Alþýðublaðið - 26.09.1973, Blaðsíða 3
List ofi
stéttarvitund
á vinnustað
t fyrradag efndi Menningar
og fræöslusamband alþýðu i
samvinnu við Listasafn ASt og
Félags islenskra járniðnaðar-
manna til fyrsta vinnustaða-
fundar, sem haldinn hefur verið
á tslandi þar sem kynnt eru
stéttarleg málefni og flutt list
með það að markmiði að efla
stéttarvitund fólk og stéttar-
lega samstöðu þess. Var þessi
fyrsti vinnustaðafundur haldinn
i vélsmiöjunni Héðni i Reykja-
vik og gaf mjög góða raun.
Baldur öskarsson, forstöðu-
maður MFA, sagöi i viðtali við
Alþýðublaðið, að ákveðiö hafi
nú verið að efna til annars fund-
ar af þessu tagi og þá i Stál-
smiðjunni, og standa sömu aðil-
ar að fundinum og efndu til
fundarins i Héðni. Þá hafi einnig
verið rætt við ýmis stærri félög-
in á Reykjavikursvæðinu, s.s.
eins og Dagsbrún og Verslunar-
mannafélag Reykjavikur um
samstarf um slik fundahöld á
vinnustöðvum félaga úr þessum
félögum og eins hafi verið rætt
við ýmis félög úti á landi um
slikt samstarf.
— Markmiðið með þessum
vinnustaðafundum er einkum
tviþætt, sagði Baldur. t fyrsta
lagi viljum viö vekja verkafólk
til umhugsunar um stéttarfélög
sin og málefni þeirra svo og um
sin eigin vinnustaðamálefni og
fá fólkið þannig til þess að taka
virkan þátt i verkalýðsmálum. I
ööru lagi viljum við svo kynna
starfsemi hins nýstofnaða
Menningar- og fræðslusam-
bands'alþýðu með þvi að leita út
til fólksins og eins leita eftir
hugmyndum þess um nýjungar i
starfsemi sambandsins.
ÁSIGLINGAMYNDIRNAR
VEKJA SAMUÐ MEB
MÁLSTAÐ ISLENDINGA
Kvikmyndirnar af tilraunum
bresku herskipanna til þess að
valda ásiglingum við islenzk
varðskip hafa vakið mikla athygli
I Bretlandi. Myndin af sam-
skiptum Ægis og bresku freigát-
unnar Lincoln, sem Sigurður
Fundur í miðstjórn ASÍ á morgun
SfBARI KJARAMALA-
rAdstefnan AKVEBIN
— Ég reikna með þvi, að mið-
stjórn Alþýðusambands tslands
ákveði á fundi sinum á morgun,
fimmtudag, hvenær kalla eigi
saman siðari kjararáðstefnu
stéttarfélaganna innan ASl eins
og ákveðið var að gera á ráöstefn
unni i Reykholti I sumar, sagði
Snorri Jónsson, forseti ASI i við-
tali við Alþýðublaðið i gær.
Sagöist hann gera ráð fyrir þvi að
ákveðið yrði að kalla ráðstefnuna
saman um eða upp úr n.k.
mánaðamótum.
— Ýmis félög hafa nú þegar
haldið fundi um kjaramálin og
veit ég ekki til, að neitt hafi komið
þar fram, sem bendi til þess, að
stéttarfélögin innan ASt muni
ekki standa saman I komandi
samningaviöræðum innan þess
ramma, sem ráðstefnan I Reyk-
holti markaði, sagði Snorri enn
fremur. Hins vegar mun það
endanlega koma i ljós á siðari
kjararáðstefnunni, sem nú
stendur fyrir dyrum.
Þá sagði Snorri að af þeim
tveim nefndum, sem kjararáð-
stefnan i Reykholti hafi samþykkt
að kjósa ' til þess að f jalla um
ákveðna málaflokka, hafi önnur
— nefnd um skattamál — þegar
tekið til starfa, en hin — nefnd um
húsnæðismál — myndi taka til
starfa á næstu dögum. Snorri
sagði það ekki vera hlutverk
þessara nefnda að ræöa við rikis-
stjórnina i umboði verkalýðs-
hreyfingarinnar um úrbætur i
þessum málum heldur ættu þær
að gera úttekt á stöðunni i þessum
tveimur málaflokkum, koma
fram með hugmyndir um úrbætur
og skila siðan álitsgerð til kjara-
ráðstefnu þeirrar, sem nú stendur
fyrir dyrum.
Sverrir Pálsson tók úr flugvél
Landhelgisgæslunnar, voru
sýndar I öllum fréttatimum BBC i
fyrradag.
t BBC 2 var jafnframt haft við-
tal við fyrrverandi skipstjóra sem
nú starfar hjá breska flotamála-
ráðuneytinu og hann m.a.
spurður að þvi, hvort sigling frei-
gátunnar væri ekki brot á öllum
siglingareglum. Atti skipstjórinn
fyrrverandi mjög i vök að verjast
fyrir spurningum breska sjón-
varpsfréttamannsins og reyndi
sifellt að skjóta sér undan að
svara. Var fréttaþáttur þessi
mjög jákvæður fyrir málstað Is-
lendinga.
