Alþýðublaðið - 22.06.1973, Síða 2
HVERNIG SIGRA EG
EINMANALEIKANN?
LUNDBERGHJONIN SVARA
Fjórir lítrar vökva
á dag - þá fer ekki
hjá því þú megrist
Kæru Hanna og Knud Lund-
berg.
Stöðugt koma fleiri og fleiri
bækur um megrunaraðferðir á
markaðinn. Hvað á maður svo
að velja af þessum óliku kerf-
um? Vinkona min ein léttist
annað slagið um allmörg kg
með því að telja ofan i sig heita-
einingarnar. Að visu þyngist
hún alltaf aftur sem þvi svarar
en eigi að siður litur út fyrir að
þessi aðferð sé allárangursrik.
En nú segir maðurinn minn að
þetta sé óhollt. Hann heldur þvi
fram að þið hafið skrifað eitt-
hvað i þá veru, og þess vegna
langar mig til að spyrja ykkur
álits á þeirri aðferð að telja
hitaeiningarnar.
Vinsamlegast.
K.P.
Kæra K.P.
Ekki er neinum vafa bundið
að þessi megrunaraðferð er
árangursrik. Það má megra sig
að mun með þvi að draga út
hitaeininga-neyzlu sinni. Þá lifir
maður sumsé á fitu og hvitu
sem er harla saðsamt og maður
borðar þvi ekki eins mikið af.
Þegar við getum samt sem
áður ekki mælt með þeirri að-
ferð er ástæðan sú, að ef maður
sparar mjög við sig kolvetnið og
hitaeiningarnar, verður maður
yfirleitt að auka fituneyzluna til
muna, sakir þess hve hvitan er
dýr. Of dýr fyrir flesta.
En þá er freklega brotið gegn
kenningum hjartaverndar-
manna, sem mæla eindregið
með þvi að fitan sé spöruð við
sig — sérstaklega með tilliti til
þess að við neytum flest rangra
tegunda af fitu. Með tilliti til
kölkunarinnar erum við þvi ekki
fylgjandi skyndilega stór-
minnkaðari neyzlu kolvetnis-
næringar yfirleitt. Einnig vegna
þess að við litum ekki á það sem
neitt lækningaráð að vera hold-
skarpur, heldur sem lifnaðar-
háttu.
Aftur á móti erum við þvi
einkar meðmælt að fólk spari
við sig sykur. Ef fólk bætir sér
það upp með gervisykri, eða
engum, dregur það yfirleitt að
svo miklu leyti úr hitaeininga-
neyzlu sinni, að það léttist við
það.
Og það án þess að finna til
nokkurrar svengdar.
Við skulum ekki heldur
gleyma þvi, að öll von er til að
árangurinn endist að sama
skapi lengur sem megrunarað-
ferðin er hægvirkari. Og fari
maður út i það að spara við sig
kovetnisnæringuna, þá ber að
neyta þvi meiri hvitu i staðinn,
þó svo að dýr sé,
Það er nefnilega öll ástæða til
að ætla, að það sem viðkomandi
léttist i fyrstu eftir að hann tek-
ur til við megrunina, sé að mikl-
um hluta til vökvatap og hvitu-
tap, og hvituna megum við alls
ekki missa. Þvi meiri hvita sem
er i fæðunni, þvi meira af henni
fáum við endurbætt.
Þvi miður verður ekki vitað
með vissu, hve mikið af vefja-
hvitu fer sina leið, þegar við-
komandi tekur til við að spara
kolvetnisnæringuna. Vitað er þó
að þetta, ásamt vökvatapinu,
verður til þess að viðkomandi
léttist að mun, en það jafnar sig
svo aftur, sem betur fer þegar
megrunarviðleitninni er lokið i
það skiptið, og við endurheimt-
um það vökvamagn og þá hvitu,
sem við megum illa vera án.
Sem sagt, forðizt sykurinn, en
sparið ekki við ykkur það kol-
vetni sem fólgið er i ávöxtum og
grænmeti, sem meðal annars
hefur mikla þýðingu i sambandi
við þarmana. Það er úr-
gangurinn, sem ræður svo
miklu um meltinguna.
Forðizt sykurinn,
en sparið ekki við
ykkur það kolvetni
sem er í ávöxtum
og grænmeti.
