Alþýðublaðið - 14.09.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.09.1973, Blaðsíða 6
Frá sjálfstjórnalýðveldinu Búrjatíu við Þetta er glíma hinna ste aldrei getur endað með j Sjálfstjórnarlýöveldið Búrjatia er staðsett i suöur- hluta Sibiriu, liggur aö austur- strönd Bajkal-vatns. Flatar- mál lýðveldisins er yfir 350 þúsund ferkilómetrar. I Búrjatiu búa 826 þús. manns samkvæmt manntali 15. janú- ar 1970. Höfuðborgin er Ulan- Ude og búa þar 269 þús. manns. Mestur hluti lýðveldisins er fjallgarðar og tæga. Þar eru yfir 9000 ár og uppsprettur, sem ekki frjósa og sjá þær landinu fyrir vætu. Fram til ársins 1917 voru rúmlega 90% ibúanna ólæsir og óskrifandi. Búrjatiumenn áttu ekki sitt eigið ritmál. Nú er fjöldi stúdenta á hverja 10.000 ibúa Búrjatiu fleiri heldur en i Englandi. Fyrir tiu árum siöan var sett á stofn deild frá Visinda- akademiu Sovétrikjanna i Ul- an-Ude. 1 Búrjatiu eru starfandi leikhús, óperur og ballettar, filharmoniuhljómsveit, búrja- tiskt og rússneskt leikhús og brúðuleikhús. Margir Búrjatiumenn eru hrifnir af iþróttum. Almenn- ingur hefur gaman af keppni i glimu, skotfimi af boga, kapp- reiðum, svo og lyftingr bolta og blaki. Fjöldi fólks stundar skotfimi. Meðal veiðinr lýðveldinu eru margi hafa unun af að reika u una með boga, en ekki Hvað viðkemur kapp um, þá er til mál Búrjatiu, sem hljóða „Búrjatiumaður án hi eins og vængjalaus fuf Glimukeppni fer fi skemmtilegan hátt. E eru barðar. Samkvæm eru það öldungar sen keppnina samkvæml bundnum helgisiða l ^mmmmmmmmmmmmm Drög að lögurr J af naðarmann 1. kafli: Stefnumið og starfsaðgerðir 1. gr. Jafnaðarmannaflokkur Is- lands er stjórnmálaflokkur og er hlutverk hans að vinna að út- breiðslu og áhrifum jafnaðar- stefnunnar i samræmi við stefnuskrá flokksins á hverjum tima, fylkja islenskri alþýðu til baráttu fyrir menningarlegum, félagslegum og efnahagslegum markmiðum sinum og hafa á hendi forustu i þeirri baráttu. 2. gr. Jafnaðarmannaflokkur Is- lands starfar að þessu hlutverki á grundvelli lýöræöis og þing- ræöis með þvi meöal annars að: 1) berjast i ræðu og riti fyrir hugsjónum og stefnumálum slnum, 2) skipúleggja hvers konar flokksstarf um land allt, 3) bjóða fram til alþingis- og sveitarstjórnarkosningar og taka þátt I öðrum kosningum, þar sem stjórnmálalegir hagsmunir alþýðu eru i húfi, 4) beita áhrifum sinum hjá rikisstjórn, á alþingi, i sveit- arstjórnum og hjá stéttar- samtökum til eflingar mál- staðar jafnaðarstefnunnar og 5) taka þátt i alþjóðlegu sam- starfi að svo miklu leyti sem það getur styrkt jafnaðar- stefnuna á Islandi. 2. kafli: Aðild að flokknum 3. gr. Aðilar að Jafnaðarmanna- flokki Islands geta verið: 1. Stjórnmálasamtök, sem starfa i anda jafnaðarstefnu. 2. Kvennasamtök Jafnaðar- mannaf lokksins. 3. Æskulýössamband Jafnað- armannaflokksins. 4: Jafnaðarmannafélög. 5. Starfsgreinafélög jafnaðar- manna. 6. Einstaklingar. Til að fá inngöngu i flokkinn verða aðilar að lýsa yfir, að þeir vilji hlýta stefnuskrá hans og undirgangast lög hans. 4. gr. Til þess að stjórnmálasam- tök fái aðild að Jafnaðarmanna- flokki íslands verður flokks- stjórn að samþykkja tillögu þess efnis a.m.k. mánuði fyrir flokksþing og 2/3 hlutar fulltrúa á flokksþingi að samþykkja. Til þess að jafnaöarmannafé- lög eða starfsgreinafélög jafn- aðarmanna fái aðild að flokkn- um, verður flokksstjórn aö sam- þykkja viökomandi félag. Fá þá félögin full réttindi, en þó veröur næsta flokksþing að samþykkja aöild þeirra meö einföldum meirihluta. Einstaklingar fá aðild að flokknum, ef tveir flokksmenn mæla meö þeim og fram- kvæmdastjórn staðfestir. 