Alþýðublaðið - 28.06.1973, Side 10
Sundnámskeið fyrir börn
Sundnámskeið hefjast i sundlaugum
Árbæjarskóla og Breiðagerðisskóla 2. júli
og standa til 27. júli.
Innritun i anddyri Breiðagerðisskóla og i
sundlaugÁrbæjarskóla29. júni kl. 10-12 og
14-16.
Innritunargjald er kr. 500,00.
Fræðsluskrifstofa Reykjavikur.
Tilboð óskast i smíöi og uppsetningu innréttinga i Mennta-
skólann að Laugarvatni, 2. afanga.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar
rikisins, Borgartúni 7, Rvk, gegn 2.000,00 kr. skilatrygg-
ingu. Tilboð verða opnuð á sama staö mánudaginn 9. júli
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26814_
íbúð óskast til leigu
Ung hjón með 8 mánaða barn, óska eftir
2ja herbergja ibúð frá 1 ágúst n.k. Reglu-
semi heitið.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins
fyrir föstudagskvöld, merkt „1973”.
Kvennaskólinn á Blönduósi
starfar tviskipt næsta vetur.
Fyrra námskeið: okt. — des.
Siðara námskeið: jan. — maí.
Hússtjórnargreinar. Valgreinar: vélritun
og bókfærsla. Sendið skriflegar umsóknir.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, simi
95-4239.
*■!■ *
Tilboð óskast i smíði og uppsetningu inn-
réttinga i Menntaskólann að Laugarvatni,
2. áfanga.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Inn-
kaupastofnunar rikisins, Borgartúni 7
Rvk, gegn 2.000,00 kr. skilatryggingu. Til-
boð verða opnuð á sama stað mánudaginn
9. júli 1973 kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
I
Astkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
Einar Guðjónsson,
Miklubraut 62
andaðist á Borgarspitalanum 26. júni s.l.
Fyrir mina hönd og annarra aðstandenda.
Margrét Gunnlaugadóttir.
Peppino Russo fyrir framan sinn undarlega múr af gömlum útslitnum eða
sködduðum dúkkum framan við hús sitt i Róm.
HANN SAFNAR
YFIRGEFNIIM DÚKKUM
— en móðir lótinnar stúlku fékk dúkkur
dóttur sinnar aftur.
Peppino Russo og eiginkona
hans, Maria, búa i litlu húsi í út-
hverfi Rómaborgar. En gatan
þrönga, sem liggur umhverfis
húsgarð hans, er óvenjuleg sjón.
Vegna þess að upp við grindverk-
iö beggja megin við er raðað
dúkkum i hundraðavis i öllum
stærðum ogaf öllum gerðum. Þar
er einnig að finna skilti með text-
anum: Hlæðu ekki að mér. Aðrir
hlæja ef til vill að þér. . . .
Nokkrar af dúkkunum eru grá
rifrildi, illa leiknar af veðrum og
vindi, og með tómleg, starandi
augu. Þær hafa verið þarna vetur
sem sumur i 10 ár. Aðrar dúkkur
eru rifnar i hengla. Enn aðrar eru
i mjög góðu ásigkomulagi.
Það er alveg sérstök ástæða
fyrir þvi, að Peppino Russo safn-
ar gömlum dúkku'm, sem hætt er
að nota..
A striðsárunum stóð hann sem
ungur hermaður frammi fyrir
stundursprengdu og logandi húsi.
Hann ruddist þangað inn og
bjargaði ungri stúlku út úr eld-
hafinu, stúlkan sú var Maria, sem
hann siðar gekk að eiga.
En dauðinn og eyðileggingin,
sem Russo sá á striðsárunum,
olli þvi, að hann öðlaðist ákafann
vilja til þess að liðsinna öllu þvi,
sem hafði verið yfirgefið, skadd-
að eða fleygt burtu.
Hann minntist þessa mörgum
árum siðar þegar hann kvöld eitt
ók um götur Rómar. Þá kom hann
skyndilega auga á dúkku, sem lá
ein og yfirgefin i göturæsi.
Hann stöðvaði bilinn, tók dúkk-
una upp.og þarna sem hann stóð
með hana i höndunum, upplifði
hann enn einu sinni atburðinn frá
striðsárunum þegar hann bjarg-
aði hinni verðandi konu sinni úr
eldhafinu.
— Ég fékk það sterklega á til-
finninguna, að dúkkan væri eigin-
kona min, segir Russo. — Ég fann
til örvæntingarfullrar meðaumk-
unar með öllum þeim manneskj-
um; er deyja sem fórnardýr
sprengja viðs vegar i heiminum
og um leið með öllu þvi, sem kast-
að er burtu og fleygt.
Ég gat einfaldlega ekki fleygt
dúkkunni. Ég tók hana með mér
heim.
Allt upp frá þessu hef ég svo
safnað yfirgefnum dúkkum, svo
sem eins og til þess að sýna vilja
minn til þess að bjarga yfirgefn-
um manneskjum. Ég vil með
þessu sýna fram á, að ég hef enn
von um og trú á manneskjuna og
á sigur þess góða hér i heimi. . . .
Hið einkennilega áhugamál
Peppino Russo hefur einnig haft
sinar afleiðingar:
Fyrir nokkrum árum var sex
ára gömul dóttir bandarisks
sendiráðsstarfsmanns i Róm
keyrð niður af strætisvagni og lét
hún lifið. Sama kvöldið pakkaöi
móðir telpunnar, frávita af sorg,
öllum dúkkum dóttur sinnar i
kassa og setti hann út á miðja
götu.
Peppino Russo ók um götuna
skömmu siðar og fann kassann
fullan af dúkkum. Hann tók þær
með sér heim og stillti þeim upp
meðfram girðingunni.
Nokkrum mánuðum siðar
komu amerisku hjónin keyrandi
eftir götunni sem lá framhjá húsi
Russo. Undrandi störðu þau á
þann mikla fjölda af dúkkum,
sem stillt var upp meðfram veg-
inum og skyndilega þekkti konan
nokkrar þeirra aftur. Þær höfðu
verið I eigu hins látna barns
hennar.
— Móðirin sárbændi mig um að
gefa henni dúkkurnar aftur, segir
Russo bliðlega.
— Henni fannst, að hún hefði
brugðizt litlu dóttur sinni með þvi
aö fleygja öllum dúkkunum henn-
ar. Auövitað fékk hún þær. Nú
starfa þau hjónin I Tókló. Á
hverju ári senda þau mér jólakort
og þakka mér fyrir að bjarga
dúkkunum til minja um litlu dótt-
ur þeirra. . . .
Aðvöruil:
Aðalskoðun bifreiða i Kópavogi árið 1973
er lokið. Þær bifreiðar merktar Y, sem
ekki hafa verið færðar til aðalskoðunar
fyrir 1. júli n.k., verða teknar úr umferð
hvar sem til þeirra næst.
Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Trjáplöntur
Birkiplöntur til sölu i 6 stærðar- og verð-
flokkum frá 50-150 kr.
Lynghvammi 4. Hafnarfirði
SÍMI 50572.
©
Fimmtudagur 28. júní 1973