Alþýðublaðið - 02.08.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.08.1973, Blaðsíða 1
Þrír bjóða í Norðuró alla Tilboð i dýrustu laxveiðiá landsins, Norðurá i Borgarfirði, voru opnuð i gær. Tilboð bárust frá þrem aðilum: Kjartani Jónssyn, bónda Guðnabakka, Geir Zoega, ferðask rifstofu, og Stangaveiðifélagi Reykjavikur. Tilboðs- fjárhæðir eru ekki kunnar, enda tekur tima að meta til fjár, i krónum talið, þau atriði öll, sem þar vegast á. Frá Stanga- veiðifélaginu bárust 4 mismunandi tilboð, þar sem upphæðir frá 5-11 milljónir voru nefndar, i tilboði Kjartans 8 milljónir, auk annarra liða, en Geir Zoega óskar eftir viöræðum. Stanga- veiðifél. hefur haft ána á leigu um árabil, fyrir 10 milljón krónur á ári. Óttast ÞORIR ER HINIR ÞEGJA Hvíta húsið ráðgerði kynlífs- kúgun til að fá upp- lýsingar um Kennedy Blaöið Washington Post skýrir frá þvi i gær, að upp hafi komizt um ráöagerðir um að forfæra ýmsar stúlkur, sem nátengdar eru einkalifi Edwards Kennedy. Meðal stúlkn- anna, sem átti að for- færa voru stúlkur þær er voru i samkvæmi með Kennedy 1969, sömu nótt og hann keyrði út af með þeim afleiðingum, að Mary Kopechne drukknaði. Til stóð að fá ungan glæsilegan mann til aö forfæra stúlkurnar, átti siðan að ljósmynda at- höfnina og nota mynd- irnar gegn þeim, ef þær yrðu ekki nógu samn- ingsliprar. Blaðið bendir á, að starfsmenn Hvita húss- ins hafi framkvæmt 16 rannsóknir á slysinu, sem Kennedy lenti i 1969. Sá, er framkvæmdi flestar rannsóknirnar, hefur tvisvar komið fyrir Watergatenefnd- ina. Engin stór vertíð hjá bíla sölum Bilasöluhrotan sem áður reið yfir bila- sölurnar i vikunni fyrir verzlunarmanna- helgina, hefur ekki látið á sér kræla að þessu sinni, og tveimur bilasölum, sem Alþýöu- blaðið hafði tal af, bar saman um, að salan hafi verið nokkuð jöfn siðan i april, þó með nokkurri aukningu um miðjan júni. Ekki virðast allir gera sér grein fýrir þessari staðreynd, flestir viðast hafa lokið bilakaupum sinum of snemma þvi nokkuð bera á þvi að menn álita sig geta fengið uppsprengt verð fyrir bila sina siðustu dag- ana fyrir þessa miklu umferðarhelgi. og gengur að sjálfsögðu erfiölega að selja þá bila. Þetta veldur þvi m.a., að bilar, sem að jafnaði eru góöir sölu- bilar, svo sem Volkswagen og CoTtina, standa nú óhreyfðir á bilasölunum dögum saman sökum mikils framboðs á notuðum bilum', enda eru allar bilasölur yfirfullar þessa dagana. ,,Ég óttast, að verzlunarmannahelgin geti orðið að mikilli svall- helgi, vegna þcirrar ráð- stöfunar rikisins og skógræktarinnar, að banna öll skipulögð úti- hátiðarhöld um helgina á lendum rikisins, þvi þaö hefur i för með sér aukinn drykkjuskap og vandræði ef fólk hefur ekki eitthvað til að vera við, cins og reynslan hefur margoft sýnt”, sagði Hafsteinn Þorvaldsson formaður U.M.F.l. i viðtali við blaðið i gær. Aðeins þrjár skipu- lagöar útisamkomur verða um helgina að þessu sinni, i llúsafeili, Galtalækjarskógi og við Hrafnagii i Eyjafiröi. Ungmennafélög viðs vegar um land hafa yfir- leitt staðið fyrir útisam- komunum, og sagði Haf- stcinn að mörg þeirra væru búin að fjárfesta i dýrum útbúnaði til þjónustu á hátiöarsvæö- um, og nefndi þar m.a. vatnslagnir, salerni, danspalla o, fl. en ckkert af þessu nýttist þessa helgi. Nú yrði t.d. ekkert mót á Laugarvatni, en þangað kom á þriðja tug þúsunda um verzlunarmanna- hclgina i fyrra, ekkert leyfi fékkst til skemmtanahalds i Þjórsárdal, þrátt fyrir að UMF Skarphéöinn hafi verið búið að koma þar upp góðri aöstöðu i vor, ekkert verður i Atlavik né Asbyrgi og tjaldstæði verða bönnuð að Húna- völlum. Allir þessir staðir voru fjölsóttir i fyrra. Sagði Hafsteinn, að mikill urgur væri i ung- mennafélögum viða um land vegna þessara óvæntu banna, sérstak- lega með hliðsjón af þvi, að þau hafa smátt og smátt vcrið að byggja upp betri aðstöðu á mót- svæðum, og undanfarin ár hefur fengizt dýrmæt reynsla um svona skemmtanahald, enda sé það stöðugt að þróast. Nú sé hins vegar kippt fótun- um undan þessari upp- byggingarstarfsemi. Þá óttaöist Hafsteinn einnig að crfitt yrði um löggæzlu, þar scm liigrcglan gæti ekki sé fyrir hvar inargmennið safnaðist saman, en hingaö til hefur fólk aðal- lega dvalið á mótsvæð- um. Af þessu tilefni sneri hlaðið sér til Jóns Guömundssonar yfir- lögregluþjóns á Selfossi, cn búizl er við miklu fjöl- menni á Suðurlandið. Sagðist hann verða með 20 lil 30 menn á sinum vegum, og yrðu þeir sem mcst