Alþýðublaðið - 14.09.1973, Blaðsíða 5
alþýðu
ii FTiTfi'
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
|stjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
'götu 8—10. Sími 86666. Biaðaprent hf.
Hver braut trúnaðinn?
Það er eitt af grundvallaratriðum lýðræðis-
legra stjórnarhátta, að eðlileg samskipti séu
milli löggjafarvalds og fulltrúa þjóðarinnar á
löggjafarsamkomu annars vegar og handhafa
framkvæmdavalds, þ.e. rikisstjórnar og emb-
ættismanna hins vegar. Milli þessara aðila þarf
að rikja traust og trúnaður. Hið sjálfsagðasta af
öllu sjálfsögðu er auðvitað, að séu til lagafyrir-
mæli um samband og samskipti þessara aðila,
þá sé þeim hlýtt út í æsar.
Alþingi kýs samkvæmt þingsköpum ýmsar
nefndir, sem fjalla um þingmál, þar á meðal ut-
anrikismálanefnd, og ber rikisstjórn að hafa
samráð við hana um mikilvæg utanrikismál.
Fyrr i þessari viku var á döfinni eitt mikil-
vægasta utanrikismál, sem verið hefur á dag-
skrá um langt skeið, þ.e. spurningin um það,
hvort slita eigi stórnmálasambandi við Breta
vegna yfirgangs herskipa þeirra hér við land.
Einstakir ráðherrar voru búnir að gefa alls kon-
ar yfirlýsingar um málið, augsýnilega án nokk-
urs samráðs hver við annan. Einn ráðherra
hafði þó þagað, og var það raunar- sá ráðherr-
ann, sem málið heyrði undir; utanrikisráðherr-
ann Einar Agústsson. Það hefur komið fram.að
hann hafi ekkert vitað um yfirlýsingar sjálfs
forsætisráðherrans og þá auðvitað ekki um um-
mæli sjávarútvegsráðherrans, enda munu þeir
lítið tala saman, þótt þeir sjáist saman á mynd-
um, þegar þeir eru að ræða við útlendinga um
landhelgismálið, innan lands og utan. Að sjálf-
sögðu hefur almenningur undrast það stórlega,
að forsætisráðherra skuli hafa gefið stórar yfir-
lýsingar um stjórnmálaslit við Breta og afstöð-
una til NATO án nokkurs samráðs við utanrikis-
ráðherra sinn. Menn eru að visu hættir að verða
hissa á forsætisráðherranum. Fram til þessa
hafa menn þó haldið áð hann hefði vit á að
móðga ekki nánustu samstarfsmenn sina.
En svo gerist það, að haldinn er sögulegur
fundur i rikisstjórninni um málið.Þar reynist
hver höndin upp á móti annarri. Forsætisráð-
herrann ræður ekki við neitt. Niðurstaðan verð-
ur loðin málamiðlun, sem enginn veit, hvað þýð-
ir i einstökum atriðum.
í marga daga var búið að tilkynna um dag-
skrá þessa ráðherrafundar. Jafnframt hafði
verið tilkynnt, að siðdegis sama dag yrði fundur
i utanrikismálanefnd um málið. En hvað skeður
svo? i hádegisútvarpi, rétt eftir að ráðherra-
fundinum er lokið, er skýrt frá ályktun ráð-
herrafundarins. Utanrikismálanefnd fréttir
m.ö.o. um fundinn i útvarpinu!
Hér gerðist hneyksli. Alþýðublaðið krefst
þess af rikisstjórninni,að hún upplýsi hver beri
ábyrgð á þvi, sem þarna gerðist. Ef ríkisstjórn-
in sinnir þeirri kröfu ekki, er full ástæða til þess
að opinber rannsókn fari fram á þvi trúnaðar-
broti, sem hér átti sér stað.
FUJ - AÐALFUNDUR
Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavik heldur aðal-
fund sinn n.k. laugardag, 15. september kl. 13.30.
Fundurinn verður haldinn i Ingólfscafé, Hverfisgötu
8—10.
Dagskrá fundarins verður:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á 27. þing S.U.J.
Stjórnin.
□ □Biörgvin Guðmundsson. borgarfulltrúi. um
íbróttamálatillögu borgarstióra:
Það má ekki gleyma stuðningj
Eftirfarandi ræðu flutti Björg-
vin Guðmundsson á fundi i
borgarstjórn hinn 19. fyrri mán-
aðar, er umræður fóru þar fram
um tillögu meirihluta
borgarstjórnar um iþróttamál.