Þá mun þess einnig gæta i
bréfum, sem islenska sendiráðinu
I London berast um þessar
mundir frá breskum almenningi,
að kvikmyndirnar hafa mjög eflt
samúð með okkar málstað. 1 einu
bréfanna, sem sendiráöinu barst
eftir að kvikmyndirnar af
ásiglingatilraununum höfðu verið
sýndar sagði bréfritari m.a. að
auðsætt væri, að Bretar neyttu
aflsmunar við tslendinga og
beittu stórum herskipum sinum
harkalega gegn miklu smærri is-
lenskum varðbátum. Sagðist
bréfritari vilja láta koma fram,
Ein elsta farþegaflugvélin ekki
úr sögunni þrátt fyrir fokið
Gamli Gunnfaxi, DC-3 flugvél
Flugfélags tslands, sem
skemmdist mikið, er hún fauk I
fárviðrinu um helgina, kemst
væntanlega aftur i umferð innan
tiöar, þvi i gær var ákveöið aö
gera vélina upp eftir óhappiö.
Sveinn Sæmundsson blaöafull-
trúi Ft sagöi, aö tjóniö næmi
sjálfsagt miiljónum króna, þótt
skemmdir séu ekki futlkannaöar.
Báöir vængendar skemmdust,
báðar skrúfur, nef og sprunga
kom I hægra hjólahús.
Gunnfaxi er einhver elsta flug-
vél I farþegaflugi hér, og hefur
veriö I eigu Fí i 25 ár. Telur
Sveinn ekki ólíklegt, aö nálægt
annar hver tslendingur hafi ein-
hvern timan komiö upp I vélina.
Hún hefur litiö verið notuö til
tarþegaflutninga innanlands aö
undanförnu, en einkum veriö I
skiöaflugi til Grænlands enda er
hún eina vél Fl, sem getur sinnt
þvi verkefni.
Þess má geta aö Gunnfaxi fauk
og skemmdist mikiö á flugvellin-
um i Vestmannaeyjum fyrir
mörgum árum. Var hún þá flutt á
skipi til Reykjavikur og gerö upp,
og segja flugmenn, aö hún hafi
aldrei veriö betri en eftir þaö. —
að tslendingar nytu viða samúðar
og stuðnings meðal almennings i
Bretlandi, sem gerði sér ljóst, að
Bretar beittu bolabrögðum á mið-
unum við tsland.
Ekkert nýtt
skattafrumvarp
— Ég held, að fráleitt sé að
fullyrða á þessu stigi málsins, að
nokkuð nýtt skattalagafrumvarp
verði lagt fram á fyrstu þingdög-
unum — a.m.k. ekki frumvarp,
sem samið er að tilhlutan fjár-
málaráðuneytisins og þeirrar
nefndar, sem unnið hefur á þess
vegum að endurskoðun á öllu
tekjuöflunarkefi rikissjóðs, sagði
Höskuldur Jónsson i fjármála-
ráðuneytinu i viðtali við Alþýðu-
blaðið i gær, en þær fregnir hafa
flogið fyrir, að slikt frumvarp
væri langt komið i samningu.
Höskuldur sagði, að eins og áö-
ur hafi fram komið hafi sérstök
nefnd starfað nú um nokkra hrið
að endurskoðun á öllu tekjuöflun-
arKerti rikissjóös og þá ekki að-
eins á kerfi beinna skatta, heldur
einnig á lögum um söluskatt, að-
flutningsgjöld, þinglýsinga- og
stimpilgjöldum og öllum öörum
tekjustofnum rikissjóðs. Sagöi
Höskuldur, að eftir þvi sem hann
best vissi hefði nefndin skilað frá
sér og til ríkisstjórnarinnar hluta
af skýrslu þar sem greint væri frá
þvi, hverjir væru þessir helstu
tekjustofnar og hve mikilvægir
hinir einstöku tekjustofnar væru.
— Hins vegar veit ég ekki til
þess, að neitt liggi fyrir i frum-
varpsformi frá nefndinni, sagði
Höskuldur, og tel ég þvi harla litl-
ar likur á þvi, að frumvarp að
nýjum skattalögum verði lagt
fyrir væntanlegt Alþingi á fyrstu
starfdögum þess.
Frá mönnum
og málefnum
Innanhúss-
framtak
útvarpsráðs
Útvarpsráð hefur oft reynst
hvumpið fyrirbrigði og er það
kannski að vonum, þegar settir
eru saman flokkspólitiskir hugir
til að fjalla um fjölmiðlun rikis-
ins. Vegna þess hafa ýms upp-
þot útvarpsráðs borið nokkurn
keim af pólitiskum moldvirðum
allra átta, án þess þó að ráðið
Utanríkisráðuneytið: Þórður Einarsson
hafi séð ástæðu til að gefa út
opinberar yfirlýsingar um
þennan vindgang sinn.