færanlegir þar sem erfitt væri að sjá fyrir hvar fólkið kynni að safnast saman. rFréttnæmti □ Ulbricht látinn 1 gær lézt i A-Berlin Walter Ulbrict, fyrrum ritari a-þýzka kommúnistaflokksins. Dánarorsökin var hjarta slag. Ulbrict lét af störf- um i flokknum 1971 og tók þá við störfum af honum Erich Honecker úr fr jálslyndari armi flokksins. □ Ameríkubílar hækka í verði A næstunni munu allir bilar I Bandarikjunum hækka um 50 dollara, en það er vegna kostnaðar við lofthreinsunartæki, sem setja á i hvern bil. Einnig eru uppi ráða geröir i helztu stórborg- um Bandarikjanna að auka notkun almennings- farartækja svo, að notkun einkabilsins minnki um 20%. □ Rafmagns- farartæki Nú mun vera skammt i það, að vespur verði látnar ganga fyrir raf- magni. Svii nokkur Uppsölum, er tilbúinn að hefja framleiðslu á farar- tækinu, ef hann fær nægi- lega fjármuni. Hægt mun vera að aka vespu þessari 100 km án þess að hlaða rafhlöðurnar. □ Sarrmingar upp á 100 milljónir A næstunni er búizt við þvi, aö hinn heimsfrægi hellenzki knattspyrnu maður, Johan Cryuff, muni undirrita samning við spænska félagið Barcelona. Cryuff mun fá um 100 milljónir fyrir að skrifa undir samninginn. Samkomulagið milli Cryuffs og forráöamanna félags hans, Ajax, hefur ekki verið upp á þaö bezta siðan hann mætti ekki til leiks er Ajax lék gegn Bayern Munchen i vor. □ Hættulaust gæludýr? Ungur Bandarikja maður var handtekinn nýlega i Florida fyrir að ætla að setja 4 m langan krókódil i tjörn fyrir framan háskólann Florida. Maðurinn hélt þvi fram, að krókódillinn væri algjörlega hættu- laust gæludýr. VIKURVERKSMIÐJA Á DÖFINNI (EYJUM A áætlun Fram- kvæmdastofnunar rikis- ins um uppbyggingu Vestmannaeyja er m.a. könnun á þvi, hvort hagkvæmt sé að setja upp verksmiðju i Eyjum til að vinna byggingarefni úr vikri. Að þvi er Magnús Magnússon, bæjarstjóri sagði við Alþýðublaöið i gær hafa borizt nokkur tilboð i kaup á vikri, en aöeins eitt fast verðtilboð. □ KÆRUFRESTUR Þeir Reykvikingar, sem hyggjast kæra skatta sina, og hafa enn ekki komið þvi i verk, ættu að hafa snör handtök, þvi kærufrestur rennur út á miðnætti i kvöld. Alþ.bl. fékk þær upplýsingar hjá Skattstofunni i gær, að geysimikið hefði þegar borizt af kærum □ HAFNARBÆTUR Alþjóðabankinn hefur nú fallizt á að semja við tslendinga um að veita 600 milljóna króna lán til að bæta aðstöðu fyrir Vestmannaeyjabáta, sem nú eru geröir út frá Suðurlandi, og er ráðgert, að endurbætt verði fyrir þessa upphæð i Þorlákshöfn, Grindavik og Höfn i Hornafirði. Er það norskt fyrirtæki, sem býður 20 krónur norskar, eða 420 krónur Islenzkar, fyrir tonniö komið i skip. „Við erum svona að velta þessu fyrir okkur á meðan við vitum ekki hvaö mikið við þurf- um sjálfir i nýja hverfiö og flugbrautina”, sagöi Magnús Magnússon, ,, og lika, hvort borgar sig frekar fyrir okkur aö setja upp verksmiðju i Eyjum, en selja efnið allt óunnið úr landi”. Norsku aðilarnir, sem sýnt hafa áhuga á vikrin- um, framleiða m.a. hleðslusteina og byggingareiningar, en finastá sallann nota þeir I sérstaka gerð af sementi , ,,og ef það borgar sig að flytja vikur- inn til Noregs og vinna úr honum sement þar ætti alveg eins aö borga sig aö flytjahanni sementsverk- smiðjuna á Akranesi”, sagði Magnús Þá sagði Magnús, að likur séu á, að vikur hækki i verði á heims- markaði á næstunni. Ástæðan er sú að nú er verið að loka verksmiðjum þeim sem framleiða svonefnda „Legasteina”, hverri á fætur annarri sökum mengunar frá þeim. Taliö er, að veröi sett upp hreinsitæki við verksmiðjurnar, hækki framleiðslukostnaður steinanna um 30% Þá opnast strax mikill markaður fyrir vikur- steina og verð á vikri hækkar, en um langa hrið hafa þessir „Legasteinar” verið allsráöandi á heims- markaðnum. Vestmannaeyjavikur- inn hefur verið rannsak- aður bæði hjá Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins og Norges tekniske höje- skole i Þrándheimi, og benda þær til þess, aö vikurinn sé mjög heppi- legur til framleiðslu. Búið er að flytja um 650 þúsund tonn af vikri úr kaupstaðnum, en talið er, að taka þurfi þaðan alls um eina milljón tonna. Þá verða ótaldar milljón- ir tonna eftir til að vinna úr, þótt ætlunin sé ekki aö snerta við nýja fjallinu, Eldfelli, að sögn Magnús- ar bæjarstjóra. „Þótt fjallið sé að minu v.iti ákaflega ljótt held ég, að náttúruverndarráð segði eitthvað ef við snertum við þvi”, sagði hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.