Alþýðublaðið - 02.08.1973, Page 8

Alþýðublaðið - 02.08.1973, Page 8
/Tj\ VATNS- W BERINN 20. jan. • 18. feb. KVIÐVÆNLEGUR Ef þú nauðsynlega þarft að ferðast gættu þá vel að, hvaða ferðamáta og leið þú velur. Astæður- nar fyrir ferðalaginu kunna að vera ekki alveg eins augljósar og þú hyggur, og árangurinn kann að verða öðru visi, en til var stofnað. FISKA- WMERKIÐ 19. feb. - 20. marz KVIÐVÆNLEGUR Fjármál þin kunna að vera i hættu vegna utanað- komandi áhrifa og af- skipta, og þú kannt að þurfa að fara mjög gætilega i sambandi við fjármál eða peningaeign annarar manneskju. Vertu mjög gætinn i öllum ákvarðanatökum. /^HRÚTS- WMERKIÐ 21. marz - 19. apr. KVIÐVÆNLEGUR Einstaklingur þér tengdur kann að orsaka aukið vinnuálag á þér. Vertu ekki gramur þar sem framlag þitt mun margfaldlega borga sig. Maki þinn eða viðskipta- félagi mun vera heldur kaldlyndur I þinn garð, en ástæða liggur að baki.. ©BURARNIR 21. maí - 20. júní GÓÐU Eftir áföll gærdagsins þá ætti þessi dagur að koma til þin eins og frelsandi engill. Þér gengur vel i vinnunni og samstarfsfólk þitt er þér hliðhollt. Ef til vill mætir þú einhverjum i dag, sem þú átt eftir að verða hrifinn af. KRABBA- If MERKIÐ 21. júní - 20. júlí KVIÐVÆNLEGUR Eitthvað gamalt vanda- mál er alltaf að skjóta upp kollinum á nýjan leik. I dag mun það valda þér áhyggjum. Leggðu þig fram i vinnunni, en hvildu þig svo vel og farðu snemma að sofa. Það er hætt við, að þú látir of mikið að gert. © LJÚNIÐ 21. júlí - 22. ág. KVIÐVÆNLEGUR Þú verður fyrir ýmsum truflunum i dag, sem valda þér angri og gera þér erfitt um vik i vinn- unni. Reyndu að halda ró þinni og gleymdu ekki að aðgæta smáatriðin, jafn- vel þótt þú verðir að vinna undir töluverðu álagi. ® VOGIN 23. sep. - 22. okt. RUGLINGSLEGUR Bældu niður tilhneigð þfna til þess að ráðast i hluti að litt athuguðu máli., Þér er hætt við að draga mjög rangar ályktanir og þú myndir sjá eftir fljót- ræðinu siðar. Vinnu- félagar þinir kunna að mótmæla harðlega ein- hverjum áætlunum, sem þú hefur á prjónunum. Æk SPORfl- W DREKINN 23. okt - 21. nóv. KVIÐVÆNLEGUR Það eru margar ástæður til þess, að þú ættir ekki að gera það öllum lýðum ljóst, að þú hefur eitthvað I pokahorninu i dag. Gættu þess að taka ekki þátt I neinu leynimakki. Ættingjar þinir eða tengdafólk kynnu að valda einhverjum árekstrum i einkalifi þinu BOGMAÐ- WURINN 22. nóv. - 21. des. KVIÐVÆNLEGUR Samstarfsmenn þinir feru þér ekki sem bezt að skapi I dag. Ef til vill munu þeir reyna að þvinga þig til þess að slá með þeim i eitthvert brall, en gerðu það ekki, Notaðu þina eigin hæfileika til þess að takast á við vandamál, sem lengi hefur valdið þér angri. 20. apr. - 20. maí KVIÐVÆNLEGUR Yfirmaður þinn verður liklega erfiður í dag. Vertu ekki leiður eða reiður þess vegna, viðkomandi á einnig i erfiðleikum og stynur undir álagi. Gerðu hvað þú getur og farðU' varlega, þar sem þér er hætt við mistökum. 23. ág. • 22. sep. GÖÐUR Ef þú þarft á ein- hverjum sérfræðilegum ráðleggingum að halda, settu þér þá stefnumót við sérfræðinginn í dag. Sam- band þitt við maka þinn eða félaga er gott I dag, en hætta er á deilum um gamalt vandræðamál, 22. des. 9. jan. RUGLINGSLEGUR 1 dag kann að skapast nokkur ágreiningur á milli þfn og maka þlins og miklar og harðar deilur kunna að risa milli ykkar, nema þú gætir tungu þinnar. Þetta er ekki heppilegur dagur til þess aö hefja neitt nýtt, en þó kann hugur þinn að geta af sér þarfa hugmynd. RAGGI ROLEGI JULIA SEM FORMAÖUR NEFNDAR „50RGARA 5EM BERUAST A MDTI EITURLVF3UM" TEL