Herra forseti, góðir borgar-
fulltrúar. Ég vil byrja á þvi, að
Iýsa stuðningi minum við þessa
tillögu og ég get tekið undir orð
borgarstjóraþess efnis, að ég tel
að iþróttaiðkanir séu hollasta
tómstundaiðja sem að æska þess-
arar borgar getur iðkað og það
beri að stuðla að þvi, að hún hafi
sem bezta aðstöðu til þess að
stunda þessa iþrótt sem tóm-
stundaiðju. En mig undraði það
nokkuð, sem kom fram i ræðu Al-
freðs Þorsteinssonar borgar-
fulltrúa, að mál þetta hefur verið
i meðferð hjá iþróttaráði og verð
ég að taka undir með honum, að
það hefði verið eðlilegra að
iþróttaráð hefði þá lokið sinu
starfi og málið hefði komið frá
iþróttaráði og eitt er vist, að ef
einhver af borgarfulltrúum
minnihlutaflokkanna hefði flutt
tillögu sem þessa, þá hefði þegar i
stað komið tillaga frá Sjálfstæðis-
flokknum um að visa tillögunni til
iþróttaráðs. Og kannski kemur
tillaga um að tillagan fari þang-
að! En það virðist nú vera að
Sjálfstæðisflokkurinn brjóti
stundum sinar eigin leikreglur og
það hefur gerst hér. Það hefur
verið leikregla hjá Sjálfstæðis-
flokknum hér i borgarstjórn, að
málin fengju meðferð i hinum
ýmsu nefndum og ráðum borgar-
innar, en þessi tillaga hún kemur
hér allt i einu inn á fund, enda þótt
að málið sé i meðferð hjá iþrótta-
ráði, eftir upplýsiingum Alfreðs
Þorsteinssonar. Aðalástæðan
fyrir þvi, að ég stend upp i sam-
bandi við þessa tillögu, fyrir utan
það að lýsa yfir stuðningi minum
við tillöguna, er sú að ég hreyfði
þessu máli fyrir nokkrum árum
hér i borgarstjórn, það var raun-
ar 1966, þá flutti ég hér tillögu um
það, að það yrði kosin nefnd til
þess að endurskoða allt skipulag
iþróttamálanna i höfuðstaðnum,
með það markmið i huga fyrst og
fremst að athuga hvernig unnt
væri að stuðla að bættri aðstöðu
Iþróttafél. i hinum nýju hverfum,
og raunar i öllum hverfum borg-
arinnar. Ég vildi leyfa mér með
leyfi forseta að lesa þessa tillögu.
Hún er stutt og hljóðar svo:
„Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkir að skipuð verði nefnd
til þess að endurskoða allt skipu-
lag iþróttamála i höfuðborginni.
Skal nefndin fjalla sérstaklega
um iþróttastarfsemi i hinum
ýmsu hverfum borgarinnar og
með hverjum hætti heppil. veröi
að koma upp iþr.heimilum i nýj-
umhverfum”Sg skal vikja að þvi
á eftir hvaða afdrif þessi tillaga
fékk, en i framsöguræðu, sem ég
flutti með þessari tillögu, þá lagði
ég á það áherslu, að það þyrfti að
gera sérstaka ráðstafanir i hinum
nýju hverfum, sem væru að
myndast i borginni, og ég benti
einmitt á það, að það yrði iþrótta-
félögunum ofviða að koma upp
þeirri iþróttaaðstöðu, sem þyrfti
að skapa i þessum nýju hverfum,
auk þess sem ég lagði á það
áherslu, að borgin veitti gömlu
félögunum aukinn fjárhagslegan
stuðning. Mér er það minnisstætt,
að þegar ég flutti þessa tillögu, að
þá reis borgarfulltrúi Gisli Hall-
dórsson upp, var heldur viðskota-
illur og sagði að þessu mál væru i
mjög góðum höndum hjá iþrótta-
ráði, og þyrfti alls ekki að vera að
hreyfa þessu máli i borgarstjórn.
tþróttaráð gæti alveg leyst fram
úr þessu og raunar gerði Iþrótta-
ráð það mjög myndarlega og það
hefði verið komið upp mjög góðu
kerfi fjárhagslega aðstoðar viö
Iþróttafélögin i borginni, þannig
að það vantaði ekkert á að allt
væri i lagi. Nú er nokkur annar
tónn i borgarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins, að minnsta kosti
i borgarstjóra, þvi að hann lýsti
þvi yfir áðan, að það væri skoðun
hans að vonlaust væri að félögin
gætu komið sér upp fyrir aðstöðu
sem viðunandi væri, i hinum
ýmsu hverfum borgarinnar. Það
var nánast þetta sem ég lagði
áherslu á 1966 en það er eins og ég
hef oft sagt áður, það tekur oft
langan tima fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að átta sig á hlutunum,
en hann hefur gert það nú.
