Alþýðublaðið - 21.08.1973, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 21.08.1973, Blaðsíða 10
BLIKARNIR HENTU FRÁ SÉR STIGI Enn hefur Breiðablik smá von um að halda sér á floti i I. deild- inni eftir jafnteflisleik við 1A á Melavellinum. 3-3 urðu úrslitin i leik sem Breiðablik hefði átt að vinna en tókst samt að klúðra vinningsstöðu niður i jafntefli. Fyrri hálfleikur var frekar tilþrifalitill en i s.h. færðist lif og fjör i leikinn og hann varð að á- gætis skemmtun fyrir áhorfend- ur. 13. min. 0-1: Varnarmenn Blikanna i basli með boltann á vitateigslinu, markvörðurinn úr leik og Teitur Þórðarson náði boltanum og skoraöi i tómt markið. Gissur markvörður borinn af velli. 61. min 1-1: Ólafur Friöriks- son lék sig i öpið færi og skaut Teitur Þórðarson skorar fyrsta mark Skagamanna eftir mikil varnarmistök Blikanna. þrumuskoti i þverslá og inn. = Glæsimark. = 76. min. 2-1: Nýliöi, Hörður • Harðarson lék upp vinstra meg in upp að endamörkum og skaut úr að þvi er virtist lokuðu færi en boltinn þau yfir höfuð Daviðs markvarðar og i markið. 70. min. 2-2: Einar Þórhalls- son með boltann á eigin vitateigi og öllum á óvart skaut hann beint á eigið mark og skoraði. Fáránlegt sjálfsmark. 85. min. 3-2: Guömundur Þórðarson lék laglega upp vinstra megin og gaf vel fyrir markiö á Ólaf Friðriksson sem skoraði af stuttu færi. 88. min. 3-3:Teitur Þórðarson skorar sitt 11. mark i I. deildinni og tryggði liði sinu óverðskuld- að stig. Enginn leikmaður skar sig sérstakiega úr og leikurinn týp- iskur malarleikur. — HJ. Staðan i 1. deild er nú þessi eftir leiki helgarinnar. Nú verður hlé á deildarkeppninni i tvær vikur. IBK — IBV Fram —KR Br.blik — 1A Valur — ÍBA 1:0 3:1 3:3 2:0 = Baldur Mariusson dregur úr hatti Jóns. Sú litia neitaði! = Dregið var i 4-liða úrslit bikarkeppninnar i ieikhléi leiks Breiða- = = bliks og ÍA á sunnudaginn. Niðurstaðan varð sú, að Akurnesingar = = leika viö Keflvikinga uppi á Akranesi og Fram ieikur við Vest- = = mannaeyinga í Reykjavik. Leikinrir fara fram miðvikudaginn 5. = = september. = = Drátturinn var framkvæmdur á skrifstofu Baldurs vallarstjóra = = á Melavellinum, og að vanda var hattur Jóns Magnússonar notað- = = ur undir miðana. Til stóð að láta litla dóttur Bjarna Felixsonar = = draga, cn hún reyndist ófáanleg til þess. Mun það fyrsta sinn i = = sögu keppninnar að nokkur neiti þeirri miklu vegsemd aö fá að = = draga! Sagði Bjarni siðar, aö réttast hefði verið aö vefja miðana = = inn i karmellubréf fyrst. = = Baldur Mariusson var siðan fenginn til að annast dráttinn, og = = kom fyrst upp miöi ÍBK, en siðan ÍA Fékk iA heimaleikinn, þar eð = = ÍBK átti heimaleik i siðustu umferð, en ÍA útileik. Siðan var nafn = = Fram dregið úr hattinum, og síðast nafn ÍBV. = = Bæði þessi lið áttu útileik siðast, og varð þvi að draga um það að = = nýju hvort fengi heimaleikinn, og kom upp hlutur Fram. „Ykkur = = er ekki viðbjargandi”, sagði þá Sigurður Steindórsson fulitrúi = = Keflvikinga viö Hermann Jónsson fulltrúa