Alþýðublaðið - 02.08.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.08.1973, Blaðsíða 2
Æ FÆRRI MÆÐUR HAFA BÖRN SÍN A BRJÓSTI GETA ÞÆR ÞAÐ EKKI - EÐA VILJA ÞÆR ÞAÐ EKKI? Attatiu af hundraði allra mæðra eru i likamlegu ástandi til að hafa börn sin á brjósti, en aðeins 66% þeirra gera það lengur en fyrstu vikuna eftir fæðingu. Lengur en fjóra mánuði halda að- eins 12% mæðra út að gefa barni sinu brjósta- mjólk. Barna- og kven- læknar kvarta undan sifellt minnkandi vilja mæðra til að gefa börnum sinum af brjósti. Hvað stendur þeim i vegi? Eru margar ungar mæður áhugalausar eða bara svo sjálfselskar, að þær vilja ekki fórna sér fyr- ir þörf barnsins i örfáa mánuði? Það þarf að visu ekki að deila um það, að unga móðirin er meira bundin heimili sinu, þegar hún hefur barn sitt á brjósti heldur en á niunda mánuði meðgöngu- timans, ef allt er i sóm- anum. Nútimamóðirin er áhrifa- gjörn og ekki er langt að sækja fyrirmyndirnar á okkar dögum, þegar allir reyna að gera sér hlutina eins létta og unnt er. begar vinkonur og nágranna- konur hita mjólkina og sjóða pela til að forðast sýkla, hefur það mikil áhrif á hina nýorðnu móöur sem kannski á i erfið- leikum með framleiðslu mjólkur og barnið er eins og allir vita ekki alltaf jafnfúst að drekka, þegar hún vill. Ekki er að sökum að spyrja. óreynda móðirin apar eftir og hyggst létta af sér álagi. Á fæðingarheimilum hafa læknar og ljósmæður sjaldan tima eða þolinmæði til þess að hvetja mæður og jafnframt kenna þeim að brjóstala börn sin. Aum geirvarta orsakar þegar verki og lamar vilja hinnar nýorðnu móður i þvi að næra barn sitt með brjósta- mjólk. Og i kviöanum yfir þvi, aö barnið fái ekki sitt með góðu móti, gripur móðirin til til- búinnar næringar af ýmsu tagi. En af hverju kemur hin til- búna næring ekki að sama HÚN OG HEIMILIÐ Barnið sem nærist af móðurmjólk þjáist miklu truflunum gagni? Nú i dag er hægt að fá i flestum matvöruverzlunum hvitvoðungsfæðu, sem inni- heldur fullkomna næringu i rlkum mæli. Allir fram- leiöendur barnamatar stað- hæfa, að vörur þeirra standi næst á eftir móðurmjólkinni, hvað næringargildi snertir. En hvað gerist? Frægur þýzkur prófessor i barnalækningum Hugo Althoff hefur þetta um barnamatinn að segja: „Til- búna barnanæringin getur aldrei komið i stað móður- mjólkurinnar. Móðurmjólkin inniheldur sérstök varnarefni, sem auka mótstöðukraft ung- barnsins gegn alls konar sjúk- dómum.” Kúamjólk hefur þessi varnar- efni einnig — en þau eru bara ætluð kálfinum. Hún hefur að geyma þrisvar sinnum meira eggjahvitumagn en móður- mjólkin, fjór- til fimmfalt meira magn mineralsalta auk þess kalk, fosfór, einnig sjö af hundraði minna af mjólkur- sykri! Þess vegna verður að þynna kúamjólkina fyrir ung- barnið og bæta hana svo með kolhydrötum. Ef þessu er ekki sinnt til fullnustu, fær barniö verki út um likamann, niður- gang eða uppköst. Barnið, sem nærist af brjósta- mjólk, þjáist miklu sjaldnar af næringartruflunum. Það er sáralitil hætta á, að það verði ofaliö, eins og mörg pelabörnin, sem neyta sins hæfilega magns á skemmri tima en fimm min- útum, en fullnægja ekki um leiö sogþörf sinni. Það grætur þvi eftir meiru og fær oftast nær vilja sinum framgengt með smá „aukaskammti”, sem það hefur alls ekki þörf fyrir. Það er tölu- vert erfiði fyrir barnið, sem er á brjósti, að sjúga brjóst móður sinnar og reyna aö fá meiri mjólk en nauðsynlegt er fyrir það. Þess vegna drekkur það heldur oftar. Ungbarnið fellst ekki alltaf á hiö fjögurra stunda millibil, sem sjúkrahúsin hafa mælt með. En þetta gæti verið ástæðan fyrir þvi, hve margar mæöur hreint og beint gefast upp á þvi að brjóstala