Alþýðublaðið - 09.08.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.08.1973, Blaðsíða 11
1. deild ÍBA VANN! Akureyringar komu sér end- anlega úr fallhættu i gærkvöld, er þeir unnu Skagamenn 2:0. Leikurinn fór fram á Skagan- um. Hannvar frekar lélegur, einkum af hálfu heimamanna. Omar Friðriksson skoraði i fyrri hálfleik, og i siðari hálfleik skoraði Jóhann Jakobsson (bróðir Jakobs heitins), en hann hafði komið inn á sem varamað- ur. Akureyringar eru nú með niu stig, en Skagamenn hafa sjö stig. Nánar verður fjallað um leikinn á morgun. —SS. Láta þá velja áhorfendur! Maður nokkur, sem þekktari er fyrir flest annað en skarpan skilning á iþróttum, stakk þvi að okkur i gær vegna greinar um is- lenzka knattspyrnuáhorfendur, að landsliðsnefnd yrði lika látin velja áhorfendur að landsleikjun- um. betta þótti okkur anzi sméll- in hugmynd, og er henni hér með komið á framfæri. Viö þurfum alla vega ekki að biða lengi eftir löggunni núna eins og i síöasta árekstri Þér komiö of seint læknir, hann þjáðist að innilokunarkennd ÞRÓTTIIR Á ENN VON Þróttur Reykjavík á enn veika von um sæti i 1. deild næsta ár, eftir að hafa gert jafntefli við Viking á Melavellinum i gærkvöld. Lokatölurnar urðu 0:0. Lélegur leikur, sem Þróttur átti mun meira i, og átti sannar- lega skilið að hljóta bæði stigin. Þróttarar sóttu mun meira i fyrri hálfleik og áttu i það minnsta að skora tvö mörk eftir gangi leiksins. En Vikingarnir vörðust vel. t siðari hálfleik var leikurinn jafnari, en þó sóttu Þróttarar öllu meira. Staðan i 2. deild er nú sú, að Vikingur er með 19 stig úr 11 leikjum, en Þróttur er með 13 stig úr 10 leikjum. Má af þessu sjá að Þróttur á enn veika von, en staða Vikingsersamt það miklu betri að það ætti að duga liðinu, einkum þegar það er haft i huga, að Vik- ingur á eftir leik gegn botnliðinu Þrótti Neskaupsstað á Melavell- inum. Onnurliðeiga ekki möguleika á sigri i 2. deild en þau tvö sem að óy ss framan greinir, Vikingur og Þróttur Reykjavik. Nánar verður fjallað um stöðuna i 2. deild i blaðinu á morgun. —SS. 1 tlllí W m •Vj Tíí»* pií Hermann og Jóhannes valdir í hopinn! Landsliðseinvaldarnir i knattspyrnu (Albert+Hafstcinn) völdu i gær 22 manna hóp sem þeir tilkynntu til Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA fyrir leikina við Holland. i hópnum er að finna aila þá leikmenn sem hafa komið náiægt landsliðinu í sumar, og einnig er þar að finna nöfn þeirra Hennanns Gunnarssonar og Jóhann- esar Edvaldssonar úr Val, en landsliðseinvaldarnir hafa verið mjög gagnrýndir fyrir að halda þcim fyrir utan landsliðshópinn. Orange djöflar ..Orangerauðu djöflarnir” eru þeir kallaðir Færeyingarnir sem hér eru staddir i boði Vals. Ann- ars heitir knattspyrnuliðið B-3G, og keppir i kvöld við gestgjafaua á grasvelli V7als viðHliðarenda. Ilefst leikurinn klukkan 20. i gær- kvöldi kepptu þeir við Selfoss. Valsmenn fóru til Færeyja i fyrra, og kepptu þar á Ólafsvök- unni. Eru Færeyingarnir hér staddir til aö endurgjalda þá heimsókn. Það skal tekið fram, að þetta er aðeins 22 manna hópur, en endanlegur 17 manna hópur til Hollandsfararinnar verður val- inn um næstu helgi. Er ekki að efa, að sá hópur verður ekki ólikur þeim hópi sem valinn var fyrir leikina við Svia, Austur- bjóðverja og Norðmenn. 22 manna hópurinn er þessi: borsteinn Ólafsson IBK Diðrik Ólafsson Vikingi Magnús Guðmundsson KR Ólafur Sigurvinsson IBV Ástráður Gunnarsson IBK Einar Gunnarsson IBK Guðni Kjartansson IBK Friðfinnur Finnbogss. IBV Marteinn Geirsson Fram Gisli Töi’íason IBK Asgeir Eliasson Fram Guðgeir Leifsson Fram Karl Hermannsson IBK Jóhannes Edvaldsson Val Matth. Hallgrimsson 1A Asgeir Sigurvinsson IBV Ólafur Júliusson IBK Teitur Þórðarson 1A Hermann Gunnarsson Val örn Óskarsson IBV Elmar Geirsson Fram Steinar Jóhannsson IBK. Sem fyrr segir, hefur lands- liðsnefndin verið gagnrýnd tölu- vert fyrir að halda ákveðnum mönnum fyrir utan landsliðið. Það er hálfopinbert leýndar- mál, að nefndin telur umrædda menn ekki hafa hlýtt þeim regl- um sem settar hafa verið varð- andi landslið og félagslið, og þvi ekki eiga rétt á landsliðssæti. Enda hiýtur það að vera skýr- ingin, þvi þeir menn sem um ræðir, eru tvfmælalaust i hópi okkarbeztu knattspyrnumanna. 17 manna hópurinn verður val- inn um helgina, og verður fróð- legtað sjá hver útkoman verður þá - SS. m M má FORD BRONCO Af sérstökum ástæðum getum við boðið nokkra Ford Broneobila—árgerð —á sérstökum kjör- um. 6 cyl. stærri vélin, með krómlistum, krómuðum stuðurum, hjólkoppum, varahjólsfestingu, klæðn- ingu i toppi o.fl. Verð kr. 605.000,00 8 cyl. vél með vökvastýri og sams konar útbúnaði. Verð kr. 645.000,00 Bílar þessir verða til afgreiðslu nú í byrjun september FORD SVEINN EGILSSON HF FORD HÚSINU SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 Fimmtudagur 9. ágúst 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.