ÍBV, en Eyjamenn hafa = = þurft að leika á útivelli í öllum umferðunum. = S........................................................ 11 10 1 0 25: :3 21 11 8 1 2 26: : 15 17 11 6 0 5 18: : 12 12 12 4 2 6 27: :21 J0 11 4 2 5 14 17 10 12 4 2 6 13: :22 10 11 3 1 7 10: 22 7 11 1 1 9 16 :37 3 13 IBK Valur IBV 1A Fram IBA KR Br.blik Markhæstu leikmenn: 1. Hermann Gunnarss. Val.. 2. Teitur Þórðarson ÍA. 11 3. Matthias Hallgr.s.lA. 9 4. Steinar Jóh.s. IBK... 8 5. örn Óskarsson IBV ... 7 A-ÞJÓÐVERJAR LANG BEZTIR Austur-Þjóðverjar eru mesta i- þróttaþjóð Evrópu. Þeir eru bezt- ir i frjálsum iþróttum, og um helgina urðu þeir einnig Evrópu- meistarar i sundi. 1 kvennaflokki þriðja árið i röð, og i karlaflokki i fvrsta sinn, áður voru Sovétmenn meistarar. Austur-þýzku stúlk- urnar settu þrjú heimsmet og sjö Evrópumet. VALUR FER í UEFA Valsmenn stöðvuðu sigurgöngu Akureyringa á sunnudaginn með 2-0 sigri i Laugardainum. Ættu Valsmenn þar með að vera nokk- uð öruggir meö annað sætið og Evropa — hér komum við, geta Valsunnendur sungið með nokkuð góðri samvizku úr þessu. Róstur hjó brezkum Um helgina var mikiö um ólæti áhorfenda á knatt- spyrnuleikjum i Bretlandi, og þykir það ekki benda á gott fyrir veturinn. Verst var að- koman á leik Celtic og Rangers, en þar varð að hand- taka fjölda manns og flytja hundruö á sjúkrahús. Stoke sigraöi Hull 2:0 i úr- slitum Watney bikar- keppninnar á laugardaginn. Jimmy Greenhoff gerði bæði mörkin. 1 keppninni um Iiknarskjöldinn (Charity Shield) sigraði Burnley lið Manchester City 1:0. Colin Waldron gerði markið. 1 ieik liða númer 3 og 4 i bikar- keppninni, Arsenal og Wolves, unnu Clfarnir 3:1. McCalli og Dougan (2) gerði mörk Úlfanna. Gordon Banks, mark- vörðurinn heimsfrægi sem meiddist i biislysi i fyrra- haust, ætlar að hætta. Hann hefur ekki fengið sig góðan af meiðslum sem þann hlaut á hægra auga. Banks lék 73 sinnum I enska landsiiöinu. €0f 00- r ^ ENN EYJAMAÐUR í LEIKBANN! Vestmannaeyingar eru iðnir að sjá Aganefnd KSt fyrir verkefn- um. 1 leik IBK og IB V hlaut Einar k Friðþjófsson bókun. Þetta er önn-1" ur bókun hans á sumrinu, og auk þess átti hann eina inni frá fyrra ári, og fer þvi i keppnisbann. Er hann fjórði Eyjamaðurinn á stuttum tima sem fer i bann. Annars var svo sem ekki hægt að hrópa húrra fyrir knatt- spyrnunni sem liðin léku en Vals- menn voru sterkari, sigur þeirra verðskuldaður. Akureyringar léku án Kára Arnasonar og Sigur- björns Gunnarssonar, veikti það sóknina mjög og svo bættist það við að vörnin var nokkuð gloppótt i þokkabót og þvi fór sem fór. 31. inin. 1-0: Hörður Hilmars- son skaut þrumuskoti af löngu færi, Arni Stefánsson kastaði sér flötum og rétt náði að snerta bolt- ann en ekki nóg, hann þaut i stöng og skoppaði i netið. 