Alþýðublaðið - 19.05.1973, Side 11
William Terry
Hannie Caulder
Ingólfs-Café
BINGO á sunnudag kl. 3
gleymt öllum væringum. En
sársaukasvipur kom á andlit
hans, þegar Emmett sló hann
bylmingshögg á vangann.
„Haltu kjafti!”
Rufus hrópaði upp og neri
sáran vangann.
„Við förum,” tilkynnti
Emmett.
„Datt þér ekkert betra i hug?”
spurði Frank háðslega.
Hæðni hans beit ekki á
Emmett. „Svona er hugmyndin.”
„Hvað gerum við svo?” vildi
Rufus fá að vita.
Emmett spýtti. „Við höldum
áfram ferðinni, hálfvitinn þinn.
Þetta er kallað sjálfsbjargarvið-
leitni. Leggjum af stað.”
Frank sagöi i kvörtunartón.
„Andskotinn. Mig langaði svo til
að vinna eitt verk með hagnaði.”
Hann skreiddist i burtu á eftir
hinum, enda þótt hann kynni ekki
alls kostar við það, og gætti þess
að vera i vari fyrir kúlunum frá
póstvagninum.
„Hálfvitinn hann bróðir þinn
gerir nægan hávaða til að vekja
heilt fjall,” hvislaði Emmett.
Rufus nam staðar og horfði á
Frank. „Hvorn hálfvitann áttu
við?” spurði hann upphátt.
KRÍLIÐ
SVlTfl SíífJ.V
FoíT TfBPT 7 fiErr 5/<w/ + ryinNo
Q/. //C//? AroRKU
5 3
un\jH
Af/S'b/ HjfíRK Gm/H 8 fl
i TO///V L£/K
ÐU& LB&UR %
n.'/k' Dry/<k fTfELlR
i ’OÚfi/R Bj'nr/fl 9
flÐftLS FRO 7
KOfffi / PnflVUR
3RYTj , fí*
ú /0 6 //
TRE
/ W»/ oon*- r>cun>.--r. .n
Aftur löðrungaði Emmett
Rufus, bardaginn hófst á ný.
Rufus reyndi að reka Emmett
kjafshögg. Byssukúla frá póst-
vagninum hæfði næstum Emmett
i höfuðið. Þremenningarnir
grúfðu sig niöur og hófu siðan
undanhaldið frá hinum fyrirhug-
aða ránsstað. Hestar þeirra voru
bundnir hinum megin ássins, og
er þeir voru komnir úr sjónmáli
frá póstvagninum, tókst þeim að
hlaupa til þeirra. Frank, sem var
orðinn illa haltur, var alllengi að
komast á bak, en samt varð hann
fyrstur bræðranna. Emmett
mundi ekki, hvorn hestinn hann
átti, og Rufus varð að draga hann
af baki sins hests. Daufur ómur
skothriðar barst yfir hæðina, og
Emmett reyndi að berja bróður
sinn, en Rufus vék sér undan og
hljóp á bak.
„Þessir bjálfar skjóta, unz þeir
eru orðnir skotfæralausir”, sagði
Frank þurrlega.
„Já,” sagði Emmett beizklega.
„Okkur tókst að blekkja þá.”
„Ég sagði þér, að áætlunin væri
vitlaus,” sagði Frank og horfði á
tviburabróður sinn skreiðast á
bak með erfiðismunum. „Það er
ógerlegt að sitja fyrir póstvagni.
Að minnsta kosti fyrir þrjá menn.
I Við hefðum átt að elta þá uppi”.
„Getur þú aldrei hætt þessum
jkveinstöfum”? spurði Emmett.
„Ég hætti kannski, þegar ég hef
einhverja peninga i vasanum”,
svaraði hann.
Emmett fnæsti og knúði hestinn
sporum. Rufus elti hann og skelli-
hló af ánægju, rétt eins og þeir
væru dirfskufullir ræningjar að
nýloknu lestarráni. Frank, sem
vissi, að Rufus var þegar búinn að
gleyma, að þeim hafði mistekizt,
hélt i humátt á eftir þeim og taut-
aði i barminn.
9. KAFLI
Bailey-búgarðurinn var dæmi-
gerður mexikanskur sveitabær.
Hann var i norðanverðu Chihua-
hua-héraði, en landslag þar ein-
kenndist af lágum ásum. Þarna
var stórt ibúðarhús og umhverfis
það lægri byggingar. Fyrir fram-
an ibúðarhúsið var stór verönd.
Við hlið þess var járnsmiðja, og
allt i kring hafði litlum kofum
verið dritað óskipulega niður.
Það voru vistarverur verka-
manna og þjónustuliðs Baileys.