börn sin: Það getur komið sérhverri venjulegri konu úr jafnvægi að horfast i augu við það, að barn hennar virðist stöðugt vera van- nært. Pelinn getur bætt úr neyð- inni. En þegar móðir reynir að gefa barni sinu af brjósti, þá hafa brjóst hennar tapað hluta af tilgangi og gildi sinu, ef barnið fær ekki að nálgast þau, er það vill. Ef til vill spýtist mjólkin út á mjög svo óheppi- legu augnabliki, svo sem þegar konan er undir hjálminum i hár- þurrkunni, á hárgreiðslustof- unni, i tannlæknastólnum eða bara þegar hún er úti að verzla. En hversu stolt sem konan getur verið af eðli sinu, þá er það vist, að voti flekkurinn á blússunni eða peysunni veldur henni alltaf erfiðleikum. Lifsskilyrðin i dag eru ekki alltaf nógu hagstæð fyrir konu, sem hefur barn á brjósti. Mjólkurlindin frá náttúrunnar hendi framleiðir aðeins nóg, þegar aðstæður eru i fullkomnu legi. Sálarjafnvægi, nógur svefn og skilningsrikur maki, sem er reiðubúinn að fórna sér fyrir ástand konu sinnar; allt þetta er jafn mikilvægt fyrir mjólkur- framleiðsluna og hinar ytri aö- stæður, svo sem hreint loft, hæfileg hreyfing og heilbrigt mataræði. Ef opinberir aðilar beittu sér fyrir þvi með áróðri að konur nærðu börn sin meir á brjósta- mjólk, þá mega þeir ekki vera of bjartsýnir á árangurinn. Það sjaldnar af næringar sannaðist vel eftir tilraunir heil- brigðisráðsins i Hamborg ný- lega. En alltaf eru til konur, sem láta sannfæra sig með rökum fyrir verðleikum brjóst- næringarinnar. Og þau helztu eru: Barninu liður bezt við móður- brjóstið. Einnig er það mikils virði fyrir sálarlega þróun barnsins að fá reynslu af likam- legri nálægð. Eigin mjólk kostar ekkert og er alltaf ný og fersk. Einnig hef- ur hún hárrétt hitastig. Aö gefa barni af brjósti sparar vinnu (enginn undirbún- ingur og enginn uppþvottur). Auk þess veitir sá timi, sem i það fer, móðurinni hvild oft á dag og þá finnur hún bezt, hve nálægt barnið stendur henni, betur en hún kemur til með að finna nokkurn timan á æfinni. Móðurmjólkin hefur að geyma öll hin nauðsynlegustu næringarefni fyrir barnið og þau i hárréttum hlutföllum. En svo er ein spurning sem oft leitar á konur, sem brjóstala börn sin. Spillir það fegurð brjóstanna, að næra börnin á brjóstamjólk og leyfa þeim að sjúga þau að vild? Um það mál hefur Dr. Gunther Schwenzer fegurðarskurðlæknir i Hamborg sagt: „Ung stinn brjóst skaðast ekki á þvl, það er undir styrk- leika bindivefsins komið. Og sannast sagna, þá eru lika til konur með slapandi brjóst, sem aldrei hafa haft börn á brjósti.” Lýoháskólinn í Skálholti auglýsir: Lýðháskólinn i Skálholti tekur til starfa i nýjum húsa- kynnum á hausti komanda. Lýðháskólinn i Skálholti býöur nemendum almenna full- oröinnafræðslu til undirbúnings frekara námi og ýmsum störfum. Sameiginlegur námskjarni. Fjöldi valfrjálsra greina. Lýðháskólinn i Skálholti er vettvangur opinskárra um- ræðna um álitamál samtiðar og framtiðar. Lýðháskólinn i Skálholti er staðurinn, þar sem æskufólk á öllum aldri byggir upp samfélag vina. Nánari upplýsingar um starf- semi skólans veitir Heimir Steinsson, Skálholti, simi um Aratungu. Lýháskólinn i Skálholti. Bókavarðarstaða Staða forstöðumanns bókasafns Seltjarn- arneshrepps er laus til umsóknar. Laun samkvæmt 21. flokki B.S.R.B. og er miðað við 3/4 hluta af fullu starfi. Vinnutimi mjög hagkvæmur. Starfið veit- ist frá 1. október n.k. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. ágúst n.k. formanni bókasafnsstjórnar, Magnúsi Erlendssyni, Sævargörðum 7, Seltjarnarnesi. Stjórn bókasafns Seltjarnarneshrepps. 0 Fimmtudagur 2. ágúst 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.