Alþýðublaðið - 09.08.1973, Blaðsíða 2
1
LÁTIÐ FÓSTUR-
EYÐINGAR-
LÖGIN I FRIÐI
Þýzki rikiskanzlarinn Willy
Brandt, Jafnaðarmannaflokk-
urinn og Frjálsi Demókrata-
flokkurinn, eiga erfiða tima i
vændum þegar þeir munu á
næstunni reyna að koma til leið-
ar umbótum á fóstureyðingar-
lögum rikisins. Þegar hafa 40
þúsund kaþólskar nunnur lýst
þvi yfir, að þær muni frekar
loka sjúkrahúsum sinum en
! hjálpa læknum til þess að eyða
fóstrum og nú hafa 1600 hjúkr-
1 unarmenn mótmælenda hótað
I verkfalli ef núgildandi fóstur-
eyðingarlögum verður breytt.
Hótun mótmælendanna-sem
sett var fra"n i bréfi til heil-
1 brigðismála. áðherrans, frú
| Katharina Focke — er sú fyrsta
I meiriháttar, sem kemur frá
fylgjendum annarra trúar-
bragða en kaþólskra. Kaþólskir
biskupar hafa fordæmt tillög-
urnar mjög eindregið og stjórna
ákafri áróðurssókn gegn þeim,
en klerkar mótmælenda hafa
ekki látið i ljós neina opinbera
kirkjulega skoðun. Þeir, sem
eru gegn breytingum á þessu
sviði, kalla fóstureyðingar ein-
faldlega „morð”. Ein yfirlýs-
ingin er á þá leið, að „morð er
morö, hvort sem það er leyft af
nasistum eða sósialistum og
frjálsum demókrötum”.
Þettaeruað visu stór orö, en
kaþólsku biskuparnir hafa látið
það uppi, að þeir ætli að berjast
gegn þessum umbótum með öll-
um þeim vopnum, sem þeir eiga
kost á. Meðal annars munu þeir
víkja úr söfnuðum sinum öllum
þeim, er hafa látið eyða fóstr-
um.
ÚTSALA
SUMARÚTSALAN
STENDUR SEM HÆST
ULLARKÁPUR
JERSEYKÁPUR
CRIMPLENEKÁPUR
FRAKKAR
REGNKÁPUR
DRAGTIR
JAKKAR
BUXNADRAGTIR
FJÖLBREYTT ÚRYAL
LÁGT VERÐ
bcrnhard laKtJal
•”•>001 ’ . ^
KJÖRGARÐÍx
□ LAUNAMIS-
MUNURINN ER
ENN EKKI UR
SÖGUNNI
„Enn vantar nokkuð á að
launamismunur kynjanna sé úr
sögunni, þó heldur hafi dregið úr
honum á siðustu árum”, segir i
nýútkomnu fréttabréfi Kjara-
rannsóknarnefndar.
Er tekið sem dæmi, að árið 1966
hafi laun kvenna i fiskvinnu verið
95,9% af launum karla, en 97,5%
árið 1971. t verksmiðjuvinnu hafa
hlutföllin hins vegar verið 80,3%
og 82,7% sömu ár.
Þá segir ennfremur að launa-
mismunur kynjanna stafi einkum
af þrennu. Heföbundinni verka-
skiptingu kynjanna á vinnustað,
karlmenn séu frekar yfirborgaðir
en konur og konur séu yfirleitt ó-
stöðugri vinnukraftur.
Maður sá, sem fer svo i
harðneskjulega (að þvi i
er virðist) að ungu kon- i
unni á myndinni, er að fram- j
kvæma nákvæmar og mikil- j
vægar athuganir á henni. J
Þeir, sem vilja ná hæst á J
stjörnuhimni tennis-iþróttar- J
innar i Ástraliu, verða að
sætta sig við mælingar af
þessu tagi, þvi að þær eiga
sinn þátt i að ákveða hvort
þeir hafa möguleika á að kom-
ast svo langt. Mælingarnar
eru þrenns konar: fyrst er
mæld þykkt húöarinnar og
fituiagsins undir henni, þá
vöðvarnir, sem notaðir eru við
höggin, og siðan hvernig
hjartað bregst við eftir miklar
hreyfingar.
Tennis-spilari
mæld og vegin
SEKTAÐAR
FYRIR
AÐ
SÝNA
BER
BRJÚSTIN
Það er orðið dýrt fyrir konur
i Berlin að varpa af sér efri
hluta „bikini” baðfata sinna.
Borgaryfirvöld hafa nefnilega
ákveðið, að hver sú kona, sem
klæðist „topplausum” baðföt-
um, skuli greiða 150 mörk eða
um 570 Isl. krónur i sekt, en
baðföt af þessari gerð eru ein-
mitt hæst móðins á frönsku
Rivierunni um þessar mundir.
Þær, sem vilja baða sig hálf-
eða alveg naktar, verða þvi i
framtiðinni að fara á einu bað-
strönd borgarinnar, sem er
sérstaklega til þess ætluð, —
annars staðar verða stúlkur
að bera heila sundboli allt frá
sex ára aldri.
Astæðan fyrir þessari á-
kvörðun er sögð sú, að bæði sé
það hollara fyrir likama kon-
unnar að bera vissan lág-
marks klæðnað, en einnig eru
naktir eða hálfnaktir kvenlik-
amar sagðir valda óróa á bað-
ströndunum.
HUN
Forsíðufyrirsagnir
bíða hennar
Áhugamenn um iþróttir gera
rctt i að veita athygli fjórtán ára
gamalli stúiku, sem heitir Sab-
ina Chebichi, er slegið hefur i
gegn i Kenya, landi Kip Keino.
Talið er vist,að hún eigi eftir að
verða einn fremsti keppandinn i
ólympiuliði Kenya á árinu 1976.
Hagsýn húsmóðir
notar Jurta
nott x/nrA/
gott verð/
gott bragð
• smjörlíki hf.
Þessi unga stúika kom fram i
dagsljós iþróttanna i litilli borg i
Kenya, sem nefnist Kericho.
Vakti hún athygli á sér fyrir
þaö, að berfætt og klædd i þunn-
an léreftskjól náði hún slikum
afburða tima i 1500 metra hlaupi
kvenna, að hún var þar með
komin i fremstu röð afrískra.
kvenhlaupara. Viku siðar, er
henni höfðu verið gefnir fyrstu
hlaupaskórnir og iþróttabúning-
ur, ók hún 155 milna veg til Nai-
robi, þar sem hún hljóp 1500
metrana á 4 minúfbm 38,8 sek-
úndum. Er sá timi aðeins einum
tiunda úr sekúndu lakari en sá,
sem guliverölaunin voru veitt
fyrir i afrisku leikjunum i Lagos
i janúarmánuöi siðastliðnum.
Hún hcfur þvi verið hvött ákaf-
lega til þess að þjálfa sig til
frekari afreka. En það er ekki
svo auðvelt. Á hverjum degi
verður hún ásamt fjórum
bræðrum og fjórum systrum að
vakna fyrir allar aldir á jörð
foreldra sinna, hreinsa bæ
þeirra, þvo þvott og gera annað
þaö, sem gera þarf á sveita-
heimili. Eina þjálfunin sem hún
fær er þvi skokk nokkurra milna
leiö til þess frumstæða skóla
sem hún sækir. En hún er von-
góð. „Likami minn hefur gam-
an af að hlaupa”, segir hún.
o
Fimmtudagur 9. ágúst 1973