Alþýðublaðið - 19.05.1973, Síða 9
Iþróttir 2
HVAÐA LID
VINNUR?
HVAÐA LID
FELLUR?
Þessi mynd var tekin i lok
tslandsmótsins i fyrra, og hun
er mjög táknræn fyrir fallliðiö
það ár, Viking. Framherji
liðsins hefur misst af góðu tæki-
færi, enn eitt tækifærið var farið
í súginn, og Vikingur féll vegna
mistaka sinna fyrir framan
mark andstæðinganna.
t dag byrjar knötturinn að
rúlla að nýju, baráttan fyrir
sigri, og baráttan gegn falli
hefst á nýjan leik. Enginn veit
hver hlýtur þau örlög að falla og
hvaða liö stendur sigri hrósandi
með bikarinn i höndunum.
Þeirri spurningu verður ekki
svarað fyrr en tugir leikja hafa
farið fram, og kannski verður
henni ekki svaraö fyrr en I
siðasta leik mótsins, sunnu-
daginn 16. september.
M
OVISSAN SJALDAN VERIÐ MEIRI
Keppni 1. deildar íslandsmótsins hefst i dag. Eins og ætið áður er óvissa mikil um úrslit keppninnar,
og kannski hefur óvissan aldrei verið meiri. Sviptingar hafa verið miklar hjá liöum i vor, sum hafa verið
Iöldudal, sum hafa náð sér upp úr þeim öldudal, en önnur ekki. Komast þau yfir erfiðleikana, eða ekki?
Siíkar spurningar eru nú uppi og ótal fleiri. En það sem verður þó lang forvitnilegast er útkoma þeirra
liða sem fengið hafa erlendan þjálfara. Tekst þeim að rifa knattspyrnuna upp eða tekst þeim það ekki?
Svarið fæst í sumar og haust.
Af fyrrgreindum ástæðum er
kannski heldur mikil dirfska að
ætla sér að spá um úrslit i svo
viðamikilli keppni. Slikt virðist
kannski auðvelt eftirá, en i dag
er það svo sannarlega erfitt. En
við ætlum þó að gera tilraun,
meira i gamni en alvöru. Röðin
yrði þá eitthvað i likingu við
þetta:
1. Vestmannaeyjar
2. Fram
3. Keflavik
4. Valur
5. Akranes
6. Akureyri
7. KR
8. Breiðablik
IBV: Það þykir eflaust mörg-
um að það sé bjartsýni að spá
Vestmannaeyingum sigri. En
það er langt i frá að svo sé. Ég
hika ekki við að segja, að i liði
tBV blundar sá mesti efniviður
sem er að finna i islenzku liöi.
Eyjamenn hafa verið seinir i
gang á undanförnum árum
vegna einangrunar sinnar. Þeir
verða seinir i gang nú, en þó
komast þeir fyrr i stuð en oft
áður. Þegar Eyjamenn eru i
stuði fær ekkert við þá ráðið.
Afallið i byrjun ársins mun bara
stappa i þá stálinu, og gera þá
ákveðnari. Islandsmeistara-
bikarinn verður með þvi fyrsta
sem nýir landnemar taka með
sér til Eyja.
Fram: Traustasta lið 1.
deildar. Það er pottþétt að
Framarar blanda sér i baráttu
efstu liðanna, en ég hef ekki þá
trú að liðið taki Islandsbikarinn
annað árið i röð. Ég spái liðinu
2. sæti i deildinni, og tel það lið
liklegan kandidat i bikarnum.
IBK: Sannarlega lið dagsins i
dag. En hvað það endist, það er
önnur saga. Ég hygg að Kefl-
vikinga vanti enn neistann, en
hann kemur kannski næsta ár,
þvi þá mun liðið loks uppskera
laun fyrir erfiði undanfarinna
mánaða. Liðið mun lenda það
ofarlega að það tryggi sér sæti i
UEFA, og mun standa sig þar
að vanda.
Valur: Valsliðið mun verða i
mótun i sumar, og þess vegna
held ég að það fari ekki mikið
upp fyrir miðja töflu. Vörnin
mun ráða miklu um vel-
gengnina i sumar, þvi i fram-
linunni héfur liðið mann sem
getur skorað mörkin sem gefa
úrslit, Hermann Gunnarsson.