60. min. 2-0: Hörður Hilmars- son og Jóhannes Eðvaldsson léku laglega saman upp hægra megin og Jóhannes sendi fyrir markið á Hermann sem var frir á markteig og Hermann skoraði sitt 13 mark i I. deildinni. Þá á hann eftir sjö i 20 mörkin sem hann hefur sett sér sem takmark. Siguröur Jónsson átti mjög góð- Iiermann skorar og innsiglar sig- ur Vals. Þetta var 13. mark Her- manns i deildinni. an leik i Valsliðinu og Þórir Jóns- son átti stórgóðan fyrri hálfleik en sást svo ekki i þeim siðari. Arni Stefánsson átti góðan dag i markinu og verður ekki sakaður um mörkin. Benedikt Guðmunds- son kom lika vel frá sinu. — HJ Frá leik Keflvíkinga og Eyja- manna. Myndirnar á siðunni tóku Friðþjófur og Smarsi. HEPPNIN MEÐ ÍBK Keflvikingar verða Islands- meistarar i ár. A meðan þeir tapa ekki leikjum sem þeir eiga nánast ekkert i, þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur. Meistara- heppnin fylgir þeim. 1:0 sigur Keflvikinga yfir Vestmannaey- ingum á laugardaginn var mik- ill heppnissigur, þvi Eyjamenn áttu mun meira i leiknum. 1:0 Eyjamönnum i hag hefðu verið réttlátari úrslit. Aðeins stórgóð markvarzla Þorsteins Ólafsson- ar færði Keflvikingunum þessi tvödýrmætu stig, tvisvar bjarg- aði hann alveg á ótrúlegan hátt. 1—0:85. min. Steinar Jó- hannsson fékk boltann nálægt miðjulinu, brunaði af stað upp völlinn og komst inn að marki vinstra megin, skot hans small i netinu þrátt fyrir góða tilburði Ársæls til varnar. Keflvikingar trylltust af fögnuði, en Eyja- menn brotnuðu við þessi grimmu örlög. Heppnin er þeim fjarri á þessu sumri. Vestmannaeyingar sóttu meira i fyrri hálfleik. Þeir höfðu öll völd á miðjunni. Ekkert ból- aði á getu Keflavikurliðsins, sem gert hefur það ósigrandi i sumar. Tvivegis fékk örn Ósk- arsson færi á að skora, en Þor- steinn varði frábærlega i bæði skiptin. í siðari hálfleik voru Eyjamenn einnig sterkari, en tókst samt ekki að skapa sér forystu. Skot Steinars var eina hættulega marktækifærið sem Keflvikingar fengu, áður höfðu aðeins Grétar og Astráður gert atlögu að marki tBV, en án verulegrar hættu. Þorsteinn var i sérflokki hjá tBK, og Hooley þjálfari telur hann markvörð á heimsklassa. Steinar náði spretti sem gaf ó- vænt mark, ekki i fyrsta sinn i sumar. Þvi er hann liðinu afar dýrmætur. Ólafur Sigurvinsson átti glansleik hjá ÍBV, liklega bezti maður vallarins. örn var einnig góður. — SS. Enn sigrar Björgvin Jaðarsmótið I golfi fór fram á Akureyri um helgina. Stóri boli, eins og golfvöllur Akureyringa er oftast nefndur, reyndist heima- mönnum auðveldastur viðfangs. Þeir röðuðu sér i tvö efstu sætin. Skorið var frekar lágt, þvi fyrri dag keppninnar á laugardaginn, var 7-8 vindstiga norðan strekkingur og kuldi, og fór veðrið illa með margan kylfinginn. Björgvin Þorsteinsson GA bar sigur úr býtum, fór 18 holurnar á 161 höggi (82+79). Annar varð félagi hans Gunnar Þórðarson GA með sama höggafjölda, 161 högg (83^-78) og þriðji Einar Guðnason GR ineð 164 högg (86 + 78). t fjóröa og fimmta sæti urðu jafnir þeir Hannes Þorsteinsson GL og Gunnlaugur Ragnarsson GR með 165 bögg. Gunnar og Björgvin eru jafnaldrar liðlega tvitugir, og taldir tveir beztu kylfingar á Akureyri þessa stundina. Þriöjudagur 21. ágúst 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.