Alþýðublaðið - 19.05.1973, Page 12
INNLÁNSVIÐSKIPTI LEIfi
TIL LÁNSVIÐSKIPTÍ
WúNAÐARBANK
m/ ÍSLANDS
KOPAVOGS APÚTEK
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardága til
kl. 2, sunnudaga milli
kl. 1 og 3-sími40102.
LAUGARDAGS-
VIÐTALIÐ
VIÐ EDDU ÞÓRARINSDÓTTUR,
,,Þetta hafa verið
óskaplega erfiðar æfing-
ar, og ég er bara hræddusf
um, að allt fari í vitleysu
á aðalæfingunni á morg-
un, þegar mannskapurinn
verður útsofinn og af-
slappaður". Þetta sagði
Edda Þórarinsdóttir leik-
kona, þegar blaðamaður
Alþýðublaðsins ræddi við
hana inni á sviði Þjóðleik-
hússins eftir æfingu á
söngleiknum Kabarett t
gær, og það var varla
hægt að segja að hún væri
orðin Eddaaftur, — hún
virtist ekki vera alveg
laus úr viðjum óskars-
verðlaunahlutverksins,
hlutverks Sally Bowles.
Við skutumst inn i búnings-
herbergi, og undan hárkollu
Sallyar kom greinilega Edda
Þórarinsdóttir — um það var
ekki að villast.
— Þú varst erlendis i vetur
Edda, og komst gagngert til
landsins til að æfa þetta hlut-
verk.
— Já, það er rétt. Ég fór eftir
áramótin á leikskóla i
Manchester, og hafði ætlað að
vera þar til vorsins. En Sveinn
Einarsson leikhússtjóri orðaöi
það við mig þegar ég hætti að
leika i Túskildingsóperunni, að
ég tæki þetta hlutverk, og þvi
gat ég að sjálfsögðu ekki neitað.
— Þú hefur vitanlega séð
myndina Kabarett i Englandi?
— Ég notaði tækifæriö til að
grafa myndina upp, en þegar
ég byrjaði að æfa hlutverkið
kom i ljós, að það var mér fjötur
um fót að hafa séð hanajá fyrstu
æfingunum var túlkun Lisu
Minelli mér ofarlega i huga, en
mér tókst þó fljótlega að losa
mig úr þeim viðjum. En eftir á
sé ég, að ég hef grætt á að sjá
myndina, þvi andrúmsloftið i
Berlin kemur þar mjög vel
fram. Samt sem áður held ég að
ég fari ekki að sjá myndina aft-
ur verði hún sýnd hérna á með-
an sýningar standa yfir i leik-
húsinu.
— Þú nefndir, að æfingar hafi
verið mjög strangar.
— Æfingarnar hófust i byrjun
april en það er mjög stutt siöan
leikstjórinn, Karl Vibach, kom
til landsins. A þessum tima hef-
ur hann gert kraftaverk, en
þetta var lika erfitt. Núna siö-
ustu vikuna hefur verið æft tólf
tima á dag, og það varð að fella
niður kvöldsýningar að mestu
alla vikuna til þess að gefa okk-
ur pláss á sviðinu. En erfiðast
hefur þó verið hjá dönsurunum
og Bessa, sem leikur sviðs-
meistarann, þvi mjög mikill
hluti leiksins eru mjög flóknir
dansar. Tæknihliðin er lika
mjög erfið og viðamikil, og hlut-
verk sviðsmannanna stórt.
— Segðu mér eitthvað nánar
frá Kabarett.
— Kabarett gerist i Berlin ár-
ið 1930, á uppgangstimum
nazista, þegar borgin er fræg
fyrir næturlif. Borginni er lýst
með augum bandarisks rithöf-
undar, sem raunverulega skrif-
aði sögukafla um dvöl sina i
Berlin, en siðan var samið leik-
rit upp úr þessum söguköflum,
og úr þvi leikriti var svo saminn
söngleikurinn. Þá var
„kabarettinum” bætt inn i, en
hann tengir frásögnina saman
og dregur upp kaldhæðnislega
mynd af atburðunum.
Sally Bowles er söngkona á
næturklúbb, og hana dreymir
um að veröa fræg. En i leikslok
fer hún i hundana, og það má
segja, að hún sé tákn þess ljúfa
lifs Berlinar, sem leið undir lok.
En ein persónan er ungur
nazisti, sem Hákon Waage leik-
ur, og hann er á hraðri uppleið,
þegar leiknum lýkur, tákn upp-
gangs Nazista á þessum timum.
— Þetta er þá kannski eitt-
hvað meira en venjulegur söng-
leikur?
— Hann er það tvimælalaust,
og Vibach hefur mjög skemmti-
legar hugmyndir um uppfærsl-
una. Eins og þú veizt hættir
| SENDI8ILASTÖOIN Hf
LEIKKONU
söngleikjum til að vera væmmr,
en Vibach forðast allt slikt eins
og heitan eldinn, hikar ekki við
aðstrikaalla væmni út úr hand-
ritinu. Arangurinn er sá, að
sögn þeirra, sem hafa horft á
æfingar úr salnum, að það er
enginn dauður punktur i leikn-
um, — áhorfendum á aldrei að
leiðast.
—■ Finnst þér vera ádeilu-
broddur i verkinu?
— Sjálfar frásagnir rithöf-
undarins eru hlutlausar, og
hann forðast að fella dóma. En i
söngleiknum eru ýmis áhrifa-
mikil atriði, sem má túlka sem
ádeilu, — og ættu allavega að
koma áhorfendum til aö hugsa.
Þegar hér er komið sögu er
Edda setzt við spegilinn og farin
að verka framan úr sér sminkið,
og ég hugsa mér til hreyfings,
með orð Eddu um allar ströngu
æfingarnar i huga, — og ekki
veitir henni af góðri hvild fyrir
eldraunina, — aðalæfinguna
klukkan tvö i dag.
Þorri