Alþýðublaðið - 02.08.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.08.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn 'Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- götu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf. Hver ræður? Það er ekki bara i Reykjavik, heldur einnig viðs vegar um allt landið, sem menn ræða um byggingu Seðlabankans á Arnarhóli og alla til- burðina i kringum það mál. Og nokkuð er sama hvort menn hafa talið sig til stjórnarandstöð- unnar eða til fylgismanna rikisstjórnarinnar, þeir vita ekki hvort þeir eiga að bölva eða brosa, reiðast eða gera grin að öllu sjónarspil- inu. Seðlabankinn vill byggja, en Fram- kvæmdastofnun rikisins telur ekki timann hentugan til þess núna, þegar óðaverðbólga geisar og atvinnuvegina vantar vinnuafl. Framkvæmdastofnunin biður: „Gerðu það ekki”. Seðlabankastjórnin segir: ,,Ég geri það vist”. Framkvæmdastofnunin og horfir bænar- augum til Lúðviks Jósepssonar bankamála- ráðherra og rikisstjórnarinnar, en þessir aðil- ar snúa sér bara undan og halda að sér hönd- um. Maður spyr mann, hver ræður? Og svarið er alls staðar hið sama, ég veit það ekki. Illa er farið, þegar enginn veit lengur, hver stjórnar i landinu. Menn kunna þessu að vonum illa, þvi að flestum mun finnast slæm stjórn skárri en stjórnleysi. Meira að segja dauðþæg málgögn rikisstjórnarinnar, eins og Þjóðviljinn, geta ekki þagað lengur. Svo gengur ráðleysi og dáð leysi stjórnarinnar fram af þeim. I leiðara sin- um i fyrradag segir Þjóðviljinn um þetta mál, að nú reyni á, hvar valdið liggi i þessum efn- um. Þjóðviljinn segir einnig i sama leiðara, ,,að afstaða stjórnvalda til byggingar Seðla- bankans sé prófsteinninn á það, hvernig þau nema raddir fjöldans, alls almennings i land- inu”. Á þessu má marka, að það hefur ekki farið fram hjá Þjóðviljanum um hvað almenningur talar. Og Þjóðviljann er farið að langa, eins og almenning, að vita hvar valdið liggur. Hann veit ekki, hvort valdið er hjá Lúðviki. Hann veit heldur ekki, hvort það er hjá rikis- stjórninni. Hann veit ekki, hvort það er i hönd- um stjórnar Seðlabankans. En hann veit, að einhvers staðar hlýtur valdið að vera, þótt það i augnablikinu virðist týnt og tröllum gefið. Hvernig væri nú fyrir Þjóðviljann að eiga stutt viðtal við Lúðvik Jósepsson um málið? Eða er kannski Þjóðviljinn fyrirfram fullviss um, að Lúðvik bankamálaráðherra viti ekki heldur, hvar valdið liggur i þessum málum? Hundur- inn sagði ekki ég, kötturinn sagði ekki ég, svinið sagði, ekki ég, i sögunni af Litlu gulu hænunni. Ætla ráðherrarnir i islenzku rikis- stjórninni að segja eitthvað svipað, þegar Þjóðviljinn spyr i undrun og forvitni: Hver er það, sem ræður? Sjónvarp að nýju t gærkvöldi hóf sjónvarpið aftur útsendingar sinar eftir mánaðar sumarleyfi. Margir hafa eflaust setið i gærkveldi við sjónvarpstæki sin og notið þess, sem þar var á boðstólum. Margir hafa verið fegnir hléinu á útsending- um sjónvarpsins, talið það bæði hvild og til- breytni að vera laus við það um nokkurn tima. Hitt munu flestir sammála um, þrátt fyrir deilur á sjónvarpið og skiptar skoðanir um efn- ið, sem það flytur, að sjónvarpið vilja þeir ekki missa. Það er orðinn snar þáttur i daglegu lifi manna og hefur bein og óbein áhrif á alla, sem á það horfa. Þess vegna er góð dagskrá afar mikilvægt atriði. Alþýðublaðið býður sjón- varpið velkomið úr sumarleyfinu og óskar þvi góðrar framtiðar. FRÁ IAFNAÐARMÖNNUM í SVÍÞJÚÐ: INGVAR CARLSSON, MENNTAMÁLARÁOHERRA SVÍA: 21 NEMANDI ER MEÐALTALIÐ í YNGSTU DEILDUM Höfum við þá ekki sama skólakerfi og aðrar álíka þjóðir? Vi6 vorum fyrstir me6 grunn- skólann. Mörg lönd héldu áfram meö gamla skólakerfi6 eftir heimsstyrjöldina siöari, meö barnaskóla, gagnfræöaskóla og menntaskóla. Nú hafa þau rekiö sig á, hve óréttlátt þetta kerfi er. Nemendur eiga