5.gr. Flokksþing kýs þriggja manna nefnd til þess að sam- ræma lög þeirra samtaka og fé- laga, sem aðild fá aö flokknum. Nefndin skal gera tillögur til aðila, svo að sem mest sam- ræmi verði i lögum þeirra. Komi upp ágreiningur um laga- atriði, sker flokksstjórn úr, en áfrýja má úrskurði hennar til flokksþings, ef um grundvallar- atriði er að ræða. Umsókn samtaka eða félags um aðild aö flokknum skal fylgja afrit af lögum þeirra. Eftir að aðild tekur gildi, mega aðilar ekki láta breytingar á lögum slnum koma til fram- kvæmda fyrr en flokksstjórn hefur samþykkt. Umsókn skal fylgja skrá yfir félagsfólk meö fullu nafni, nafn- númeri, heimilisfangi, aldri og atvinnu. Arlega skal láta flokks- stjórn I té skrá yfir breytingar, er oröið hafa á félagaskrá. 6. Einstaklingar, sem ekki kjósa að gerast félagar i samtökum innan flokksins, búa á stöðum, þar sem slik samtök eru ekki til, eða eru búsettir erlendis, geta gerst aöilar með þvi aö senda umsókn til aðalskrifstofu flokksins, sbr. 4. gr. 7. gr. Þeim einstaklingum, sem eru félagar i Jafnaðarmannaflokki tslands samkvæmt 3. gr., er ó- heimilt að vera i öðrum stjórn- málaflokki eða félagsskap, sem hefur andstæða stefnu við Jafn- aðarmannaflokkinn, vinnur gegn frambjóöendum hans við kosningar eða beitir sér opin- berlega gegn flokknum. 8. gr. Risi ágreiningur milli tveggja eöa fleiri aðila að Jafnaðar- mannaflokki tslands, sem þeir geta ekki sjálfir jafnað, má skjóta honum til flokksstjórnar til úrskurðar, og áfrýja má þeim úrskuröi til flokksþings. Sama gildir um ágreining innan samtaka eöa félaga i flokknum. 9. gr. Hver samtök og hvert félag innan flokksins hafa fullt frelsi um sin innri mál, þó svo að ekki brjóti I bága við lög flokksins, stefnuskrá hans, samþykktir flokksþinga eða ákvarðanir flokksstjórnar þeirra á milli. 3. kafli: Flokksþing 10.gr. Flokksþing hefur æðsta vald I öllum málum Jafnaðarmanna- flokks tslands. Það skal haldið annað hvert ár á þeim stað og tima, sem flokksstjórn ákveður. Aukaþing skal flokksstjórn kalla saman, þegar henni þykir nauðsyn eða aðilar með meira en helming félagsfólks krefjast skriflega. Flokksþingið skal boða með minnst tveggja mánaða fyrir- vara I aöalmálgagni flokksins og Rikisútvarpinu. Aukaþing má boða með styttri fyrirvara ef nauðsyn krefur. A flokksþingi skal taka fyrir öll mál, sem flokkinn varða. Þingið samþykkir fundarsköp og skal þvi stjórnað samkvæmt þeim. Drög að stefnuskrá Jafnaðar- mannaflokks íslands eða efnis- breytingum hennar skal senda öllum samtökum, sem aöilar eru að flokknum, með mánaðar fyrirvara hið minnsta. Drög aö ályktunum, sem flokksstjórn leggur fram, skal og senda sömu aðilum með minnst mán- aðarfyrirvara. Megintillögur, sem samtök eða einstakir flokksmenn óska að leggja fyrir þingið, skulu send flokksstjórn eigi siðar en mánuði fyrir þing. I öllum málum ræður einfald- ur meirihluti úrslitum, nema annað sé ákveðið i lögum þess- um. u.gr. Hver samtök eða hvert félag, sem aðili er að