Alþýðublaðið - 21.08.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.08.1973, Blaðsíða 6
■% %W Frumskógagyðjan Þetta hefur gerzt: Flugvél hefur hrapað i frum- skógum Brasiliu og tvennt komizt lifs af: Hin laglega 17 ára gamla Gloria og ungur verkfræðingur að nafni Hellmut Peters. Ef þeim á að auðnast að komast lifandi úr skóginum, þurfa þau að ganga 200 km til næstu byggðar. Þau finna hent- ugan áningarstað, en Peters heldur aðeins lengra til að leita að þurrum eldiviði. Þá finnur hann öskuhrúgu. Hann hleypur til baka, en þá er Gloria horfin. Þá stuttu stund, sem hann var fjarverandi, hafði hræðilegur viðburður hent stúlkuna. Skyndilega stóðu naktir menn frammi fyrir henni, eins og þeir hefðu sprottið upp úr jörðinni. Þeir höfðu málað andlit sin með lituðum leir. Brúnu, nöktu mennirnir ■ með máluðu andlitin störðu á Gioriu, eins og hún væri andi. óttinn skein úr aug- um þeirra, en þar var lika ár- vekni. Þeir voru reiðubúnir að ráðast á og drepa þessa furðu- legu veru, ef atferli hennar yröi eitthvaö grunsamlegt. grunsamlegt. Gloria fann á sér, að nú mætti hún ekkert rangt gera. Hún þagði. Hún reyndi ekki að flýja. Hreyfingar hennar voru ró- legar. Loks sagöi hún rólega: ,,Ég er ekki óvinur. Litið á mig: Ég er mannvera eins og þið. Gerið mér ekkert illt.” Þessir nöktu, máluðu menn skildu hana ekki. Þeir lifðu i öðrum heimi. Þeir þekktu hvorki rúm né tima, þar sem þeir bjuggu undir grænu þaki frumskógarnins, veiddu fisk i ánum og skutu dýrin i trjánum sér til matar. Frumskógurinn var þeirra heimur. Þeir vissu, að það var sólin, sem greindi á milli dags og nætur. Þvi dýrkuðu þeir daginn en óttuðust nóttina. Dagurinn var timi lifsins, en nóttin dauðans. En hingað var komin vera, sem hlaut að vera frá sólinni: mannvera með hvitt hörund. Og hár hennar var gert af sólar- geislum. Nöktu mennirnir breiddu út faðminn á sama hátt og þeir geröu á hverjum morgni, er þeir fögnuðu sólinni. Þeir réðust á stúlkuna Guðirnir höfðu sent þeim litla sól að gjöf niður til jarðar. Nú þurftu þeir aldrei framar að ótt- ast, aö hinn glóandi hnöttur hyrfi. Nú höfðu þeir eignazt eingin sól, sem þeir gætu haft hjá sér i þorpinu. Þeir steyptu sér allir yfir þessa dýrlegu veru. Margir handleggir hófu Gloriu á loft. Hún ætlaði að reka upp vein, en röddin brást henni, og hún missti meðvitund. Hún komst aftur til meðvit- undar við það, að volgu vatni var skvett yfir hana. Hún fann, að hún var á hreyfingu, og hún heyrði vatn gjálfra við árar. Ég er I báti, hugsaði Gloria. Hún táraöist, er henni varð hugsað til Hellmut Peters. Einn hinna nöktu manna hlaut að sitja að baki hennar, þvi að skyndilega «var hendi strokið snöggt yfir andlit hennar og tárin þurrkuð burtu. Varðmaður hljóp æpandi á braut Vatnið gjálfraði við bátinn. Honum var róið móti straumi, i gegnum hringiðu, framhjá sendnum bökkum, fram með stórum klettum. Nöktu mennirnir stundu og svitnuðu af erfiðinu, þrýstu árunum i vatnið og knúðu bátinn áfram án nokkurs hiks. Gloria settist upp. Naktir likamarnir fyrir framan hana voru á sifelldri hreyfingu fram og aftur gljáandi af svita, og vöövarnir hnykluðust eins og gildir strengir undir strekktu hörundinu. Hár mannanna var skorið þvert yfir enninu. Við bugðu á ánni hafði gróður- inn á báðum bökkum flettazt saman og myndaði laufþak. Þau mBmmmmmmmsm „RÓTTÆKA PLAGGIÐ’ F UM — NEYÐARÁSTANC Hér birtist fyrsti kaflinn af nokkrum, sem Alþýðublaðið mun birta úr nýsaminni bók Einars Björgvins, fyrrum þing- fréttaritara Timans — „Blaða- mennska fyrir flokkinn”. Bók- ina skrifaði Einar i sumar og kemur hún út i haust. 