Alþýðublaðið - 21.08.1973, Blaðsíða 3
MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON,
framkvæmdastjóri:
KAUPSTAÐUR
EÐA
HREPPUR?
FYRRI HLUTI
Þessi grein
er tekin úr
nýjasta hefti
Sveitar-
stjórnarmála
Undanfariö hefur oröið vart
áhuga i nokkrum kauptúna-
hreppum á þvi, aö viökomandi
hreppar öðluðust kaupstaöar-
réttindi eöa a.m.k. aö athugaðir
yröu möguleikar 'á þvi. Hafa
þessi mál veriö rædd i nokkrum
hreppsnefndum, t.d. á
Seltjarnarnesi, Bolungarvik,
Dalvik, Eskifiröi, Höfn i Horna-
firð, Selfossi og ef til vill vlö-
ar.b Tilefni þessa áhuga kann
að vera tillaga, sem samþþykkt
var á fundu fulltrúaráös Sam-
bands islenzkra sveitarfélaga
um, að stjórn sambandsins léti
fara fram könnun á kostum þess
og göllum, að stærstu þéttbýlis-
hrepparnir öðluöust kaup-
staðarréttindi.
Tvær tegundir sveitarfé-
laga
Svo sem kunnugt er, eru tvær
tegundir sveitarfélaga á Is-
landi: kaupstaðir og hreppar.
Kaupstaðir eru 14, en hrepparn-
ir 210.
1 hópi kaupstaðanna eru flest
stærstu sveitarfélög landsins. í
fjölmennustu hreppunum eru
margfalt fleiri ibúar en i fá-
mennustu kaupstöðunum.
Þannig eru ibúar Garðahrepps
3363, ibúar Seltjarnarneshrepps
2389 og ibúar Selfosshrepps
2484, en ibúar Seyðisfjarðar-
kaupstaðar hins vegar 882, en
hann er fámennasti kaupstaður-
inn, allt miðað við ibúaskrá 1.
desember 1972. bvi er ekki
óeðlilegt, að spurt sé, hverning
á þessu standi og hvaða reglur
gildi um það, að kauptúna-
hreppar verði kaupstaðir og
hverjir séu kostir þess og ann-
markar. Verður siðar i grein
þessari leitazt við að svara
þessum spurningum, eftir þvi
sem unnt er.
Lagaákvæði um réttar-
stöðu sveitarfélaga
Almenn sveitarstjórnarlög
voru fyrst sett árið 1872 með til-
skipun um sveitarstjórn á
Islandi 4. mai það ár. Með þeirri
tilskipun var komið á sveitar-
stjórn á tslandi i nútiðarmynd,
þótt hreppparnir séu eldri og
uppruna þeirra megi rekja allt
til upphafs Islandsbyggðar. Til-
skipunin 1972 gilti eingöngu um
hreppa, en fyrir gildistöku
hennar voru þrir kaupstaðir á
landinu, Reykjavik, Akureyri
og Isafjörður, sem öðlazt höfðu
kaupstaðarréttindi með sér-
stökum lögum.
Fram til ársins 1961 giltu al-
menn sveitarstjórnarlög um
alla hreppa landsins, en sérstök
lög um hvern kaupstað. Núgild-
andi sveitarstjórnarlög nr.
58/1961 fjalla hins vegar um öll
sveitarfélög landsins, kaupstaði
og hreppa, og við gildistöku
þeirra voru hin einstöku sérlög
um kaupstaðina afnumin.
Þróunin hefur oröið sú, að
smám saman hefur af löggjaf-
ans hálfu veriö leitazt við að
samræma þær regiur, sem gilt
hafaannarsvegar um kaupstaði
og hins vegar um hreppa, svo
sem gildandi sveitarstjórnarlög
bera með sér.
Eldri sveitarstjórnarlög sem
giltu um hreppa, voru mjög
sniðin viö sveitahreppa i dreif-
býli.
Sömu reglur gilda að
mestu um kaupstaði og
hreppa
Að langmestu leyti gilda sömu
reglur um kaupstaði og hreppa.
bannig gilda að mestu sömu
reglur um kosningar til sveitar-
stjórna. Alveg sömu reglur
gilda varðandi kosningarrétt,
kjörgengi og kjörtimabil, svo og
kjörskrár og framkvæmda
kosninga. Mismunandi reglur
gilda að visu um kjörtima, en i
þvi efni gilda sömu reglur um
kaupstaði og þéttbýlishreppa
annars vegar og dreifbýlis-
hreppa hins vegar.
I sveitarstjórnarlögum er i
nokkrum tilvikum gerður
greinarmunur . á þéttbýlis-
sveitarfélögum, (þar sem 3/4
hlutar ibúa hreppsins búa i
kauptúni) og dreifbýlishrepp-
um, s.s. varðandi kosningatima,
og einnig á hreppum, sem hafa
500ibúa eða fleiri, og fámennari
hreppum, s.s. varðandi heimild
til ráðningar sveitarstjóra,
reglur um bókhald og reglur um
afgreiðslu fjárhagsáætlana og
ársreikninga.
Um réttindi og skyldur
sveitarstjórnarmanna og um
tekjustofna gilda sömu reglur
um kaupstaði og hreppa. Varð-
andi hlutverk og verkefni gilda
sömu reglur um kaupstaði og
hreppa. Að sjálfsögðu eru verk-
efni sveitarfélaga mismunandi,
en sá mismunur ræðst ekki af
þvi, hvort um er að ræða hreppa
annars vegar og kaupstaði hins
vegar, heldur miklu fremur af
þvi, hvort um þéttbýlissveitar-
félag er að ræða eða hrepp i
dreifbýli, svo og af umfangi
framkvæmda sveitarfélagsins.
