Alþýðublaðið - 19.05.1973, Side 5
alþýðu
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ristjórnarfulltrúi Bjarni Sig-
tryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðset-
ur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf.
SIGURÐURINN í SEILINGARFJARLÆGÐ
Eftir öllum sólarmerkjum aö
dæma eru brezku ræningjarnir
flúnir úr islenzku fiskveiöilög-
sögunni. Á flóttanum frömdu
þeir hervirki, eins og ræningja
er siöur. Þeir réöust inn á aigert
friöunarsvæöi til taumlausrar
rányrkju i þeirri von aö geta
gert auölindum tslandsmiöa —
og islenzku þjóöinni — sem allra
mest tjón. Sú athöfn setti blett á
brezku togaramannastéttina,
sem seint mun fyrnast. Þannig
ætluöu þeir aö hefna sin aö lok-
um á tslendingum og tslands-
miöum, sem um áratugi hafa
veitt brezku þjóöinni af gnægö-
um sinum á meöan þær voru tii
— meðal annars á timum styrj-
aldar, þegar i flest skjól virtist
fokið fyrir brezku þjóöinni og
óvinir hennar hugöust reyna aö
svelta hana til uppgjafar.
Þessi siöasta athöfn brezku
togaramannanna — flóttinn út
fyrir 50 milurnar — er þvi miður
ekki til vitnir um hugarfars-
breytingu hjá Bretum i land-
helgismálinu. Hún er til vitnis
um, aö harðar deiiur eru risnar i
þeirra eigin liöi. Togaraauö-
valdiö brezka rís gegn rikis-
stjórninni og flótti togaranna er
eitt af ytri ummerkjum þeirra
átaka, sem þarna eiga sér nú
staö. Bretar eru nú klofnir i af-
stööu sinni.
Sá alvarlcgi ágreiningur, sem
nú er kominn upp innanbúöar
hjá andstæöingum okkar er til
vitnis um, aö viö erum aft.vinna
á. tslendingar eru enn einhuga i
landhelgismálinu eins og ávallt.
Þjóöin stendur saman sem
órofa heild. Andspænis eru fylk-
ingar andstæöinganna hins veg-
ar aö riölast. Þar eiga sér staö
innbyrðis skærur. Nú hika þeir
og hörfa sumir. Ekki grátum viö
þaö.
Þaö má vel vera, aö Bretum
takist aö sætta sjálfa sig.
Kannski lætur togaraauövaldiö
undan og sendir ræningjaflota
sinn aftur inn á miöin innan 50
milnanna. Kannski lætur brezka
stjórnin undan siga og veitir
herskipaaöstoö. Þaö lengir
e.t.v. baráttuna, en vinnur hana
ekki fyrir þá. Fyrir endann á
henni má nú sjá. Þaö vita Bret-
ar sjálfir.
(Jtgerðarauðvaldiö brezka
veit, aö togaraflotinn getur ekki
haldiö áfram aö veiöa i isienzkri
landhelgi eins og hann hefur
gert. Láti þeir undan I deilunni
viö brezku rikisstjórnina og
reyni aö halda uppteknum hætti
viö veiöarnar viö óbreyttar aö-
stæöur þá er leikurinn þeim tap-
aðúr. Þess vegna leggja þeir
slikt ofurkapp á aö fá nú her-
skipaaðstoð.
En brezka stjórnin veit, aö ef
hún lætur undan þeim kröfum
og sendir herskipin á miðin, þá
er leikurinn þar meö tapaður
fyrir Breta. Þá eru þeir opin-
berlega orönir sekir um ofbeldi,
sem umheimurinn mun dæma
þá fyrir. Reynslan af ofbeldinu i
fyrra þorskastriöinu er Bretum
enn i fersku minni. Þvi þráast
rikisstjórnin brezka viö aö
senda herskip. Geri hún þaö veit
hún, aö leiknum mun Ijúka meö
sigri tslendinga.
Nú er þvi um aö gera fyrir
okkur aö halda ró okkar og still-
ingu. Þaö kann aö vera, aö
endalokin dragist eitthvað á
langinn og flótti ræningjaflotans
af tslandsmiöum veröi ekki
langær aö þessu sinni. En enda-
lokin eru nú fyrirsjáanleg. Viö
munum sigra.
