viðbrögðin urðu þau, aö konan æpti upp fyrir sig, greip til barna sinna og hljóp i skelfingu i burtu, enda tilhugsunin ekki þægileg. Annars var umferðin i borginni seinni hluta dags i gær með erfið- asta móti. Bæði það, að veðrið hefur dregið fólk út i föstudags- umferðina, sem að jafnaði er mikil, svo og það að malbikunar- framkvæmdir ollu lokun gatna viða i miðborginni. Af þessum sökum urðu tafir viða miklar og bið oft löng, en eft- irtektarvert var að útvarpið var á engan hátt notað til að vekja at- hygli vegfarenda á þessu með út- sendingum leiðbeininga til öku- manna, svo sem þess efnis, hverj- ar götur væru lokaðar, hvaða leiðir skyldi forðast, og hverjar mætti velja i staðinn. Þetta hefði mátt gera inn á milli léttra laga, sem útvarpað var hins vegar óspart, svipað og gert er um helg- ar að sumri til. „Hvernig ættu þau annars að vita hvað fjall er, hafi þau aldrei séð það eða snert”, segir yfir- kennari State School blindraskól- ans i Washington, þar sem sex- menningarnireru við nám. „Ann- ars höfum við ekkert gert til þess að hvetja þau út i þetta. Þau voru svolitið hrædd, en alveg óð að leggja af stað samt sem áður”. Unglingarnir sex eru: Viola Gruz og Theresa Glay, báðar 12 ára, Dan Davidson og Bernie Buhl, báðir 14 ára og hinir 18 ára gömlu Les Robbins og Dean Atkinsson. Tveir þaulvanir fjallgöngu- menn voru til aöstoöar þverjum einum hinna blindu við klifrið upp 11,235 feta háar, snæviþaktar hliðar Mount Hood. Hópurinn laut stjórn Ed Jo- hann, brunaliösmanns sem á að baki langan feril sem fjallamað- ur. Hinir blindu voru bundir við sjáandi mann og uröu siöan að fikra sig áfram eftir hreyfingum þess sem á undan fór. „Viö gerðum allt sem við bezt gátum til þess að tryggja öryggi unglinganna”, segir Johann, „minningarnar um þessa fjalla- ferð eiga að vera ánægjulegar”. Tilgangur þessarar óvenjulegu fjallgöngu er sagður að sanna, að menn þurfa ekki endilega að sjá hlutina til þess að njóta þeirra. Heyrt á horninu Napóleon og Nixon nú eru fyrir bi. Waterloo og Watergate vaidið hafa þvi. o Laugardagur T9. maí 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.