Jafnaðarmanna- flokki íslands, eiga rétt á einum þingfulltrúa fyrir hverja 30 fé- laga og einum fyrir brot úr þeirri tölu, sem þó sé eigi minna en einn þriðji. Kjósa skal jafn- marga til vara. Félagatölu skal miða við tölu fullgildra félags- manna, eins og hún er tilfærð i siðustu ársskýrslu til flokks- stjórnar. Samtök, sem ekki hafa sent skýrslur eða vanrækt skatt- greiðslur til flokksins, hafa ekki rétt til fulltrúa. Einstaklingar I flokknum kjósa fulltrúa á flokksþing, eftir sömu reglu og getur I 1. mgr. Fer kosningin fram I pósti sam- kvæmt sérstökum reglum, sem flokksþing staðfestir. Enginn einstaklingur getur neytt atkvæðisréttar við full- trúakjör til flokksþings nema i einum aðildarsamtökum. Kjör fulltrúa á flokksþing skal jafnan vera skriflegt. 1 aðildar- samtökum fer það fram á þingi viðkomandi samtaka, I félögum á löglegum félagsfundi eða með almennri atkvæöagreiðslu utan fundar. Kjörtimabil fulltrúa er tima- biliö milli reglulegra þinga. 4. kafli: Flokksstjórn 12.gr. A reglubundnu flokksþingi skal kjósa i stjórn Jafnaðar- mannafkikks Islands til tveggja ára I senn 99 menn á þann hátt, sem hér greinir: 1. Formann, varaformann, rit- ara og gjaldkera, og skal kjósa hvern um sig sérstak- lega. 2. Fimmtiu fulltrúa og sextán til vara þannig: Úr Reykjaneskjördæmi........ 7 fulltrúa og 2 til vara Or Reykjavik................ 11 fulltrúa og 2 til vara Kjósa skal skriflega óhlut- bundinni kosningu, og er at- kvæðaseðill eigi gildur, nema kosin sé full tala. 3. Fjörutiu og fimm fulltrúa, sem kosnir eru án tillits til bú- setu og tiu varamenn þeirra. Skal kosning vera skrifleg og óhlutbundin, og atkvæöaseðill eigi gildur, nema kosin sé full tala. Ef formaður flokksins fellur frá, segir af sér eða missir kjör- gengi á kjörtimabilinu, tekur varaformaður sæti hans, og kýs flokksstjórnin nýjan varafor- mann I hans stað. Falli varafor- maður, ritari eða gjaldkeri frá, segi af sér eða missi kjörgengi, kýs flokksstjórnin menn úr sin- um hóp I þeirra stað. 13. gr. Flokksstjórnin kemur öll saman a.m.k. á einn fund, það ár sem flokksþing er ekki hald- ið. Skal sá fundur boðaður á sama hátt og flokksþing. Þar að auki heldur flokks- stjórnin reglulega fundi, svo oft sem hún sjálf ákveður. Skulu þeir flokksstjórnarmenn, sem að jafnaöi geta sótt þá fundi meö stuttum fyrirvara, boðaðir á fundina, ef þeir óska þess viö skrifstofu flokksins. Aðrir flokksstjórnarmenn eiga þar og rétt til setu meö fullum réttind- um, þegar þeir geta þvi viö komið. Skylt er að kalla flokksstjórn saman, ef tiu flokksstjórnar- menn krefjast þess skriflega og tilgreina fundarefni, svo og ef þingflokkur áfrýjar máli til flokksstjórnar. 14. gr. 1 flokksstjórn eiga sæti auk þeirra, sem taldir eru i 12. gr., þeir þingmenn flokksins, sem eigi hafa hlotið kosningu á flokksþingi. 15. gr. Hlutverk flokksstjórnar er: 1. Að kjósa framkvæmda- stjórn. 2. Að sjá um, að starfsemi Úr Vesturlandskjördæmi 5 fulltrúa og 2 til vara Úr Vestfjarðakjördæmi . 5 fulltrúa og 2 til vara Úr Norðurl.kjörd. vestra 5 fulltrúa og 2 til vara Úr Norðurl.kjörd. eystra 7 fulltrúa og 2 til vara Úr Austfjarðakjördæmi. 5 fulltrúa og 2 til vara Úr Suðurlandskjördæmi 5 fulltrúa og 2 til vara 0 Föstudagur 14. september 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.