Alþýðublaðið - 19.05.1973, Qupperneq 8
LAUGARASBÍÖ Simi :I2«75
Síðasta lestarrániö
(One more train to rob
Afar spennandi og mjög
skemmtileg bandartsk litkvik-
mynd, gerö eftir skáldsögu Willi- *
ams Roberts og segir frá óaldar-
lýö á gullnámusvæðum Banda
rikjannaá siöustu öld. Leikstjóri:
Andrew V. McLaglen. Islenzkur
texti.
Aöalhlutverk George Peppard
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
STJÖRNUBÍÓ Simi 18936
Hetjumar
(The Horsemen)
Islenzkur texti
Stórfengleg og spennandi ný
amerisk stórmynd i litum og
Super-Panavision sem gerist i
hrikalegum öræfum Afganistans.
Gerð eftir skáldsögu Joseph
Kessel. Leikstjóri: John
Frankenheimer. Aðalhlutverk:
Omar Sharif, Leigh Taylor
Young, Jack Palance, David De.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
HÁSKÖLABÍÓ s.mi 22.4»
Oscars-verðlaunamyndin
Guðfaðirinn
Myndin, sem slegið hefur öll met i
aðsókn i flestum löndum.
Aðalhlutverk: Marlon Brando, A1
Pacino, James Caan.
Bönnuð innan 16 ára.
Ekkert hlé.
Sýnd kl. 5 og 8.30.
HÆKKAÐ VERÐ
ATH. breyttan sýningartfma.
HAFNARBld 1,141
SOLDIER BLUE
CÁNDICE BERGEN • PETER STRAUSS
DONALD PLEASENCE
Sérlega spennandi og viðburða-
rik, bandarisk, Panavision-lit-
mynd um átök við indiána og
hrottalegar aðfarir hvita manns-
ins i þeim átökum.
Leikstjóri: Ralph Nelson:
ISLENZKUR TEXTI.
Bönnuð innan 16 ára.
Endursýnd kl. 5, 9 og 11,15
TÖNABÍÓ Simi 31182
Listir & Losti
The Music Lovers
RUSSEL. Aðalhlutverk:)
RICHARD CHAMBERLAIN,:
GLENDA JACKSON (lék Elisa-
betu Englandsdrottningu i sjón-,
varpinu), Max Adrian,
Christopher Gable.
Stjórnandi Tónlistar: ANDRÉ'
Prévin
Sýnishorn úr nokkrum dómum er
myndin hefur hlotið erlendis:
„Kvikmynd, sem einungis veg-ður
skilin sem afrek manns, er
drukkið hefur sig ölvaðan af
áhrifamætti þeirrar tjáningar-
listar, er hann hefur fullkomlega
á valdi sinu... (R.S. Life Maga-
zine)
„Þetta er sannast sagt frábær
kvikmynd. Að minum dómi er
KEN RUSSEL snillingur..”
(R.R. New York Sunday News)
Sýnd kl. 5. og 9
A . T . H .
Kvikmyndin er stranglega
bönnuð börnum innan 16 ára
tslenzkur texti
KÓPAV06SBÍÓ simi 4.985
Sigurvegarinn
Winning
Æsispennandi, vel leikin og tekin
bandarisk kvikmynd um hættur
þær, sem samfara eru keppni i
íappakstri. Aðalhlutverk: Paul
Newman, Joanne Woodward,
Richard Thomas, Robert
Wagner.
tslenzkur texti.
Sndursýnd kl. 5,15 og 9.
EIKTÉIAG
YKIAVÍK
Flóin I kvöld uppselt, þriðjudag
uppselt. Miðvikudag uppselt.
Fimmtudag uppselt. Næst föstu-
dag.
Loki þóSunnudag kl. 15. 6. sýning
Gul kort gilda.
Péturog Rúna sunnudag kl. 20.30.
Aðgöngumiðasalan i Iönó er opin
frá kl. 14. Simi 16620.
&ÞJÖÐLEIKHÚSHI
Lausnargjaldið
fimmta sýning i kvöld
Söngleikurinn
Kabarett
eftir Joe Masteroff og John
Kander. Þýðandi: Óskar Ingi-
marsson. Dansasmiður: John
Grant. Leikmyndir: Ekkehard
Kröhn. Hljómsveitarstj.: Garðar
Cortez. Leikstjóri: Karl Vibach.