Húsin voru byggðúrleir og timbri,
og úr fjarlægð að sjá voru þau
glæsileg. En er Hannie og
Thomas komu nær, hún forvitin
og hann fullur tilhlökkunar, gat
þeim ekki dulizt, að búgarðurinn
var vinnustaður. Hinn auðugi
minnihluti þjóðarinnar byggði
slika bústaði sem sveitasetur i
héruðunum nær Mexico City. Þar
stunduðu eigendurnir útreiðar og
veiðarmeð vinum sinum. En Bai-
[ley var ekki auðugur maður og
lifði af þvi, sem unnt var að rækta
á skrælnuðum ökrum umhverfis
búgaröinn, og drýgði tekjur sinar
með þvi að smiða beztu byssur á
meginlandi Norður-Ameriku eða
gerði viö og endurbætti byssur,
sem höfðu verið framleiddar i
vopnaverksmiðjum um allan
heim.
„Hver þeirra er Bailey?”
spurði Hannie og skimaði yfir
akrana, þar sem margir menn
voru við störf.
„Hann er ekki þarna,” sagði
Thomas. „Menn, sem smiða
byssur, verða að vera eins liprir i
höndunum og þeir, sem nota þær.
Hann er i smiöjunni.” Hann
benti löngum fingri á lága bygg-
ingu. Dyrnar voru til að sjá eins
og niðdimmur hellismunni. öðru
hverju lýstist myrkrið af daufri,
rauðri glóð. Stundum komu
reykjarmekkir fram i gættina og
leystust upp i funheitu sólskininu.
Um það M-SjiTára gamalt barn
kom i gættina, nakið og silspikað.
„Pabbi”, kallaði það, og strax
komu fleiri börn fram i dyrnar, en
þeim var ýtt út i portið, þvi að enn
fleiri börn komu á eftir. Börnin
voru að minnsta kosti tólf, litil
börn, klæðlaus og vel nærð. Litar-
haft þeirra var margvislegt. Sum
voru nærri hvit, en önnur ólivu-
brún, og öll báru mismunandi
sterkt mexikanskt svipmót.
„Þarna eru afkomendurnir”,
sagði Thomas með ósvikinni
ánægju, „og þarna er Bailey, fað-
ir allrar hjarðarinnar”.
Maðurinn, sem stóð i miðjum
barnahópnum, var hár og grann-
vaxinn og andlit hans þægilega
svipfallegt og útitekið, þar sem
skeggið huldi það ekki. Hann var
um fimmtugt, og aðeins vottaöi
fyrir illsku i svip hans. En illskan
hvarf strax úr djúpum, dökkum
augum hans, er hann bar kennsl á
annan reiðmannannanna. Eitt
andartak var hann hinn um-
hyggjusami faðir, sem beitti öll-
um tiltækum ráðum til að verja
börn sin. A næsta andartaki ljóm-
aði hann af ósvikinni ánægju, er
hann gekk fram og heilsaði göml-
um og mikilsmetnum vini.
„Það gleður mig innilega að sjá
þig, Tom. Þú ætlar þó ekki að
segja mér, að þú sért búinn að
sprengja hlaupið á gömlu Adams-
byssunni?”
Hann talaði með greinilegum
enskum hreim, og kveðjur hans
voru einkennilegt sambland af
hreinskilni Lundúnabúans og
Áskriftarsíminn er
86666
HERT SJÚNGLER
Að gefnu tilefni viljum við taka fram, að við herðum sjálfir sjón-
gler af öllum gerðum fyrir sanngjarnt verð.
Mikið öryggi fyrir börn og þá, sem vinna hættuleg störf.
Ávallt fyrirliggjandi mikið úrval sjónglerja og nýtizkulegra gler-
augnaumgjarða.
CleraugnamiastaBjn
Laugavegi 5, simi 22702
Aðalvinningur eftir vali.
11 umferðir spilaðar.
Frá vinnuskóla
Haf narf j arðar
Vinnuskóli Hafnarf jarðar tekur til starfa i
byrjun júni og verður starfræktur á
svipaðan hátt og siðastliðið sumar. í
vinnuskólann verða ráðnir unglingar
fæddir 1958, ’59 og ’60.
Vinna i skólagörðum hefst i byrjun júni.
Sú starfsemi er ætluð fyrir 12 ára börn.
Þátttökugjald tilkynnist við innritun.
Innritun fer fram i æskulýðsheimilinu við
Flatahraun kl. 4-7 s.d. dagana 21. og 22.
mai n.k.
íþrótta-og leikjanámskeið fyrir 6-12 ára
börn hef jast 4. júni. Innritun i námskeiðin
fer fram á Hörðuvöllum frá og með 1. júni
n.k. Allar nánari upplýsingar um starf-
semi skólans verða veittar i æskulýðs-
heimilinu á innritunartima svo og 17. og
18. mai kl. 9-12.
Forstöðumaður
10
Laugardagur 19. mai 1973