erfitt meö aö spjara sig i þeim heimi, sem viö þyggjum i dag. Mörg lönd feta nú i fótspor okkar, t.d. Þýzkaland, Austurriki, Finnland og jafnvel hinir Ihaldssömu Englendingar. Þróunin hefur sýnt, aö þrátt fyrir ýmsa erfiöleika, var stefna okkar rétt. Ég þori aö fullyröa, aö viö látum unglingum okkar i té mun betri menntun en önnur sambærileg lönd. Eru bekkirnir í grunnskólanum of stórir? Eftir umræöurnar um bekkjastærö gæti maöur haldiö aö þaö væru 40 til 50 nemendur i bekk. I mörgum Evrópulöndum er þaö vissulega reyndin. En grunnskólalögunum i Sviþjóö fylgdi mikil fækkun i bekkjar- deildum. 1 dag eru um þaö bil 21 nemandi i yngstu deildunum aö meöaltali, 24 i efri bekkjum grunnskóla og 27 hjá hinum elztu. Ef viö fækkum um einn nemanda I hverri bekkjardeild myndi þaö kosta um 100 milljónir sænskra króna á ári. Slik fækkun heföi tæpast nokkra raunverulega þýöingu og ég held, aö menn hljóti aö spyrja sjálfa sig, hvort ekki væri skynsamlegra aö nota peningana til annarra hluta, sem eru liklegri til að leysa þetta vandamál. ALÞYÐUFLOKKSFELAG REYKJAVIKUR AUGLYSIR ÖRFÁ SÆTI LAUS í HÁLFSMÁNAÐARFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR Fyrir nokkrum dögum höfðu allir farmiðar i hálfsmánaðar- ferð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur til Kaupmannahafnar, er hefst 20. ágúst n.k., selzt upp. Sem betur fór tókst þó að út- vega nokkur sæti til viðbótar, en nokkur af þeim hafa þegar verið seld og þvi ekki ofsögum sagt, að nú sé hver að verða sið- astur. Eins og áður hefur komið fram eru fargjöldin sérstaklega hagstæð, en þátttaka er heimil öllu Alþýðuflokksfólki og fjöl- skyldum þeirra. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofum Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu frá kl. 1 til 5 síðdegis. Símar: 15020 og 16724. Stjóm og ferðanefnd. UPPSELT í VIKUFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR Nú hafa verið seldir allir farmiðar í vikuferð Alþýðuflokksfélags Reykja- víkurtil Kaupmannahafnarer hefst hinn 8. ágúst n.k. Þátttakendur eru beðnirað hafa hið fyrsta samband við flokksskrifstof- una í Alþýðuhúsinu, simar 15020 og 16724, og greiða þar tilskilinn hluta far- gjaldsins. Nánari upplýsingar verða einnig gefnarþar um ferðina. Stjóm og ferðanefnd. Er hægt að sleppa einkunnum? Einkunnum veröur aö halda aö sinni. Viö veltum fyrir okkur, hvernig einkunnir eigi aö vera, og hvort viö getum fundiö aörar aö- feröir til aö velja fólk til frekara náms. Gallalaus aöferö held ég aö ekki sé til, en viö erum aö reyna aö finna aöferö, sem gripur bæöi yfir prófeinkunnir og könnun á námshæfileikum. Auk þess viljum viö, aö reynsla úr atvinnu- lifinu sé metin sem undirstaöa frekari menntunar. Af hverju eru kosningarnar 1973 svona mikilvægar? Það kemur stundum fram mikil ihaldssemi i umræöum um skóla- mál og þess vegna veit maöur ekki almennilega hvérs konar skólapólitik borgaraleg rikis- stjórn myndi reka. Ihaldssamar tilraunir meö skóla okkar eru óréttlæti gagnvart unga fólkinu. Þaö er þýöingarmikiö aö halda áfram aö gera sem flestum keift að njóta kennslu og menntunar og FERDAHAPPDRÆTTI SUI. Nú er búið að draga hjá borgardómara í ferða- happdrætti SUJ og þar bíða nú vinningsnúmerin innsigluð. Þeir, sem fengið hafa miða, en enn ekki gert skil eru beðnir að gera það sem alira fyrst, svo að hægt verði að birta vinningsnúmerin. SUJ. aö viö getum aukiö þátt skólans I þróun einstaklinganna. En þaö er einnig þýöingar- mikiö, aö þróun skólans og vandamál hans séu ekki slitin úr samhengi viö samfélagiö. Viö notum ýmisleg félagsleg tæki til aö gera samfélagiö öruggara og betra. Og meö þessum tækjum, m.a. skólunum, getum viö komiö barni vel af staö út i lifiö og gefiö þvi tækifæri til aö skapa framtiö sina sjálft. Fimmtudagur 2. ágúst 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.