E& AÐ kDGETIR UWNIÐ HER FJALLA-FUSI HVAÐ ER Á SEYÐI? HVERAGERÐI er tilvalinn staður að heim- sækja að kvöldi til, aksturinn er um hálftimi og alla leið austur er úrvalsvegur, malbikaður og oliumalarvegur. I EDEN er svo tilvalið að fá kvöldkaffið i blómaskrúði, og jafnvel kaupa þar tómata á lágu verði til að hafa með sér heim. Sumarsýningu Alþýðusambands Islands Laugavegi 18. Opin kl. 14-17 nema laugardaga út ágúst. I Norræna húsinu er sýningin Islandia. Hún er opin alla daga kl. 14-19 til 15. águst. Daninn Jens Kromann er með málverka- sýningu að Hallveigarstöðum. A sýnftigunni eru aðallega myndir málaðar á Grænlandi. Sýningin verður opin til 3. ágúst. Icelandic Summer Theater hefur sýningar á þætti sinum, Light Nights, mánudaga, þriðju- daga og miðvikudaga kl. 21.30 að Hótel Loftleiðum. Arbæjarsafn er opið alla daga frá kLl—6, nema mánudaga, til 15. september. Leið 10 frá Hlemmi. ASGRIMSSAFN, Bergstaðastræti 74, er opið alla daga, nema laugardaga, i júni, júli og águst frá kl. 1.30 — 4.00. Aðgangur ókeypis. LISTASAFN EINARS JONSSONAR, við Njarðargötu, opið alla daga frá kl. 1.30 — 16.00. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ Hverfisgötu 115. Opiö þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 — 16.00. Upplýsingar um lækna og lyf jabúðaþjónustu i Reykjavik eru gefnar i simsvara 18888. NÚ ÞESSA DAGANAer haldið norrænt Góð- templaranámskeið á Akureyri og i Reykjavik. Búizt er við miklum fjölda á námskeiðið. Svona námskeið eru haldin árlega á Norður- löndunum. Aðalefnið verður annars vegar fræðsla og umræður um bindindismál og hins vegar kynn- ing á landi og þjóð. Námskeiðinu lýkur 4. ágúst. Nú þessa dagana er haldið alþjóðlegt forn- sagnaþing i Reykjavik. Ekki er að efa, að hagur islenzkra fornbókmennta mun vænk- ast mjög við þing þetta. Þinginu lýkur 8. ágúst. Þann 12. ágúst heldur Verkakvennafélagið Framsókn i sina árlegu sumarferð, og er ekki að efa, að það verður góð ferð að vanda. Það væri mjög þægilegt fyrir þær, er skipuleggja ferðina, að þátttaka verði tilkynnt sem allra fyrst. Á Húsafellsmótinu verður að venju haldið uppi dagskrá og hefst dagskráin i dag með hefðbundinni opnun og um kvöldið verður dans. A morgun hefst dagskráin með hesta- leigu fyrir börnin og er ekki að efa, að það verður vel þegið af yngstu gestunum. Þá verða einnig iþróttir á laugardeginum með úrslitum á sunnudeginum. Dans verður aö sjálfsögðu bæði kvöldin eins og verið hefur undanfarin ár og i lok dagskrárinnar á laug- ardeginum verður varöeldur við Kaldá, sem Arni Johnsen stjórnar. LOFTLEIÐIR Almennar upplýsingar um flug, komu og brottför flugvéla eru veittar allan sólar- hringinn i skrifstofusima Loftleiða á Reykja- vikurflugvelli, sem er 20200, og á flug- afgreiðslunni á Keflavikurflugvelli, simi 25333. Farpöntunum veitt móttaka allan sólar- hringinn i sima 25100. FLUGFÉLAG ISLANDS Upplýsingar um flug og farpantanir kl. 8.00-23.30 i sima 16600. EIMSKIP. Sjálfvirkur simsvari 22070, sem veitir upp- lýsingar um skipaferðir allan sólarhringinn. Skipafréttirnar lesnar inn kl. 11 á hverjum morgni. Frekari upplýsingar og farmiða- pantanir i sima 21460 kl. 9.00-17.00. SAMBANDIÐ Upplýsingar um skipaferðir sambandsskipa i sima 17080 kl. 8.30-17.00. SKIPAÚTGERÐ RIKISINS Upplýsingar um ferðir skipa og farmiða- pantanir i sima 17650. Sjálfvirkur simsvari eftir kl. 17. 17654. UMFERÐARMIÐSTÖÐIN Upplýsingar um ferðir áætlunarbila i sima 22300 kl. 8.00-24.00. 0 Fimmtudagur 2. ágúst 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.