1 bókinni greinir Emar frá ýmsum nýorðnum atburðum úr innanflokksmálum Framsókn- arflokksins og samskiptum kunnra framsóknarmanna um mál, sem ekki hafa farið hátt til þessa. Að þessu sinni birtist fyrri hluta kafla, sem Einar Björgvin hefur valið heitið „Fyrsta „þátttaka” min i stjórnmál- um”. Þar segir frá hugsjóna- mönnum”, sambúðinni á Fram- sóknarheim ilinu, róttæka plagginu á þingi SUF, upphaf- inu að prófkjörsátökunum um skipan framboðslista Fram- sóknarflokksins við kosningarn- ar 1971, og neyðarástandi á Timanum. t blaðinu á morgun verður sagt frá prófkjörinu og úrslitum þess, mannfagnaði hjá Tómasi Karlssyni og ræðum þar og haf- in birting nýs kafla bókarinnar — „Fréttamennska hafin i þing- inu”. Fyrsta „þátttaka” min i stjórnmálum. t ágúst um sumarið var ég genginn i Félag ungra fram- sóknarmanna I Reykjavik og sótti kvöldfundi félagsins i húsi Framsóknarflokksins við Hringbraut. Þessir kvöldfundir „BLAÐAMENNSKA FYRIR FLOKKINN” voru haldnir I þvi augnamiði að móta stefnuna á þingi Sam- bands ungra framsóknar- manna, sem halda átti að Hall- ormsstað um mánaðamótin ágúst-september. Ég fór nú fyrst að kynnast Framsóknarflokknum innan frá. Ég komst fljótt að þvi, að aðalmennirnir i röðum ungra framsóknarmanna voru Ólafur Ragnar Grimsson og Baldur Óskarsson. Þeir voru „hug- sjónamennirnir” og þar af leið- andi hinir uppreisnargjörnu ungu flokksmenn. Fannst þeim litið til formanns flokksins, Ólafs Jóhannessonar, koma og flestra annarra, er leiddu flokk- Einar Björgvin inn. Hins vegar hafði Ólafur Jó- hannesson sina menn i röðum ungra flokksmanna og bar þar hæst Tómas Karlsson, ritstjóra. Ég var ekki búinn að taka þátt i „stjórnmálastarfinu” i marga daga, þegar ég var sannfærður um, að samkomulagið á heimili framsóknarmanna væri verra, en á flestum öðrum heimiium landsins, og að á þvi heimili væri meira glimt um völd og peninga, en hvernig leysa bæri þjóðfélagsvandamálin. Prófkjör um lista Framsókn- arflokksins i Reykjavik fyrir þingkosningarnar 1971, átti að fara fram i september. úr röð- um yngri flokksmanna voru það Baldur óskarsson og Tómas Karlsson, sem sóttu fast að hljóta þriðja sætið á listanum, þ.e. næsta sæti á eftir Einari Agústssyni. Rétt fyrir SUF- þingið sat ég fund ungra fram- sóknarmanna siðla kvölds, þar sem þetta mál var rætt. 1 upp- hafi var rætt um gott samkomu- lag ungra framsóknarmanna um skipan ungra manna i ein af efstu sætum lista flokksins fyrir nýafstaðnar borgarstjórnar- kosningar. Nú væri það spurn- ingin, hvort áframhaldandi samkomulag héldist. Fljótt kom i ljós, að samkomulag myndi ekki nást. Sumir voru gallharðir á þvi, að Tómas ætti að vera i 3ja sæti framboðslistans, en aðrir voru jafn harðir Baldurs- megin og auðvitað var þegar ljóst, að hvorugur keppinaut- anna myndi vikja fyrir hinum. Imprað var á þvi, að Jónatan Þórmundsson, prófessor, eða Elias Jónsson, blaðamaður, og þáverandi formaður FUF i Reykjavik, ættu að vera i hinu eftirsótta sæti. Þeir voru á þess- um fundi og höfnuðu þvi. Helzti málsvari Tómasar á þessum fundi var Alfreð Þorsteinsson, ritstjóri iþróttasiðu Timans og þáverandi varaborgarfulltrúi, en Ólafur Ragnar Grimsson gætti hagsmuna Baldurs. Ólafur hélt þvi fram, að Tómas ætti einungis að halda sig við stjórn- málaskrif á Timanum. Hann væri góður sem slikur. Ég fór á þing SUF og er mér minnisstæðast þaðan svonefnt „róttæka plaggið”, þar sem SUF-þingið átti að samþykkja harð orð mótmæli varðandi völd SÍS-fjármálaspekúlanta og ann- arra slikra i Framsóknar- flokknum. Ólafur Ragnar Grimsson og félagar hans höfðu samið þessa áiyktun, en Tómas Karlsson var sannarlega ekki sammálal henni. Hann taldi, að yrði hún samþykkt gæti það hreinlega brotið flokkinn niður, enda gæfi samþykkt hennar andstæðingunum góðan högg- SWW—■—hb—mb—mBmnm— 0 Þriöjudagur 21. ágúst 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.