BORGARSTJÚRNARMEIRIHLUTINN BREYTIR UM STEFNU í SJUKRAHUSMALUM
LANGLEGUSPÍTALI
ÖÐLIST FORGANG
Borgarstjórnarmeirihlutinn i
Reykjavik hefur nú fallizt á þaö
meginefnisatriöi i tillögum
Björgvins Guömundssonar,
borgarfulltrúa Alþýöuflokksins,
og Steinunnar Finnbogadóttur,
borgarfulltrúa frjálslyndra sem
fluttar voru i borgarstjórninni
þann 15. marz s.l., aö bygging B-
álmu Borgarspitalans veröi
hraðað og I fyrsta áfanga
álmunar veröi 200 rúma lang-
leguspitali. Upphafleg stefna
borgarstjórnarmeirihlutans var
sú aö byggja fyrst griöarlega
mikla þjónustuálmu við
spitalann, svonefnda G-álmu, og
var þar um svo kostnaðarsama
framkvæmd aö ræöa, aö ekki
heföi veriö unnt að hefja
byggingu langleguspitalans fyrr
en áriö 1980. Þá heföu rúm fyrir
langlegusjúklinga sem skorti,
verið farin aö skipta hundruöum,
eins og fram kom i ræöu
Björgvins Guðmundssonar meö
tillögunni frá 15. marz s.l. um, aö
iangleguspitalinn — B-álman —
yröi látinn hafa forgang.
Nú hefur borgarstjórnarmeiri-
'hlutinn sem sé breytt um stefnu i
málinu og fallizt á öll efnisatriði i
tiilögum borgarfulltrúanna
tveggja úr vinstri flokkunum. Var
tillaga þess efnis samþykkt á
fundi borgarstjórnar I gær meö
öllum greiddum atkvæðum. Viö
þaö tækifæri létu þau Björgvin
Guömundsson og Steinunn Finn-
bogadóttir bóka eftirfarandi:
„Við undirrituö fögnum þeirri
stefnubreytingu i byggingarmál-
um Borgarspitalans, sem fram
kemur i tillögu meirihluta
borgarráös um, að byggingu B-
álmu spitalans verði hraöaö og aö
i fyrsta áfanga álmunnar veröi
200 rúma langleguspitali. Er
ljóst, aö tiilögur þær, er viö flutt-
um i borgarstjórn þ. 15. marz s.l.,
um nauðsyn by ggingarfra m-
kvæmda fyrir langlegusjúklinga
er orsök þessarar stefnu-
breytingar.
Meirihlutinn telur nú unnt að
hefja byggingu langleguáimu
Borgarspitalans þegar árið 1974
en áður var taliö, að ekki væri
unnt að hefja byggingu þessarar -
almu, fyrr en eftir nokkur ár
vegna þess forgangs, er
byggingarframkvæmdir við G-
álmu yröu aö hafa. Það er nú
talið, að unnt sé að reisa lang-
iegudeild mun ódýrar en áður var
álitið kleift, og i stað fyrri
áætiana um rými fyrir 80-90 lang-
legusjúklinga i B-álmu er nú ráö-
gert aö hafa rými fyrir 200 lang-
legusjúklinga þar, eins og tillögur
okkar gerðu ráð fyrir.
Viljum viö vænta þess, aö
stefnubreyting meirihlutans i
máii þessu veröi til góös fyrir
langlegusjúklinga i Reykjavik.
Björgvin Guðmundsson
Steinunn Finnbogadóttir
Tillögumar tvær
Tillaga sú, sem Björgvin
Guðmundsson flutti þann 15.
marz s.l. þar sem hann lagði til,
að út af stefnu borgarstjórnar-
meirihlutans yrði breytt og fyrst
— og strax — ráðizt i byggingu 200
rúma langleguspitala við Borgar-
spitalann — B-álmu — áður en
byggð yrði hin stóra og dýra
þjónustumiðstöð — G-álma —
hljóðaði svo:
„Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkir að reisa nýtt sjúkra-
hús á lóð Borgarspitalans fyrir
sjúklinga með langvinna sjúk-
dóma. Skal sjúkrahúsið vera bæði
langlegu- og endurhæfingar-
spitali. Sérstök áherzla skal lögö
á hagkvæmni i byggingu og
kannað hvort einingahús full-
nægja þeim skilyrðum sem setja
þarf, svo stytta megi byggingar-
tima og spara kostnað. Gert skal
ráð fyrir að byggja megi i áföng-
um, og að fyrsti áfangi hafi rúm
fyrir 200 sjúklinga.5*
Tillaga sú, sem samþykkt var á
borgarstjórnarfundinum i fyrra-
dag og komin er frá heilbirgðis-
ráði og borgarstjóra hljóðar svo
(og er þá sleppt niðurlagi til-
lögunnar, sem fjallar um heil-
birgðismál almennt).