Af nýrri bókum, sem komið
hafa út um megrun og þess-
háttar, viljum við mæla með
smákveri eftir Warning-Larsen.
Sem gamall og reyndur kennari
illkamsfræði og lifefnafræði er
honum áreiðanlega öðrum
fremur treystandi. Hann skýrir
frá þvi I stuttu máli hvað maður
megi og hvað maður megi ekki,
og þó af mikilli nákvæmni.
Hann leggur til dæmis megin-
áherzluna á neyzlu vökva og
eggjahvituefna.
Einkennilegt og óvenjulegt
kann sumum að virðast það, að
hann skuli mæla með þvi að við-
komandi drekki fjóra litra af
vökva daglega, meðan
megrunarlotan varir, en eflaust
er það rétt. Ofþyngd er oft að
miklu leyti að kenna of miklu
salti i likamanum, sem hin
mikla vökvaneyzla skolar á
brott.
Að sjálfsögðu er þarna
einungis um að ræða drykki,
sem ekki luma á neinum hita-
einingum. Kaffi te, tært vatn
eða ölkelduvatn...
Með beztu kveðjum.
Hanna og Knud Lundberg.
Kæru Hanna og Knud Lund-
berg.
Getið þið ekki aðstoðað mig
viö að leysa harla erfitt vanda-
mál. Eg hygg að ég sé ekki ein
um að komast ekki hjá að glima
við það. Mér liður illa. Ekki
vegna þess að ég sé á um-
breytingaskeiðinu, þvi er löngu
lokið. Ekki heldur vegna kyn-
lifsins, það er i lagi. f rauninni
er það hið eina, sem við eigum
sameiginlegt nú orðið,
maðurinn minn og ég. Hann
vinnur allan daginn, kemur
heim rétt sem snöggvast til að
boröa og er svo þotinn aftur.
Kvöldunum eyðir hann oftast
nær við spil. Við eigum ekki
neinar efnahagslegar áhyggjur
við að striða. Satt bezt að segja
eigum við nokkuð fé i bankan-
um, og húsnæðið er bæði ódýrt
og gott. En hvað á ég til bragðs
að taka til að verjast ásókn ein-
mannaleikans? Börn okkar og
barnabörn búa svo langt frá, að
við getum einungis haft tak-
markað samband við þau. Eg
umgengst þó einungis fjöl-
skylduna, en það er, vægast
sagt, allt of sjaldan.
Ef þið gætuð veitt mér ein-
hverja aðstoð, þá mundu
margir hér i landi, sem svipað
er ástatt um, njóta góðs af.
Vinsamlegast.
Einmana húsmóðir.
Kæra einmana húsmóðir.
Þar hefur þú áreiðanlega lög
að mæla, að þú ert ekki ein um
glimuna við einmitt þetta
vandamál. Eldri húsmæður eru
stjúpdætur nútima samfélags.
Fæstar hafa þær nokkra sér-
menntun, þær hafa helgað sig
eiginmanni sinum börnum og
heimili — og fyrr eða siðar kem-
ur svo að þvi að þær verða að
horfast i augu við einmana-
leikann. Reyndar geta þær nú
valið um ýmis störf, sem ekki
þarf sérmenntun til að leysa af
hendi. Og auk þess standa eldri
konum opnar ýmsar leiðir til að
afla sér ýmissar menntunar, til
dæmis á námskeiðum.
En þvi er nú einu sinni þann
veg farið, að mikill meiri hluti
þessara eldri kvenna vill helzt
halda sig heima. Og það geta
þær að sjálfsögðu og samtimis
unnið að minnsta kosti tals-
verðan sigur á einmanaleikan-
um — ef þær bindast einskonar
samtökum i þvi skyni. Þær geta
haft sin spilakvöld, ekki siður en
eiginmennirnir. Þær geta snætt
saman morgunverð. Og svo eru
það saumakvöldin.
Eins og þú segir, þá eru
margar svipað á vegi staddar
og þú sjálf. Leitaðu nokkrar af
þeim uppi. Eigir þú ekki sjálf
frumkvæðið, þá verður ekki
neitt úr neinu.
Með beztu óskum og kveðjum.
Hanna og Knud Lundberg.
Ef maður sparar
mjög við sig
kolvetníð og
hitaeiningarnar,
verður maður
yfirleitt að auka
fituneyzluna til
muna.
Reykjavík
0
Föstudagur 22. júní 1973