Frumsýning sunnudag kl. 20.
önnur sýning þriðjudag kl. 20.
Sjö stelpur
sýning miðvikudag ki. 20.
Lausnargjaldið
sjötta sýning fimmtudag kl. 20.
Kabarett
þriöja sýning föstudag kl. 20.
Miðasala 13.15 til 20. Simi 1-1200.
Ferða félagsferðir
18/5. Þórsmerkurferð
Sunnudagsgöngur 20/5.
Kl. 9,30 Strönd Flóans. Verð 500
kr.
Kl. 13 Fagridalur — Langahlið
Verð 400 kr.
Ferðafélag Islands,
simar 19533 og 11798.
íþróttir 1
KVENNAKNATISPYRNA
A STOFN
í tilefni 65 ára afmælis Vikings fyrir skömmu,
kom út blað á vegum félagsins. Þar er m.a. að
finna fróðlega grein um upphaf kvennaknatt-
spyrnu hér á landi. Fer þessi grein hér á eftir.
Knattspyrna var lengi vel
ekki talin iþrótt við hæfi kvenna.
Þvi var talað um „fyrstu
kvennaliðin” þegar stofnaö var
tilskipulegrarþátttökukvenna i
knattspyrnunni upp úr 1970.
Þetta er alls ekki rétt, þvi fyrstu
skipulögöu kvennaæfingarnar i
knattspyrnu hér á landi voru á
vegum félagsins okkar Vikings,
fyrir nærfellt 60 árum!
Æfingunum stjórnaöi að sjálf-
sögðu frumherjinn Axel
Andrésson.
Þetta mun vera á fárra vit-
orpi, og liklega er þessa hvergi
getið á prenti nema i endur-
minningum leikkonunnar
þekktu, önnu Borg (Anna Borgs
erindringer, bls. 14-15), en hún
var ein þeirra mörgu stúlkna
sem tóku þátt i þessum
æfingum.
Margar stúlknanna urðu siðar
þekktar frúr i Reykjavik og
viðar, og við uröum svo heppnir
að ná tali af einni þeirra, Ast-
hildi Jósefsdóttur Bernhöft.Hún
varð góðfúslega við þeirri beiðni
að rifja upp nokkrar endur-
minningar frá þessum dögum.
„Þetta mun liklega hafa verið
i kringum 1915. Við vorum anzi
margar stúlkur úr miðbænum
sem æfðum hjá honum Axel
Andréssyni, og ég held ábyggi-
lega að við höfum allar verið
skrifaðar inn i Viking. Það var
full alvara hjá okkur, að stofna
fyrsta kvennaknattspyrnulið
landsins.”
Asthildur sagðist ekki muna
þetta alveg i smáatriðum, til
þess væri of langt um liðið.
Stúlkurnar voru mjög margar,
helit lið. I þeim hópi voru Svava
Blöndal, Ragnheiður og Elin
Hafstein, dætur Hannesar Hf-
stein, Margrét Thors, dóttir
Thor Thors, þær Emilia og Anna
Borg og fleiri og fleiri. I þessum
hópi voru m.a. sjö stúlkur sem
alltaf héldu saman og gengu
gjarnan undir nafninu Sjö-
stjarnan.
Æfingar fóru fram á Mela-
vellinum, sem þá var nýr.
Strákarnir úr Vikingi fengu ekki
að vera inni á vellinum, en þess
i stað lágu þeir meðfram
vellinum og kiktu undir grind-
verkið. Gerðu þeir óspart grin
að okkur, enda voru tilburðirnir
oft ekkert sérlega glæsilegir.
Hann Axel var lifið og slálin i
þessu, og hann var ófeiminn að
r. -
Leikkonan þekkta, Anna BorgT
var i fyrsta isienzka kvenna-
knattspyrnuliöinu.
skamma okkur eða gefa okkur
gullhamra, allt eftir þvi hvað
við átti. Hann var til dæmis
mjög hrifinn þegar einhverri
stúlkunni tókst að spyrna bolt-
anum hátt i loft upp! Annars tók
hann þetta mjög alvarlega eins
og viö stúlkurnar”.