„Borgarstjórn samþykkir að
hefjast nú þegar handa um undir-
búning að byggingu B-álmu
Borgarspitalans, og verði þar
a.m.k. i fyrsta áfanga rými fyrir
allt að 200 langlegusjúklinga.
Hönnun verði á þann veg, að unnt
verði að breyta B-álmu siðar i
legudeildir fyrir bráðasjúklinga
(akut-sjúklinga). Verði undir-
búningi þessum hraðað, þannig
að unnt verði að hefjast handa
sem fyrst.
Jafnframt verði haldið áfram
undirbúningi að hönnun þjónustu-
álmu (G-álmu) fyrir Borgar-
spitalann og hönnun hagað á
þann veg að byggja megi þá álmu
i áföngum og þá fyrst reynt að
leysa vanda þeirra þjónustu-
deilda, sem nú eiga við hvað
mesta húsnæðiserfiðleika að etja.
Um nánari áfangaskiptingu og
byggingarhraða verði tekin
ákvörðun, þegar teikningar og
kostnaðaráætlanir liggja fyrir.
Borgarstjórn felur byggingar-
nefnd Borgarspitalans fram-
kvæmd þessara ákvarðana i sam-
ráði við heilbirgðismálaráð,
þ.á m. að taka upp viðræður við
heilbirgðisráðuneytið um fram-
kvæmdir og fjármögnunarmögu-
leika. Borgarstjórn felur jafn-
framt byggingarnefnd Borgar-
spitalans að gera tillögur um
frekari bráðabirgðaaðgerðir við
spitalann til sem skjótastrar
lausnar á aðkallandi vanda
þeirra deilda, sem nú eru i mest-
um þrengslum”.
Eins og sjá má hefur borgar-
stjórnarmeirihlutinn þarna
breytt um stefnu i bygginga-
málunum og gengið inn á þau
meginsjónarmið, sem fram komu
i tillögu Björgvins en tillaga
Steinunnar horfði efnislega i
sömu átt.
Ræöa Björgvins
Á fundi borgarstjórnarinnar i
fyrradag, þegar málinu var ráðið
til lykta, flutti Björgvin
Guðmundsson tvivegis ræðu um
málið. Hann sagði ma.a:
„A fundi borgarstjórnar
Reykjavikur hinn 15. marz s.l.
flutti ég tillögu um, að reistur yrbi
langlegu- og endurhæfingar-
spitali fyrir 200 sjúklinga i
tengslum við Borgarspitalann.
Tillagan geröi ráð fyrir, að hinn
nýi spitali yrði byggður á hinn
ódýrasta hátt.
Tillöguna flutti ég vegna þess,
að frestað hafði verið byggingu B-
álmu Borgarspitalans, sem ætluð
var langlegusjúklingum, en -
ákveðið hafði verið að byggja G-
álmu þjónustuálmu á undan og
ekki var útlit fyrir, aö bygging B-
álmunar hæfist fyrr en árið 1980.
En tillaga min um byggingu 200
rúma langleguspitala gerði ráð
fyrir, að framkvæmdir hæfust
strax eða eigi siðar en næsta ár.
Tillögu minni var visað tii heil-
birgðismálaráðs og siðari um-
ræðu hér i borgarstjórn.
Umsögn heilbirgðismálaráðs
liggur nú fyrir i fundargerð
ráðsins frá 27. april sl. og meiri-
hluti borgarráðs hefur lagt fram
tillögu, sem byggð er á þeirri um-
sögn.
Heilbirgðismálaráð leggur til,
að hafizt verði handa um
byggingu 200 rúma langlegu-
spitala sem hluta Borgarsjúkra-
hússins, þ.e. að byggingu B-
álmunnar verði flýtt á ný og hún
látin rúma 200 sjúklinga eins og
tillaga min gerði ráð fyrir, jafn-
framt er gert ráð fyrir, að
byggingarkostnaður langlegu-
deildarinnar verði skorinn niður,
en á það var einnig lögð áherzla i
tillögu minni. 1 afstöðu heil-
birgðismálaráðs felst stefnu-
breyting, sem ég vil fagna. Það er
ekki oft, sem tillögur okkar
minnihlutamanna fá eins
jákvæðar undirtektir og hér hefur
orðið.