Ég er þeirrar skoðunar, að
borgin þurfi að gera langt um
meira en hún hefur gert á sviði
íþróttamála, og raunar eigi að
stefna að þvi, að borgin reisi að
mestu leyti sjálf iþróttamann-
virkin fyrir félögin. Og það mætti
vel hugsa sér, að i framtiðinni þá
yrði þetta þannig, likt og nú er
með barnaheimilin i borginni, að
borgin reisti iþróttamannvirkin,
en fengi siðan félögunum þaú til
rekstrar. Nú það er að koma á
daginn, að þetta er félögunum of-
viða i nýju hverfunum, raunar er
þvi bætt við i leiðinni að gömlu fé-
lögin séu að sligast undan skulda-
bagga vegna framkvæmda i sin-
um hverfum, þannig að það virð-
ist nú bera allt að þeim brunni að
borgin verði að láta þessi mál
mun meira til sin taka heldur en
áður. Ég er ekki á móti þvi, að
sjálfsögðu að félögin þau vinni
sem mest að þessu einnig sjálf og
ég get vel tekið undir það sem
Iþróttafrömuðir borgarinnar
segja oft i ræðum, að það eigi að
vera sem mest sjálfboðaliðsvinna
og að menn eiga að leggja sem
mest að mörkum sjálfir. En stað-
reyndin er bara sú að hún blasir
við nú, að félögin ráði ekki við
þetta ein, og borgin verður að
koma til skjalanna i auknum
mæli.
Mér skilst einnig að það sé svo
erlendis, að þar séu það borgarfé-
lögin sem reisi iþróttamannvirkin
að mestu leyti og fái félögunum
þau til reksturs, eða láti félögun-
um þau i té fullbúin, og ég hygg
að þróunin verði eins hér. Ég hef
orðið þess var núna undanfarin
ár, að það hefur rikt mikil
óánægja hjá ýmsum gömlu
iþróttafélaganna hér i borginni,
með þá fyrirgreiðslu sem þau
hafa fengið frá R.vikurborg.
Ýmis félög sem hafa starfað lengi
hér og eru rótgróin, og eru talin
vel stæð, að þau telja að það hafi
átt sér stað mismunun á þeirri
fyrirgreiðslu sem borgin lætur fé-
lögunum I té, telja að það sé látin
mun meiri aðstoð i té i hinum
nýju hverfum heldur i þeim
gömlu, og ég býst við þvi, að þessi
tillöguflutningur eigi kannski að
einhverju leyti rót sina að rekja
til þessarar óánægju gömlu félag-
anna, þ.e.a.s. félaganna sem
starfa i gömlu hverfunum. Og ég
er alveg sammála þvi, raunar
eindregið þeirrar skoðunar, að
jafnhliða þvi sem er byggð er upp
iþróttaaðstaða i nýju hverfunum,
þá þurfi að sjá til þess, að það
verði látin i té nægileg aðstaða við
gömlu félögin, þvi að sjálfsögðu
þá verða þau einnig að starfa
áfram og við megum ekki van-
rækja gömlu hverfin, það eru
einnig unglingar i þeim, enda þótt
að fjöldinn sé mun meiri i þessum
nýju og storu hverfum. Þess
vegna er ég alveg eindregið sam-
mála þessari tillögu.
Nú, þegar borgarstjóri minntist
á ýmsar leiðir til þess að ráða
fram úr þessu aukafjárhagslegu
aðstoð við byggingarfram -
kvæmdir og auka aðstoð einnig
styrkveitingar til félaganna
vegna iþróttaiðkana, en ég vil
bæta þvi við, að ég tel það eigi
einnig núna i þessari athugun, at-
huga hvort að borgin eigi ekki að
fara meira inn á þá braut, að
reisa mannvirkin og fá félögun-
um þau fullbúin tilrekstrar. Takk
fyrir. Fyrirgefðu forseti, ég ætl-
aði nú eiginlega að ljúka mál mitt
með þvi, að geta um hver urðu af-
drif tillögu minnar frá 1966, þó að
menn færu kannski nærri um það,
en það var ekki talin ástæða til
þess að samþykkja hana vegna
þess að iþróttaráð hefði þessi mál
i öruggum höndum.
FS “ KJÖRDÆMAFUNDIR
ALÞÝÐUFLOKKSINS
A VESTURLANDI
Sunnudaginn 16. sept. n.k. kl. 14,00
Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i
Vesturlandskjördæmi boðar kjördæmis-
ráðið til fundar að Hótel Borgarnesi
sunnudaginn 16. september n.k. kl. 14.00.
GYLFI Þ. GÍSLASON, formaður
Alþýðuflokksins, og BENEDIKT
GRÖNDAL, varaformaður Alþýðuflokks-
ins, munu mæta á fundinn og ræða stjórn-
málaviðhorfið. Stjórnin
Föstudagur 14. september 1973