Fróðlegt verður að sjá hvernig
Rússanum tekst upp með Val,
og einkum þó með samanburð i
huga við Bretann hjá Kefl-
vikingum og Skotann hjá IBV.
lA:Skagamennerusem lokuð
bók núna. Þeir hafa að öllum
likindum misst Eyleif Haf-
steinsson fyrir fullt og allt, en
hafa fengið i staðinn þá Matt-
hias Hallgrimsson og Harald
Sturlaugsson heila. Rikarður
Jónsson hyggst reyna nýja upp-
stillingu, en hvað um það, ég
held að Skagamenn verði að
biða eitt árið enn úti i kuldan-
um.
ÍBA: Það tekur nýliða yfir-
leitt tima að fóta sig i 1. deild, og
ég held að Akureyringar verði
þar engin undantekning. Þeir
verða i fallhættu, en ég held að
þeir sleppi við slikt. Það háir
þeim kannski, að svo virðist
sem efnilegir nýliðar komi
sjaldan i dagsljósið fyrir
norðan.
KR:Það sama er að segja um
KR og flest hinna liðanna, það
er spurningamerki yfir liðinu.
Það hefur i sinum röðum sterka
og friska stráka, en kjölfestuna
virðist vanta. Það vantar mann
á borð við Eilert Schram.
Breiöablik: Blikarnir hafa
tollað i deildinni á dugnaðinum
einum saman, auk þess sem
mölin hefur gefið þeim nokkur
stig. Ég hygg að sumariö nú
verði sumar góðu liðanna, og
samkvæmt minum kokkabók-
um passar Breiðablik illa þar
inn i .
t lokin er rétt að birta töflu
yfir leiki helgarinnar i 1. og 2.
deild.
1. deild:
Laugardagur:
Laugardalsvöllur kl. 14.
Fram-Akureyri.
Sunnudagur:
Keflavikurvöllur kl. 16.
Keflavik-Akranes.
Melavöllur kl. 20.
Breiðablik-V alur
Mánudagur:
Laugardalsvöllur kl. 20.
KR-Vestmannaeyjar.
í 2. deild fara fram þrir leikir i
dag, FH og Þróttur frá Nes-
kaupstað leika i Hafnarfirði
klukkan 16, Þróttur Reykjavík
og Völsungur leika á Mela-
vellinum klukkan 16 og Selfoss
og Vikingur leika á Selfossi
klukkan 16. 1 gærkvöld fór fram
einn leikur, og er úrslita hans
getið á öðrum stað i blaðinu.
—SS.
1
I
I
$
£
'/r
I
$
I
i
l-Z
u
I
I
3
$
&
I
I
I
V
ÞEIR ERU AÐ KLÁRA
Nú þegar knattspyrnan hjá okkur er aðhefjast fyrir alvöru, er deildarkeppninni að ljúka
i flestum löndum álfunnar Það er helzt að Norðurlandaþjóðirnar iðki knattspyrnuna yfir
sumartimann. tlrklit liggja þegar fyrir I mörgum löndum, og annars staöar er keppni
alveg að ljúka. Skal hér getið helztu úrslita.
1 Englandi og Skotiandi eru úrslitin þegar kunn. Þar unnu Liverpool og Celtic, og Celtic
vann reyndar það fágæta afrek að vinna skozku deildina I áttunda sinn I röð.
i Vestur-Þýzkalandi hefur Bayern Munchen tryggt sér yfirburðasigur annaö árið I röð.
Beckenbaucr og félagar hafa unnið svo til allt I vetur, aðeins Ajax vann þá auðveldlega, en
Ajax hefur einmitt svo gott sem tryggt sér sigur I hollenzku deildarkcppninni enn cinu
sinni. 1 Austur^Þýzkalandi er Dynamo Dresden með bezta stööu. Ujpest Dozsa stendur
bezt að vigi I Ungverjalandi, Benfica vann portúgölsku deildina, FC Bruges vann þá
belgisku og AC Milan stendur bezt að vigi I itölsku deildinni. Kannski dregur Fram eitt-
hvað af þessum stórlöxum i Evrópukepninni. —SS.
Leikmenn Bayern Munchen fagna enn einu markinu hjá Gerd Mullcr. Þessi
frábæri leikmaður hefur meö mörkum sinum átt mcstan þátt i þvi að Bayern
vann þýzku deildina annað áriö i röð. Hann gerði meira en helming af
mörkum liösins.
o
Laugardagur 19. maí 1973