Segja má, að heilbirgðismála-
ráð hafi tekið tillögu mina um
byggingu 200 rúma langlegu-
spitala upp með þeirri breytingu
að flytja þann 200 rúma langlegu-
spitala, sem tillaga min gerði ráð
fyrir að reisa yrði sjálfstæða
byggingu á lóð Borgarspitalans.
Vil ég fagna þvi, að talið skuli nú
vera unnt að leysa málið á þann
veg.
Hver er ástæðan fyrir þessari
miklu stefnubreytingu, sem orðið
hefur?
Astæðan er að sjálfsögðu sú, að
við hreyfðum hér I borgarstjórn
máli, sem hrópaði á tafarlausa
lausn. Hinn mikli skortur á lang-
legurými er öllum borgarbúum
ljós. Meirihlutinn hafði ákveðið
að fresta framkvæmdum við
byggingu langleguspitala vegna
forgangs þjónustálmu — G-álmu.
En við athugun á tillögum okkar
Steinunnar Finnbogadóttur milli
umræðna hefur meirihlutinn séð,
að tillögur okkar voru timabærar
— og að aðgerðir i þágu langlegu-
sjúklinga þoldu ekki bið.
Þessu næst vitnaði Börgvin
Guðmundsson i umsögn heil-
brigðismálaráðs, sem var mjög
jákvæð um efnisatriði i tillögum
hans og Steinunnar Finnboga-
dóttur en þar sem einnig kom
skýrt fram, að i þvi fælist stefnu-
breyting þar sem áður hefði verið
búið að ákveða að byggja G-almu
— þjónustuálmu og slysadeildar
— á undan B-álmu, þar sem lang-
legusjúklinga átti að vista.
Siðan sagði Björgvin:
„A Borgarstjórnarfundinum 15.
marz s.l. lagði ég áherzlu á, að
hinn nýi langleguspitali yrði
Björgvin Guftmundsson
byggður ódýrt. 1 þvi sambandi
minntist ég á, að bygginga-
kostnaður Grensássspitalans
hefði verið um 7 þúsund krónur á
rúmmetra. Taldi ég, að unnt yrði
að byggja nýjan langleguspitala
fyrir ca 10 þús. kr. á rúmmetra,
12 þúsund rúmmetra spitala fyrir
200 langlegusjúklinga á 120
m.kr. Var þetta helmingi
lægri byggingakostnaður en áætl-
aður byggingakostnaður við G-
álmu Borgarspitalans, en hann
var áætlaður 20 þús. kr. á
rúmmetra.
Borgarfulltrúi (Jlfar Þórðarson
taldi á þessum sama fundi, að
byggingakostnaður Borgarspital-
ans hefði ekki verið hár. Olfar
sagði:
„Kostnaðurinn við Borgar-
spialann mun vera 2,2 m.kr. á
rúm. Þetta þykir kannski sumum
dýrt, en ég held, að þetta sé meðal
ódýrustu spitala, sem reistir hafa
verið i Evrópu undanfarið.”
Úlfar sagði einnig á þessum
sama fundi, að G-álman myndi
kosta 700 m.kr. og B-álman 800
m.kr. eða alls 1500 m.kr. Og um
B-álmuna sagði Úlfar: „Ég held,
að það sé rétt hjá borginni að
byrja ekki á henni strax. G-
álman verður að ganga fyrir.”
Borgarstjóri sagði á þessum
sama fundi er hann var að rétt-
læta þá ákvörðun að láta G-
álmuna ganga fyrir B-álmunni:
„Ég hef látið sannfærast af
þeim rökum, sem fram hafa
komið, að aukið legurými við
spitalann eins og hann er i dag
getur ekki gengið vegna þess, að
þá vantar fyrir þá sjúklinga, sem
eiga að leggjast inn, ýmis konar
lágmarks þjónustu”.
A þessum sama fundi var svo
að mér sneitt fyrir að vilja byggja
ódýrt yfir langlegusjúklinga,
þegar ég sagði, að byggja mætti
fyrir 10 þús. kr. á rúmmetra — og
gefið vari skyn, að ég vildi byggja
annars flokks spitala fyrir aldrað
fólk og langlegusjluklinga.
En nú, tveim mánuðum siðar,
telur meirihlutinn allt, sem ég
lagði þá til i þessum efnum fram-
kvæmanlegt og fullboðlegt.
Framhald á bls. 4
BORGARSTJÓRN FELLST Á STEFNU BJÚRGVINS GUÐMUNDSSONAR í SJUKRAHÚSABYGGINGUM
Laugardagur 19. maí 1973
o