Nú bregður hins vegar svo við
á dögunum, að útvarpsráð sam-
þykkir eins konar vinnutilhög-
unarályktun fyrir fréttamenn
útvarpsins og ákærir suma
þeirra fyrir villandi vinnubrögö.
Og nú er brugðið við hart og
fjölmiðlum send tilkynning um
þetta innanhússframtak út-
varpsráðs og aftan i hnýtt órök-
studdum og dæmalausum full-
yrðingum um vinnusvik frétta-
mannanna.
Nú er ekkert við það að at-
huga að samviska útvarpsráðs-
manna skuli vera vel vakandi
og má efalaust finna mörg dæmi
góð um slika árvekni. Það kast-
ar þó hins vegar tólfunum, þeg-
ar útvarpsráð þykist þurfa að
hirta sina undirmenn, aö þá
skuli aðfinnslurnar ekki ganga
fyrst rétta boöleið innan stofn-
unarinnar, heldur opinberar til-
kynningar gefnar út fyrir við-
komandi syndaseli að frétta i
öðrum fjölmiðlum. Þetta er
svona álika gáfulegt og ef rit-
stjóri Alþýðublaðsins vildi ræða
einhverja vinnutilhögun við
undirritaðan, að hann sendi þá
útvarpinu tilkynningu þess efnis
til að lesa yfir mér i fréttatim-
um sinum.
Með ungu og lifandi fólki, sem
vill gera fréttamennsku að
starfi sinu, hafa islenskir fjöl-
miðlar stigið ýms ágæt spor til
raunverulegs fréttaflutnings.
Það er þvi full ástæða til að
styðja þessa þróun á alla lund,
en þaö er ekki gert með slikum
opinberum rýtingsstungum,
sem útvarpsráði hefur nú þókn-
ast aö setja i bak sumra frétta-
manna sinna.
Allir einlægir fréttamenn
hljóta að mótmæla þessari
framkomu útvarpsráös harð-
lega og það væri gaman að vita,
hvaða pólitiski hiti hleypti út-
varpsráði með þessa athuga-
semd á opinberan vettvang.
VITUS
í stað Helga Ágústssonar
Þórður Einarsson, fulltrúi I
Menntamálaráðuneytinu, hefur
verið valinn blaöafulltrúi utan-
rikisráðuneytisins i stað Helga
Agústssonar, sem gegndi þvl
starfi áður en hann varð sendi-
ráðsritari i sendiráði tslands I
London. Þórður lauk verzlunar-
prófi frá Samvinnuskólanum
1941, en stundaði framhaldsnám
viö City of London College. Hann
starfaði m.a. sem fulltrúi I sendi-
ráði Bandarikjanna i Reykjavik,
skrifstofu Marshallhjálparinnar
og Upplýsingaþjónustu
Bandarikjanna 1950— 1963. Hann
varö fulltrúi i Menntamálaráðu-
neytinu 1964, og hefur m.a. setið
fundi menningarmálaráðs
Evrópurúðsins i Strassburg.
Þórður er löggiltur dómtúlkur og
skjalaþýöandi t ensku.
Islenska sjónvarpið
notað til að níða
íslenska fatagerð
tslensk húsmóðir, sem
skammast sin ekki fyrir að
ganga i islenskum fötum,
hringdi:
„Hvað vakti fyrir sjónvarp-
inu, þegar það sýndi i gærkvöldi
mynd frá tiskusýningu, sem
haldin var i sambandi við kaup-
stefnu Félags islenskra iðnrek-
enda, en fékk svo tvær frúr til að
lýsa þvi áliti sinu á islenskum
fatnaði, að hann væri illa saum-
aður, langt á eftir tiskunni, og
að þær sjálfar notuðu ekki is-
lensk föt?
Það var veriö að kynna is-
lenska fataframleiðslu, sem ég
get af eigin raun sagt til um, að
stendur ekki annarri fatafram-
leiðslu á sporði, en einhver not-
aöi tækifærið til að fá i þáttinn
konur, sem niddu þessi föt niður
og lýstu þvi yfir þó um leið, gð
þær notuðu þau ekki.
Þetta voru ósanngjarnar
árásir á islenska fataframleið-
endur og tilhæfulausar. Það
væri fróðlegt að fá að vita hver
stjórnaði þessu, og i hvers þágu
það var gert.”
Lögreglan í
lausagangi
Fólk, sem býr i nágrenni
breska sendiráðsins hefur
kvartað undan þvi við Hornið,
að þar séu allan sólarhringinn
lögreglubilar I hægagangi. Þeg-
ar veður er kyrrt safnast út-
blástur bifreiðanna fyrir i ná-
grenninu og leitar inn um
glugga nærstaddra húsa, auk
þess sem hljóðiði lögreglubilun-
um pirrar ióik i húsunum.
Þessir nágrannar sendiráðs-
ins bentu á, að þaö stríði gegn
loftmengunarákvæöum nýrrar
heilbrigöisreglugeröar
Reykjavikurborgar að hafa bíla
I lausagangi umfram það, sem
alnauðsynlegast er.
Miðvikudagur 26. september 1973
o