Mismunurá kaupstöðum
og hreppum
Samkvæmt lögum er mis-
munur á kaupstöðum og hrepp-
um aðallega fólginn i eftirfar-
andi:
1. Formmunur. Sveitarstjórn
i kaupstað nefnist bæjarstjórn
og önnur heiti i samræmi við
það, en sveitarstjórn i hreppi
hreppsnefnd. Formaður
hreppsnefndar nefnist oddviti,
en formaður bæjarstjórnar for-
seti bæjarstjórnar.
2. Bæjarstjórnir eru skipaðar
7—11 bæjarfulltrúum, aðallegl-
an 9 bæjarfulltrúar, en hrepps-
nefndir 3—7 hreppsnefndar-
mönnum, aðalreglan 5. í kaup-
stöðum má skipa bæjarráð, sem
fer meö ákveðið vald, en ekki er
gert ráð fyrir hliðstæðu stjórn-
valdi i hreppum.
3. Hver kaupstaður er sjálf-
stætt lögsagnarumdæmi, þar
sem hins vegar hreppur er hluti
af lögsagnarumdæmi sýslu.
Bæjarfógeti fer með lögsögu i
kaupstað og hefur þar aðsetur,
en sýslumaður i hreppi og þarf
ekki að vera þar búsettur.
4. Skylt er hverri bæjarstjórn
að ráða sérstakan fram-
kvæmdastjóra, bæjarstjóra.
Hreppsnefnd er ekki skylt að
ráða framkvæmdastjóra, en
heimilt er að gera slikt i hrepp-
um með yfir 500 ibúa eða þar
sem um mikinn atvinnurekstur
er að ræða, ella er oddviti
hreppsnefndar framkvæmda-
stjóri hennar.
5. Kaupstaðir lúta beint yfir-
stjórn félagsmálaráðneytisins,
sem fer með sveitarstjórnar-
málefni, en eiga enga aöild að
sýslufélögum skv. lögum.
6. Kaupstaðir geta á sitt ein-
dæmi gert ýmsar ráðstafanir án
samþykkis æðra stjórnvalds
(félagsmálaráðuneytis) s.s.
tekið lán, veðsett tilteknar eign-
ir og tekizt á hendur ólögboðnar
skuldbindingar. Hreppar verða
að fá samþykki æðra stjórn-
valds (sýslunefndar) til slikra
ráðstafana.
7. Hreppar eru aðilar að
sýslufélögum og lúta yfii
stjórn þeirra með ýmsum hætti.
Þannig skal sýslunefnd hafa
umsjón með þvi, að hrepps-
nefndir starfi eftir lögum og
reglum. Sýslunefnd hefur eftir-
lit með fjárreiðum hreppa, ann-
ast endurskoðun reikninga
þeirra o.fl. — Samþykki sýslu-
nefndar þarf til ýmiss konar
fjárráðstafana hreppsnefnda,
sbr. 6. tbl. Sýslunefnd setur
ýmiss konar reglugerðir og
samþykktir, sem gilda fyrir alla
hreppa sýslunnar, s.s. bygg-
ingaramþykkt, reglugerðir um
fjallskil o.fl. en bæjarstjórnir
setja ýmiss konar reglugerðir
og samþykktir, sem að visu
margar hverjar þurfa staðfest-
ingu ráðuneyta.
8. Þátttaka hreppa I sameig-
inlegum framkvæmdum sýslu-
félaga og gjaldskylda hreppa til
sýslusjóða.Hreppar eru skyldir
til að greiða til sýslufélags ár-
lega skatta skv. lögum og á-
kvörðunum sýslunefnda. Er hér
um að ræða sýsluvegasjóðs-
gjald og sýslusjóðsgjald. Sýslu-
sjóðsgjaldið er megintekjustofn
sýslusjóðanna til að standa und-
ir samþykktum útgjöldum og
framkvæmdum á vegum sýslu-
félagsins, en sýslunefndir virð-
ast hafa ótakmarkaðar heimild-
ir til að skattleggja einstaka
hreppa i formi sýslusjóðsgjalda.
HLUTINN
BIRTIST
Á MORGUN
Skólastjóra
og kennara vantar að AlþýðuskÖlanum
Eiðum. Æskilegar kennslugreinar:
handavinna pilta og stúlkna og iþrótta-
kennsla.
Umsóknarfrestur til 1. september.
Nánari upplýsingar gefur Sigurður Blön-
dal, Hallormsstað og Fræðslumáladeild
Menntamálaráðuneytisins.
Skólanefndin
Okkur vantar
blaðburðarfólk í
Hlíðarnar og Haaleiti
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen k
allflestum litum. Skiptum á einum degi'
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Hilasprautun Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099' og 20988.
MINNINGAR-
SPJÖLD
HALLGRÍMS-
KIRKJU
fást i
Hallgrímskirkiu (Guðbrandsstofu),
opið virka daga nema laugardaga kl.
2-4 e. h., sími 17805, Blómaverzluninni
Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Hall-
dóru Ólafsdóttur, Grettisg. 26, Verzl.
Björns Jónssonar, Vesturgötu 28, og
Biskupsstofu, Klapparstíg 27.
Helgason hf. SJEINICJA
Einhottl 4 Sfmar 26677 O0 14254
Auglýsingasími
Alþýðublaðsins
er 86660
fer frá Reykjavik
miðvikudaginn 22.
þ.m. til Snæfellsness
og Breiðafjarðar-
hafna.
Vörumóttaka á
þriðjudag og til
hádegis á mið-
vikudag.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður, Bankastr. 12
UR öli SKAKIGKIFIR
KCRNELÍUS
JONSSON
SKÖLAVOHOUSIIG 8
BANKASIRÍTI6
Þriöjudagur 21. ágúst 1973
0