Þessar æfingar stóðu yfir i 3-4
mánuði, og var komið svo langt,
að búið var að ákveða keppnis-
búning, en frá þvi segir Anna
Borg i endurminningum sinum.
„Seint um siður urðum við
ásáttar um rauðar matrósa-
blússur, með bláum eilitið hvit-
bridduðum kraga, og bláar leik-
fimiblússur”. Þess má geta, að
mikið hafi verið rifizt um það,
hvernig búningurinn ætti að
vera.
En brátt fór að koma babb i
bátinn, og stúlkurnar fóru að
tínast út úr ein og ein. Það kom
nefnilega i ljós, að kvennaknatt-
spyrnan átti sina féndur, þótt
þeir ynnu leynt. Alls konar
sögum um óhollustu hennar var
á kreik komið, svo sem að stúlk-
urnar fengju stórar lappir af þvi
að leika knattspyrnu og þær
gætu kannski ekki eignast börn
seinna meir. Margar stúlkn-
anna voru i dansi jafnhliða, og
þar sem þær óttuðust að fá
stórar lappir, sem að sjálfsögðu
var óheppilegt fyrir dans-
mentina, fórnuðu þær knatt-
spyrnunni. Þannig gekk þetta
unz markvörðurinn stóð einn
eftir, og þar með var lokið sögu
þessa „fyrsta kvennaknatt-
spyrnuliðs á Islandi”.
„Það voru þó sárabætur fyrir
okkur stúlkurnar, að þar sem
við vorum skrifaðar i Viking,
fengum við ókeypis á Vikings-
böllin”, segir Asthildur. Þá var
nefnilega siður hjá félögunum
að slá upp balli i Bárunni eftir
leiki, og þangað flykktust stúlk-
urnar, sem allar höfðu að sjálf-
sögðu komið á völlinn til að
hvetja Viking.
Þess má geta hér til gamans,
að margar stúlknanna æfðu
körfuknattleik á Hólavalla-
túninu um 1920, en skozkur
maður hafði sett þar upp körfu-
hringi. Þetta var tugum ára
áður en körfuknattleikur var
almennt iðkaður hér. Þá lék
Ásthildur golf með skozku vina-
fólki sinu á Þingvöllum 1923, en
ekki var farið að iðka golf hér af
alvöru fyrr en mörgum árum
siðar.
VÍKINGUR REIÐ Á
Mm
BYRJUNIN HELDUR AUM
tslandsmótið i knattspyrnu hófst I gærkvöld. Fyrsti leikur mótsins
var milli Armanns og Hauka i 2. deiid, og lauk ieiknum með jafntefli,
1:1. Leikið var á Melavellinum.
Haukarnir voru öllu friskari i gærkvöld, og það var réttlátt, að þeir
skyldu taka forystuna á 50. minútu, er Arnór Guðmundsson skoraði.
Eftir þetta sóttu Haukarnir mun meira og áttu ótal tækifæri sem ekki
nýttust. Armenningar fengu sárafá tækifæri, en þeim tókst að nýta
eitt þeirra. Það var á siðustu sekúndum leiksins, að Ingi Stefánsson
jafnaði eftir að hafa fengið knöttinn úr aukaspyrnu.
Leikurinn var heldur af lélegra taginu, og það sem sást af knatt-
spyrnu var mestmegnis af hálfu Haukanna. Af leik liðanna er helzt aö
dæma, að hvorugt þeirra komi til meö að blanda sér f toppbaráttuna I
2. deild i ár. —SS.
Golfmenn í ströngu
tslenzkir golfmenn standa i ströngu þessa dagana. Um siöustu
helgi fór fram fyrsta opna keppni ársins, og um þessa helgi fer
fram sú önnur i röðinni. Er þaö Þotukeppni Keilis, og fer hún fram
á Hvaleyrarholti.
Leiknar eru 36holur, 18 í dag og 18 á morgun. Þátltaka er mikil,
og vonast er eftir betra veðri en golfmenn hrepptu um siðustu
helgi. Meðal keppenda f dag er sigurvegarinn þá, Þorbjörn Kjær-
bo (sjá M mynd). Keppnin gefur stig til landsliðs.
Þess skal getiö hér, að golfþáttur Einars Guðnasonar fellur
niðuridag. —SS.
Laugardagur 19. maí 1973